Alþýðublaðið - 17.08.1961, Side 8
„B A R N þarfnast hvoru
tveggja — áhrifa frá föður og
móður. Eins og einn þáttlak-
anda sagði síðast koma
vandamál, þegar pabbi einn
getur hjálpað — eins og
stuhdum steðja að vandamál,
sem mamma getur ein leyst
úr. Það er ekki rétt, sem einu
sinni var álilið — að nyti
barnið móðurlegrar ástúðar,
væri allt í bezla lagi. Og það
er ekki heldur aðeins barnið,
sem þarfnast föður síns, held
ur þarfnast konan einnig
karlmanns,’ sem deilir með
henni ábyrgðinni. yið enduð-
um síðast á því, að frú Inger
sagði, að miklu fleiri hjón
ættu að komast af hvert við
annað — ekki hvað sízt vegna
barnanna. Þar tökum við upp
þráðinn í dag.
Inger: „Já, ég fyrir mitt
leyti hef fyrir töngu komizt
að þeirri niðurstöðu, að ef
konan vissi, áður en hún skil
ur við mann sinn, hvaða á-
byrgð hún hefur tekizt á
hendur og hvað hún kemur
til með að þurfa að bjóða
börnum sínum, þá myndi
hún fremur hafa þraukað í
hjónabandinu, þótt það væri
ekki hamingjusamt. Þegar
rætt er við fráskildar, einstæð
ar konur, tveim árum eftir
hjónaskilnaðinn, ekki mánuði
eftir — því að fyrst í stað
rýóta þær sín, ekki heldur
ári eflir — heldur einmitt
eftir tvö ár, þá ættuð þér
INGER, 38
ára, ekkja
með þrjár
dætur, 15,
12 og 7 ára.
HENRIK, 23
ára, foreldr-
ar hans
skildu, og
hann ólst
upp á hehna
vistum.
AGNES, 52
ára, — gift
„manni bak
við dagblað-
ið“. — Þau
eiga 17 ára
son.
ERIK, 40
ára, fjöl-
skyldufaðir,
faðir 17 ára
(írengs og
13 ára stúlku.
bara að heyra til þeirra. Flest
ar venjulegar konur vilja
fúsar fá mann sinn aftur. Þvi
að það þarf gífurlegt þrek til
að standa ein með alla ábyrgð
ina á herðunum.
Sp.: — Samt sem áður hlýt
ur það að skipta miklu máli,
hvernig maðurinn var, og
hvort hjónabandið var svo
stormasamt, að börnin liðu af
því.
Inger: Auðvitað skiptir
miklu máli, hvernig maður-
inn er. En ég held, að mörg-
um hjónaskilnaði mætti
forða, ef báðir aðilar gætu
áður en það er um seinan tal-
að við einhvern, sem gæti
hjálpað þeim.
Sp: Álítið þér, að það sé of
auðvelt að skilja hérlendis?
Inger: Að mínu áliti er
það of auðvelt. En það er
einnig annað, sem til greina
kemur í þessu sambandi, Ég
held, að alltof margar ungar
stúlkur séu fákunnandi, beg-
ar þær gifta sig. Vissulega
hafa þær margar hverjar lært
heil ósköp — en á allt öðru
sviði -— þegar til þess kemur
að búa til mat, vita þær ekki,
hvernig á að búa til einföld-
ustu sósur.
Agnes: Unga fólkið er ofl á
tíðum ofdekrað nú á dögum.
Það fær að eyða öllu sínu fé
í farartseki og föt.
Inger: Og þegar það giftir
sig, fær þag allt í einu að
kenna á því, hvað úigjöld eru.
Þau eru ekki nógu dugandi
til að sigrast á örðugleikun-
um. Gefast upp og fara hvert
sína leið.
Erik: Mér finnst einnig, að
þetta fólk sem skilur æ ofan
í æ eftir hverja giftingu,
finni svo sárasjaldan þetta,
sem það leitar að. Það hefði
eins vel getað hangið í fyrsta
hjónabandinu. Og þótt krakk
arnir heyri stöku sinnum rif-
izt. Ég held varla að þau skað
ist af því.
Inger: Og ef við lærum að
gleðjast yfir smávægi hvers-
dagsins værum við ekki alllaf
á kapphlaupi eftir einhverju
nýju og nýju. Og faðirinn. . . .
Erik: Það er erfitt að skil-
greina, hvað vantar, þegar
hann er þar ekki. Ég get það
a. m. k. ekki, — og hef þó
reynl ....
Inger: Það er vegna þess
að þetta er hreinl tilfinninga
mál Ég veit af reynslu á barna
heimilum, að ógerlegt er að
sjá á börnum, hvort þau eru
föðurlaus eða ekki. Það er
undravert, hvað einstæðar
mæður geta gert fyrir börn
sín. Oft á tíðum eru börn ein-
stæðra mæðra betur klædd
en hin. — Maður skilur það
oft ekki ....
Erik: Við karlmennirnir
hljóíum oft að hugsa til þess,
hve ótrúlega miklu kona fær
áorkað,
Inger: En hvað- viðkemur
titfinningunum, — þar stend
ur hnífurinn f kúnni. Börn
hafa sannarlega ekki illt af
í FRAMHALDI viðræðnanna. — Um fátt hefur verið
meira talað að undanförnu en ólætin og ölvunina á
verzlunarmannaheíginni. Hvar sem tveir menn eru
saman komnir beinist talið fyrr eða síðar að þessum
ósköpum, — jafnvel yfir glasi af góðu víni ...
Niðurstöður sálfræðinganna eru venjulega þær, að
allt eigi þetta rót sína að rekja til uppeldisins, — til
óhamingju á heimili og óöryggis í heimilislífi.
í Danmörku og raunar víðast hvar er þetta sama
vandamál við að stríða. Þar eru hjónaskilnaðir, ung
lingaafbrot og almennir glæpir enn sem komið er
algengari en hér heima, — enda sitja margar nefndir
skipaðar sérfræðingum sálar og líkama jafnan á rök
síólum og ræða, hvað unnt sé að gera til að fyrir
byggja ósköpin.
Hér eru þessi vandamál rædd frá fjórum ólíkurn
sjónarhólum, — og kann einhverjum að Ieika forvitni
á að lesa afstöðu annarra til þessara mála, — en
greinin er þýdd úr dönsku blaði.
Ástúð, sem ekki fæst keypt, — segja þeir
dönsku. — Einmiít það! Að fá ekki að fara inn í ís
sjoppuna á kvöldin og kaupa sinn eigin ís, — er
kannski ekki mesta mótlæti heimsms?—!
því, þótt þau fái ekki allt,
sem þau benda á, en einstæð
móðir óttast alltaf, að börn
hennar hafi það ekki eins og
önnur, — enginn má geta sett
neitt út á þau.
Erik: Ég þekki til fjölda
heimila, þar sem hjónin eru
skilin og allt er slétt og fellt
á yfirborðinu. Börnin heim-
sækja föður jafnt sem móður,
— en samt sem áður er eitt
hvað í ólagi.
Inger: Svo kemur það líka
til greina, að faðirinn, sem að
eins hefur leyfi til að sjá
börnin sín einu sinni í hálf-
um mánuði, — er oft og ein-
atl ekki eins og æskilegt
væri. — Hann fer með þau í
dýragarðinn og Tívolí, — leik
ur með þau og eyðir á þau, —
en heima stritar móðirin fyr-
ir öllu.
Sp: Henrik sagði eitthvað í
þá áítina síðast, að hann hefði
haft það á tilfinningunni, að
foreldrar hans álitu, að gætu
þau ekki gefið honum annað,
— þá gætu þau a. m. k. stutt
hann fjárhagslega.
Hendrik: Já. en ég get ekki
farið að vera þakklátur fyrir
það.
Erik: Börn skilinna for-
eldra fá oft meiri peninga en
önnur börn, og þau hrósa sér
af því til þess að herða sig
upp.
Hendrik: Já. — ég get sagt
yið sjálfan mig, svo ungur
sem ég er; Ég hef kannski
ekki notið sömu bernsku og
aðrir, en ég á þá bíl, — en
fæstir jafnaldra minna hafa
náð svo langt.
Inger: Nú til dags er margt
miðað við peninga. En þeir
eru ekki hið þýðingarmesla.
Sp: Nei,. enn er margt, sem
ekki verður keypt.
Erik: Mín börn gengu fyrir
nokkrum árum í skóla, sem
skilnaðarfaraldur gekk yfir.
Hvað eftir annað komu börn-
in heim og sögðu að nú ætl-
uðu hinir og þessir foreldrar
að skilja. Og þar kom, að
börnin sögðu við okkur, graf-
alvarleg: — Þið megið aldrei
skilja.
Sp: Áður fyrr var sagt, að
það væri hræðilegt fyrir börn
in að alast upp í spenntu and-
rúmslofti. Eigum við nú, að
segja, að það verði að hafa
það, bara ef hjónabandið fer
ekki út um þúfur?
Inger: Auðvitað getur alltaf
það ástand skapazt, að heppi-
legra sé að hjónir, fari hvort
sinn veg, en oft eiga full-
þroska manneskjur að geta
haft vald á sér og látið allt
lagast.
Erik: Ef það er nokkuð, sem
ég reyni að kenna mínum
börnum, þá er það, að hjóna,
bandið er grundvöllur, sem
margt er hægt að byggja á,
bara ekki himinháar skýja-
borgir. Hjón verða að sýna
hvort öðru tillitsemi, því
hjónabandið samanstendur af
venjulegu fólki Maður getur
aðeins gert kröfur til sjálfs
sín.
Sp: Frú Inger, segja börn
yðar nokkru sinni, að þér ætt
uð að giftast aftur?
ínger: Það segja þau öll! —
En meðan það var mögulegt,
höfðu þau ekki neinn áhuga á
því Ég reyndi meira að segja
einu sinni að eiga vin, en það
var hræðlegast af öllu. Ég
kom dauðþreytt heim úr vinn
unni, varð að taka til í hús-
inu og þjóna þrem börnum,
og samtímis að reyna að vera
ungleg og líta vel út þegar
hann vildi fara út. Og um leið
og ég settist við hlið hans í
sófanum, komu öll börnin og
skriðu upp í kjöltu mína, eða
fengu mig burt ....
Sp: Það er víst óhætt að
segja, að afbrýðisemin hafi
verið sterkari þörfinni fyrir
samskipti, sem svo mjög er
talað um ....
Inge: Áreiðanlega. Nú er ég
ekki einu sinni fráskilin, held
ur ekkja og börnin hafa haft
mig út af fyrir sig um lengri
tíma. Ég má ekki fara burt
Ég verð að vera þarna. Það
gekk prýðilega hversdags-
lega en ekki var vinur minn
fyrr kominn til mín, en þau
fóru að hegða sér illa. Ég
vildi ekki setja ofan í við þau
í návist ókunnugs manns, og
svo fannst honum ég láta allt
of mikið eftir þeim — og það
þoldi ég ekki að heyra. Nei,
það var dauðadæml.
Sp: Þetta gefur til kyroia, að
einstæð móðir sé eflirlátssam
ari við börnin, en hin sem
hefur manninn sér við hlð?
Inger: Já, mun eftirlátsam
ari. Ég hef rætl þetta við frá-
skildar konur og hef komizt
að þeirri niðurstöðu, að fjöl-
margar þjást undir oki, ein-
hvers konar skyldutilíinn-
ingu, sem hefur þau áhrif að
þær dekra meira við börnin
en góðu hófi gegnir. Þær
finna til þess, að þær hefðu
ekki ált að skilja við mann-
inn, og að þær heíðu getað
gefið börnunum meiri gleði,
ef þær hefðu ekki skilð.
Ægnes: En hvað um skyldu
tilfinningu karlmannsins?
Inger: Það er auðvitað und
ir manninum komið, — en
ekki svo fáir álíta, að þeir
geri sína vísu fullvel, — ef
þeir aðeins borga meðlagið
mánaðarlega.
g 17. ágúst 1961 —1 Alþýðublaðið