Alþýðublaðið - 17.11.1961, Side 7
V. S. V. skrifar um fjórar nýjar bækur
STEINN STEINARR
VIÐ OPINN GLUGGA.
Hannes Pétursson sá um
útgáfuna. — Útgefandi:
Menningarsjóður.
STEINN STEINAR hefur
hvílt í gröf sinni í tvö ár —
og þó má segja að hann sé orð-
inn hálfgerð þjóðsagnapersóna.
STEINN STEINARR
Mönnum, se'm kynntust honum
ná.ð og lifðu með honum í
ævintýrum, stigu spor í sand-
inn við hlið hans, munu og
lengi muna hann, segja af hon
um sögur og dá hanr. íyrir sér-
kennileg viðbrögð hans og
hnittin, stundum jafnvel hár-
beitt og eitruð, tiisvör. — Og
sögunum af honum mun fjöiga
eftir því sem frá líður og þær
magnast — og er þá hætt við,
að honum verði eignað ýmis-
legt, sem hann ekki á, en þann
ig vill það oft verða um sér-
stæða persónuleika, sem mark
að hafa spor í samtíð sína.
Nú þegar hefur verið gerð
bók og tiltýnt það, sem menn
hafa fundið af óbundnu máli
og viðtölum, sem biaðamenn
áttu við hann og birtusf opin-
berlega. Menningarsjóður hef
ur gefið út bók með þessu efni
og heitir hún „Við opirm
glugga“, en Hannes Péturssön
skáld hefur tekið bókina sam-
an og rltað formála fyrir
henni. Um nafnið á bókinni
vil ég strax segja það, að það
er ekki aldeilis í anda Steins
Steinars. Það er eins og ég
sjái hann líta þetta flata og
meiningarlausa nafn, sem
hvergi á stóð á síðum bókar-
innar, geyfla neðri vörina —
og smella á unga skáldið ein-
hverri þversögninni, sem hann
var svo fundvís á.
En sleppum þessu.
Þetta er lítil bók, enda ligg-
ur ekki mikð eftir Stein í
óbundnu máli, og þetta er gull
SIGURÐUR A. MAGNÚSSON
NÆTURGESTIil.
Skáldsaga. Útgcfandi:
ísafoldarprentsm ðja.
SIGURÐUR A. Magnusson,
blaðamaður og skáld er ritdóm
ari við Morgunblaðið. Margar
greinar hans xun bókjncnntir
og listir, lýsa miklum lær-
dómi, töluverðum hæfileikum
til þess að skyggnast dýpra í
verkin en almennt gerist. Að
vísu hljóta menn að deiia um
dálæti hans á svokallaðri ný-
tízku ljóðagerð, en það er ekki
ihægt að deila um það, að all-
margir ritdómar hans um
skáldsögur eru mjög leíðbein-
andi fyrir lesendur og að hann
hefur hæfileika til þess, að
gegnumlýsa sögurnar og höf-
undana.
Ég kemst ekki hjá því; að
segja þetta. því að það er ein
mitt þetta, sem veldur því, að
maður verður fyrir miklum
vonbrigðum við lestur fyrstu
skáldsögunnar, sem þessi ungi
rithöfundur laetur frá sér fara.
Uppskrift hans er gcmul og
sagan á yfirborð nu, þó að
ekki sé hægt að fara í neinar
grafgötur með það, að hann
SIGURÐUR MAGNÚSSON
gerir tilraun til að undirbyggja
atburð.na; Uppskriftin, sem
hann hefur fyrir framan sig
við samningu sögunnar ér
þessi: Ungur piltur í sveit hef-
ur hvorki átt föður né móður.
Hann tekur það upp hjá sjálf-
um sér harður og ósveigjan-
legur. að hverfa að heiman.
Hann gengur einn af stað og
Framhald á 12. síðu.
falleg bók. Hannes segir í inn
gangsorðunum, að hann hyggi
að fátt muni liggja eftir Stein
í lausu máli fram yfir það,
sem er í bókinni. Þetta má vel
vera rétt, en ég man ekki betur
en að Steinn hafi, að likindum
á árunum 1933—1938, skrjf-
að greinaflokk, sem hafi birzt
opinberlega, en hvar hann
birt st get ég ekki munað. Að
minnsta kosti hafði Steinn
þessar greinar í höndunum ogt
ræddi um þær við nug.
Bókin hefst á rabbgreinum
hans í Hádegisblaðinu. sem
hann kallaði Haustharmur. í
þessum smágre'num, sem ég
hef alltaf álitið vera eitt hið
allra bezta sem skrifað hefur
verið í þessum stíl í íslenzkt
blað, nýtur Steinn sín vel,
enda er það rétt, sem Hannes
Pétursson seg r í inngangsorð-
unum, ,,að Steinn var framar
öllu skáld hinna smærri
Framhald « 12. síðu.
Konráð Gíslason
KONRÁÐ GISLASON
Hannes Pétursson
SÖGUR AÐ NORÐAN.
Smásögur. Útgefandi:
Helgafell.
HANNES Pétursson er í
Irerpstu röð ljóðskálda, og
langfremstur hinna ungu
skálda. Hann hefur og hlot ð
almennf lof fyrir ljóð sín og
tvenn há verðlaun. ___ Það er
því hætt við, að menn ætlist
til meira af honum í framtíð-
inni en ef elnhver annar, sem
ekki hefur fengið annað eins
lof, sendi frá sér bók.
Ég greip smásagnasafn hans:
Sögur að norðan, með mikilli
eftirvæntíngu. Ég bjóst svo
sem ekki við miklu og ástæðan
var sú, að þó að ég hafi lesið
ljóð hans mér til mikillar á-
nægju, hafði ég lesið eina
smásögu eftir hann í Morgun-
blaðinu í fyrra, sem mér þótti
ekki tilkomumikil af svo góð-
um og kunnum höfundi.
Nú hef ég lesið allar smásög
ur hans, tólf að tölu, og ég
verð að segja það strax, að ég
varð ekki fyrir vonbrigðum.
Beztu söguna tel ég vera:
Skyttan, Ferð inn í fjallmyrkr
ið, í djúpum skörðum og Mað-
ur í tjaldi. Um Ferð inn í fjall-
myrkrið, sem ég álít vera bezt
gerða, vil ég segja það, að ég
efast um að við eigum mavgar
smásögur á íslenzku magnaðri
og örlagaþrungnari. Myrkrið,
bóndinn, bærinn, stóðið, fros-
in jörðin — og drengurinn,
hrakinn og hrjáður, allt mynd
ar þetta eina heild í öllum sín-
um óhugnanleik.
Hannes Pétursson hefur til-
einkað sér, að því er mér virð-
ist, sérstæðaii stíl í smásagna-
gerð og honum fatast ekk: stíl-
brögðin. Hann kann að byggja
upp smásögur sínar og þarf
ekki óþarfa mælgi til, því að
allar eru sögurnar stuttar, —
engu orði ofaukið og efnið
hnitmiðað svo að svið'ð lokast
þannig að manni skilsl, að
me.ra þurfi alls ekki að segja
— og samt sem áður hefur lest
urinn slík áhrif á mann, að
æskilegt er að sagan hefði ver
ið lengi. Ég get ekki skýrt
þennan sérstæða stíl Hannesar
Péturssonar, en hann er í huga
manns löngu eftir að maður
hefur lokið við aó iesa sögurn-
af. Það er eins og hann sé sér-
stætt listafrek og maður þurfi
alls ekki að rifja upp fyrir sér
efni sagnanna til þess að ,eiga‘
þennan stíl,
Ég óttaðist að smásögurnar
yrðu hinu ágæta ljóðskáldi
ekki samboðnar, en sá ótti er
alveg ástæðulaus. Hannes Pét-
ursson er ágætur smásagna-
höfundur.
VSV.
IIANNES PÉTURSSON
UNDIR VORHIMNI - BRÉF,
Affalgeir Kristjánsson wm
útgáfuna. Útgefandi:
Menningarsjóður.
BRÉF kunnra manna geta
stundum lýst þeim betuv en.
ævisögur og umsagnir sam-
ferðamanna eða vísindalegax’
kannanir seinni tíma á lífsferli
þeirra. Bréfabækur hafa nácJ
hér miklum vinsældum eins og
bréf rnóður Gríms Thonisens.
og skrifarans á Stapa.
Konráð Gíslason, hinn ágseti
fræðimaður, sem dvaMi mest-
an hluta ævi sinnar f Kaup-
mannahöfn, ætlaði nð nema
lög en hætti því, í trássi viðþá
sem höfðu stutt hann t.l náms,
og sneri sér að norrænum fræí?
um_ er einna fremstur þeirra,
sem iagt hafa gunninn að rann
sóknum á máli og sögubók-
menntum þjóðarinnar. Hann
hafði tek.ð í arf þrá föður
síns, sagnameistarans GííJa
Konráðssonar — og ávaxtaði
þann arf jafnvel betur en aðr-
ir íslendmgar, sem uppi voru
samtímis honum.
Menningarsjóður hefur r.ú
gefið út safn bréfa Konráðs og
hefur Aðalgeir Kristjánssoiv
séð um útgáfuna og ritað inn-
gangsorð. í bókinni birtast
bréf til föður höfundar, Gísla
ísleifssonar á Brekku, dóms-
stjóra og dómara í landsyfjý-
réttinum en ísleifur studdt
Konráð til mennta, .Tónasnr
Hallgrímssonar, séra Stefáns-
Þorvaldssonar, sem virðist
hafa verið nánasti vinur Kon-
ráðs, Benedikts Gröndal, sem
um skeið var samverkamaður
hans, Hannesar Árnasonar,
Jóns Þorkelssonar eldri, Magn
úsar Eiríkssonar, sem KonrácF
virðist mjög hafa leitað til fr
sorgum sínum og Sigurðar
Lárentius Jónassonar.
Bréfin eru mjög misjöín. —
Sum þe.Tra, til dæmis bréfirt
til Stefáns Þorvaldssohar gefæ
skýra mynd af höfundinum I
hinum miklu hörmum hans og:
einnig bréfm til Magnúsar E't-
ríkssonar. Sum bréfin til Jón-
asar gera það einnig, en erf tt
er að skilja hvers vegna ýmis-
smábréfin til Jónasar eru tek-
in til birtingar, nema ef það
er gert til, þess að sýna „galg-
enhumor" þeirra félaga á stund*
um. Hið sama má og segja um
bréfamiðana til Gröndals.
Það er mikill fengur að þess
um bréfum Konráðs Gíslason-
ar. Þau eru ómlssandi í safn?
þeirra, sem unna íslenzkuim
sagnafróðleik. Eftir lesturinn
stendur Konráð nær manni ea
áður. Hann var alltaf einfari
og hneppti ekki sömu hnöpp-
um og samferðamennirnir.
Eftir lesturinn stendur hann-
ljóslifandi fyrir manni.
vsv.
Alþýðublaðið — 17. nóv. 1961 JT