Alþýðublaðið - 16.07.1961, Side 3

Alþýðublaðið - 16.07.1961, Side 3
í gærmorgun var frétta mönnum boðið að skoða furðuflugvélina ’Caribou’ frá ’De Havilland’ verk smiðjunum f Kanada. — Flugvél þessi sem tekur um 30 farþega virðist sér lega hentug við íslenzkar aðstæður, því hún þarf mjög stutta flugbraut og hefur mikið flugþol. Full hlaðin mun hún geta lent og hafið sig til flugs á 150 m. braut. Miestji flughraði er 280 km. á klukkustund. Kaupverð- ið er 555 þús. dollarar, eða um 20 milljónir ísl. króna. „Caribou” hefur verið sýnd víða um heim og hvarvetna vakið mikla athygli. Meðal annars kom hún við á fslandi í fyrra í sýningarferð. Um boðsmenn fyrir ”De Havil land” á íslandi eru Sveinn Björnsson & Co. Myndin var tekin á Rvík- urflugvelli í gærmorgun. MMMUWMMMMMMWMtMM Verkfail heimslað á farskipaflotanum ÚNDANFARNA daga hefur farið fram atkvæðagreiðsla j innan Sjómannafélags Reykja víkur um lieimild fyrir stjórn og samninganefnd félagsins til að Iýsa yfir vinnustöðvun á farskipum, ef með þarf, til að viðunandi samningar náist. Jafnframt fór fram at- kvæðagreiðsla um fullt um- boð fyrir stjórn og samninga- Þórs- mörk nefnd til þess að semja um kaup og kjör farmanna. Hvort tveggja .var sam- þykkt með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða. Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur hefur átt fund með eigendum farskipa, sem j eru í Vinnuveitendasamband- inu, svo og skipadeild SÍS. — Málin voru rædd á víð og dreif og var samþykkt, að vísa málinu til sáttasemjara ríkisins, sem nú hefur málið með höndum, Búizt er við samningavið- ræðum næstu daga. LANDHELIEN Framhald af 1. síðu. Utanríkisráðherra skýrði frá því á fundi utanríkismála nefndar, að V-Þjóðverjar væru reiðubúnir til að falla frá öllum móitmælum gegn 12 mílna fiskveiðilandhelgi ís- lendinga, svo og að viður- kenna síðustu útfærzlu á grunnlínum, ef þeir fengju að veiða á sömu stöðum og Bretar mega samkvæmt sam- komulagi næstu þrjú ár. Þó mundi heimild Þjóðverja verða reiknuð frá þeim tíma, er brezka samkomulagið var gert, eða 10. marz síðastlið- in, þannig að þeirra réltur rynni út sama dag', þótt sam- ið sé við þá síðar. Þar sem meirihluti utanrík- isnefndar hefur veitt sam- þykki sitt til samkomulags við ' 'Vestur-Þjóðverja, má telja líklegt að gengið verði frá því samkomulagi innan skamms með nóluskiptum milli ríkis- tjórna beggja landa. Á fundi nefndarinnar í al- þingishúsinu í gærmorgun lýsti Eysteinn Jónsson sig algerlega andvígan slíku samkomulagi og taldi, að kalla bæri saman alþingi til að ræða það. Finnbogi Rútur Valdi- marsson tók f sama streng. Þegar samið var um lausn landhelgisdeilunnar við Breta í byrjun marz í vetur, skýrðu ráðherrar frá því, að búast I mætti við að fleiri þjóðum I yrðu leyfð sömu hlunnindi gegn endanlegri viðurkenn- ingu 12 mílnanna, þar sem ó- gerningur væri að refsa þeim, sem væru okkur hliðhollir með því að neita þeim um hið sama og Bretar fengu næstu I þrjú ár. Vestur-Þjóðverjar hafa verið okkur mjög hlið- hollir og beittu áhrifum sín- um oft til þess á bak við tjöld stjórnmálanna og leysa land- helgisdeiluna.Ekki er búizt við að .togarar þeirra noti þann rétt, sem þeir nú fá, mikið, þar sem þeir veiða yfirleitt dýpra. í færeysku nefndinni, sem mun semja um handfæraveið ar við ísland, eru auk danska sendiherrans þeir Peter Mohr Da., lögmaður, Kristian Djurhuus, varalögmaður, De- bes Christiansen, útgerðarm., Ole Jakob Jensen, fulltrúi skipstjóra og annað hvort Er- lendur Paturson eða Jakob Jakubstovu fyrir sjómenn. Af íslands hálfu semja þeir Gunnlaugur E. Briem ráðu- neytisstjóri, Davíð Ólafsson fiskimálastjóri og Niels P. Sig urðsson fulltrúi. Hand- teknir BOLZANO, 14 júlí (NTB/ REUTER). 12 menn munn hafa verið hanúteknir í Venosta dalnum í héraðinu Alfo Adige á Norður Italíu, þar sem mikið hefur verið um skemmdarverk undanfarfð. Hinir handteknu eru grunaðir um að hafa tekið þátt í árás á rafmagnssíöð. Lögreglan og herinn neita að gefa frekari upplýsingar Tveir menn réðust í dag á hermann, sem stóð vörð við rafmagnsstöð á Tondo fjalli. Þeir flúðu, er hermaðurinn veitti mótspyrnu. RÍKIÐ Framhald iaf 12. síðu. fé hins almenna skattgreið- anda ber viðkomandi yfirvöld um að gefa opinberlega skýr- ingu á því, hvaða nauðsyn rak ríkið til þessara fasteigna viðskipta og um kaup og sölu verð. Dagshrún éskum byggingaverkamönnum hina drengilegu aðstoð. Pen- ingar þessir verða lagðir í Vinnudeilusjóð Dagsbrúnar. Rvík, 15. júlí 1961. Verkamannafélagið Dagsbrún.“ FARFUGLAR ráðgera tvær helgarferðir í Þórsmörk, Verlj ur sú fyrri um helgina 15.—16. júlí og sú síðari 22.—23. júl«. Verður þeim, sem óska, geffnn kostur á að dvelja í Þórsmörk milli ferða. Um helgina hefst einnig & daga sumarieyfisferð í Arnar fell í Hofsjökli. Verður lagt af stað í ferðina kl. 2 næstkom andi laugardag og ekið í Veiði vötn þann dag Næsta dag verð ur svo ekið norður yfir Köldu kvísl í Eyvindaikofaver. Þriðja daginn verður svo fólk og far angur ferjað yfir Þjorsá. Næstu fjóra daga er svo ráðgert að dvelja við Arnarfell og þaðan verða farnar gönguferðir um ná grennið, t. d. Arnarfelt, Hofs jökul, Nauthaga og um varp stöðvar heiðagæsarinnar Ferðakostnaður er áætlaður kr. 1800 og er þar faíði inni falið Einnig leggja Farfuglar til tjöld ef óskað er. Farmiðar sækist í síðasta lagi á miðviku dagskvöld í skrifstofuna að Lindargötu 50. HVER AÐSTODAR HVERN? ÞJÓÐVILJINN hamast * dag eftir dag á þeim ósannindum, að Alþýðuflokksmenn séu nú að velta nýrri „óðaverðhólgu“ yfir þjóðina. TM minnis fyrir Þjóðviljann vill Alþýðublaðið minna á: 1) Að það voru Alþýðuflokks menn, sem fluttu á sl. haustí tMlögu í miðstjórn Alþýðusam bands íslands um að verkaíýðs samtökin legðu hófuðáherzlu á tolla og vöraverðsla'.kkun í stað falskrar kaupliækkunar í krónutölu. — Kommúnistar í miðstjórn ASÍ felldu þessa ti.I lögu. 2) Það voru Alþýðuflokks menn, sem tveim mánuðum síðar, á Alþýðusambandsþingi berttu sér þar fyrir tillögum í kjaramálum, sem fóru mjög í sömu átt og tillögurnar, sem fluttar voru í miðstjórn ASÍ. — Kommúnistar og framóskn armenn sameinuðust þar um að koma í veg fyrir að þingið greiddi atkvæði um þær, — þess í stað var sú. stefna sam þykkt, sem nú var og er farin í vinnudeilunum með aikvæð um kommúnista og framsókn armanna. 3) Þegar sáttasemjari bar fram miðlunartillögu sína um 6% kauphækkun strax, sem talrð var að ekki þyrfti að vaida neinu því róti, sem nú blasir við, þ. e, væri RAUNHÆFARI OG HALDBETRI en trllögur kommúnista og framsóknar manna, þá skáru þau verjta lýðsfélög sig úr, sem áhrifa Alþýðuflokksmanna gætti mest í — Kommúnistafélögin og at vranurekendur áttu fulla sam leið í því að fella tillöguna. — Báðir áttu sameiginegt inark, blekkingar við umbjóðendur sína — blekkrngar, sem því m'iður verður ekki komi/t hjá að þreifa á innan skamms tíma,. 4) Þjóðviljinn telur, og að „Ým i\s öfl“ nefnd og ónefnd hafi nú í huga að „skýía verðhækkun um“ í skjóli hínna umsöindu kauphækkana. Ef þessi grunur Þjóðviljans reyndist á rökum reistur, hver hefur þá betur að stoðað þessi „öfl“? Það skyldi þó ekk'i vera skuldugustu at vinnurekendurnir og SÍS, á samt starfi og stefnu íslen/kra kommúnista, sem nú samfylkja. í því að blekkja verkafólk með fleiri aurum. sem hafa minna g’ildi en áðuv? REYNSLAN SKER ÚR UM NIÐURSTÖÐURNAR — OG REYNSLAN ER ÓLYGNUSE, ÞÓ HÚN SÉ STUNDT'M DYR KEYPT. Alþýðublaðið — 16. júlí 1961 3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.