Alþýðublaðið - 30.11.1961, Qupperneq 13
UNDIRBÚNINGI stúdenta |
undir hátíðahöldin á fullveld-
isdaginn, 1. desember, er nú að!
ljúka. Hafa stúdéntar ákveð-^
ið, að dagurinn verði að!
þessu sinni helgaður „vesl-1
rænni samvinnu,“ og mun að-j
alræða dagsins, sem Bjarni
Benediktsson forsætisráðherra
flýtur, fjalla um það efni.
Einnig mun Stúdentablað, sem
út kemur þann dag, að veru-
legu leyti fjalla um þetta;
efni. j
Samkoman á hátíðasal há.-|
skólans hefst kl. 14 og verður
útvarpað frá henni. Hörður
Einarsson stud. jur., formaður
hátíðanefndar stúdenta, setur
samkomuna með stuttu á-
varpi, en að því loknu, flytur
forsætisráðherra ræðu sfna.
Þá flytur Hákon Guðmundsson
hæstaréttarritari erindi um
kjör og stöðu hins háskóla-
menntaða manns, og formaður
SHÍ, Hörður Sigurgestsson,
stud. oecon, flytur ávarp. Á
milli atriða leikur svo strengja
tríó, sem í eru Jón Sen, Einar
Vigfússon og Jórunn 'Viðar.
Fyrr um daginn eða kl.
10,30, verður guðsþjónusta í
kapellu háskólans, sem einn-
ig verður útvarpað. Þar pré-
dikar Bolli Gústavsson stud.
theol., en séra Garðar Þor-
steinsson þjónar fyrir altari.
Stúdentakórinn syngur við
guðsþjónustuna, en stjórn-
andi hans er Þorkell Sigur-
björnsson.
Um kvöldið halda stúdentar
svo fullveldisfagnað sinn, sem
að þessu sinni verður að Hót-
el Borg. Hefst fagnaðurinn með
borðhaldi kl. 19. Fer þar fram
fjölbreytt dagskrá, en veizlu-
tstjóri verður Jón E. Ragn-
arsson stud. jur. Formaður
SHÍ setur fagnaðinn, 0g ræðu
kvöldsins flytur dr. Sigurður
Þórarinsson jarðfræðingur. Þá
verður sýndur skemmtiþáttur,
og að lokum leikur hljóm-
sveit Björns R. Einarssonar
fyrir dansi til kl. 2 um nóttina.
1. desember verða aðgöngu-
miðar seldir að Hótel Borg, —
Verð aðgöngumiðanna verður
kr. 190 fyrir þá, sem taka þátt
í borðhaldinu, en kr. 85 eftir
borðhald.
Að venju gefa stúdentar út
Stúdentablað 1. desember, eins
og áður segir. Ritstjóri blaðs-
ins er' Björn Matthíasson stud.
oecon.
Einkaleyfi rædd
hja Evrópuráðinu
BRYNJÓLFUR Ingólfsson
deildarstjóri í Iðnaðarmála-
ráðuneytinu sat fyrir skömmu
sérfræðingafund ,á vegum
Evrópuráðsins í Strassbourg,
þar sem rætt var um frum-
drög að tveimur Evrópuráðs-
sáttmálum varðandi einka-
leyfi. Er öðrum sáttmálanum
ællað að stuðla að samræm-
ingu löggjafar um viss mikil-
væg grundvallaratriði varð-
andi einkaleyfi og hinum að
greiða fyrir einkateyfaum-
sóknum, sem lagðar eru fram
samtímis á ýmsum ríkjum.
Aukavinna
Ungur maður sem vinnur
vaktavinnu óskar eftir auka
vinnu. Margt kemur til
grelna. Tilboð merkt „auka
v:nna“, sendist Alþýðublað
inu fyrir laugardag.
' Einkaleyfi skipta miklu máli
í iðnaðarþjóðfélögum nútím-
ans, og hefur verið unnið að j
einkaleyfismálum á vegum;
I Evrópuráðsins, allt frá árinu* 1
11949. Tveir Evrópuráðssátt-1
; málar um þessi efni hafa ver-1
ið gerðir og staðfestir af 11 af
10 aðildarríkjum ráðsins. ís-!
land hefur hvorugan þessara
sáttmála staðfest, en í undir-
búningi mun vera að staðfesta
a. m. k. annan þeirra. Fjallar
; hann um form einkaleyfaum- '
: sókna.
I
Fulltrúar frá íslandi hafa
i fylgzt með starfi ráðsins á
þessu sviði um nokkurra ára
skeið. A fundinum, sem hald-
inn var í Strassbourg nú fyrir
skömmu voru fulltrúar frá öll-
um aðildarríkjum Evrópuráðs
ins, svo og frá Bandaríkjun-
um, Spáni og Sviss. Þar voru
og fulltrúar frá alþjóðastofn-
unum, sem vinna að þessum
málum, m. a. frá Parísarsam-
bandinu svonefnda, en nú ligg
ur fyrir Alþingi frumvarp um
fullgildingu sáttmála þess
sambands.
ÍVILil IdLlLiNzJVANS I¥ImI
ÞAÐ færist sífellt í vöxt,
,að útlendingar, sem leið
eiga um Keflavíkurflugvöll
eða dveljast þar einhvern
t'íma, óski eftlr íslenzkum
mat fremur en t. d. banda
rískum. Árangurinn er m.
a. sá, að fyrirsjáanlegt er,
að veitingahús hótelsins þar
syðra mun; auka til muna
kaulp sín á íslenzku hráefni
til matargerðar.
Þetta kemur fram í frétta
tilkynningu, sem blaðinu
hefur borizt. Þar segir enn
fremur, að eldhús og mat-
sala hótelsins á Keflavík-
urvelli sé komið undir ís-
lenzka stjórn, og er Ed-
ward Frederiksen fram-
kvæmdastjór;. Jafnframt
(hefur bandarískum mat-
sveinum verið sagt upp
starfi og íslenzkir ráð,nir í
þeirra stað. Starfslið er nú
21 karlmaður og 15 konur.
De'ld úr sjóhernum tók
við rekstri eld'húss og mat-
sala í hótelinu hinn 25.
september síðastliðinn. Eitt
af fyrstu verkefnum flotans
var að hreinsa og mála eld
hús og matsali og bæta
starfsskilyrði eft;r föngum.
Með Edward Frederiksen
hefur sá siður verið tek-
inn upp að hafa jafnan ís-
lenzkan mat á boðstólum,
svo sem skyr og lambakjöt,
saLað og nýtt. Hefur það
vak'ð ánægju, hve vel er-
lendir gestir hafa tekið
íþessari nýbreytni. Til gam-
ans má geta þess, að er
hópur Ibandarískra þing-
manna var þama á ferð
fyrir skemmstu, v,ar þeim
meðal annars borið skyr og
rjómapönnukökur. Féll
þeim hvorttveggja svo vel,
að þeir báðu um uppskriftir
af þessum réttum.
Yfirmatsveinn hótelsins á
Keflavíkurvelli er R. Peter-
sen, sem lengi starfaði hjá
SkÝg^útgcrð ríkisins.
Eftir að bandaríski Jlot-
inn tók v:ð á flugvellinum,
hafa matsalir hótelsins ver
ið opnir allan sólarhring-
i.nn.
Meðfylgjandi mynd er
tekin við afgreiðsluborð.
LÆVÍSUR
Austfirzkur hagyrðingur,'
búsettur á Skagaströnd, sem
nú er staddur hér í Reykja-,
vík, orti eftirfarandi vísu, þá
hann hafði lesið í blöðunum
frásögn af tilflutningi í líkams
leifum félaga Stalins, eftir að
hann var ,,decanoniseraður“:
Nú er engu gefið.grið,
göfugmennskan laus í vistum.:
Sjálfur Stalin fær ei frið
fyrir gömlum kommúnistum. j
Sennilega hefur skáldið
haft í huga grafskrift þá, er
Siglfirðingar ortu um félaga
Stalin nýlátinn og hljóðaði
þannig: I
Nú loksins Stalin fór til sinna !
feðra,
um feigðarsjá.
Ætli hann verði eins aðsóps- ^
mikill neðra
og austurfrá.
15 ríddarar af
Fálkaorðunni
í SAMRÆMI við reglugerð
um fálkaorðuna, hefur forseti
Islands á nýjársdag og hinn 17.
júní sl. sæmt nokkra íslend-
inga hciðursmcrkjum fálka-
orðunnar, að tillögu orðu-
nefndar.
Eigi hefur ennþá verið gefin
út frétt um þessar orðuveit-
ingar, og fylgir hér með skrá
yfir þær. Hinn 1. jan. sl. 1961
hlutu þessir riddarakross fálka
orðunnar:
Bjarni Bjarnason, fyrrum
hreppstjóri, Skáney, Reyk-
holtshreppi, fyrir búnaðarstörf
og störf að söngmálum og öðr
um menningar- og félagsmál-
um.
Gísli Þórðarson, bóndi, Öl-
keldu, Slaðarsveit, fyrir búnað
ar og félagsstörf.
Guðm. Jónsson, útvegs-
bóndi, Rafnkelsstöðum, Garði,
fyrir störf að sjávarútvegsmál
um.
ívar Guðmundsson, blaða-
fulltrúi hjá Sameinuðu þjóð-
unum, fyrir störf að upplýs-
ingamálum.
Frú Sólveig Eggerz frá 'Völl-
um, fyrir húsmóðurstörf.
Sigurjón Einarsson, fv. skip
stjóri, frkvstj. Hrafnistu, fyrir
störf að sjávarútvegsmálum.
Örn Johnson, frkvstj. fyrir
störf í þágu íslenzkra flug-
mála.
Hinn 17. júní hlutu eftir-
taldir riddarakross fálkaorð-
unnar:
Alfreð Elíasson frkvstj. fyr-
Framhalö á 12. síðu.
Alþýðublaðið — 30. nóv. 1961 13