Alþýðublaðið - 17.08.1961, Side 4

Alþýðublaðið - 17.08.1961, Side 4
MENN I FRETTUM WALTER ULBRICHT hefur nú lokað mörkunum milli lier- námssvœða vesturveldanna og yfirráðasvæðis Austur-Þjóð- Verja í Austur-Berlín í örvænt ingarfullri tilraun til að hefta hina ógurlegu blóðtöku, sem íLóttamannastraumurinn vest- ■ur á bóginn er fyrir efnahags- líf ríkis hans, að ekki sé minnzt á álitshnekkinn, sem flóttinn er fyrir kommúnismann í fram Irvæmd. Hann hefur gripið til hins gamla og þrautreynda ráðs einræðisherra seinni tíma -að setja upp gaddavírsgirðing- ar og stilla upp dátum við öll op á þeim Það er sannarlega Ieitun að annarri eins yfirlýs- . ingu um uppgjöf seinni árin, i a. m. k. síðan Rússar beittu -herstyrk sínum til að bæla n;ð- . ;<ur uppreisnina í Ungverja- landi Það, sem Ulbricht segir . raunverulega með þessum að- . gerðum er, að vonlaust sé að . framkvæma kommúnisma í t löndum, sem einhvern tíma hafa þekkt skikkanleg lífskjör, nema í skjóli hervalds og þving !íma. Við þessum atburðum hefur raunverulega verið að búast nú Hum stund, svo að þær komu ' ekki sérlega á óvart, þegar þær loks voru framkvæmdar um lielgina. Það er einnig aug- ljóst, að fólk í Austur-Þýzka- landi hefur búizt við einhverju -slíku, a. m k. bendir hin geysi lega aukning flóttamanna- . atraumsins síðustu vikurnar ó- -tvírætt í þá átt, þó að ótti v:ð *3tríð út af Berlín kunni að eiga .xiokkurn þátt í þeirri aukningu. "Veigamesta ástæðan fyrir hin- -vm stöðuga flótta manna frá -Austur-Þýzkalandi er þó vafa iaus megn óánægja með það fjjóðfélagssk:pulag, sem þröngv -að hefur verið upp á menn f>ar. Lokun markanna í Berlíff er augljóst brot á fjórveldasamn- ingnum um borgina, sem tryggir frjálsar samgöngur rmilli borgarhlutanna Jafnvel t>egar Stalin lét loka samgöngu leiðum til Berlínar 1948—1949 var mörkum 'hernámssvæða Tlússa og vesurveldanna í borg , inn' ekki lokað Þessi ráðstöf- vn hefur að sjálfsögðu valdið treysilegri óánægju meðal "þeirra 50,000 manna í Austur- 'Berlín, sem hingað til hafa -starfað í Vestur-Berlín, en hætt er við, að erfitt kunni að reynast að hemja biturleik búa Austur-Þýzkalands yfir- leitt, er þeir þannig sjá einu undankomuleiðinni til vesturs lokað. Það er augljóst af hinum mikla fjölda herliðs, sem aust- ur-þýzka stjórnin kallaði út til að framfylgja lokuninni, 110.000 manns, að hún er hrædd við viðbrögð manna inn an endimarka ríkis síns Hið sama má segja um forystumenn vesturveldanna, því að þeir hafa hvatt menn í Austur- Þýzkalandi til að vera rólega og sjá til hverju fram vindi. — Þessi ótti er að sjálfsögðu ekkj úr lausu lofti gripinn, þvi að Austur-Þjóðverjar hafa áður gert uppreisn gegn kommún- istastjórninni, en það var 17. júní 1953. Hætt er við, að ráðstafanirn- ar geti haft mjög alvarleg áhrif á hugsanlegar samningavið- ræður um framtíð Berlínar. — Vesturveldin hafa látið í Ijós vilja til viðræðna um Berlín og voru bundnar miklar vonir við þær viðræður, einkum vegna hins herskáa tals Krúst- jovs undanfarið um sérfriðar- samning við Austur-Þýzkaland. Það er að vísu ekkert nýtt, að einræðisríkj hegði sér þannig, gefi vonir um lausn mála að- eins til að steypa vonum manna í næstu andrá, en hætt er við, að traust vesturveld- anna minnki enn við það, að annar aðilinn grípur til ein- hliða valdbeitingar í þann mund, er samningaviðræður eru á næsta leiti. Þá verður og erfitt fyrir þau að leggja mikinn trúnað á hjalið um ,,frjálsa“ Berlín, þegar hún er jafnframt umkringd gaddavír og víggirðingum. Ýmsir vilja telja, að með ráð stöfunum þessum sé Krústjov (því að það er örugglega Krúst jov, sem tekið hefur ákvörðun ina, þó að Varsjárbandalagið hafi skrifað upp á, og brúðan Ulbricht framkvæmi) að reyna hver alvara sé á bak við stefnu vesturveldanna í Berlínarmál- inu Það er allavega Ijóst, að mikið ríður á viðbrögðum vest urveldanna nú Þau hafa hins vegar ekkert gert enn, þegar þetta er ritað, hvað svo sem Framhald á 11. síðu. WALTER ULBRICHT, — hataður af mörgum, enn fleiri óttast hann, fáir virða hann. 17. lágúst 1961 — Alþýðublaðið THOMAS C. DOUGLAS „TOMMY DOUGLAS", sagði einn andstæðingur úr | frjálslynda flokknum eir.u sinni, þarf ekki að kyssa börn; þau kyssa hann“. í hvaða landi sem er, er stjórn málamaður, sem nýtur svo mikilla vinsælda, kominr? hálfa leið til sigurs þegar í byrjun í 17 ár hefur Thomas Cle- mdnt Doug’i as verið for- sætisráð herra Sask- atchewan, ríkis, sem framleiðir ekki aðeir.s harð- gert hveiti, heldur einnig harðgerða stjórnmálamenn. Hann er forsætisráðherra einu stjórnar sósíalista í Norð ur-Ameríku — og það er ekki svo lítið afrek. 56 ára gamall hefur þessi lávaxni, kraftmikli maður á ný beint sjónum sínum að stjórnmálum sambandsríkis- ins, en hann var þingmaður í Ottawa í níu ár, áður en hann varð forsætisráðherra. Sem formaður Nýja demókrata- flokksins mun hann þurfa á ölium stjórnmálahæfileikum sínum að halda til að tengja saman hina róttækari með- limi CCF og hina íhaldssam ari meðlimi verkalýðssam bandsins og gera úr þeim harðsnúið lið, er fært sé um að hrífa völdin úr höndum í- haldsmanna og frjálslyndra Það verður vafaiaust’ ekki auðvelt verk. Séra Thomas C. Douglas — hann er baplista prestur — fæddist í Falkirk í október 1904. Hann lauk námi við Mc Master háskóla og framhalds ,námi við háskólann f Chica go. Hann hlaut gullverðlauni í háskóla fyrir ræðumennsku og leiklist. Douglas greiddi fyrir veru legari hluta af námi sínu með því að predika fyrir ýmsum söfnuðum og halda ræður í samkvæmum bænda. Ræðu- mennska hans er „hugguleg“, og hún og mikill forði af sög um einkenna framboðsræður hans —en að baki brosinu felst skörp hugsun, sem er, þrautþjálfuð í hinni hörðu stjórnmálabaráttu Kamada. Það var næstum af tilvilj- un, að Doug’as lenti út í póli tík. Hann bauð sig fram til fylkisþingsirís 1934 fyrr bænd ur og verkamenn, flokkinn, sem hann er nú formaður fyr ir, en féll. Svo var það, er hann var um það bil að hverfa að preststörfum aftur, að hann var beðinn um að bjóða sig fram til sambands þingsins fyrir CCF og vann. Það var árið 1935. Hann sat síðan á þingi, þar til hann varð forsætisráðherra Sask- atchewan 1944 VAR SVI UM KAU KONA nokkur kom að máli við blaðið fyrir skömmu vegna f fáheyrðrar framkomu í garð ^ ungrar stúlku, sem henni er ^ nákomin. Henni sagðist svo frá: Stúlka þessi, sem er 14 ára gömul og er í skóla á vetrum, sá auglýsingu í einu dagblað- anna í vor þar sem óskað var eftir umgri stúlku á bæ nokk- j urn í Skagafirði. U-ng kona, sem reyndist síðar dóttir hús- freyjunnar á bænum, mælli eindregið með honum. Svo fór að stúlkan réðist að bænum til þess að líta eftir 9 mánaða göm'.u barni þar. Á kaup var ekki minnzt, en stúlkan var ráðin sem kaupakona en ekki til þess að gefið væri með henni, eins og gefur að sklja. — Þann 15. júní fe,r stúlkan síðan í sveitina, e,n þegar ekk- ert hafði heyrzt frá hersrni í lengri tíma var hringt á bæ- inn. Stúlkan þorði ekki að segja frá högum sínum af ótta við að allt heyrðisl á bæjunum í kring, en í bréfi segir hún sínar farir ekki sléttar. Hún verður að vinna myrkranma á milli, oft frá kl. 9 að morgni til miðnættis og er orðin slæm í baki. Auk þess að gæta barns- ins, sem hún var ráðin til, varð hún að líta eftir fleiri börnum, en þau voru alls um 20 á bæn- um og flest úr kaupstöðum, —- standa í heymokstri og þvo mjólkurbrúsa, sem er karl- mannsverk og erfitt fyrir stúiku, sem aldrei hefur áður verið í sveit, Áður en stúlkan fór í sveit ina var ekki umsamið um kaup, en talið að hún mundi fá um 500 kr. á viku,sem er venjulegt kaupakonukaup, en þann 12. Framhald á 15. síðu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.