Alþýðublaðið - 22.06.1961, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 22.06.1961, Blaðsíða 9
ÖNNUR KONA var nýlega hér á landi, sem fellur vel í þennan kvartett, það er Jekaterina Furtseva. Það sem hún er í dag er eingöngu að þakka óbugandi viljastyrk, þrjózku og stjórnmála kænsku. Hún hefur þrætt sig upp valdastigann í Sovétríkjunum og stendur í dag í fremstu fylkingu þess harða hóps, sem þar stjórn- ar málum. Jekaterina Furtseva er gift sendiherra Sovétríkjanna í Jígó- slavíu, Firyubin og eiga þau eina dóttur, Svetlönu, sem var hér á ferð með móður sinni eins og menn muna. Jekaterina Furtseva er hin myndarlegasta kona ljóshræð, og með sterk, Ijósblá augu, klæðnað ur hennar er vel valinn og smekk legur, einnig hún veit hvaða á- hrif góður klæðaburður hefur á fólk. En á bak við virðulegt og snyrtilegt ytra útlit, er kona, sem hefur sterkan persónuleika og hef ur mikla stjórnmálahæfileika. ÞAR GALA GAUKAR HANN hafði verið alltof lengi úti með kunningjun- um — eins og vanalega. Svo að hann var talsvert þéttur — eins og vanalega. Og nú var klukkan orð in þrjú þó að hann hefði há tíðlega lofað að vera kom inn heim fyrir klukkan ell efu. Hvernig í skollanum átti hann að klóra sig út úr þessu? Hann átti lengi í brösum við útidyralykilinn, lædd- ist varlega inn og byrjaði um leið að klæða sig úr föt unum. Svo hélt hann á- fram f áttina að svefnher bergisdyru.num, en rétt þeg ar hann var að komast að þeim sló gauksklukkan þrjú, og þá var það, að hann fékk dásamlega hug- mynd. Þegar gaukurinn hafði galað þrisvar, tók hann sjálfur við og galaði upp að ellefu. Þetta mundi konan hans ekki varast. Hann opnaði varlega dyrnar að svefnherberginu og læddist upp í rúmið, án þess að konan hans snéri sér við, hvað þá meira. Hann var úr allri hættu. Þegar hann sat við morg unverðarborðið með konu sinni daginn eftir sagði hún: „Heyrðu við verðum að láta gera við gauks- klukkuna í forstofunni“. „Því þá það“? spurði hann sakleysislega, „það er ekki neitt að henni“. ,Ef til vill ekki, sagði kona hans, „en hún hagar sér í það minnsta einkenni lega. Þegar ég lá og beið eftir þér í nótt, galaði hún þrisvar, svo hikstaði hún, svo sagði hún: skrattinn sjálfur, og svo galaði hún fjórtán sinnum í viðbót. Þreyta ÞEKKTUR Knattspyrnu dómari liafði dæmt mjög umdéildan leik og var spurður að því eftir á, hvers vegna hann hefði vís að einum af vinsælustu leikmönnunum út af vell inum. „Hann var þreyttur“, sagði dómarinn. „Nei, hættu nú“, sagði sá sem spurði, „var einhver ástæða til að vísa lionum út af þess vegna“. „Já, svo sannarlega, hann sagðist vera þreyttur á því, hvernig ég dæmdi“. WMWMMMWHWWMMWW AMERÍSKI kvik- myndaleikarinn Jeff Chandler dó síðastlið inn sunnudag í sjúkrahúsi í Holly wood. Hann var að eins 42 ára, þegar hann lézt. Jeff Chandler hafði legið marga mánuði á sjúkrahúsi vegna meinsemdar í hryggnum. Þann 13. maí í vor var hann skorinn upp vegna þess að brjóskhring- ur milli hryggjarliða hafði rofnað, en eftir þann uppskurð fékk hann innvortis blæð- ingar og þurfti stöð ugt að gefa honum blóð. Um tíma virtist hann vera á batavegi og læknarnir höfðu von um að unnt væri að bjarga lífi hans, en fyrir nokkrum dögum fékk hann svæsna lungabólgu og jafnframt kom í ljós að hann hafði fengið blóðeitrun. Jeff Chandler var mjög þekktur leikari og hafði leikið aðal- hlutverk í fjölda mynda, sem mikilla vinsælda hafa notið. SÍLÐARFÖLK Nú er síldarsöltun hafin á Norðurlandi. Enn vantar oss síldarstúlkur, ásamt matsmanni og beyki, á söltunarstöðvar vorar á Raufarhöfn. Upplýsingar í síma 19155 næstu daga frá klukkan 9 til 19. Kaupfélag Raufarhafnar Borgir h.f. Söltunarstöðin Skor LEIGJU út sali fyrir veizlur og fundahöld. ☆ Tölkum einnig að okkUr stóra og smáa ferðahópa með fyrirvara. ☆ Aðeins fyrsta flokks þjónusta. ☆ Ailar nánari upplýsingar í símum 15533 cg 13552. TJARNAiCAFÉ Vonarstræti 10. SÍLDARSTÚLKUR vantar mig nú þegar til: SIGLUFJARÐAR RAUFARHAFNAR V OPNAF JARÐAR Söltun byrjuð. GUNNAR HALLDÓRSSON Sími 34580. Alþýðublaðið — 22. júní 1961 g)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.