Alþýðublaðið - 12.12.1961, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.12.1961, Blaðsíða 2
I 9 JUstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjóri: Bj irgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 6—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri Sverrir Kjartansson. Þá er gaman að lifa I ALÞINGI fjallar þessa dagana um fyrirhugað | verðlagsráð Sjávarútvegsins. Er ætlunin að búa . svo um hnútana, að fiskveiðar þurfi aldrei að stöðv aðst vegna deilu um fiskverð upp úr skipi. Aðilar að þessu máli eru tveir. Annars vegar • eru fiskseljendur (og með þeim sjómenn), en hins vegar fiskkaupendur. VJð umræðu málsins ; var á það bent, að mjög oft voru þetta sömu menn . imir, sem sætu þá báðum megin við samninga- 'borð, — semdu við sjálfa sig. Þetta stafar af því, : að mikill fjöldi útgerðarmanna eru einnig eigend . ur frystihúsa eða fiskverkunarstöðva, og fjöldi frystihúseigenda hefur komJzt yfir báta eða jafn vel togara. j' Augljóst er, hvernig hægt er að misnota slíka aðstöðu. Þessir matadorar semja við sjálfa sig um : að hafa fiskverð lágt. Þá fá sjómenn minna i sinn hlut — og ;gerir lítið til, þótt tap sé á bátunum, ef gróðinn af fiskvinnslunni og sölu afurðanna er þvJí meiri. Hér er um að ræða hreJna auðhringa — ; svikamyllu. Alþingi virðist nú ætla að spyrna nokkuð gegn þessu með breytingum við friv?pvarpið um verð lagsráð. Er þetta gleðilegur vdttur þess, að hér •' sé vaxandi skilningur á „hagsmunaárekstri“ hjá ■ einstaklingum, en hingað til 'hefur slíku verið lít ill gaumur gefinn. Hér hafa menn farið með opin iberar stöður og trúnaðarstörf, en jafnframt haft persónulega umboð fyrir erlend fyrirtæki eða átt í innlendum fyrirtækjum, sem embætti þeirra skiptir við. Hér hafa menn orðið forstjórar, borg arstjórar, ráðherrar og hvaðeJna og í slíkum em toættum tekið ákvarðanir, sem beirilínis snertu fyrirtæki, sem þeir sjálfir áttu í eða voru ná •cengdir. Slíkt er kallað spilling í öðrum löndum, en hefur þótt góð latina á voru landi íslandi. Eft ir höfðinu dansa limirnir, og er þá verra að á- ! saka hina smærrj, þátt pottur sé brotinn hjá 1 þeim. Það færist í vöxt á íslandi að mcnn dreifi efna hagsáhrifum sínum og myndi keðjur frá hráefni til seldrar vöru. Þegar maður á stóran hlut í bát, í verzlun, sem selur bátnum vörur, í trygginga félagi, í frystihúsi, sem kaupir fiskinn, í hringun «m, sem selja fiskinn, í skipunum, sem flytja hann, í verksmiðjum og leppfyrirtækjum erlend is og í heildsölu, sem flytur inn — þá er gaman ! áð lifa! 1 : En þá fer að verða þörf á löggjöf gegn auðhring tóm á Islandi. ___________ STÆRÐIR AÐALSTRÆTI 8 SNÖRRABRAUT 38 LAUGAVEGI 20 Sýning Jóhanns Eyfells áður í tímaritum. Bókin er 62 bls. „Mannamunur" „MANNAMUNUR eftir Jón Mýrdal er komin út. Þetta.er 4. útgáfa þessarar vinsælu skáldsögu, en hún var fyrst gefin út á Akureyri árið 1872. Útgáfan, sem nú er komin í bókabúðir, er hin vandaðasta Má geta þess, að hún er mikið myndskreytt, og hefur Halldór Pétursson gert myndirnar. „Mannamunur1 er 295 b's.. Bókaútgáfan Fjölnir gefur út. Tvær nýjar HJÁ HELGAFELLI er kom- in út Ijóðabókin „Hafið og kletturinn“ eftir Sigurð A. Magnússon. Þetta er 100 blað- síðna bók, 42 kvæði. Ekkert þeirra hefur b rtst hér áður. Kvæðunum er skipt í sex flokka: Staksteinar, Personae, Vettvangur dagsins Til þín Dauði Baldurs og Hafið og kletturinn. Þá kom út fyrir skemmstu hjá sama forlagí Ijóðabókin ,,Nei“ eftir Ara Jósefsson. Nokkur kvæðanna hafa birtst ÞESSA dagana heldur Jó- hann Eyfells sýningu á mál- verkum og margháttaðri mjteid Jist að Selvogsgrunni 10 hér í bæ. Jóhann Eyfells er arkitekt að menntun og hefur einn ig forframast í myndlist vestan hafs. Hann er sonur Eyjó’.SSi Eyfells, sem var mikilsmetinn jlandálagsmálari hjá þeirri kynslóð, sem nú er um og yíir sjötugt. Þegar hugsað er til þess að verk Jóhanns eru flest óhlutkennd, en hann alinn upp við „natúral'isma“ leynir sér ekki í hvaða átt myndlistin stefnir. Á sýningunní vekja málm- verk listamannsins sérstaka at- hygli og eru tilraunir hans ti-l að kalla fram ýmis litabrigði í þessum verkum, með sýrum og þess háttar, einkar athyglis- verðar og oft skemmtilegar. Að öðrum þess háttar verkum ólöstuðum, þykir mér hinar ýmsu koparmyndir velheppn- aðar. Málverkin eru aftur á móti misjafnari að gæðum ,sum hrem skólaverk en önnur all góð, einkum þau nýrri afnál- inni. Listrænir hæf Jeikar leyna sér ekkj og það er greinilegt að listamaðurinm tekur list sína alvarlega og verkin lofa góðu. Þau eru að vísu sundurleit eins og áður getur, enda frá þeim tíma, sem listamaðurinn hefur sjálf- ur verið í mótun. Það er ómaksins vert að bregða sér inn á Selvogsgrunn 10 til þess að skoða þessa óvenjulegu sýningu. G. Þ. 2' 12. des. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.