Alþýðublaðið - 17.08.1961, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.08.1961, Blaðsíða 7
'■ i <t_. ... ‘fít n RÁÐSTEFNA sálfræðinga hófst í Kaupmannahöfn um helgina. Meðal erinda, sem þar verða flutt er eitt, sem fjallar um niðurstöður af sálfræðilegri rannsókn á þýzku þingkosningunum, sem fram eiga að fara í haust. Það er að segja, nokkrir sálfræðing ar hafa rannsakað viðhorf háttvirtra kjósenda til Adenauers og Willy Brandts, kanslarefna stóru flokk anna, kaþólska flokksins og jafnaðarmanna. Hér fer á eftir stuttur útdráttur úr niðurstöðunum. HVERNIG líla þeir Aden- auer og Willy Brandt út í aug um kjósenda í Vestur-Þýzka larjdi? Hvert er vörumerki þeirra svo talað sé mál aug- lýsinganna? Rannsóknin hefur ekki ver ið framkvæmd á sama hátt og venjuleg skoðanakönnun um hvern fólk ætlar að kjósa. Hefur í þess stað verið reynt að komast að hvað það er hjá frambjóðendunum, sem höfð ar til fólksins, — hvernig á þá er litið af hinum venju- lega borgara. Rannsóknin var fram- kvæmd síðastliðið haust, og árangur hennar verður bor- in,n saman við samskonar at- hugun og gerð 1958, er kann að var álit fólks á Adenauer og Oilenhauer. Er nú hægt að meta þær breytingar, sem orðið hafa í afstöðu fólks lil Adeners og sigurlíkur jafn- aðarmanna. Hvernig er svo litið á Ad- enauer? Hugmyndir fólks um hann hafa breytzt lítið á þessum tveim árum. Aldur hans er eftirtektarverðasta einkenni hans. Nú eins og áður gera menn greinarmun á honum sem stjórnmálamami og fjöl skylduföður. Hann er alltaf ,,hinn gamii, sterki maður“, ,,afi“ þjóðarinnar, — maður- inn, sem byggði Þýzkaland upp úr rústum styrjaldarinn ar. Hann er ótrúlega harðger, starfsamur með afbrigðum, harðhentur, ráðríkur og af- kastamikill. í einkalífi sínu er hann í- haldssamur, styður kirkjuna, ríkið, fjölskylduna og auð magnið, — góður borgari, sem líður vel í skauti fjöl- skyidunnar og ræktar rósir. Millistéttarkjösendur álíta hann ,,traustan“, þrátt fyrir einræðishneigð sína, enda vilji hann „byggja upp‘. Aldur hans er farinn að verða vandamál. Menn telja, að hann sé orðinn þröngsýnni en áður, en hann er álitinm stjórnsamur, einráður, ó- sveigjanlegur og óskeikull. Sem fjölskyidufaðir er hann blíðari en áður og vingjarn legri. Margir álíta, að Adenauer ætti að fara að velja eftir- mann sinn og njóta velfoi’- þénlrar hvíldar. En það er bara enginn til, sem lekið gæti við af honum, að marga áliti. Hann verður kanzlari eins lengi 0g hann getur stað ið á fótunum Kjóser.dur telja sig ekki geta breytt neinu um það. Er Wiily Brandt var valinn frambjóðandi jafnaðarmanna til kanziaraembættisins, virt ist mörgum sem fundinn væri verðugur andstæðingur Adenauers. Fyrst í stað töldu margir kjósendur, að hann mundi geta haft í fullu tré ! við „þann gamla“. j Brandt er álitinn alger and stæða Adenauers. Það er hald manna, að skerpa hans, ó-* sveigjanleiki og árásareðli sé ytri skel, sem hylji botgara- mennsku. Hinn „ytri“ Brandt er tal inn auðveldur að umgangasl ötull, baráttuglaður, bjóð- andi af sér góðan þokka, en menn telj a, að hann sækist eflir völdunum til þess að framkvæma stefnumál flokks síns. Brandt er „bróðir“ eins og Olienhauer, sem gerir upp reisn gegn áhrifamagni föð- urins. En í mótsetningu við Ollenhauer er Brandt borg- aralegur Fyrr hinn venjulega kjós- enda jafnaðarmanna er Brandt mjog góður frambjóð andi, en í augum hinna sífellt áhyggjufullu millistéttarkjós' enda er hann úlfur í sauðar klæðum. Aðrir segja, að hann geti skipt um aðferðir og stefnu ef það þjónar markmiðum hans, — og hann hefur einu sinni afneitað föðurlandi sínu og skipt um nafn. Staða hans sem borgar stjóri í Berlín er yfirleitt tal in honum í hag, enda þótt margir telji að hann sé bara baráttumaður einnar borgar, i en ekki fulltrúi vissrar utan' ríkisstefnu. Og menn bíða eft ir persónulegri stefnwyfirlýs- ingu hans svo hægt sé að meta hann á þeim vettvangi. | Þannig líta þeir út í aug um venjulegra kjósenda, Ad-, enauer og Brandt, og kosn- ir.gabaráttan er í fullum gangi, og kosningarnar eru heimssögulegar, ef minnzt er | ástandsins í Berlin og þeirrar \ ófriðarbliku, sem á loft er út. af Þýzkalandsmálunum. Konrad Adenauer og Willy Brandt. GYLFI Þ. GÍSLASON: Utanfarir og risna Oft er að því vikið í blöð- um og um það rætt manna á meðal, að of mikið kveði að utanferðum stjórnmála- manna og embættismanna og að of miklu fé sé eytt í opin- bera risnu. Auðvitað er það sjálfsögð krafa, að gætt sé hagsýni og hófsemi í með- ferð opinbers fjár, jafnt þess sem varið er til utanferða og risnu og í öðru skyni. Nauð- synlegt er þó að gera sér ljóst, að á síðari árum hefur alþjóð legt samstarf aukizt í svo rík um mæli, öllum þjóðum og þá ekki sízt smáþjóðum til mikils gagns, að stjórnmála- menn og embættismenn hafa í sívaxandi mæli átt beinum skyldustörfum að gegna er- lendis, og geta því aðeins rækt störf sín heima fyrir vel, að þeir standi í nánu sambandi við starfsbræður sína erlendis. Það er hins vegar miklum örðugleikum háð fyrir jafnlítið land og ís- land að sinna þessum sam- böndum við önnur lönd eins vel og þörf væri í raun og veru á, enda ferðast íslenzk- ir stjórnmálamenn og emb- ættismenn miklu minna til annarra landa en starfsbræð ur þeirra erlendis. í kjölfar samskipta þjóða í milli siglir og jafnan nokkur risna, þar eð það er alþjóðleg venja, að sýna opinbexum útlendum gestum nokkurn sóma. Af ummælum blaða má þó ráða, að ýmsir haldi kostnað við slíkt miklu meiri en. hann er í raun og veru. Til þess að auðvelda les- endum að mynda sér rök- studda skoðun á þessu máli, skal ég hér á eftir gera grein fyrir utanferðum mínum í er- indum ríkisstjórnarinnar á þessu ári og risnukostnaði menntamálaráðuneytisir.B. if HANDRITA- MÁLIÐ í marz sótti ég fund mennta málaráðherra Norðurlanda í Helsingfors. Aðalerindi mitt var þó að ræða handritamál- ið við menntamálaráðherra Dana og aðra danska ráð- herra í Kaupmannahöfn, en danska stjórnin hafði þá nokkru áður í trúnaði beðið um greinargerð um óskir fs- lendinga í málinu og fengið hana. f framhaldi af henni var nú í fyrsta skipti samin tæmandi skrá um þau hand- rit, sem íslendingar óskuðu, að sér yrðu afhent. Fór ég utan með þessa skrá og átti um málið ítarlegar viðræður við danska ráðherrá. Að þeim loknum kváðust þeir þurfa nokkurn athugunartíma og: báðu mig að koma aftur inn an tveggja til þriggja vikna. Varð samkomulag um, að- næstu fundir okkar yrðu í sambandi við væntanlegan. fund menntamálaráðherra Evrópuríkjanna, sem halda átti í Hamborg í apríl, enda. var það sérstök ósk dönsku stjórnarinnar, að viðræðuin- ar væru algjört trúnaðarmál. Ég fór í þessa ferð suranudag- inn 19. marz og kom aíþxr- þriðjudaginn 28. marz. ' í apríl sótti ég síðan menntamálaráðherrafundinn í Hamborg, en bæði íyrir hann og eftir átti ég fund mcð* ráðherrum úr dönsku stjórn_ ir.ini um handritamálið, í síð- ari lotunni ásamt Gunnari. Thoroddsen, fjármálaráð- herra, og Stefáni Jóh. Stefans syni, sendiherra, en prófess- orarnir Einar Ól. Sveinsson og Sigurður Nordal kcrmx einnig til Kaupmannahafnar í sambandi við þessi funda- höld, svo sem kunnugt er. — Ég flaug heim nokkrun* klukkustundum eftir að sið- asta fundinum lauk og hoíð* meðferðis tilboð til íslenzkra. sljórnar\’alda um þá lausn á* Framh. á 14. síðu. Alþýðublaðið — 17. ágúst 1961

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.