Alþýðublaðið - 30.11.1961, Page 11
Svíar unnu Júgó-
slafa 21 gegn 20
Á afmaelismóti norska hand- Kampendal léku einnig vel. Af
knattleikssambandsins um Júgóslöfum var Ivan Djuranec
helgina sigraði Svíþjóð Júgó- mjög snjall, markvörðurinn
slafíu með 21:20 í geysispenn-' Mostarac átti prýðisgóðan leik
andi leik. f hálfleik var staðan í markinu.
14:8 fyrir Júgóslafa. Bezti mað-
ur Svía var Rolf Almqvist,
sem skorað'. 11 mörk, þar af 4
úr vítakasti. Donald Lindblom
varði mjög vel í síðari hálfleik.
Gösta Carlsson og Gunnar
25 Jbjóbir í
EM í sundi
Leipzig, 29. nóv.
(NTB—AFP)
Alls hafa 25 þjóðir iilkynnt
þátttöku í Evrópumeistaramót-
inu í sundi, sem fram fer hér í
sumar. Meðal þátttökuþjóða
eru Norðmenn, Svíar, Danir og
Finnar.
Tékkar fara
til Chile
Brússel, 29. nóv.
(NTB—REUTER)
Tékkar og Skotar gerðu jafn
tefli 2—2 í aukaleik vegna und
ankeppni HM. Leiknum var
ekki framlengt og fara Tékkar
til úrslitakeppninnar í Chile
á betri markahlutföllum.
íþróttir
Frh. af 10. síðu.
geta orðið skeinuhættir í ís-
landsmótinu eftir áramótin.
í liði Ármanns voru Birgir
og Lárus beztir eins og oft áð-
ur einnig átti Sigurjón góðan
leik. Lárus skoraði 11 stig og
Birgir 8.
Hjá stúdentum var Kristinn
beztur og skoraði 15 stig. Guðni
átti sinn bezta leik í mótinu. —
Stúdentar léku svæðisvörn, en
Armenningar maður á mann.
Dómarar voru Hólmsteinn
Sigurðsson og Helgi Jóhanns-
son.
Úrslitaleikur í meistara-
flokki karla fer fram n. k.
mánudag og þá mætast ÍR og
KFR.
SKIPAUTGCRÐ
.-■> RIKISINS
M.s Skjaldbreið
fer mánudaginn 4. des. til
Ólafsvíkur, Grundarfjarðar,
Stykkishólms og Flateýjar.
Vörumóttaka í dag. Farseðlar
seldir á laugardag.
Japanskir
Karimanna
hanzkarf
fdöraöir
nýkomnir
aðeins kr. 87,50 parið
brúnir og svartir.
Tilvaldir bílstjóra
hanzkar
Fljótir nú.
GEYSIR H.E.
Fatadeildin.
Áskriffasíminn er 14901
Skrýtin rök
omma í Sjó
inafél.
Billy Wright
þjálfari Arsenal?
London, 29. nóv
(NTB—AFP).
Arsenál hefur boðið hinum
þekkta knattspyrnumanni Úlf-'
anna, Billy Wright að gerast
þjálfara félagsins. — Fram-
kvæmdastjóri Arsenal, Bob
Wall segir; „Við höfum spurt
Wright, hvort hann vilji taka
starfið að sér, en við höfum
ekki fengið svar ennþá“.
Wright dvelur nú í Hollandi
með enska unglingalandslið-
inu.
Um árabil hafa kommún-
istar boðið fram lista við
stjórnarkjör í Sjómannafé-
lagi Reykjavíkur. Við því er
ekkert að segja þólt þeir reyni
að koma sínum mönnum í
stjórn félagsins. En tilefni
þess að ég skrifa þessar línur
eru rökin, sem útsendarar
kommúnista nota í barátt-
unni fyrir sínum Usta. Útsend
arar þessir elta okkur togara-
menn á röndum strax og við
erum komnir í land. Ég er
einn af þeim fáu togaramönn
um af eldri kynslóðinni, sem
enn eru um borð í togurunum,
Ég hef fylgzt með því, seni|
Sjómannafélag Reykjavíkur,
undir forustu þeirra manna,
sem stjórnað hafa því fyrr og
síðar, hefur gert fyrir okkur
togaramenn. Fyrir nokkru
kom ég að þar sem piltur einn
var að tala við félaga mína.
Var hann að sýna þeim fram
á nauðsyn þess að togara-
menn fylklu sér um B-lista
kommúnista í Sjómannafélag
inu. Aðalrökin, sem pilturinn
beitti í áróðri sínum voru
þau, að tveir sjálfstæðis
menn væru á A-listanum og
því væri ekki unnt að kjósa
þann lista. Benti hann m. a.
á, að Pétur Sigurðsson, rit-
araefni A-lislans væri al-|
þingismaður fyrir Sjálfstæð-:
isflokkinn og þar að auki
stýrimaður. Ég gaf mig á tal
við piltinn og sagði; Jú, þetta1
er rétt hjá þér. En er ekki B-
listinn borinn fram af komm-
únistum og á honum tómir
kommar Nei, það er nú eitt
hvað annað segir hann. Við
erum með blandaðan lista, og j
máli sínu til sönnunar dró [
hann upp blað þeirra kump-J
ána, sem þeir útbýta nú og;
kalla Sjómannablaðið. Bendirj
hann mér á mynd af Guð-
mundi Guðmundssyni skip-
stjóra á mb. Hermóði, sem
hann kveður vera flokksbund
inn sjálfstæðismann enda
væri Morgunblaðið í vand-
ræðum vegna þessa. Ég benti
piltinum á, að þetta væru
skrýtin rök hjá honum. Ef
ekki væri unnt að kjósa A-'
listann vegna þess að á hon-1
um væru sjálfstæðismenn og ’■
stýrimaður væri erfitt að |
kjósa Blistann þar sem meðal •
frambjóðenda væri sjálfstæð- |
ismaður, sem jafnframt væri!
skipstjóri. Varð pilturinn hálf I
skrýtinn við þessa athuga-1
semd og fór að lala um svikl
formanns félagsins og allrarj
stjórnarinnar.
Ég fór síðan að athugaj
myndirnar af þeim B-lista- j
mönnum í blaði-kommúnista I
og þar kannaðist ég við pílt-
inn, sem ég hafði verið að
ræða við. Er mér sagt, að pilt
ur þessi hafi verið sæmilega
duglegur sjómaður og hafi
verið á togurum undanfariði
en verið keyptur af kommún- j
istum til að fara í land til að |
agitera fyrir lista kommanna. |
Hvernig lýst ykkur, sjómenn
góðir, á rök piltsins? Þau eru
ekki upp á marga fiska.
Félagar! Fylkjum okkur all
ir um A-listann og rekum út
sendara Stalíns af höndum
okkar eins og alltaf áður.
Gamall togarasjómaður.'
STARFANDI FÖLK
fet
velur hinn
rit-létta
Patket J-Ball
Hyggin móðir! — Hinn erfiði
starfsdagur gefur engan tíma
til að bjástra við vangjöfula
kúlunenna. Þess vegna- velur
hún hinn frábæra Parker T-
Ball . . . hinn nýja kúlupenna,
sem gefur strax, skrifar mjúk-
lega á allan venjulegan skrif-
flöt og hefur allt að fimm sinn-
um meiri blekbirgðir.
Porous-kúla, einkaleyfi PARKERS
Blekið streymir um kúluna og mat-
ar hina fjölmörgu blékholur . . .
Þetta tryggir að blekið er alltaf
skrifhæft í oddinum.
Parker
A PRODUCT OF c|þ THE PARKER PEN COMPANY
9-B114
Hátíðamerki
Jóns
Hátíðamerki það, sem Rafnseyrarnefnd lét
gera í sumar í tilefni af 150 ára afmæli Jóns Sig~
urðssonar, verður til sölu í Reykjavík 1. desem-
ber. Eru það að líkindum síðustu forvoð fyrir
menn að eignast merkið.
Stúdentaráð Háskóla íslands hefur tekið að sér
að sjá um sölu merkisins, og mun það verða selt
víða um bæinn. Merkið er mjög vel gert, og gildi
þess varanlegt. Er það blár skjöldur með upp~
hleyptri vangamynd af Jóní Sigurðssyni, og er
hún silfruð. Undir mynd»ina er letrað: 1811—17.
júní — 1961.
Merkið kostar 25 krónur. Ágóði af sölunni renn-
ur í Rafnseyrarsjóð.
AlþýðublaðiS — 30. nóv. 1961 u