Alþýðublaðið - 08.10.1961, Síða 5

Alþýðublaðið - 08.10.1961, Síða 5
ÞAÐ var fyrir nokkru, aS ég rakst á Alþýðublaðið frá 15. júní, en það er ekki nema stundum sem ég sé það ágæta blað, eins og raunar fleiri af dagblöðunum, það er hjá mér sem mörgum öðrum, að fjárhagsins vegna, getur mað ur ekki veitt sér það, að sjá öll blöðin, þótt það væri bæði gaman og gagnlegt. Það, sem vakti eftirtekt mína í þessu blaði, var viðtal við Ásgrím Björnsson stýri- mann, en hann hafði vferið einn af þeim fulltrúum frá Æskulýðssambandi íslands, sem Æskulýðssamband Slés- vík—Holstein bauð út til ’Vestur-Þýzkalands, til að koma á auknum kynnum milli þessara aðila. Af þeim góðu kynnum sem ég hef haft af Ásgrími, þá hefur þetta verið honum kærkom- in för, enda kemur það fram í viðtalinu. Ásgrímur er einn þeirra manna, sem hugsa allmikið til okkar ungu og uppvax- andi drengja, og hvað fyrir þá væri hægt að gera umfram það sem gert er, til að beina þeim fram hjá blindskerjum okkar daglega lífs, en af þeim óhappa skerjum er slíkur urmull í nútíma þjóðfélagi, að vandratað verður barn- inu, nema til komi leiðsaga góðra manna og stofnana, umfram hina venjulegu skóla og sem betur fer sjást nú þess öll merki, að úr fari að ræt- ast með þá leiðsögu, saman- b'er stö'rf ÆfskUlýðsráðs og annarra aðila, sem rétta börn um og unglingum hönd sína til leiðsögu, í vaxandi mæli. í nágrenni við mig, er stofnun sem tekur við ungum drengjum sem steytt hafa á einhverju skerinu, og eru þar til nokkurs konar við- gerðar, ef svo mætti að orði komast, en sú viðgerð vérður þó ekki alltaf fullkomin, og stundum verður skipbrolið algjört. Við slíku má ekki okkar fámenna þjóðfélag. ,,Að byrgja brunninn áður en barnið er doltið í hann,“ á þarna við, og verður að reyna að framkvæma, með öllum hugsanlegum ráðum. Það er vonriaust-að ætla sér að kom- ast fram hjá þeirri staðreynd, í okkar nútíma þjóðfélagi, að heimilin yfirleitt, eru ekki lengur sá verklegi og andlegi skóli sem þau áður voru. — Böm og unglingar eru áhrifa gjörn, svo hægt er að beina athafnaþrá þeirra, sem þau verða á einhvern hátt að fá svalað, inn á vissar brautir. Við munum hvernig Hitler tókst að ala upp sína her- menn. Ekki þurfum við þó þess við, enn sem komið er að beina alhafnaþrá okkar drengja inn á svið hernaðar, stundum finnst mér þó ekki lagt frá því að það sé gert. Eg hef all mikið orðið var við það, og ekki sízt í Rvík, að drengir leiki sér með byss ur, sem eru þó óskaðlegar sem slíkar, ekki er þeim þó beint að veiðiskap í leik, held ur tii að látast skjóta hvern ’WwwtwwwwHwwwwMHiWMwmiwiwiwwMmwMWMWMwwMwwwMW annan til bana. Stundum hafa drer.gir slík leikföng með sér í sveitina, en þar verða þessir morðleikir ekki lengi spennandi, og er þar einkum tvennt sem veld ur, í fyrsta lagi, nærandi og afigjafi þessara morðleikja og hugsana er þar ekki fyrir hendi, það eru kvikmyndirn- irnar og hazarblöðin, í öðru lagi, þá er svo margt nýtt og ónumið í sveitinni fyrir kaup staðar drenginn, að það tek- ur hug hans allan. Það má vel vera, að þessir morðleik- ir og það, sem þeim fylgir, sé hinni ómótuðu barnssál óskað legt, sem ég efa þó, og tel því vafasamt hjá foreldrum að gefa drengjum sínum byssur og sverð að leikföngum, og efast um að þau gerðu það, ef þau hefðu aðstöðu til að fylgjast með þessum leikj- um drer.gjanna, eins og stundum eru. SEX snoppufríðar fransk- ar ballettdömur segjast ætla til Diisseldorf í næstu viku og sýna sig þýzkum sjón- varpsáhorfendum, en nú munu þær vera staddar í K- höfn og skemmta á Atlantic Palace. Myndin er úr sælasta atriði skemnitiþáttar þerra í Atlantic Palace, en þar hafa þær æft sig fyrir sjónvarpsþáttinn í nokkrar Við þurfum að gera meira af því, að beina unglingun- um inn í hinar ýmsu grein- ar atvinnulífsins, og fyrsta skrefið mætti fá, og ætti að fá með heppilegum leik- föngum, því hlutverki gegndu heimilin áður, en vegna breyttra þjóðhátta hafa þau ekki aðstöðu til þess lengur, nema þá í heldur fáum tilfell um, eða sú er mín skoðun. Þeir sjóvinnuskólar, sem Ásgrímur talar um í áður- nefndu viðtali, eiga sjálfsagt mikið erindi til okkar, og þörfin er nú þegar, búin að koma okkur inn á þessa braut, með vísi að slíkum skóla, á ég þar við Sjóvinnu- námskeiðin, sem virðast hafa gefið góða raun, svo langt sem þau ná, og fjöldi drengja unir sér þar vel, við undir- búning að hagnýtum og þjóð- hollum störfum. Við búum við fræðslulög- gjöf, sem bindur flesta á skólabekk, frá 7—16 ára 6—-8 mánuði á ári. Þetta er gott fyrir þá, sem þessi skólasela er ekki ofviða, en hætt er við að hún ofbjóði námsgelu og þroska all margra, þannig, að úr verði námsleiði, sem komi í veg fyrir frekara nám, og verulegan námsárangur, og hún er slæm fyrir þá, sem ekki hafa áhuga á framhalds námi, en vilja komast út í atvinnulífið, og hafa til þess öll skilyrði, nema að þá vant ar alla kunráttu í hagnýtum vinnubrögðum sem nútíma atvinnulíf krefst, en í þeim efnum koma nemendurnir ékki fróðari úr skóla 16 ára en þeir fóru í hann 7 ára. En þegar einn maður, — karla eða kona — er orðinn 16 ára, þá er hann orðinn gjaldskyldur á öllum sviðum þjóðfélagsins, til ríkis og sveitar, almannatrygginga, sjúkrasamlags, kirkju o. fl. og auk þess er honum gert að skyldu, að skaffa bönkunum sparifé, 6 prósent af öllu því fé sem honum áskotnast, að vísu hefur hann von um að fá spariféð endurgoldið síðar. Þótt viðkomandi ungling- ur væri það Hla stæður af einhverjum ástæðum, að ein hver hefði orðið að gefa hon um að borða, þá verður hann einnig að fá gefins, eða að láni, 6 prósent af þeirri upp- hæð sem fæðið er metið á, eða kr. 1,50 á dag, tH að geta orðið við þeim kröfum sem hið opinbera gerir til hans, varðandi sparifé af því sem hann borðar. í útsvar af fæð- isupphæð einni saman yfir árið, má gera honum að greiða kr. 7,30,00 sé hann í sveit, annars ekkert, í sjúkra samlag kr. 4—600 00, almanna tryggir.gar 1167,00—1500,00, miðað við karl, kirkju kr. 100 og svo mætti lengi telja. En þetta er aðeins talið til gam- ans, til að sýna fram á, í hvaða fjárhagslegan vanda er hægt að koma einum 16 ára ungling, sem setið hefur á skólabekk, og átt þess eng- an kost að komast út í at- vinnulífið, en gjöldin kalla að umfram daglegar þarfir. Það sem skapar hættuna í þessu sambandi er, að sumir unghngar á þessum aldri eru með fullar hendur fjár, aðra langar til að vera það einnig, en hafa ekki aðstöðuna, og leiðast þá stundum út í að afla fjárins eða þess er van- hagar um á óæskilegan hátt. Eg tel að hér sé ekki rétt að farið, og ég held að ald- urinn 14—16 ára sé heppileg- astur til að kynna unglingun um verulega atvinnulífið, því atvinnulífir.u höfum við öll gott af að kynnast, og komast í snertingu við það, hvert sem ævistarf okkar kann að verða í þjóðfélaginu. Á þessum aldri, ættu ungl- ingarnir að vera lausir úr hinum venjulegu skólum, þeir er það vildu, en í þess stað, ætlu þeir að eiga kost hvers konar fræðslu varðandi helztu greinar atvinnulífsins, og til væru stofnanir, sem hjálpuðu þeim út í þær greinar þess, sem hugur þeirra beindist að. Á þennan hátt væri hægt að nýta mikið vinnuafl sem nú fer forgörðum, og 16 ára unglingurinn væri þá mikið betur undir það búinn — að vinna fyrir sér, og verða við gjaldakröfum þjóðfélagsins, sem ég tel þó, vanhugsaðar og ósanngjarnar, miðað við þennan aldur. Það er ekkert vafamál, að í náinni framtíð, verða for- ustumenn þjóðarinnar að kynna sér meira vandamáf barna og unglinga, heldur en nú er gert, og taka einhverja ákveðna afstöðu til þeirra, svo hægt sé að vinna að settu marki, ekki á einu sviði þeirra mála heldur öllum_ 'Við viljum öll eiga góð og mannvær.leg börn, sem eru okkur til gæfu og gleði, en þjóðfélaginu nýtir borgarar, enda bezta eignin sem vit> eigum og getum skilað þjc£> inni. Börn og ungling.ar sem ler.da á villigötum í þjóðfé- lagsumferðinni, og komas?: ei aftur á rétta leið, eru þjéjj inni glataður fjársjóður, og foreldrum harmur. Þesií vegna megum við ekki láta reka i þessum efnum, heldur sækja stpðugt fram, notfæra okkur reynslu annarra þjóða, og bæta við okkar eig in reynslu og þekkingu, þá er* líklegt að mörg ungHnga höndin verði leidd frá óhappn verkum, að hagr.ýtum störf- um og þætti mér Sjóvinnu- skóli eins og Asgrímur lýsir í umræddu viðtali, mjög lík- legur þáttur í því starfi, 'en vonandi verður hans ekld lar.gt að bíða. Eg þakka svo Ásgrínii og blaðamanninum viðtalið. Látrum, 29. 9. 1961. Þórðiu’ Jónsson. , Alþýðublaðið •— 8. okt. 1961 §

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.