Alþýðublaðið - 22.06.1961, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 22.06.1961, Blaðsíða 13
SENNILEGA mun það eins dæmi, að áttrasður bóndi hafi forgöngu um kvikmyndagerð og veiti til hennar fé, og jafn framt ep það áður óþekkt fyr- irbæri, að einn maður ákveði að láta g^ra kvikmynd af öllum sveitungum sínum og bústöðum þe'irra. En Guðjón Jónsson, bóndi í Ási í Holtum hefur ekki ætíð farið troðnar slóðir ög verið órangur að fitja upp á nýjungum. Er hann varð áttrssður ákvað hann að láta gera kvikmynd af samsveitungum sínum, —- kvikmynd, sem geyma á um aldur og ævi, svipmót fólks- ins eins og það var. Guðjón í Ási hefur alltaf verið maður nýjunga og framfara og þessi forganga hans virðist sanna það svo ekki verður um villzt. Mikið er nú gert af því að festa á mynd atvinnuhætti, byggðalög og margt það, er nú er að hverfa, en þetta er lík- lega fyrsta kvikmyndin, sem gerð er, þar sem fólkið skipar fremsta sessinn. Guðjón vill geyma andlit sveitunganna, sem hann þekkir svo vel og hefur haft svo mikið saman við að sælda. Þessi kvik- myndataka er merkilegt starf og skemmtilega hugsað. Blaðamaður frá Alþýðu- blaðinu átti þess nýlega kost að koma að Ási og ræða slutta stund við Guðjón, — fyrst og fremst um þessa sér- sæðu kvikmyndagerð, en jafn framt lítillega um lífið og' tilveruna. -----Er ég varð áítræður, sagði Guðjón, færðu sveitung ar mínir mér peningagjöf og ákvað ég strax að hún skyldi ganga til sveitarinnar, en verja henni ekki í eigin þágu, og ég velti okkuð fyrir mér, hvað hægt væri að gera, sem hefði gildi fyrir framtíðina. Það varð úr, að ég ákvað að láta gera kvikmynd af öllum íbúum Ásahrepps 0g býlum þar, en þau, eru 34. Ég varð áttræður 1958 og er miðað við, að ná á myndina öllum, er búsettir voru í sveitinni 1959. Það telja sumir þetta sér- vizku, en við erum allir sér- vitrir, hver á sínu sviði. Það, sem myndin á að sýna, er fyrst og fremst fólkið og allar bygg ingar í hreppnum. Einn kafli myndarinnar var tekinn við messu í Kálfholti og annar á héraðsmóti í Þjórsártúni. Ég vil að þarna geymist sveitin eins og hún var 1959. Yfirleitt hefur þessu verið ágætlega tekið af fólkinu. Ég byrjaði á því að skrifa öllum húsráðendum hreppsins bréf, þar sem ég skýrði frá ákvörð- un minni, og kvað tilkynnt verða með nokkrum fyrirvara áður en hafizt yrði handa um kvikmyndatökuna og hvenær komið yrði á hvern bæ. Þetta vakti talsverða athygli, og hefur kvikmyndamönnum verið vel tekið. Það varð úr, að Svavar Jóhannsson annað ist löku myndarinnar, en Her mann sonur minn hefur að- stoðað hann, en margir fleiri hafa eitt ýmiskonar aðstoð og ber þeim öllum þakkir fyrir. Sjálfur þekki ég ekkert inn á kvikmyndatöku, en ég treysti Svavari og virðist honum hafa vel tekizt. Myndatökunni var að mestu lokið árið sem leið, 1960, og í fyrrahaust var sýnt hér í Ási SU FREGN hefur verið staðfest af einka- aðilum í París, að frú Olga Ivinskaya, vinur og samstarfsmaður Boris Pa- sternaks, og dóttir henn ar, Irina Ivinskaya, liggi alvarlega veikar í rúss- nesku fangelsissjúkrahúsi eftir að hafa verið sendar frá fangabúðum í Síber- íu til annarra fangabúða nær Moskvu. Talið er, að það sé merki um hve al- varlegur sjúkdómur þeirra sé, að þær skuli hafa verið fluttar. Moskvuútvarpið skýrði frá því í janúar sl. að þær mæðgur hefðu verið dæmdar í fangelsi fyrir svik, aðallega fyrir að hafa tekið við peningum fyrir bók Pasternaks, Sji- vagó lækni, án vitundar hans. Þó að Rússar hafi aldrei tilkynnt um dóm ana í smáatriðum, er vit- að, að frú Ivinskaya fékk átta ár og dóttir hennar styttri fangabúðarvis. . si ii Mmm hið fyrsla, sem ég man eftir úr þjóðmálunum var deilan um hvort brúa ætti Ölfusá. Þeir voru margir, sem töldu það fjarstæðu, að brúa ána — og hvar átti að taka peningana? Brúin kosaði 80.000 krónur, 10 prósent af landsjóðstekj- um (fjárlögin hljóðuðu þá upp á 800.000 krónur. En brú- in kom 1896 og breytti mörgu á Suðurlandi. Þá man ég að rifizt var um símann, svo kom fyrra stríðið og allt hækkaði x verði, og seinna stríðið með allri þeirri röskun, er það olli á flestum sviðum hér á landi. Alltaf hefur verið talað um, að allt væri að fara yfir um, en hingað til hefur allt flotið — og mun fljóta. Ég hefi oft sagt og segi enn, að sú kynslóð, sem nú er að skila af sér, má vera stolt af starfi sínu. Bændurnir hafa unnið merkilegt starf, stofnað kaupfélögin, mjólkurbúin, — Sláturfélag Suðurlands — og reist Bændahöllina! — Þrátt fyrir framlag sitt til hagsbóta fyrir heildina hefur bændum tekizt að láta sér líða sæmi- lega. Framhald a 14 síðu. BILLJÓNIR orða flæða vikulega frá aðsetursstöð- um blaðanna í Fleet Street i London, en Við þá götu og þar x nagrenninu er mesta frettamiðstöð heims. Má með sanni segja, að blöð, sem gefin eru ut við Fleet Street seu a morgunverðar borðum fólks jafnt í Aber deen, Stokkhólmi og San Francisco Þarna eru skrif stofur storblaða mu stöðvar f rettastofnanna hinna ymsu Evropubíaða. Utgafa frettablaða i Lon don a ser f jögur hundruð ara sogu og margir helztu rithöfundar Breta hafa ver ið blaðamenn, eins og Dani ei Defoe, hofundur Robin- sons Kr.úsoe. Fjöldaútgáfa blaða sem fra upphafi hef- ur venð bundin viö Fleet Street, hofst ekki fyrr en 1896, en það ar var Daily Ma'il stofnsett. Myndin er fra Fleet Street, þar sem nófn blaða frettastofnana, sem spann um allan heim, eru skrað a husveggina. það, sem tilbúið var. Margir voru við sýninguna, komu flestir frá öllum bæjum sveit arinnar nema tveimur, og var elzti áhorfandinn 97 ára en 'hinn yngsti msseris gamall. Þessi mynd er ekki gerð fyr ir mína kynslóð, heldur fram tíðina. Enn er ekki fullráðið hvar hun verður geymd. í fyrstu gerði ég ráð fyrir að hún yrði varðveitt í Byggða safninu í Skógum, en ekki er víst að það sé hægt. Guðjón í Ási hefur um hálfrar aldar skeið verið at- kvæðasamur þátttakendi í flestu félagsstarfi á Suður- landi, en jafnframt hefur hann skrifað margt um sveit sína og hérað. Aðspurður ger ir Guðjón lítið úr þessu: — Ég á smápósta hingað og þangað, í Lögréttu, Óðni, Suðurlandi, Heima er bezt og Tímanum, ýmsan samtíning. Og í fjórða bindinu af Göngum og rétt- um eru nokkrir kaflar eftir mig. Með aldrinum hefur hugur minn hneigzt að hinu sagn- fræðilega. Ég hef lifað mikla byltingu í þjóðfélaginu og velti henni oft fyrir mér, Eitt Alþýðublaðið — 22. júní 1961 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.