Alþýðublaðið - 28.06.1961, Síða 8

Alþýðublaðið - 28.06.1961, Síða 8
NJÓSNIR eru mjög í fréttum , þessa dagana, því að svo hefur verið nú lengi, að varla hafa menn opnað svo blað, að ekki hafi verið sagt frá einhverju njósnamáli einhvers staðar í . heiminum. Er skemmst að , minnast njósnamálanna tveggja í Bretlandi, Portland- málsins og Blakes málsins, auk , þess sem vitað er, að nefndir starfa nú í Bandaríkjunum að því að rannsaka starfsemi leyniþjónustu ríkisins, aðallega með tilliti til Kúbuævintýris- ins. Og nú alveg á síðustu <dög- um hafa tvö njósnamál verið fyrir rétti í Vestur-Þýzkalandi og ísrael. RAUÐHÆRÐI HRAÐ- • RITARINN. * Fyrir stjórnlagadómstóln- um í Karlsruhe var fögur, 31 árs gömul stúlka, Rosaline . Kunze að nafni, sem sökuð var um njósnir í þágu austur- þýzka öryggismálaráðuneytis- ins, sem um sjö ára skeíð hef- úr staðið fyrir einu umfangs- mesta njósnakerfi, sem sögur fara af. Rosaline er dóttir sokkaverk 1 smiðjueiganda í Stoliberg, sem nú er í Austur-Þýzkalandi. Hún mun hafa gengið í komm 1 únistaflokkinn um 24 ára aldur og fékk vellaunað starf á á- ætlunarskrifstofunni í Dresd- en. Vegna aðildar sinnar að flokknum komst hún brátt í samband við öryggismálaráðu- neytið og var brátt fengið ann- að starf. Það var fólgið í því að hafa samband við kaupsýslu menn, sem heimsóttu vörusýn- inguna í Leipzig, en þó aðeins þá, sem komu vestan yfir tjald. Þetta þýddi að vísu ekki ,,hið mikla ævintýri", en a. m. k. skemmtanalíf, veitingahúsa- og náttklúbbaferðir o. s. frv. En þegar yfirvöldin sáu hve auðvelt hún átti með að kynn- ast fólki og umgangast það, ekki hvað minnst vegna fagurs útlits, fékk hún tilboð, eða öllu heldur skipun, um að koma til Austur-Berlínar til frekari náms vegna „hæfileika" sinna. Þetta var öllu fremur skipun, því að henni var gert ljóst, að ef hún ekki „makkaði rétt“ muni verða rótað upp í gömiu fóstureyðingarmáli, sem hún hafði haldið að væri grafið og gleymt. Undir dulnefninu „Ingrid“ var hún nú sett á einn af þrem njósnaskólum í nágrenni A,- Berlínar, þar sem he.nni voru kenndar allar nauðsynlegar njósnakúnstir og fengin „appa- röt“ til njósnanna, svo sem handtaska .með greiðu, sem geyma mátti í skjöl. í marz 1955 var hún talin fullfær til njósnanna og var send sem ,,flóttamaður“ til Vestur-Þýzka lands. Þar fékk hún fyrst störf í ýmsum smáfyrirtækjum sem hraðritari, þar til hún hafði fengið nóg meðmæli, þar á meðal tvenn fölsk, til að fá starf í landvarnarráðuneytinu í Bonn, en það var í október 1956. Hún var sett til starfa í aðalstöðvum flotans, sem sagt á hinum ákjósanlegasta stað fyrir njósnara. Það kom brátt í ljós, að hún var hinn ágætasti njósnari, fjöldi leyniskjala fóru um hendur hennar, sem hún gerði útdrátt úr og sendi vikulega „póstkassa" — leyni — heim- ilisfangs í Köln. Hún bjó líka út lista yfir alla yfirmenn í flotanum, ásamt skilgreiningu á. karakter þeirra. Hún varð vinsæl fyrir skemmtileg smá- samkvæmi, sem hún hélt. Á þessum árum fékk hún fyrir njósnir 13,500 vestur-þýzk og 5000 austur þýzk mörk, — og það komst upp um hana af hreinni hendingu. Fyrir um níu mánuðum náði vestur-þýzka gagnnjósna lög reglan austur-þýzkum njósnara að nafni Schötzky Við hús rannsókn hjá Schötzky fannst vel falinn — ekki nógu vel falinn — listi yfir alla starfs- menn hans í Vestur-Þýzka andi — og á þeim lista var nafn Rosalie Kunze. Höfð var gát á henni mánuðum saman og fyrir um hálfu ári var hún handtekin. Heima hjá henni fannst greiðan með holunni i, taskan með geymsluhólfinu og ýmis leynileg skjöl vestur- þýzka landvarnarðuneytisins. Fyrir stuttu var svo Rosaíie Kunze dæmd í fjögurra ára betrunarhússvinnu og draumin um um „stóra ævintýrið“ var lokið. Hún var aðeins liður í kerfinu, og enn eru vafalaust margar skrifstofudömur við svipuð störf í vestur-þýzkum ráðuneytum. Kvennjósnarar nútímans eru ekki lengur tild- ursdömur á borð við Mata Hari, nú eru þær skrifstofu- dömur og hraðritarar á veiga miklum stöðum. FALSKI FORSTJÓRINN FRÁ VÍN. Fyrir rétti í ísrael stendur dr Israel Beer, sem fram til ársins 1954 var háttsettur starfsmaður herráðs ísraels, siðan meðlimur í ráðherra- nefnd landvarnaráðuneytisins, dáður fyrirlesari í hersögu við háskólann og kunnur fyrirles- ari um herfræði í ýmsum NA TO-löndum — árum saman ná inn vinur Ben Gurions, forsæt- isráðherra. Hann er sakaður um að hafa verið njósnari fyrir kommún- ista í heilan mannsaldur. Mál ið er rekið fyrr luktum dyrum — en hefur víðtæk áhrif á stjórnmál ísraels. Israel Beer hefur verið 23 ár í ísrael — en margt bendir til, að hann hafi þegar fyrir um 30 árum verið orðinn njósn ari og hafi öll þessi ár lifað undir fölsku nafni. Við undirbúningsrannsókn hefur komið í ljós, að bókstaf lega allar upplýsingar, sem menn hafa hingað til haft um hann, eru falsaðar. Hann hélt því fram, að hann væri fæddur í Vín og væri einn af fáum Gyðingum, sem lokið hefðu prófi við hinn virðulega her- skóla Wiener Neustadt. Örygg- islögreglu fsraels hefur ekki tekizt að finna einn einasta Gyðing í Vín, sem þekkt hefur Beer, og austurríska landvarna ráðuneytinu hefur ekki tekizt að finna nafn hans á nemenda skrám herskólans. Hann hélt því fram, að hann hefði barizt með Schutzbund jafnaðar- manna gegn liði Dolfuss á hin um blóðugu dögum 1934 og í stjórnarhernum á Spání — en enginn, úr hvorugu liðinu, man eftir Beer. Hann hélt því fram, að hann hefði verið aðstoðar leikstjóri við Wiener Burg Framhald á 10. síðu. Fyrst um sinn verður símanúmer Lyfja verzlunar ríkisins 12591 og lyfsölustjóra 24287 Lyfjaverzlun ríhisins. TILKYNNING frá Síldarverksmiðjum ríkisins. Samlkvæmt heiimild sjávarútvegsmálaráðherra munu SMarvenksmiðjur ríkisins kauipa sumarveidda síld fyrir Norður- og Austunlandi til bræðslu á föstu verði kr. 126, 00 Ihvert !mál síldar. Reynist síld, sem verksmiðjunum er afhent, óvenju- lega fitulátil áskilja þær sér rétt til að greiða Ihana lægra verði. Þeim sem iþess kynnu að óska, er heimilt að leggja síldina inn til vinnslu og greiða verksmiðjurnar þá 85% af áætlunarverðinu, krónum 126,00, við mióttöku og eftir- stöðvarnar, ef einhverjar verða, þegar reikningar verk- smiðjanna haf-a Iverið gerðir upp. í>eir sem 'óska að leggja síldina inn til vinnslu skulu haifa tilkynnt það fyrir 1. júlí nJk., annars telst síldin seld föstu verði. Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins. ÍR-mótið Framhald af 9. síðu. varð Guðjón Guðmundsson, KR, 16,1. í kúluvarpi sigraði Guðmund- ur Hermannsson, KR, 15,38 m. Hallgrímur Jónsson, Á, í kringlukasti 46,03 m. Grétar Þorsteinsson, Á, sigrað ií 400 m. hlaupi 50,8 sek ICristleifur Guðbjörnsson, KR. í 3000 m. hindrunarhlaupi á 9:24,6 mín. Valbjörn og Eir.ar Frímannsson, urðu jafnir í 100 m. halupi á 11,4 sek., Rannveig Laxdal, ÍR, sigraði í 100 rn. hlaupi kvenna á 13,8 og Sveit Ármanns í 4x100 m. boðhlaupi á 45.0 sek. Mótinu lýkur í kvöld kl. 8 og' verður keppt í 12 skemmtilegum greinum Keppni í siangarstökki hefst kl. 7,30. Gullpeningar á 3200 kr. FYRIR skömmu hefur Pétur H. Salómonsson látið slá pen- igna úr silfri og eir, sem kosta 150 og 50 kr. Nú hefur hann slegið gullpeninga, 32 gr. á þyngd, 14 karata, og kosta þeir 3200 kr. Hafa honum þegar á- skotnast bæði kaupendur og pantanir að gullpeningimum, svo og hinum fyrri. Pétur býr nú að Kirkjutorgi 6 og þangað geta menn komið eða skrifað ■!'. að festa kaup á myntinni. Hreinlætisfæki Eldhúsvaskar Handlaugar Baðker Biöndunarhanar ýmis konar Helgi Magnússon & Co, Hafnarstræti 19 — Sími 13184 og 17227. s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s c ^ 28. júní 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.