Alþýðublaðið - 12.04.1961, Qupperneq 14
miðvikudagur
BiLYSAVARÐSTOFAN er op-
la allan sólarhringinn. —
Læknavörður fyrir vitjanii
er á sanxa stað kl. 18—8.
Skipadeild SÍS.
Hvassafell er á
Patreksfirði. Arn
arfell er í Rieme,
fer þaðan til Rott
erdam og Aust
fjarða. Jökulfell fór í gær frá
Þrándfcteimi til Töns-berg. Dís
arfell er í Gufunesi. Litlafell
er í olíuflutningum í Faxa
ílóa. Hegafell er í Rotterdam.
Hamrafell fór 2 þ. m. frá
Rvík áleiðis til Aruba.
Skipaútgerð ríkisins.
Hekla er í Reykjavík. Esja
er væntanleg til Rvíkur í dag
að vestan úr hringferð. Her
jólfur fer frá Reykjavík kl.
21 í kvöld til Vestm.eyja. Þyr
ill er væntanlegur til Rvíkur
árdegis f dag frá norðurlands
höfnum. Skjaldbreið fer frá
Rvík í kvöld til Breiðafjarðar
liafna. Herðubreið fer frá R
vik á morgun austur um land
f hringferð
Jökiar h.f.
Langjökull er í New York.
Vatnajökull fer frá Vestm.
eyjum 9. ,þ. m. á leið til Grims
by, Amsterdam og London.
SpS|| Loftleiðir h.f.
«|||:«p Miðvikudag 12.
‘t® apríl er Snorri
H’—! Sturluson vænt
anlegur frá New
York kl. 06.30.
Fer til Glasgow
Og Amsterdam
ÍÍAÍ'iííiáívííís kl. 08.00. Kemur
íS!*»i55»í:« frá Amsterdam
og Glasgow kl.
24.00 og fer til
New York kl. 01.30. Þorfinn
ur Karlsefni er væntanlegur
frá New York kl. 06.30. Fer
til Stafangurs og Osló kl.
08.00. Leifur Eiríksson er
væntanlegur frá Hamborg,
Kaupmannahöfn og Osló kl.
22.00. Fer til New York kl.
23.00.
Flugfélag fslands h.f.
Millilandaflug: Cloudmast
er leiguflugvél Flugfélags ís
lands fer til Glasgow og Kaup
mannahafnar kl. 08:30 í dag.
Væntanleg aftur til Rvíkur
kl. 23 30 í kvöld. Innanlands
flug: í dag er áætlað að fljúga
til Akureyrar, Húsavíkur, ísa
fjarðar og Vestmannaeyja. Á
morgun er áætlað að fljúga
til Akureyrar (2 ferðir), Eg
ilsstaða, Kópaskers, Vestm.
eyja og Þórshafnar.
Tæknibókasafn IMSÍ: Útlán:
kl. 1—7 e. h. mánudaga til
föstudaga og kl. 1—3 e. h.
laugardaga. Lesstofa safns.
ins er opin á vanalegum
skrifstofutíma og útláns-
tíma.
Minningarspjöld
gamúðarspjöld minningar-
sjóðs Sigurðar Eiríkssonar
og Sigríðar Halldórsdótfur
enu afgreidd í Bókabúð
Æskunnar.
Minningarspjöld heilsuhælis-
sjóðs Náttúrulækningafélags
íslands fást í Hafnarfirði hjá
Jóni Sigurjónssyni, Hverfis-
götu 13B, sími 50433.
Minningarspjöld í Minningar-
sjóði dr. Þorkels Jóhannes-
sonar fást í dag kl. 1-5 i
bókasölu stúdenta í Ijáskól-
anum, sfmi 15959 og á að-
alskrifstofu Happdrættis
Háskóla íslands í Tjamar
götu 4, sími 14365, og aua
þess kl. 9-1 í Bókaverzlun
Sigfúcar Eymundssonar og
hjá Menningarsjóði, Hverf-
isgötu 21.
Bókasafn Dagsbrúnar
að Freyjugötu 27 er opíð
sem hér segir: Föstudaga kl.
8—10, laugardaga kl. 4—7 og
fjunnudaga kl. 4—7.
Skrifstofa Mæðrastyrksnefnd
ar, Njálsgötu 3, er opin alla
virka daga nema laugardaga
kl. 2—4 síðd. Lögfræðileg
aðstoð fyrir einstæðar mæð-
ur og efnalitlar konur á
mánudögum endurgjalds-
laust.
Félag Frimerkjasafnara: Her
bergi félagsims að Amt-
mannsstíg 2, II hæð, er op-
ið félagsmönnum mánudaga
og miðvikúdaga kl. 20—22
og Iaugardaga kl. 16—18.
Upplýsingar og tilsögn o
frímerki og frímerkjasöfn-1.
un veittar almenningi ókeyp j
is miðvikudaga kl. 20—22.*
Miðvikudagur
12. apríl,
12.55 Við vinn
tma. 18.00 Út
varpssaga barn
anna, 20.00 Nor
rænn dagur 13.
apríl: Þjóðhöfð
ingjar Norður
landa flytja
stutt ávörp, —
Þj óðsöngvarnir
leiknir. 20.30
Framhaldsleik
rit: Úr sögu Forsytættarinn
ar eftir John Galsworthy og
Muriel Levy. 21.15 Tónleikar
21.30 Saga mín, æviminning
ar Paderewskys (Árni Gunn
arsson) 22.10 Upplestur: Bréf
ið, smásaga eftir Liam O’
Flaherty í þýðingu Málfríðar
,'Einarsdóttur (Margrét Jóns
|dóttir). 22.25 Harmonikuþátt
®ur. 2<3.00 Dagskrárlok.
SLYS
Framliald af 4. síðu.
Heildarslysatölur voru í
þessum flokki fyrir karla 56.4,
en fyrir konur 13.8. Til sam-
anburðar voru samsvarandi
tölur fyrir Svíþjóð 39.8 fyrir
karla og 12.0 fyrir konur,
Bandaríkin 45.8 fyrir karla og
20.1 fyrir konur, og England
25.6 fyrir karla og 10.1 fyrir
konur.
Dauðaslys á ungbörnum,
þ. e. innan 1 árs verða vitan-
lega flest á heimilum, og
stafa oftast af köfnun, annað
hvort í sængurfötum, af mat
eða hlutum er börnin láta upp
í sig. Á aldrinum 1—5 ára
t
'
veldur bruni af eldi eða sjóð
andi vatni flestum slysum
heima fyrir, en einnig koma
fyrir dánarslys af völdum
eggjárna, rafmagnsáhalda,
lvfta o. fl.
En dánartölurnar um slys
segja ekki nema hálfa sög-
una um tíðni slysa, því að það
er talið, að fyrir hvert dauða-
slys komi 100—200 slys, sem
ekki valda dauða. Nörg þess-
ara slysa eru smávægileg, og
menn bera þeirra engar menj-
ar, en fjölmörg valda einnig
miklum þjáningum, ævilangri
örorku og vinnutjóni.
Hvað er þá hægt að gera
til að bæta hér um, og fyrir-
byggja slysin? Því verður
ekki neitað, að ríki og sveit-
arfélög hafa gert fjölmargt
sem miðar að því að tryggja
líf manna og limu, ráðstafan-
ir, sem öðrum þræði má skoða
sem slysavarnir. Hér má til
nefna almenna löggæzlu, um
ferðareftirlit, vegaeftirlit,
brunavarnir, eftirlit með far
artækjum á landi, f sjó og í
lofti, starfrækslu vita, véla-
eftirlits ýmis konar, veður-
þjónusta, starfræksla leik-
valla, dagheimila og skóla
fyrir börn, og svo mætti
lengi upp telja.
Annað mál er hitt hvort
hið opinbera rækir slysavarn
ir samt sem áður til jafns við
aðra þætti heilbrigðismála
nútímans. Það er að minnsta
kosti nokkurn veginn víst, að
sjúkdómur, sem ylli viðlíka
manndauða, vinnutjóni og ör-
kumli, og slysin gera, hefði
dregið að sér athygli forráða
manna þjóðfélagsins í ríkara
mæli en slysin hafa gert, og
sennilega verið tekinn öðr-
um og fastari tökum.
Heilbrigðisstjórnir munu
yfirleitt ekki hafa haft mikil
bein afskipti af slysavörnum,
og það heyrir til undantekn-
inga ef til er samræmt kerfi
slysavama. Það er því nokk-
uð háð tilviljun hvaða þætt-
ir ^lysavarna eru raéktir, og
hverjir verða útundan.
Afstaða almennings er öll
önnur til slysahættu, en til
hættu af völdum sjúkdóma
og sýkinga, og fæstir gera sér
Ijóst, hve stórhögg slysin eru
á mannlíf og starfsorku, Það
er óhugsandi að hægt sé að
útrýma slysum, en það eru
samt sem áður engin rök gegn
því, að gera ekki það, sem
unnt er til þess að afstýra
slysum, reyna að leita orsaka
þeirra og fyrirbyggja þau eft-
ir mætti, á sama hátt og reynt
er að fyrirbyggja sjúkdóma.
Hér á landi hefur drukkn-
unarslysum farið fækkandi
jafnt og þétt og kemur þar
margt til, svo sem betri skip,
fullkomnari björgunartæki og
síðast en ekki sízt almenn
sundkunnátta, og á að sjálf-
sögðu lögboðin sundkennsla
sinn stóra þátt í þeirri þróun
mála.
Það er sennilegt, að slysum
í heimahúsum sé hægt að
fækka til muna, ef lögð yrði
meiri rækt við að leiðbeina
foreldrum og gera þeim ljóst
að hætturnar á heimilinu
geta verið margar, og að barn
ið er ekki öruggt á heimilinu
nema foreldrarnir hafi gert
sér ljóst, hvað ber að varast.
Fræðsla og áróður þurfa að'
haldast í hendur hér sem
annars staðar, þar sem góðu
máli þarf að koma fram.
Mörgum foreldrum í kaup-
stöðum, svo sem hér í Reykja
vík, virðist vera algerlega
hulið hversu fráleitt það er að
hleypa óvitum eftirlitslausum
út á umferðagötur, og ætlast
til að ökumenn og vegfarend-
ur gæti þeirra, að þau fari
ekki undir bíl, eða fari sér að
voða á annan hátt. 'Vissulega
má ekki ofvernda börn, þau
þurfa að læra af reynslunni
og reka sig á, en alvarlegustu
hættunum verður að reyna að
bægja frá þeim, en kenna
þeim að öðru leyti að varast
hætturnar eftir því sem þeim
vex þroski og vit.
Þessum fáu orðum var ætl
að það erindi eitt, að vekja
athygli manna á því, að slysa
dauði er algeng dánarorsök
hér á landi, og slysatíðni er
sennilega meiri hér en víða
annars staðar.
Þessi staðreynd ætti að
ýta undir heilbrigðisstofnanir
og frjáls samtök einstaklinga
að taka slysavarnamál fastari
tökum en hingað til hefur ver-
ið gert, og hefja miklu skipu
lagðari baráttu gegn slysum
vel minnugir þess, að slysum
er hægt að afstýra, og að
slvsin eru ekki óhjákvæmi-
leg.
Páll Sigurðsson.
Stjórn Alþýðu■
fíokksfélags
Hafnarfjarðar
endurkjörin
AÐALFUNDUR Alþýðu-
flokkjsfélagsins í HafnaJifirði
var haldinn í gærkvöldi..
Fundurinn var fjölsóttur, og
var mikill áhugi ríkjandi
meðal félagsmanna. Tíu nýir
félagar voru teknir inn.
Stjórn félagsins var endur
kjörin með öllum greiddum
atkvæðum, en hana skipa eft
'rtaldij. menn: Þórður Þórðar
son, formaður, Eyjólfur Guð
mundsson, kennari, ritari, Ó1
afur Kristjíánsson, bæjargjald
keri gjaldkeri, Egill Egilsson,
fjármálaritari, og Kristinn
Gunnarsson varaformaður.
í varastjórn eru þessir
menn: Guðlaugur Þórarins-
son og Karl Elíasson. í hús
nefnd er Vigfús Sigurðsson.
Eftir fundinn var minnzt
45 ára afmælis flokksins. og
flutti Emil Jónsson, sjávarút
vegsmálaráðherra, ávarp.
[ MNDBLTSUM j
| UNDIR.VAQNA |
RYÐHREINSÚN <4 MÁLMHÚÐUN sl.
GELGJUTANGA - SIM/ 35-400
f
LOKAÐ
Skrifstofan verður lokuð eftir hádegi í dag
vegna jarðarfarar.
Tollstj óraskrifstofan, Arnarhvoli.
Útför bróður míns
JÓNS GUNNARSSONAR frá Reyðarfirði
tij heimilis á Hagamel 8, fer fram frá Fossvogskirkj u fimmtu:
daginn 13. þ. m. kl. 10,30. Atlhöfninni verður útvarpað.
Fyrir hönd systkina hins látna
Sólborg Gunnarsdóttir, Hörpugötu 39.
12. apríl 1961 — Alþýðublaðið