Alþýðublaðið - 17.08.1961, Page 2

Alþýðublaðið - 17.08.1961, Page 2
Ktatjórar: Gísli J. Astþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltnjl rlt- •Uómar: Indriði G. Þorsteinsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Bímar: 14 900 — 14 90* — 14 90.' Aug’ýsingasími 14 906. — ABsetur: AlþýBu- Siás'.B. — PrentsmiBja AlþýBubiaSsins Hverfisgötu 8—10. — Áskriftargjald kr. 45,00 á mánuði- 1 lausasölu kr. 3,00 eint. Ötgefandi AlþýBuflokkurinn. — Fra “væmdastjóri Sverrir Kjartansson. Erhard og framsókn ] TÍMINN 'hefur dæmalaust mikinn áhuga á að ’finna erlenda stjórnmálamenn og flokka, sem !hann getur jafnað Framsóknarflokknum við. Eru þeir að sjálfsögðu ekki valdir af verri endanum, heldur jafnan þeir, sem bezt gengur hverju sinni. Fyrir nokkrum dögum stóð það í tímagrein, að , Festur-Þýzkaland væri mesta framfaraland álf- ; tinnar, enda fjárfest þar 26% þjóðarteknanna. ‘ p,Vestur-Þjóð‘verjar fylgja framleiðslustefnu en ekki samdráttqrstefnu“, segir Tíminn. Nú vitum ‘ við öll, að „framleiðslustefna“ er stefna Framsókn arflokksins, en viðreisnin er „samdráttarstefna" i á máli Tímans. Samkvæmt þessu ættu forustu menn þýzku stjórnarinnar, til dæmis Ludvig Er- !hard, að vera nánast Framsóknarmenn. I Hvernig er þá efnahagsstefna þessara vestur- jipýzku framsóknarmanna? Þeir setja jafnvægi í efnahagsmálum ofar öllu, og hafa jafnvel ekki hik að við að hafa atvinnuleysi í landi sínu til að halda jafnvæginu, eins og var um 1950, þótt þar sé ekki atvinnuleysi nú. í Efnahagsstofnun Evrópu hafa : verið deilur milli jafnaðarmanna og Erhards um þetta atriði, því hann hefur ekki viljað setja fulla ; atvinnu ofar öðru. Þá hefur Erhard beitt vaxtábreytingum meira Cn nokkur annar til að hafa áhrif til jafnvægis, og : eru vextir í Þýzkalandi mjög háir miðað við svo fjársterkt land. Hann hefur líka beitt gengisbreyt J íngum til þess að ná sama marki: jafnvægi í efna ; 'aagsmálum. Þegar þetta er athugað verður ljóst, að stefna ríkisstjórnarinnar hér á landi er einmitt það, sem Tíminn í Vestur-Þýzkalandi kallar „framleiðslu stefnu“, enda þótt ríkisstjórn okkar setji fulla at vinnu ofar öllu öðru, eins og flest önnur ríki Vest ur-Evrópu. Tíminn getur ekki kallað það „fram leiðslustefnu“ í Þýzkalandi, sem hann kallar „sam dr'áttarstefnu” hér heima. Víst er, að Erhard Imundi rífa hár sitt, ef hann heyrði um stefnu Iframsóknarflokksins, og að hann væri við hana fcenndur. Jafnaðarmenn í Vestur-Þýzkalapdi eru sam mála mörgum höfuðatriðum í stefnu Erhards. Þeir setja þó fulla atvinnu ofar öðru og vilja aðrar og meiri trygginga- og félagsmálaráðstafanir, en fcristilegir demókratar hafa gert. Sannleikurinn í þessum málum er sá, að kjarni viðreisnarinnar er sama stefna, sem svo til allar ríkisstjórnir Vestur-Evrópu hafa fylgt. Tíminn reynir að vera á móti þessari stefnu hér en með henni erlendis, því að hér telur hann enn von um ; að brjóta stefnuna niður, en í Vestur-Evrópu hef ! ur hún fært alþýðunni hraðbatnandi kjör og ör yggi- £ 17. ágúst 1961 — Alfcýðublaðiö Ólafur Friðriksson 75 ára EINN fyrsti og fremsti bar- áttumaður íslenzkrar alþýðu, Ólafur Friðriksson er 75 ára í dag. Hann er einn þeirra manna, sem mest áhrif höfðu á þróun þjóðmála og mótun nútíma þjóðfélags á íslandi fyrri hluta þessarar aldar, höf- uðbrautryðjandi jafnaðarstefn- unnar og verkalýðshreyfingar- innar í landinu. Ólafur dvaldist í Danmörku 1906—1914 og kynntist þar þeirri stefnu, sem hann helg- aði ævistarf sitt. Hlaut hann þá þegar viði rkenningu fyrir skrif sín í blöð í Danmcrku og á íslandi um þau mál. Vetur- inn 1914 kom Ólafur heim og var fyrsta r-rið á Akureyri. — Lyfti hann þar merkjum verka manna í fyrsta sirm i bæjar- stjórnarkosningum, stofnaði fyrsta jafnaðarmannafélag á landinu og byrjaði hina löngu baráttu sína. Árið eftir fór Ólafur til Reykjavíkur, og stóð þá þegar um hann mikill styrr lJeir, semhöfðu tögún og hagldirnar í þjóðfélaginu, sáu, að hér var kominn hættulegur andstæðing ur, snerust til harðvítugra ár- ása á hann. En Ólafur var hinn mesti baráttumaður, fremstur í hverjum átökum fyrir rétti og betra lífi alþýðunnar, ó- drepandi að áhuga og starfs- krafti. Hann hvatti tii stofn- unar Sjómannafélagsins, Al- þýðuflokksins og Alþýðusam- bandsins, til útgáfu baráttu- rita og hafði forgöngu i fjölda mála. Þegar Alþýðublaðið var stofnað 1919, varð hann fyrsti ritstjóri þess. Óþarfi er að fjölyrða um þær hreyfingar og þau öfl í fs- lenzku þjóðlífi, sem rekja má til brautryðjendastarfa Ólafs Friðrikssonar. Ólafur barðist fyrst fyrir réttindum verka- lýðsins og síðan fyrir hagnýt- ingu þeirra réttinda til mynd- unar þjóðfélags jafnaðar- manna, sem tryggir borgara sína frá vöggu til grafar, trygg ir þeim atvinnu og húsnæði, frelsi og mannréttindi, þ.Mt- töku í alhliða frjálsu menn- ingarlífi. Ólafur sá og skildi manna bezt þau öfl, sem þró- uðust í röðum alþýðunnar sjálfrar, sem stefndu að allt öðru marki en því frjálsa bjóð- félagi, sem jafnaðarmenii vinna að, og hann varð ótrauð ur baráttumaður gegn slíkum öflum. Ólafur er einnig landskunn- ur sem fræðimaður og rithöf- undur. Hann er brotinn af bergi þeirra hugsjóna- og um- bótamanna. sem láta sér. ekk- ert mannlegt óviðkomandi. Alþýðuflokkurinn og AI- þýðublaðið senda Ólafi í dag hinar beztu hamingjuóskir. HANNES Á HORNINU ■fe Garðyrkjuskólinn að Reykjum mjög til um ræðu. ýV Jónas Jónsson frá Hriflu tekur til máls. ■fc Allt af vanefnum gert. ■fe Ohæf húsakynni. Hafizt handa um ný. UMGENGNI og útlit Garð- yrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfuki hefur verið mjög á milli tannanna á fólki undanfarið af gefnu tilefni. Útlendingur, sem þangað kom sagði í blaðaviðtali, að hann sæi eftir því að hafa skoðað þennan skóla. Alþýðu- blaðið birti myndir frá um- gengninni og gr.ein um hana. — Fullyrt er Við mig, að þarna sé umgengni mjög ábótavant. — Jónas Jónsson frá Hriflu, situr í sinni Fífilbrekku í næsta ná- grenni við skólann. Hann sendi mér eftirfarandi pistH um þessi mál: í ENGLANDI þykir verkleysa að flytja kol til Newcastle. Hér vilja kænir karlar gera garð- yrkjuskólann á Reykjum að túr- istahreiðri, en erlendis mundi það talin fásinna. Um undan- gengin ár hafa ferðamenn heim sótt meira til Reykja heldur en annars staðar að fráteknum Þing völlum. Þessi gestkoma er ó- slitin helga daga og virka, með- an jörð er auð. Fáir sækja um leyfi. Eitt sinn krafðist háttsett ur valdamaður og stjórnarfull- trúi að fá lykla að glerhúsunum, vegna ferðamannahópa, þegar starfsliðið var önnum kafið við skyldustörf. í HEIMSÓKNIR að Reykjum kemur breytilegur söfnuður: Er- lendir ferðamenn, íslenzk stétt- arfélög, hópferðamenn sumar- leyfisgestir, að ótöldum skóla- lokafylkingum barna og ung- menna. Danir og Norðmenn reisa hallir fyrir garðyrkjuskóla sina fyrir 30 milljónir eða meira. — Sjaldan fylgja mikil glerhús þess um skólabyggingum og þar eí lítt gert að grænmetissölu og fátt um gesti, nema kunnáttu- fólk í garðmennt. í ALDARFJÓRÐUNG hefur íslenzki garðyrkjuskólinn buið við fáækleg husakynni, timbur- skála, sem reistur var fyrir 30 þús. kr., ætlað að vera tilrauna- stöð í heilsuverndarmálum. Nú- verandi landbunaðarraðherra, Framhald á 15. siðu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.