Alþýðublaðið - 25.10.1961, Page 16
tHMO)
tá 42. árg. — MiAvikudag'ur 25. október 1961 — 239. tbl.
Hörð rimma
um verðið á
frystri síld
EKKI hefur enn náðst sam-
kömulag um haustverð á
fiystri og saltaðri sild.
Útvegsmenn og frystihúsa-
eigendur eiga í miklum deil-
um vegna verðsins á frystu
síldinni. Frystihúsaeiger.dur
hafa boðið kr. 130 fyrir kg.
Útvegsmönnum þykir þetta
smánarboð, því £ fyrra var
hafa boðið kr. 1,30 fyrir kg.
WWWWWWWWWWWWIWWW
Alþýðulokksfé-
lag Reykjavíkur
mólmælir hel-
sprengju Rússa
i Á FUNDf í Ajlfþýðu- !
flokksfélagi Reykjavíkur
í gærkvöldi var sam-
þykkt cftirfarandi til-
laga:
„Alþýðuflokksfélag
Reykjavikur lýsir hryggð
sinni yfir og fyllstu a«d
úð á því, að valdhaíar
Sovétríkjanna skuli hafa
Iátið sprengja hverja
, . kjarnorkusprengjuna eft-
; ir aðra á undanförnum
vikum. Sérstaklega for-
dæmir fundurinn harð-
; lega að Sovétríkin skuli
; hafa sprengt hina stóru
1 helsprengju 23. þ. m. og
“ telur slíkt sýna svo ekki
verði um villst, að Sovét
ríkin séu að ógna öllu
mannkyninu rrieð þessu
atferli sínu.“
wwwwmwtwwwwvmM
Þeir benda ennfremur á, að
samið hafi verið um hærra
söluverð fyrir síldina til út-
landa nú en í fyrra og auk
þess hafi gengið nýlega verið
fellt. Þeir telja sanngjarnt, að
verðið verði yfir tvær krónur
á kíló nú.
Ennfremur vilja útvegs-
menn fá greitt fyrir alla þá
síld sem fryst sé, en ekki tekið
tillit til einhvers ákveðins
magr.s sem talið sé fara í úr-
gang. ______________
AFLI togaranna er heldur
rýr um þessar mundir. Alls
lönduðu fimm togarar í Rvík
í síðustu viku og var saman-
lagður afli þeirra um 750 lest-
ir.
Að minnsta kosti fjórir þess
ara togara veiddu á heimamið-
um, én aflahæstur þerra var
Narfi, sem mun hafa veitt við
Græriland. Hann landaði 187
lestum á miðvikudag.
Ofsaveður á
Siglufirði
Siglufirði í gær.
í nótt gerði hér ofsarok og
olli það nokkrum skemmdum
á húsum og bátum. Þegar líða
tók á nóttina lægði veðrið nokk
uð, en margir áttu andvöku-
nótt, þá sérstaklega skipstjór-
arnir, sem þurftú að fylgjast
með bátum sínum..
Tvær trillur slitnuðu upp, og
rak síðan upp í fjöru, þar sem
þær brotnuðu Rokkuð. Upp-
I mokstursskipið Björninn sle’ú
| upp og rak suður á Leirur þar
!sem það s’tur nú fast. Jóhann.
HELGI S. Bergmann
opnaði fyrir nokkrum
dögum sýningu í Banka-
stræti 7, og sýnir þar ein
göngu „karakter“ mynd-
ir af samborgurunum og
nokkrum þekktum stjórn
málamönnum erlendum.
Getur þar að líta ríkis-
stjórn vora sem dvergana
sjö, og í formi postula, er
bíða eftir vitrum heilags
anda. Þessi mynd var tek
in á sýningunni í gær, og
sjáum við listamanniun
standa á milli tveggja
mynda sinna, annarri af
forsetaefninu úr Selsvör
og hina af Kennedy
Bandaríkjaforseta.
Trygginga-
mál rædd
m m
ingi
WHWHWWV Dagsl MMHtMMMM brún
segir upp
frá 25 . nov.
STJÓRN Dagsbrúnar sendi
í gær Vinnuveitendasambandi
íslands, Vinnumálasambandi
Se.nn'iimufélaganna og fleiri
aðilum bréf, þar sem kaup-
gjaldsákvæðum samninga fé-
lagsins er sagt upp frá og með
25. nóvember næstk. Þetta er
gert samkvæmt samþykkt al-
menns félagsfundar hinn 15.
október sl.
í bréfi Dagsbrúnar segir svo
m. a.: „Það er krafa vor, að
þær breytingar verði gerðar á
samr.ingunum, að kaupmátlur
launanna verði eigi lægri en
hann var 1. júlí sl’. og að sett
verði ákvæði í samninginn, er
tryggi varanleik kaupmáttar-
ins. Um þessa breytingu ósk-
um vér eftir viðræðum við yð
ur sem fyrst.“
EMIL Jónsson félagsmála-
ráðherra fylgdi úr hlaði í efri
■deild alþingis í gær frumvarpi
til laga um hækkun á bótum
almannatrygginganna.
ræmi við launahækkanir og
hefði þá gjarnan verið miðað
við hækkun launa opinberra
starfsmar.na. Væri svo í um-
ræddu frumv.arpi, þar eð gert
væri ráð fyrir því, að bætur
hækkuðu. Emil sagði hækkun
bótanna næði aftur til 1. júlí
°g 1. júnf 1962 mundu bæturn
ar síðan aflur hækka um 4%
á sama hátt og laun [ lar.dinu.
Alfreð Gíslason (K) talaði
næstur Sagði hann, að hækk-
unin í frumvarpi ríkisstjórnar
inr.ar væri
alllof lítil og
alls ekki í
samráði við
þær verð-
hækkanir,
er átt hefðu
sér stað í
landinu und-
anfarið.
Sagði Alfreð
að ellilífeyrir
N orðurlöndun-
væri hærri á
um en hér á landi. Gagnrýndi
hann ríkisstjórnina fyrir lé-
lega frammistöðu í þessum
málum.
Emil Jónsson félagsmálaráð-
herra talaði aflur. Sagði hann
að vissulega væri æ'skilegt, að
bætur almannatrygginganna
gætu verið enn hærri en ákveð
ið yrði með umræddu frum-
varpi. En til þess að auka bæt
urnar enn meira þyrfli ríkis-
sjóður að afla tekna til þess að
20 t>ús. mál
AKUREYRI í gær:
I Krossanessverksmiðjan
, mun hafa tekið á móti 20 000
'málum síldar. — G.St.
starda undir þeim auknu út-
gjöldum, er slíkt mundi hafa
í för með sér. Hefði í frum-
varpinu verið gengið eins
langt og fjárhagur ríkissjóðs
framast leyfði. Emil sagði að
aukning sú á almannatryggir.g
unum. er núverandi ríkisstjórn
hefði komið á í marz 1960 —
hefði verið mesta aukning á
tryggingunum er nokkru
sinni hefði verið gerð í einu
hér á landi. Sagði Emil ,að sú
auknir.g hefði fært ísland í
fremstu röð hvað félagslegt ör
yggi snerti. Og það kvaðst
Emil vilja segja háttvirtum
þingmanni, Alfreð Gíslasyni
(frá Alþýðubandalaginu), að
Alþýðubandalagið hefði hark-
að það ef sér í 3 ár að hafa fé-
lagsmálaráðherra í ríkisstjórn
án þess að hreyfa hönd né fót
til aukningar á tryggingun-
um.
Emil sagði einnig, að sú
aukr.ing, sem nú væri gert ráð
fyrir á tryggingunum sam-
svaraði nokkurn veginn þeim
verðhækkunum er átt hefðu
sér stað.
HMWHMMMmMtWWHMV
Mótmæla-
tillaga
——BSBBgawKBaa
á þingi
Tveir þingmenn stjórn-
arflokkanna, þeir Sveinn
E’narsson Benedikt
Grönd-al, lögðu í gær
þingsályktunartillögu um
mótmæli Alþingis gegn
risásprengingu Sovétríkj
anna. Verður tillögunni
væntanlega dreift á fundi
í dag. Þar er mótmælt
spreng.ngum Sovétríkj-
anna, sem stofna framtíð
mannkyiisins í hættu, ef
þe’m verður haldið áfram
og skorað á stórveldin að
semja nú þegar um bann
við - notkun kjarnorku-
vopjia og tilraunir með
þau.