Alþýðublaðið - 22.06.1961, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 22.06.1961, Blaðsíða 10
Ritstjóri: ö rn E ið s s o n. Mikill handknatt- leiksáhugi i Kópav. UMSK (Breiðablik) vann UMFK 8:6 SÍÐASTLIÐIÐ þriðjudags- j kvöld fór fram í Kópavogi leikur í handknattleik kvenna, I í undankeppni fyrir landsmót UMFÍ, á milli UMS Kjalar- nesþings og UMF Keflavíkur. Breiðablik í Kópavogi keppir fyrir hönd UMSK. Breiðablik vann leikinn 8:6 efttr skemmti legan, en nokkuð harðan leik. Lið UMFK hefur á að skipa sterkum einstaklingum en sóknarleikur þeirra er of ein- hæfur, fer of mikið fram um miðjuna og verður þess vegna ekki árangursríkur. Lið Breiðabliks er ungt og mjög vaxandi lið með sterkan varnarleik og nokkuð góða dreifingu í sókninni og hafa þær nokkuð gott auga fyrir línuspili. Mikil gróska er nú í hand- knattleik kvenna í Kópavogi og hafa þær leikið nokkra æf- ingaleiki og sigrað m. a. meistaraflokk Þróttar, 12:6 og | II. fl. KR, 16:4. Um helgina 10. og 11. júní fór Breiðablik I til 'Vestmannaeyja og lék þar þrjá leiki og unnu þær ÍBV með 14:4. Þór 8:0 og gerðu jafntefli við Tý, 2:2. ||6 Finnar meðl 4,30 á árinu || AIls hafa sex Finnar |; stokkið 4,30 m. eða hærra |! það sem af er þessu ári, enda eiga Finnar beztu stangarstökkvara Evrópu. ]! Sá sjötti sem vann þetta afrek heitir Aulis Kair- ;! ento og er aðeins 18 ára. ‘! Arangur hans er norrænt j; unglingamet. !! WMMM»MMMMMMMMMMM1 í Nassjö keppti hann 14. júní og sigraði í 110 m. grindahlaupi á 15,5 sek. annar varð Svíi á 15,7 sek. Björgvin sigraði í lang- stökki með 6,22 m. (mótvindur) í spjótkasti varff hann annar 59,03 m. og einnig annar í kúlu varpi með 13,66 m. Mikit rign- ing var meðan mótið stóð yfir og brautir þungar. Björgvin keppti í Avitaberg 16. júní og kastaði spjótinu 61,04 m. Þetta er í fyrsta sinn sem hann kastar lengra en 69 m. f langstökki stökk hann 6,22 in. og í kúluvarpi náði hann 13,81 m. Hann varð fyrstur í spjóti og annar í kúlu. Björgvin kastar sp jótinu 61,04 m BJÖRGVIN HÓLM tekur nú þátt í hverju mótinu af öðru í Svíþjóð og nær góðum árangri. |_0 22. júní 1961 — Alþýðublaðið HOLLAN HOLLENZIíA liðið lék annan af tveim aukaleikjum sínum í gærkvöldi, var það við KR, — Hollend'ingarnir gengu með ör- uggan sigur af hólmi, skoruðu alls 4 mörk gegn aðeins einu. Lið þeirra var nú nokkuð breytt frá tandsleiknum þar sem ýins- um varamönnum var nú gef'ið tækifæri til að leika. Sú breyting var og á liði KR að Þórólfur var nú fjarn góðu gamni. Er hann um þessar mundir i Skotlandi í boði St. Mirren, svo sem kunnugt er af fréttum, auk iians vantaði einn- ig Helga Jónsson, Ellert Schram lék nú miðherja, Leifur Gísla- son útherja og Róbert Smith framvörð. Allir gerðu þessir leik menn sitt bezta, en framlínan án Þórólfs var ekki nema svipur, hjá sjón, og Róbert Smith v>ar engan veginn jafnoki Ilelga Jónssonar, sem framvörður, þar skorti mikið á. * Það var auðséð þegar í upp- hafi að Hollendingarnir voru á- kveðnir í að láta ekki hlut sinn fyrr en í fulla hneíana. Og nú var enginn Þórólfur til a5 skelfa vörn þeirra og hræra í henni, eins og í landsleiknum. TVÖ MÖRK Á 10 MÍNÚTUM. Aðeins fjórar mínúlor voru af leik er Hollendingar skora fyrsta mark sitt. Laust var að vísu skotið, en snúningur slik- ur á knettinum að Heimi mis- tókst vörnin, en stóð sig ann- ars vel. — Rétt á eftir fá KR- ingar að vísu tækifæri til að jafna, þegar Ellert mistekst illi- lega að notfæra sér góða send ingu frá Sveini. Seinna markið sem Hollendingar gera í fyrri hálfleiknum, sem lauk með sig'ri þeirra 2:1 kom fyrir regin- mis tök Reynis Smith, sem ætlaði að spyrna frá en hitti ekki knött inn, en miðherjinn greip tækfær ið og sltoraði auðveldlega. Er 23 mín. voru af leik skora KR-ingar mark sitt, sem kom eft ir ágætan samelik, sem átti upp tök sín hjá Sveini, með send- ingu hans til Gunnars Felixsson ar, sem síðan lagði knöttinn fyr ir Ellert en hann skaut viðstöðu laust og skoraði stórglæsilega með hörkuskoti upp undir slá. SEINNI HÍLFLEIKUR 2:0. Er 13 mín voru af hálfieikn- um skora Hollendingar enn. — Miðherjinn geroi niarkið. Rúm- um sjö mínútum síðar eru KR ingar í góðri sókn, sem endar á því að Sveinn Jónsson skorar með ágætum skallar knöttinn niður og nn, var þetta viðbragð Sveins mjög snjallt og vel hugs- að og framkvæmt. Línuvörðurinn gefur merki og dómarinn dæmir markið skor að úr rangstöðu, hinsvegar fékk Sveinn knöttinn frá mótherja. Rétt fyrir leikslokin gera svo ■ Hollcndingarnir fjórða markið, Heimir grípur af öryggi. var það h. útvörðurnn, Kerens, ein snjallasti leikmaður þeirra, sem skoraði með glæsilegri spyrnu. ' Auk þeirra marktækifæra, sem þegar hefur verið getið áttu bæði ]iðin skot í slá og stöng, rétt fyrr leikslok. Hollenzki miðherj inn i stöng og KR síðan, eða Gunnar Felixsson, hörkuskot í slá. Eins og fyrr segir var auðséð að Hollendingarnir ætluðu ekki að gefa sig fyrr en í fulla hnef- ana, ef til þess kæmi. Þeir léku oft mjög fast og skirrtust ekki við að nota ýmis brögð.. og tókst það furðu oft, án þess r.ð dcmar* eða linuverðir gripu inn í. En dómari var Þorlákur Þórðarson. Hrindingar og krækjur, sem að vísu fór ekki mikið fyrir að öllu jafnaði, voru þeim mjög tiltæk- ar. — Jókst þetta er á leikinn leið, er þeir sáu að hægt var að beita þess án viðurlaga, þar sem ,,réttarþjónar“ leiksms voru hvergi nærri nóg á varðbergi í þessu sambandi. Seinni aukaloikur Hollending anna verður annað kvöld, lieka þeir þá við Akurnesinga. I EB Asplund 66,19 m. í Östersund, 21., júní. Á FRJÁLSíþróttamóti hér í kvöld setti Birger Asplund nýtt sænskt met í sleggjukasti — kast aði 66,19 m. Gamla metið, sem Asplund átti var 65,97 m. oOo GAUTABORG sigraði .í rósa í knattspyrnu í gærkvöldi með 2 mörkum gegn engu„ HÉR SJÁIÐ þið fyrirliða íslenzk'a landsliðsins, Svein Teitsson með styttu þá, sem hann fékk í hófinu eftir, landsleikinn í tilefni þess, að hann hefur nú leikið 20 landsleíki.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.