Alþýðublaðið - 16.07.1961, Qupperneq 4
ÞAÐ má segja að sjón sé sögu ríkari, þegar
komio er í Örfirisey, en þar ægir öllu saman,
gömlum bátum, bífhræum og járndrasli. Mynd
irnar hér á síðunni gefa nokkra rugmynd um
þetta. Spurningin er, hvort stofna þurfi samtök
til að bjarga Örfirisey, áður en hún sekkur í
hafði undan þessum óhroða. — Ljósm. Alþbl.
Jóh. Vilberg.
|g8 * » «>'
W?. ***xv,*
Eeykjavík veröur fegurri
og snyrtilegri með liverju
árinu sem líður. Nýju hverf-
in missa frumbyggjasvip
sinn, lóðir eru girtar og rækt-
aðar og innan skaihms eru
komnir fallegir garðar um-
hverfis húsin. Þannig breyt-
ist bærinn ár frá ári. Nú er
orðið mun snyrtilegra en áð-
. ur umhverfis opinberar bygg
: ingar og almenningsgarðar
vel hirtir. Það er því enn
meira áberandi en áður, þcg
ar staðir skera sig úr sakir
óhirðu og smekkleysis.
Einn slíkur staður er Ör-
firisey. Fyrir stríð gengu
menn oft þangað sér til
skcmmtunar, unz lierinn
lagði hana undir sig á stríðs
árunum. Hefur tyjan aldrei
náð sér fyllilega eftir l>að, en
samt aldrei verið eins óhirðu
leg á að líta og nú.
Það' var skoðun margra
hér áður, að þar ætti að rísa
upp skemmtisvæði fyrir Reyk
víkinga, en vart getur það
orðið úr þessu. Olíufélagið hf.
rfekur nú stóra olíustöð á
tanga cyjarinnar, þar sem
i olíu cr dælt á land úr olíu-
.1 skipum. Höfnin hefur látið
( gera þaý fetóra uppfyllinguí
j og hefur heyrzt að þar muni
! í framtíðinni eiga að rísa
i einhvers konar fisk eða nið-
j ursuðuverksmiðja. Faxaverk
! smiðjan stendur þar einnig —
1 eins og öllum Reykvíkingum
-er kunnugt, og er sölunefnd
.setuliðseigna nú til húsa í
‘ geymsluskála hennar. Slysa-
varnafélagið á þar einnig
skála fyrir björgunarbáta
sína, en þá eru þau mann-
virki upp talin, sem á eynni
eru.
Út af fyrir sig er ekkert
við þessar byggingar að at-
huga. Hitt er alvarlegast að
eyjan er að öðru leyti í hinni
mestu óhirðu og drasl víða
'um eyjuna. Þar má sjá hálf
■ónýta bílskrokka, hauga af
járnarusli, skúrræskni, sem
að fallí eru komnir og fjöl-
marga báta bæði heila og ó-
nýta, sem þar hefur verið
lcomið fyrir til geymslu. Lát-
um það vera þótt bátar séu
geymdir þarna, það þyrfti
ekki að vera til fegurðarspill
is. Hins vegar mætti ganga
mun snyrtilegar frá þeim og
fjarlægja rusl það, sem víða
er umhverfis þá.
Þcgar Kekkonen Finnlands
forseti kom hingað í fyrra
munu þessir bátar hafa verið
fluttir þaðan sem þeir lágu
nálægt Fiskiðjuverinu og út
í Örfirisey, vegna þess að
Kekkonen átti leið að
iðjuvcrinu, en því miður ekki
alla leið út í eina!
Er leitt til þess að vita,
hversu farið hefur með Ör-
firisey að undanförnu. Hún
gæti verið einn af fegurstu
stöðum í Eeykjavík, auk þess
sem hún blasir við augum
allra, sem sigla inn á Reykja
víkurhöfn — og því hið
fyrsta sem margur útlending
urinn sér af Reykjavík og ís-
landi um leið.
Það má segja, að Örfiris-
ey sé nú að nokkru leyti orð-
in að öskuhaug. Þó þyrfti
ekki mikið átak til að gera
eyna mun snyrtilegri en hún
er nú og ryðja burtu því
drasli, sem þar hefur verið
safnað saman að undanförnu.
Bersýnilegt er að á Örfiris
ey á að rísa einhvers konar
athafna eða iðnaðarsvæði í
framtíðinni, en það er engin
afsökun fyrir tilveru þess
rusls og óþrifnaðar sein þar
er nú að finna.
Hefur Fegrunarfélagið
sofnað á verðinum? Það setti
nú að rísa upp úr því dái,
sem það hefur legið í að und-
anförnu og beina á ný athygli
bæjarbúa og yfirvalda að
ýmsu, sem enn fer miður —
hvað fegurð og snyrtilega um
gengni innan bæjarins snert-
ir.
Fyrir 2—3 árum rakst skip
Framhald á 12. síðu.
16. júlí 1961 —
Alþýðublaðið