Alþýðublaðið - 12.04.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.04.1961, Blaðsíða 2
ÆCOœOÖIMEtf!) flUrtJOrnr. Glsli J. Astþórsson (áb.) og Senediki orOndai — B'uiltraw rit- stjórnar: Sigvaldi Hjáimarsson og IndriSi G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri •Jðrgvin GuBmund n. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — ABsetur: AlþýðuhúsiB. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hveríis- fðtu 8—10. — Aslcriftai'gjald: kr. 45,00 á mánuði. í lausasölu kr 3,00 eint fltBefand*: Alþýðuflok urlnn — Framkvœmaastióri ■ Sverrir Kiartaruauw) Gamla stefnan okkar ALÞÝÐUFLOKKURINN hefur svihið stefnu sína. Hann hefur horfið frá því, sem Jón Bald vinsson og Héðinn Valdimarsson börðust fyrir. Hann er kominn til hægri við íhaldið. Þessi söng , ur hljómaði í Tímanum síðastliðinn sunnudag, og er raunar ekki nýr. Hann kveður við í þeim her búðum í hvert sinn, sem Framsókn er ekki í stjórn, Þá fær sá flokkur skyndilega áhyggjur af stefnu Alþýðuflokksins. En hvað segja staðreynd irnar? ; 1) Er það á móti hinni gömlu stefnu Alþýðu flokksins að stórauka try'ggingar, eins og nú verandi stjórn hefur gert, en ekki fékkst með an Framsókn sat í stjórn? Ætli gamla fólkinu, örkumla fólki, ekkjum og barnmörgum fjöl ! skyldum finnist þetta srvik? I 2) Er það á móti hinni gömlu stefnu Alþýðu flokksins að tryggja með lögum konum og körlum sömu laun fyrir sömu vinnu, en það mál fékkst aldrei afgreitt, meðan Framsókn var 1 stjóm? Ætlii konur telji það svik? 3) Er það á móti hinum gömlu stefnumálum A1 þýðuflokksins, að sl. ár var veitt meira fé til | íbúðarlána en nokkru sinni fyrr? Eru það svik? 4. Er það á móti hinum gömlu stefnumálum A1 þýðuflokksins, að styrkja yfirstjórn ríkisvalds | ins á efnahagkerfi þjóðarinnar, eins og núver andi stjórn hefur gert? . 5) Er það á móti jáfnaðarstefnunni að láta gera •i heildaráætlun um fjárfestingu, sem ec fyrsta skrefið til áætlunarbúskapar? Þetta hefur nú verandi stjórn gert, en slíkt fékkst ekki í sam j starfi við Framsókn. Þannig mætti lengi telja, Það má æra óstöðug an með tali um hver sé vinstra eða hægri megin ; við hvern. Hyggilegra er að líta á málefnin sjálf. Það var hægara að fá Framsóknarflokkinn til að styðja málefni jafnaðarstefnunnar fyrir stríð en það hefur reynzt síðustu ár. Viðreisn og verzlun | VERZLUN Þórðar Ásmundssonar & Co. á i Akranesi hefur hætt störfum og Sláturfélag Suð : urlands tekið við myndarlegu húsnæði hennar, að því er Tíminn skýrir frá. Telur blaðið þetta sönnun þess, hve viðreisnin sé voðaleg, að hún : hafi riðið þessari verzlun að fullu. Samkvæmt þesari röksemdafærslu Tímans ■ virðast hin vondu áhrif viðreisnarinnar aðeins ná til kaupmannsverzlunarinnar, en ekki til Slát . urfélags Suðurlands, sem færir út kvíarnar. Finnst lesendum ekki nýstárlegt að sjá Tímann harma það, að samvinnufélag tekur við af kaup mannaverzlun? Svo langt gengur blaðið til að reyna að rægja viðreisnina og stjórnina. BARNAMÁTUR í glösum og pökkum HEINZ merkið tryggir yður fyrsta fiekks vörugæði ... aliir þekkja mixed H a n n es ^ Um lestur Passíusálm anna. ■fe Þingmaður slær met í ósóma. ^ Um nýja ferskfiskmat ið. ■fe Endurbætur nauðsyn legar. ÁHORFAXDI skrifar: „Ég var, að hlusía á lestur síðasta kafla Passíusálmanna í kvöld, og vil héx með fœra séra Þorsteini L. Jónssynj innilegar þakkir fyrir góðan flutning. Séra Þorsteinn flutti sálmana blátt áfrani og ekki með Jieim sorgartón, sem margir flytjendur Guðsorðs eru vanir að viðhafa, ÞÁ HÖFUM við fengið nóg af predikunum stjórnmálaforingj anna undanfarið, ég vil seg.i" meira en nóg Einn skar sig út úr og var það Geir Gunnarsson, sem viðhafði það sóðalegasta orð bragð, -sem ég hefi heyrt í út varpsumræðum. Mér detta í hug í því sambandi hinir gömlu þingskörungar, þá Jón Baldvins son, Svein í Firði, Jón Ólafsson, Sigurjón Ólafsson o. fl. sem nefna mætti, Ég fullyrði að iþannig lagaðan mumisöfnuð h o r n i n u hafi þeir aldrei viðhaft og komu sínum málum áleiðis eigi að síð ur. MÉR FINNST að Geir, með ræðu sinni hafi svívirt þessa helgu stofnun þjóðarinnar. Það sýnir okkur hvers við megum vænta úr þeirri áttinni, ef völd þeirra kommúnista yrðu aukin. Ræða Geirs er gott dæmi um það á hve siðferðislega lágu þroska stigi þessir vesalingai' eru. Það er gott dæmj þess, að þessir og þvílíkir eiga allsstaðar að vera áhrfalausir í þjóðfélaginu. Þjóð in er nú farin að skilja þetta og verður að skilja þetta enn bet ur en hún gerir í dag. Það yrði hennar gæfa“. VEGFARANDI skrifar: „Ég hef nokkuð fylgzt með hinu nýja feriskfískmati un’danfatjið og verð að segja það, að starfsemi þessi hefur gengið betur en bæði ég og aðrir þorðu að vona. Vöru vöndun á sjónum er í mikilli framför og fyrir þetta vil ég þakka öllum, sem hér eiga hlut að máli. Og þjóðin öll þakkar bæði sjómönnum, sem almennt hafa sýnt mikla árvekni og þó eigi síður eftirlitsmönnum, sem framkvæma matið. Starf allra þassara mörgu — færir þjóðinni mar.gar milljónir króna vegna aukinnar vöruvöndunar. Hér má ekki slaka á klónni, heldut! miklu fremur sækja á En hálfn að er verk þá liafið er og ég er viss um að við stefnum hér a0 réttu marki. EN EITT er þó enn að athugaí þegar að landi er komið, og er ekki allsstaðar sem vera ætti. Norðmenn taka þetta allt fastari tökum en við. T. d. má þar ega inn taka sjávarföng til verlc unar, nema fá áriega löggild ingu fyrir sinni verkunarstöð. Þetta er nokkuð í lagi hér hjá frystihúsunum, en viða í megn astu ósóma, þar sem skreið og saltfiskur er verkaður. T. d. ætti opinbert eftirlit að fyrir skipa sótthreinsun á aðgerðarhús unum í byrjun vertíðar. Láta mála þau eða lakka. Sprauta með sótthreinsandi efni öll kvöld — einnig skreiðarhjallana. Þetta er tiltölulega lítil kostnaður, — sem borgar sig fyrir frameiðendl ur og meira en það Ég vil vekja athygli þeirra, er þessum máluní ráða, á þessu veigamikla atriði“'4 Hannes á hornnu,. ENDURNÝJUM GÖMLII SÆNGURNAR Eigum dún og fiðurheld ver. Einniff gæsadúns- og æoardúnssængur. Fiðurhreinsunin, Kirkjuteig 29. Síini 3-33-01. 2 12. apríl 1961 ■— Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.