Alþýðublaðið - 17.11.1961, Side 10

Alþýðublaðið - 17.11.1961, Side 10
TLEIKUR ER IGI k ÍSLANDI‘ Skemmfi- legir leikir MEISTARAMÓT Reykjavíkur í handknattleik hélt áfram í fyrrakvöld og voru háðir sex leikir í 2. flokki kvenna og karla. Franska knattspyrnusam- bandið hefur sent mótmæli til FIFA vegna ósæmilegrar fram- komu tékkneska dómarans, sem’ dæmdi leiki Búlgaríu og Frakklands um síðustu helgi. Ritstjóri: ÖRN EIÐSSON HMHMHMMtlHHIMMUMMMHMMIUtMUMMMtMMUIUV * Anægðir sigurvegarar MYNDIN var tek'n aS loknum leik Hafnfirðinga og danska liðsins Efterslægten fyrir tæpum liálfum mánuði. — Leikurinn fór fram í íþróttahúsi varnarl'ðsins á Kefla- víkurflugvelli eins og kunnugt er og lauk með sigri Dana 17:15. Lengst tll hægri er þjálfarinn Björklund_ en tveir af leikmönnunum eru með honum á myndinni. Ánægjan leynir sér ekki á svip þeirra. (Ljósm.: J. Vilberg). ÍÞRÖTTAFRÉTTIR ' í STUTTU Sovétmeistararnir Dynamo Kiev eru á keppnisferðalagi í Englandi. Þeir léku gegn Aslon Villa á þriðjudag í London. — Englendngarnir sigruðu me3 2:1. ________________ í fyrrakvöld léku Tottenham og Foyenoord frá Amsterdam síðari leik sinn í Evrópubikarn- um. Leikurinn fór fram í Lon- don. og lauk með jafntefli 1:1. Englendingarnir sigruðu í fyrri leiknum og halda því á- fram keppninni. * Gunnar Nordahl, einn þekkt- asti knattspyrnumaður Svía skrifar í Stockholms-Tidnin- gen á þriðjudaginn, að SVíar þurfi að fá sér „knattspyrnu- einræðisherra“, ef þeir ætli ekki að dragast aftur úr. ítalir, Spánverjar og V-Þjóðverjar hafa slíka herra og vegnar vel. Þessir menn þurfa síðan að vera í nánu sambandi við þjálf ara félaganna. segir Björklund þjálfari í viðtali við Alþýðublaðið SKÖMMU áður en danska handknatt-leiksTðið Efterslægt en hélt heimleiðis átti frétta- maður Iþróttasíðunnar stutt viðtal við þjálfara liðsins, John Björklund. Þetta var í annað sinn á sama árinu, sem Björk . lund er hér á ferð með dönsk- um íþróttaflokki. Hann kom hingað á sl. sumri með knatl- spyrnuflokk: frá Bagsværd I.F. sem hér var á ferð í boði KR. Þá notaði stjórn HSÍ tækifærið og fékk Björklund til að halda stutt námskeið fyrir leiðbein- endur Björklund er því all- kunnur hérlendum aðstæðum. Hann kvaðst vilja byrja á því að þakka gestgjöfunum, KR, fyrir ágætar móttökur. Ferðin , hingað hefði heppnast með á- gætum og það væri einnig á- nægjulegt, að gestgjafarnir hefðu ekki orðið fyrir fjárhagi legu tjóni af heimsókninni t Um handknattleiksíþróttina hérlendis kvaðst hann vilja segja það, að hún væri á háu stigi miðað við allar aðstæð- ur. Hann kvað það sína skoð- un, að keppnishúsið að Há- logalandi stæð'. í vegi fyrir allri frekari þróun í íþróttinni. Brýnasta verksfnið væri því nýjar og stærr' keppnishallir. Þið eigið mjög góða skot- menn, enda virðist mér að lið in séu val'n með hliðsjón af skotstyrkleika mannanna en hins vegar gætir lílt léttra og fótírárra leikmanna. Hugsan- legt er, að keppnishúsið að Há- logaland' eigi sinn þált í þessu, * því að það er einmitt á stærra velli, sem kostir léttu og fót- fráu leikmannanna njóta sín. Af einstökum leikmönnum vil ég nefna Karl Jóhannsson og tel ég hann bezta leikmanninn sern ég hsfi séð hér. Einnig car markvörður'nn, Hjalti Einarsson ágætur í síðasta 'siknum. Þá ber og að nefna Reyni Ólafsson í fyrsta leikn- um. Mig langar sérstaklega til að benda á það, að þau ungl- ingalið, sem ég hefi séð hér, leika mjög góðan handknatt- leik og eru þau engu síðri en lið jafnaldra þeirra í Dan- mörku. í þessum unglinga- leikjum hefi ég séð betri hand knattleik en £ leikjum full- orðinna hér. Eg hefi komizt að raun um, að það er talsvert al- gengt, að leikmenn séu jafn- framt þjálfarar þess liðs, sem þeir leika með. Þetta fyrir- komulag tel ég mjög óheppi- legt, en tel víst, að það stafi af skorti á leiðbeinendum. — Það er þó að mínu viti mál málanna í íslenzkum hand- knattleik í dag, að skipulögð verði námskeið fyrir leiðbein- endur og allt gert, sem mögu- legt er, til þess að bæta úr þess um skorti á leiðbeinendum_ — Tel ég vafalítið að Danir og Svíar mundu vilja aðstoða ykkur í þessum efnum. Að- spurður um álit sitt á íslenzk- um dómurum sagði Björk- lund: Það kom mér á óvart, að íslenzkir dómarar dæma ekki „skandinaviskt“, þ. e. eins og algengt er í Danmörku og í Svíþjóð. Einstakar tulkanir þeirra á leikreglum komu okk ur mjög á óvart. Eg tel Magn- ús Pétursson beztan dómara þeirra, er við höfum kynnzt hér. Vonandi fá dómarar ykk ar fleiri tækifæri til að kynn- ast stéttarbræðrum sínum á Norðurlöndum svo að þeir geti samræmt túlkun sína. — Þeirri túlkun, sem þar er ríkj- andi. Að lokum var Björk- lund sþurður um fyrirkomu- •'ramliald á 11. síðu. Leikimir voru yfirleitt skemmtilegir og vel leiknir, sérstaklega í 2. fl. karla. ÚRSLIT: 2 fl. kvenna: Armann—Þróttur 16:2. Fram—KR 4:0. ' 1 2. fl. karla: ÍR—'Valur 5:7. 1 Fram—Þróttur 5:3 KR—Ármann 8:9. Mótið heldur áfram annað kvöld. / djörfum leik N. k. sunnudag kl. 3 og 5 verða fjórar úrvals íþrótta- kvikmyndir, fyrir yngri sem eldri, sýndar í Tjarnarbíói. Myndir þessar eru: Olympíuför íslendinga t'l Rómar 1960. Æskan að leik. — L'tmynd, er sýnir vel líf og starf í sumarbúðum í. S. I. að Reykholti í sumar, sem for- eldrar og börn ættu að kynna sér. England gegn Brasilíu. — Mynd af hinum sögulega leik, þegar England vann heims- meistarana frá Brasilíu. M. a. sjást Didi og Matthews. Paradís skiðamanna. Gull- falleg frönsk lit og tónmynd af skíðaiðkunum í Ölpunum. I- þróttaskólinn í Reykjadal stend ur fyrir þessari sýningu og rennur ágóðinn til styrktar starfsem hans t 1© IV- nóv. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.