Alþýðublaðið - 07.05.1961, Side 13

Alþýðublaðið - 07.05.1961, Side 13
ALÞÝEUBLAÐIÐ hefur snúið sér til Gests Þorgríms sonar í tilefni af því að hann er nýkominn af fundi lcvik myndanefndar Evrópuráðs ins, sem haldinn var í Briiss el. Fund þennan sat Gestur Sem fulltrúi Fræðslumynda- safns ríkisins og fraeðslumála stjóra. Gestur sagði blaðinu. að þessir fundir væru fastur lið u,r í msnningiarstarfsemi -Evrópuráðsins, „enda eru kvikmyndir og sjónvarp nú talin áhrifamestu og stór virkustu kennslutækin, sem völ er á“. Hvað gerist á þessum fund um? „Þar er skipzt á upplýsing um um myndir, sem verið er að framleiða, reynt að sam ræma aðgerðir aðildan-íkj anna og koma í veg fyrir að margir aðilar séu að fást við sömu verkefnin.“ Og á þessum fundi, — hvað var rætt um á honum sérstaklega? „Nú var rætt um mynda flokk, sem á að bera nafnið „The Living Cell,“ og fjall ar hann um líffræði. Ýmis lönd hafa tekið að sér að gera hluta þessa myndaflokks og fer skiptingin mest eftir því hvar færustu sérfræðing arnir eru á hverju sviði. Þá var einnig rætt um mynda flokk til málakennslu og sýnd þýzk kvikmynd þess efnis.“ Voru ekld sýndar myndir? „Jú, fulltrúarnir koma með síðustu myndir sinna þjóða, kynna þær og sýna. Þá ræða sérfræðingamir um hvernig megi bezt hagnýta myndirnar við kennslu og er sá liður ekki hvað þýðingar minnstur. Það má ennfremur segja, að á þessum fundum, með persónulegri viðkynn ingu og samvinnu þeirra, sem sækja þá, móltist og þróist myndkennslutæknin í Evrópu á hverjum tíma. Þar eru ræddar hugmyndir að nýjung um og fluttar skýrslur um rannsóknir á aðferðum og órarigri þeirra. Þetta eru fundir allrá helztu sérfræðinga fræðslu myndagerðar og mynd- kennslu og engir aðrir en sérfræðingar sækja þá. Það er einmitt samvinnan milli þessara tveggja hópa sér- fræðinga, sem er undirstaða þess að góð kennslumynd geti orðið til“. 'Var þetta ekki lærdóms- ríkt „Mikil ósköp. Einkum um- ræðurnar, sem fylgdu í kjöl- far hverrar kvikmyndasýn- sýningar. Þar komu fram uppástungur um hvemig bezt væri að undirbúa nem- endurna áður en myndin væri sýnd, hvað þeir þyrftu að hafa lært og tileinkað sér til þess að fullt gagn yrði að mynd- Gcstur Þorgrímsson (í miðið) á fundi kvikmyndanefndar. Gestur Þorgrímsson inni og hvernig haga bæri kennslunni eftir sýninguna til þess að festa atriði henn ar í minni og nota sér áhrif hennar, sem bezt og lengst fram í námið. Það var mér mjög lærdómsríkt að taka þátt í þessum umræðum, sér- staklega þar sem fyrir liggur að útbúa einmitt slíkar 'kennsluáætlanir með þeim kennslumyndum, sem til eru hér í Fræðslumyndasafninu“. Þarf ekki reynslu og kunn- áttu til að beita þessari kennsluaðferð? „Ég spurði ýmsa fulltrúa, hvernig kennarar í þeirra löndum væru undir það bún- ir að nota myndir til kennslu, og það má segja að öll- um bæri saman um svar- ið. — Á síðustu 3—10 ár- um hefur ,,Audio-Vispal“ kennslutækni verið þunga- miðja sjálfs kennaranámsins í kennaraskólum allra þess- ara landa. Ungu lcennararnir nota þvi þessa tækni út í æsar, «n þá eldri skortir auðvitað kunnáttuna, þess vegna er þjálfun þeirra vandamál, sem víða er óleyst Ég lagði þvi til að kvikmyndanefndin gengist fyrir sameiginlegu námskeiði fyrir kennara frá aðildarríkj- unum, sem ekki hefðu fengið menntun f notkun mynda og annarra sambærilegra kennslutækja. Þessi tillaga var samþykkt, en ekki er ennþá ákveðið hvar eða hve- nær þetta námskeið verður haldið“. Hvað er starfssvið nefndar- innar víðtækt? Hún hefur ekki bundið sig við samstarf aðila Evrópuráðs ins eingöngu, heldur haft nána samvinnu við ýmsar al- þjóðlegar stofnanir, svo sem UNESCO, alþjóða vísinda- filmusambandið og alþjóða barnamynda sjóðinn. — Það hefur þegar verið búinn til fjöldinn allur af góðum kennslumyndum á mörgum sviðum. En lokastig alls þess erfiðis, sem lagt er í slíka framleiðslu, allrar þeirrar sér kunnáttu, sem liggur að baki, er þó ekki myndin sjálf, held ur að 'hún sé rétt og skynsam lega notuð. í flestum löndum þykja kvikmyndir og myndræmur eins nauðsynlegar og náms- bækurnar sjálfar. Sem dæmi má nefna, að ítalir hafa hækkað fjárveitingu til fræðslumyndagerðar úr tutt- ugu milljónum líra upp í tvö hundruð milljónir líra á síð- astliðnu ári“. Þú varst á annarri ráðstefnu líkra erinda fyrr í vetur? „Já, þá sótti ég fund í Lon- don um dreifingu fræðslu- mynda. Við það tækifæri fékk ég loforð ýmissa framleið- enda fyrir því að láta Fræðslu myndasafnið okkar annast dreifingu á myndum þeirra á íslandi. Mikill hluti fræðslu- mynda um landafræði og þjóðhætti er kostaður af hlutaðeigandi ríki og síðan fá sendiráðin þær til dreifingar í landky nningarskyni“. Fær Fræðslumyndasafnið þá ekki mikið af myndum? „Jú, við vorum það, — enda kom það glöggt í ljós á þessum fundi í London, að heppilegra var talið að fela vel útbúnum söfnum með þjálfað starfslið dreifing mynda, en að láta lítil sendi ráð annast hana. Á þessum grundvelli leitaði ég til full- trúa margra þjóða og stend nú í bréfaskrifum við þá, sem ýmist hafa þegar borið árang ur eða munu gera það í ná- inni framtíð“. Er ekki um mikið mynda- úrval að ræða? „Það má fá margar góðar kennslu- og fraeðslumyndir í gegnum þau sambönd, sem við höfum nú tryggt okkur, því auk þeirra,sem ríkisstjórn ir láta gera til landkynningar, láta stór fyrirtæki gera af- Dragðsmyndir um fjölþætt efni og telja þær hafa auglýs ingagildi fyrir það eitt að bera nafn fyrirtækjanna í titlin- um. Flestar fjalla þessiar myndir þó að einhverju leyti um efni, sem snerta fram- leiðslu hlutaðeigandi fyrir- tækja. Rafmagnstækja fram- leiðandi lætur gera mynd um rafmagn, útgerðarhringur eða frystihúsahringur um fisk- veiðar o. s. frv. Fyrir tilhlut an þeirra aðila, sem standa að kvikmyndanefnd Evrópu- ráðsins má fá flestar þessar myndir lánaðar endurgjalds- laust um lengri tíma og jafn- vel til fullrar eignar". Hefur íslenzkur fulltrúi áð- ur setið fund nefndarinnar? ,Nei, þetta er í fyrsta sinn. Og að mínu áliti er þátttaka í störfum kvikmyndanefndar- innar bezta leiðin til að vera í stöðugri snertingu við það, sem er að þróast á sviði mikil- vægustu kennslutækni nú- tímans. 'Við erum nú mörgum árum á eftir tímanum á sviði myndkennslu, og við þurfum á ýmiskonar fræðilegri og tæknilegri aðstoð að halda erlendis frá, ef við við eigum að vinna það upp, sem glat- azt hefur“. Framhald á 12. síðn. Aiþýðublaðið — 7. maí 1961 13

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.