Alþýðublaðið - 17.11.1961, Page 16
HHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHWM
w^ÆSj»Mjfexí y\
Fro GossvæBinu
Tollþjónn grun-
aður um smygl
LOGREGLAN lagði í fyrri-
u»tt hald á glymskratta, ,.juke
sem talíð var að hefð(
veií:ð fluttur ólöglega út !af
Keflavíkurflugvell/. Það var
um miðnætti í fyrrinótt að lög
*egluþjónn, sem átt/ leið um
fíverf'J g,tuna, sá að verið var
!>. flytja glymskrattan af bif
^eið inn í hús'ð að Hverfisgötu
83a.
Spuröi,-hann flutn:ng5menn
Geislavirknin
hefur minnkað
hér á landi
GEISLAMÆLIXGAR hér á
fandi voru síðast gerðar 13. þ.
m. í Eðlisfræðistofnun Háskól-
ans. Ge'slavirkni í andrúmsloft
tnu reyndist hafa minnkað nokk
uð frá því að hún mældist mest
á lok síðasta mánaðar. Engar
tnælingar hafa ver'ð gerðar nú
síðustu þrjá dagana og því ekki
vltað hvort geislavirknin hefur
aukist eftir hið mikla úrfelli
íyrstu daga þessarar viku.
Fyrir nokkru var mjólk og
nokkrar aðha fæðutegund r,
sendar til Danmerkur til geisla-
mælinga, en enn hefur engin
túöurstaða fengist af þe^m. mæl-
ingum.
ina hvernig á þessum varningi
stæði, en þeir sögðust hafa
fullt leyfi til að flytja hann.
Kom í ljós að verkfærið var af
Keflavíkurflugvelli, og sagði
fyrirsvarsmaður flutnings
manna að hann hefði komið
með glymskrattan til Reykja-
víkur til viðgerðar.
Lögregluþjónninn hafði síð-
an samband við tollgæzluna,
þar sem talið var aS plötuspil
ari þessi væri illa fenginn eða
smyglaður. Yfirmaður toll
gæzlunnar gaf leyfi til, að lagt
yrðj hald á glymskr.attan, þar
ti.l löglegir pappírar hefðu ver
ið sýndir.
Síðar kom í ljós að aðalflutn
'ngsmaðurinn var yfirmaður
tollgæzlunnar á flugvellinum,
og mun hann hafa haft fullt
leyfi til að flytja „gpparatíð::
en ekki gætt að sér og sýnt
nauðsynleg leyfi í flugvallar-
hliðinu, en leyfin var hann bú
inn ,að fá.
'Þessi maður hefur oft te;kið
með sér ýmsan varning í bæ
inn í greiðaskymi, og flutt
hann á tollafgreiðsluna, og
mun það hafa verið ætlun hans
,að skila leyfum fyrir þessum
flutningi til viðkomandi yf!r
valda. Mál þetta mun því vera
úr sögunni, og geymskrattinn
komast í lag innan tíðar, og
verða fluttur á sinn gamla
dvalarstað.
Veiðiútlit
gott í
gærkvöldi
VEÐUR var gott á síldar
miðunum vestur við Jökul
í gær, og fóru all'r síldar-
bátarnir að kasta, og
höfðu lóðað á mikla síld,
sem aldrei hefur staðið
eins grunnt. Vitað var uih
einn bát, sem fékk 500
tunnur í kasti í Jökuldjúp
inu.
Útlitið var mjög gott í
gærkvöldi. enda veður
með bezta móti. Má því
ætla að nokkuð magn síld-
ar berist á land í dag.
MMHMMUMtWUMMMMIMV
ASKJA liefur haft hægt um
sig undanfarna tvo daga, en í
fyrrakvöld komu nokkrir menn
þaðan og sögðu þau tíðindi, að
nú rynni hvítglóandi hraun
upp úr jörðinni á tveimur stöð-
um. Ekki væri um gos að tala,
miklu heldur að hraunaugun
líktust uppsprettulindum.
j Þeir sem voru þarna á ferð
fóru upp eftir á tveimur bílum
; og létu vel af færinu, en snjó-
lítið eða snjólaust er nú efra
eftir þíðviðri undanfarna daga.
Þó eru komnir dálítið háir bakk
ar að Gautlandaá. Mennirnir
voru uppfrá í björtu veðri.
Mikið hraun rennur enn úr
goshverunum tveimur, sem
ferðamenn telja að raunar geti
aðeins verið einn, en hraunið
runnið undir og komið svo upp
úr gamla hrauninu og myndi
hver númer tvö. Hraunrennslið
fer ofan á gamla hrauninu og
rennur síðan í suðaustur þess
hrauns sem komið var og fjall-
anna, sem umlykja Öskju að
austan. Þar með eru allar leið-
ir inn að opinu að lokast.
Upplýsingar þessar hefur
Alþýðublaðið eftir Pétri Jóns-
syni í Reynihlíð. Sagði hann að
meðal annarra í þessari ferð,
hafi verið Baldur Líndal, en
bílarnir úr Köldukinn, frá
tveimur bæjum þar j sveitinni.
BROTIST ENN I
ÍBÚÐ STIKKER
París, 16. nóvember.
(NTB-AFP).
í NÓTT er leið var brotist
inn í íbúð D'rk Stikkc.r, fram-
kvæmdastjóra Atlantshafsbanda
lagsins, í París. Vaknaði Stikk-
er við það að tinhver var á ferh
í ibúð hans, spratt upp oS þreif
í manninn, en hann streittist á
móti og tókust þe'r á góða
stund. Að ilokum tókst innbrots
manninum að slíta sig lausan,
hljóp hann á dyr og skellti í lás
á eftir sér. Dróst fyFr Stikker að
opng dyrnar, en síðan kallaði
hann eft'r aðstoð. Ekki tókst þó
að stöðva hinn ókunna, enda
hafði hann nú slegist í för með
meðhjálpara sínum.
Skjöl þau, er saknað var úr
íbúð framkvæmdastjórans, fann
ræstingarkona litlu síðar við
inngöngudyrnar. Kvaðst Stikk-
er þá vera sannfærður um að
þau hefðu ekki verið Ijósmyrid-
Framhald á 12. síöa.
Þá frétti Alþýðublaðið á Gríms
slöðum, að nokkru á undan hafi
menn úr Kelduhverfi verið á
ferðinni.
Stórkostlega hláku gerði
nyrðra upp úr helginni og tók
af allan snjó í byggð á mánu-
dag og þriðjudag, og einnig
þiðnaði mikið í fjöllum. í gær
var bjartviðri og frost á þess-
um slóðum.
Pétur tjáði blaðinu að
bjarmi frá Öskju hefði sést alla
síðastliðna viku og fram á
mánudag, en hann hafi nú
minnkað.
Meðan mennirnir stóðu við
hjá Öskju stórjókst hraun-
rennslið og virðist því ekkert
lát á því, þótt um eiginlegt gos
sé ekki lengur að ræða.
Alþýðublaðið hafði sam-
band við Svartárkot { Bárðar-
dál í gærkveldi. Fólkið þar
sagði að lítið hefði borið á
bjarma frá Öskju í fyrradag og
daginn þar áður, en eldar
hefðu sést allan síðastliðinn
hálfan mánuð. Þetta var jafn
ljóshjúpur, sem tók yfir vítt
svæði, en stóð ekki hátt. Bjarm
inn hafði verið með mesta móli
á þriðjudagskvöldið, og spegl-
aðist eldurinn þá í vatni, sem
er fyrir framan bæinn Svartár
kot, eins og gerir stundum í
tunglsljósi.
Helga bætti
úr tiskskorti
IIELGA frá Reykjavík
er fyrsta skipið, síðan fyr
ir heimsstyrjöldina síðari,
sem landar íslenzkum
fiski í North Shields, segir
blaðið „Guardian Jour-
nal‘< £ Nottingham. Helga
landaði 1000 kössum af
þorski og ýsu, Segir blað-
ið, að þetta hafi bætt úr
miklum fiskiskorti í bæn
um, sem stafar af afla-
leysi fiskiflotans í North
Shields og fárviðri und-
anfarið.
mmm
42. árg. — Föstudagur 17. nóv. 1961 —- 259. tbl.