Alþýðublaðið - 25.10.1961, Blaðsíða 11
Sameinuðu þjóðanna
minnzt á alþingi
Samelmiða þjóSirnar eru en.i
og réttlæti. — stærra skreí og nú fyrst hef
ur alþjóðlegt her’.ið verið notað
DAGUR Sameinuðu þjóðanna
var í gær. Var þess minnzt í
báðum þingdeildum alþ ngis í
gær, í efri deild var Eggert G.
Dorsteinss. í forsetastóli og fór
ust honum orð á þessa leið:
„Áður en gengið er t'l hinnar
auglýstu dagskrár vildi ég
mega minna háttvirtu þing-
deildarmenn á að í dag eru
liðin 16 ár frá því að 50 þjóðir
ur.dirrituðu sátlmála Samein-
uðu þjóðanna. Nú saman-
standa þessi samtök af 99 þjóð-
eggert g. þorsteinsson.
um, sem svarist hafa til sam-
einingar um, að varðveita
friðinn og tryggja öllum þjóð
um belra líf.
Af ýmsum þeim fréttum,
sem berast nær daglega af
þingi þessara nálega 100 þjóða,
ásamt fréttum úr heimahög-
um þjóðanna sjálfra, mætli
ætla, að htið hefði áunnizt í
þessu höfuðmarkmiði hinnar
voldugu þjóðarsamsteypu. Al-
mennt hættir mönnum við því
að einblína um of á það sem
kann að hafa mistekizt, enda
ávallt háværari raddir um það,
en hitt sem vel tekst.
Það er þó staðreynd að enn
hefur Sameinuðu þjóðunum
ekki tekizt að koma í veg fyrir
vígbúnaðarkapphlaup stór-
þjóða, sem nú ógnar öllu lífi
jarðarkringlunnar með hinum
ægilegu kjarnorku- og vetnis-
vopnum.
Reynsla undanfarinna ára
sannar þó á ótvíræðan hátt að
á meðan þessir voldugu aðilj-
ar ræðast við á vettvangi
hinna Sameinuðu þjóða, er a.
m. k. vonin um að ekki brjót-
ist út ný heimsstyrjöld.
Smáþjóðir eins og ísland,
sem alizt hafa upp við þann
hugsunarhátt a, m. k. í marg-
ar aldir að hafa andúð á vopna
valdi og allri beitingu Vopna,
eiga framtíð sína undir því i
komna, að Samenuðu þjóðun-
um takizt það höfuð markmið
að varðveita frið
Af þeim ástæðum erum við
Íslendingar í fremsu röð þeirra
þjóða, er líta vonaraugum til
Sameinuðu þjóðanna, með
innilegum og samstilltum ósk-
um um að allt það starf, sem
í 16 ár hefur verið unnig á veg
um þessara samtaka megi bera
sem ríkulegastan ávöxt, born-
um og óbornum kynslóðum til
blessunar. Megi góður ásetn-
ir.gur, er réði stofnun Samein-
uðu þjóðanna, rætast í aukn-
um samstarfsvilja hinna ólíku
■þjóða heimsins og þá einnig {
milli þeirra einstaklinga, er
þjóðirnar, mynda.“
í NEÐRI DEILD var Benedik^
Gröndal í forsetastóli. Honum
mælt st á þessa leið:
„Dagur Sameinuðu þjóðanna
er í dag, og verður hans minnzt
í báðum deildum Alþirg's.
Það böl hefur fytgt þjóðum
heimsins svo lengi, sem sagan
greinir, að þeim hefur gengið
illa að búa saman í friði og
sátt. Hagsmunir hafa rekizt á,
drottunargirnd og árásar-
hugur hafa vaknað hvað eftir
annað, kynslóð eftir kynslóð, og
blóði verið úthellt í styrjöldum.
H n síðustu ár hefúr tæknin
komizt á það stig að átök slór
velda hafa orðið að heimsstyr-
jöldum, sem fá.'r hafa fengið að
standa utan við.
Það hefur lengi verið Ijóst,
að ein le ð mundi dug;1 ti] að i
setja nauðsynleg lög til varð |
veizlu friðar, trygg ngu mann-
réttina og velmegunar. Síðan
yrði að fá samtökunum fra;v-
kvæmdavald, sem byggð st á al
þjóðlegri lögregiu, er framfyigdi
samþykktum réttra aðila sam-
takanna,
Hugjórinn'. um skipan slíkra
alþjóðasamtaka hofur vaxiö As
megin á síðus.u áratugunt enda
hefur mannkyniö mátt þoia
tvær he'insst/rjaldir á oir.u
æviskeiði, Þjóðabandnlagið var
stórt skref í þessa átt.
tii að framylgja samþykktum
allsherjarþings. Unfi'r stjóin
Hammarskjóids hins látr.i aðal
: ritara, tóku varðmenn Samein-
uðu þjóðanna sér stöðu m'lli
Araba og Gyðinga og forðuðu
Kongó frá borgarastríði sem
hefði getað orðið sá neisti, er
kveikti nýja he'msstyrjöld.
Fyrir smáþjóðir getur eng'n
skipan komið í stað Bandalags
Same'nuðu þjóðanna. Þar geta
þær bundizt samtökum og haft
áhrif á gang heimsmála, en
væru ella valdalausar. Þess
vegna sóttu íslendingar það fast,
að verða sem fyrst þátttakend
ur í Same'nuðu þjóðunum, og
hafa á þeim vettvangi lagt sinn
skerf til auk'ns frelsis velmegun
ar og friðar í heiminum.
Á þessum degi Sameinuðu
þjóðanna lýsum við þeirri e'n-
lægu von, að háleitar hugsjón
'r bandalagsins verði að veru
leika og því auðist að forða
mannkyninu frá nýjum styrjöid
um. auka frelsi og mannrétt-
indi og tryggja öllum jarðarinn
ar börnum sómasamelgt líf.“'
Blómasýning
NÚ þessa dagana stendur yf-
ir blómasýnlng í Alaska. Allt
fólk, sem komið er yfir miðjan
aldur, talar um það, að það séu
blessuð börnin og blómin sem
gleðji sig mest.
Þessi orð duttu mér í hug,
þegar ég kom inn í Alaska og
sá þá smekklegu sýningu, sem
þar hefur verið komið fyrir.
Vonand; er að sem fiestir
bæjarbúar leggi leið sína þang
að þessa dagana og kynni sér
hvað þar hefur gerst á skömm-
um tíma.
Jón í Alaska er maður ung-
ur að árum enda finnst mér
stutt síðan að hann, sem dreng
ur kom tll mín og byrjaði sinn
garðyrkjuferil, fór siðan á
Garðyrkjuskólann hér, svo til
Danmerkur og útskrifaðist
þaðan sem sérmen’itaður mað
ur í sínu starfi. Eftit heim-
komu gerðist lón svo kennari
við Garðyrkjuskólann hér, en
var þar ekki langl, sem beíur
fór. Hann stofnaði því sitt elg-
ið fyrirtæk', Alaska, sem er
orðið landsþekkt á sviði garð-
yrkjunnar, sem er rriargþætt
skipulagning á skrúðgörðum,
plöntusölu á trjám og blóm-
um og skreytingum úti og Inni.
f sambandi við þessa sýn-
ngu vii ég óska Jóni t'.l ham-
ingu með hans fyrirtæk; og all
an hans dugnað í starfi og að
það meg: blómgast og dafna í
náinni framtjðj. Ó. G.
Umboðsmenn um land allt.
Reykjavík:
Gólfteppagerðin, Skúlag. 51
Kjörbúð SÍS, Austurstræti 10,
Markaðurinn, hiþýladeild,
Hafnarstræti 5.
Akranesi:
Haraldur Böðvarsson & Cö.
Húsgagnaverzlun Vesturg. 46.
Rorgarnesi:
Kaupfélag Borgfirðinga
Patreksfirði:
Verzlun A. B. Olsen.
Rolungarvík: i
Verzl. Úinars Guðfinnssonar.
ísafirði:
Húsgagnaverzlun ísafjarðar
Verzl. Helgu Ebenezersdóttur
Blönduósi:
Kaupfélag Húnvetninga
(Ásgeir Ásgeirsson)
Sauðárkróki:
Árni Daníelsson
Ólafsfirði:
Brynjólfur Sveinsson
Siglufjörður:
Dívanavinnustofa SiglufjarðÐi}
Akureyrij
VefnaSarvörudeild KEA
Kristján Aðalsteinsson
Húsavík;
Kaupfélag Þingeyinga f
Kópaskeri:
Kaupfélag N-Þingeyinga
Norðfirði:
Kaupfélaglð Fram
Seyðisfirði:
Kaupfélag Austfjarða
(Ingim. 'Hjálmarsson)
Egilsstaðakauptún: i
Kaupfélag Héraðsbúa
Eskifirði:
Kaupfélagið Björk
Vestm'aíin aey jum:
Marinó Guðmundsson
Keflavík: -1
Verzlunin Kyndill. ■<,
VEFARSNN
VERKSMIÐJA KLJÁSTEINI MOSFELLSSVEIT
SKRIFSTOFA EINHOLTI 10 Reykjavík
PÓSTHÓLF 491 — REYKJAVÍK — SÍMI 14700
Grænlands-
saga Sigurðar
Breiðfjörð
komin út
KOMIN er út á vegum Bók-
ellsútgáfunnar bók Sigurðar
Ireiðfjörðs „Frá Grænlandi“.
3r það þriðja útgáfa sögunn-
ir. Bókin kom fyrst út árið
936 og var þá prentuð í Kaup
nannahöfn. ÖJinur útgáfa kom
ít 1912 og var hún prentuð í
teykjavík. Eiríkur Hreinn
?innbogason cand. mag. hefur
;éð um þriðju útgáfuna, sem
iú kemur út. Myndir eru í bók
nni eftir Jóhann Briem
Alsírmálið
Framhald af 3. síðu.
litu enn sjálfsákvörðunarrétt-
inn einu leiðina til þess að
koma á friði í Algier væru upp
reisnarmenn enn fúsir til að
vinna að friðsamlegri lausn á
peim grundvelli.
Sláfrun lokið
á Selfossi
I SELFOSSI í gær. Slátrun
| Iauk í síðustu viku og var
' slátrað tæplega 50 þús. fjár,
sem er eitthvað meira en *
fyrra.
Lömbin eru jafnvænni eg
fleiri með 20 kílóa kroppþunga
og yfir en í fyrra. -Einnig -er>»
fleiri lömb með 15—17 -kg.
kroppþunga. Nú er verið að
slátra stórgripum og er þeirri
slátrun ólokið.
Arnesingar stunda fjárrækt
af alúð og er hér ræktað bæði
vestfirzkt og þingeyskt fé, en
deildar skoðanir eru um hvort
er betra. En bændur eru ugg-
andi vegna þess hve mæði-
I veikin er látin breiðast út í
' Dölum og nærsveitum árlega
! án þess að nokkuð virðist að
| gert. Þykir þeim sýnt, að ekki
i verði komið í veg fyrir voð-
ann með þeim vinnubrögðutn
• er tíðkazt hafa.
I J. K.
Alþýðivblaðið — 25. okt. 1961 %%