Alþýðublaðið - 12.12.1961, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.12.1961, Blaðsíða 4
í SÍÐASTA þætti var rætt um siðspillandi rit, en nú verður blaðmu gersamlega snúið við og leitað á fjörum <indvegisbókmennta í septemberm'ánuði 1942 kom út hér í 'Reykjavík illrafnkellssaga ÍFreysgoða nnrtir nafninu Hrafnkatla. 1 fcCalldór Œ3i]jan iLaxness gaf ,söguna út, en kostnaðarmenn útgáfunnar voru þeir Ragnar Jónsson, forstjóri, op Stefán Ógmundsson, prentari. Við útgáfu þessa var aðal lega stuðzt við útgáfu Kon- báðs Gíslasonar frá 1847, en €ylgt var málamyndun íslenzkr •ar tungu eins og hún nú er rituð, og stafsetningarreglum iþeim, sem boðnar eru í aug 'flýsingu dómsmálaráðuneyt s ins frá 25. fabrúar 1929. Enda þótt útgáfa þessi á «inni af íslendingasögunum ■vær: allatihyglisverð, hefði áiún ekki talizt tij stórtiðinda <Ocr fráleitt haft lögfylgjur í íör með sér, ef ekki hefði þá tæpu ári áður verið sett af -Alþingi löggjöf, sem skilja smátt; þannig, að framan- greind útgáfa væri refsiverð. Er hér átt við lög nr. 127. -1941 um viðauka við lög frá 1905 um rlthöfundarétt og •prentrétt. Samkv. l. gr. iag Ænn.a er bannað að birta rit, ■enda þótt meira en 50 ár séu liðin frá dauða rithöfundar, djreytt að efni, meðferð eða málblæ, ef breyting-unum er ævo háttað, að menning eða tunga þjóðarinnar bíði tjón af. Þá er bannað að sleppa ■Jcafla úr riti nema þess sé ge'nilega getið í útgáfunni. í 2. gr. laganna er boðið, að íslenzka ríkið eitt hafi rétt til þess að gefa út íslenzk rit, SGm samin Gru fyrir ári^ =1400. Þó getur kennslumála- sráðuneytið ve':tt öðrum leyfi t:J slíkrar útcráfu. ee binda m'á levfið því skilyrði, að íylgt sé samræmdr; stafsetn. ingu fornri. Sú stafsetning, sern lög?n tala hér um, mun A--»ra staf'^etnincrin, er höfð ,<"• á ú+<ráfum H;ns ísienzka .-fonritafélags, Brot gegn logum þessum -varða sektum, 1D0 til 10000 skróna, ea grert er ráð fyr- ir uþptöku á óheimilum rit fim. i Eftir útkomu ,,Hrafnk<»tlu“ -Ibrá dómsmálai'áðuneytið skjótt við, sendi sakadómara eintak bókarinnar með fyrir skipun um réttarannsókn í niálinu og síðan málshöfðun gegn útgefanda og kostnaðar mönnum ibókarinnar. Ekki kr.afðist ráðuneytið eignar upptöku- Norrænudeild Háskólans lét það álit í ljós, að í útgáf un.ni væri aðeins á örfáum stöðum vikið frá orðalagi handrita og í smávægilegum atriðum, en að þarflausu. Einn smákafli er fluttur til, en engum kafla sleppt. Sagan er að efni allsendis óbreytt í útgáfunni og ekki breytt að meðferð né málblæ, svo .að neinu skipti, nema að því er til áðurnefndra orðabreyt inga, málmynda og starfsetn- ingar kemur. Fræðimennirnir eu sammála um, að Hr.afn kelssaga sé samin fyrir ár ð 1300. Valdimar Stefánsson, mú saksóknari ríkisins, en þá fulltrúi sakadómara. kvað upp héraðsdóm í máli þessu. Hann sýknaði hina ákærðu af broti á 1. gr. laganna, þ. e, hann taldi menningu eða tungu þjóðarinnar enga hættu stafa af útgáfunni. Hins vegar taldi dómarinn, að ákærðir hefðu gerzt sekir um brot á 2. gr., þar sem þeir hcfu útgáfuna án þess að fá tilskilið leyfi hjá kennslu málaráðuneytinu, með því að sannað væri, að ritið er sam ið fyrir 1400. Héraðsrnómar inn dæmdi hvern hinna á kærðu f 1000 króna sekt til ríkissjóðs. Dómi þessum var þegar skotið til Hæstaréttar. J>á sátu þar þrír menn { dómi. Allir voru þeir sammála hér aðsdómara um það, að útgáf an bryti ekki í fcága við 1. gr. laeanna frá 1941. Varð andi ákæruna fyrir brot á 2. gr. skildu hins vegar leiðir dómenda. Þá greindi á um það, hvort umrædd lagaá kvæð; væri samþýðanlegt 72. gr. stjórnarskrárinnar um prentfrelsi. Meirihlutann skipuðu þeir dr. Þórður Eyjólfsson og prófessor ísleifur Árnason, sem 'þá var varadómari í Œíæstarétt', á meðan Einar iheitinn Árnórsson gegndi ráðlherraembætti í utanþings stjórninni. Þeir vísa til þess á kvæðis í 72. gr. stj.skr., sem isegir, að ritskoðun og aðrar tálmanir . fyrir prentfrelsi megi aldrei í lög leiða. .Meiri hlutinm lítur svo á, að með því að áskilja ríkinu einka rétt til birtingar rita, útgefn um fyrir 1400, og banna á lþan,n hátt öðrum birtingu þeirra, nema ,að fengnu leyfi stjórnvalda, þá hafi verið lc,gð flyrirfarandi iíálmun á útgáfu ritanna, sem verði að teljast óheimil samkv. 72. gr. stjskr. Þar sem það var skoðun 'ma'^ihlutans, jað, lagaákvæði þetta fengi ekki stað;zt sam kv. stjskr., þá gat það eðli lep.a ekki orðið refslheimild, og sýknudómur því upp kveði- inn. Minnihlutinn, hæstaréttar dcmari Gizur Bergsteinsson, bendir á í sératkvæði sínu, að hér væri ekki um að ræða nein þau tilvik, sem jafna mætt; til ritskoðunar eða á þekktra tálmana, sem fram kvæmdar eru, áður en rit eru prentuð og miða að því, að fyrir sjónir almennings kom izt ekki ákveðnar skoðanir, sem valdhafar telja skaðsam legar. Hann bendir og á, að hið umdeild.a rit hafi verið prentað op- birt án nokkurra tilrauna rikisvaldsins til að ritskoða það. Minnihlutinn leggUr á herzlu á, að lög nr- 127/1941 fyrirskipi alls ekk; ritskoðuii, 'heldur kveði þau einungis á um viðurlög, sem beita skal, ef brotið er gegn lögunum. Megi því jafna þessum lögum við lagakvæði, sem lepgja við urlög við birtingu rita án leyfis þeirra, sem útfáfurétt inn eiga, svo og viðurlög við birtingu meiðyrðarita o. s. fv. Minnihlutinn stað'hæfir ,að lokum, að engin heimild f'nnist í 72. gr. stjskr. handa dómstólum til að fella um rædd löp úr gildi, en dóm stólar geti ekki virt almenn lög að vettugi, nema stjskr. veiti ótvíræða heimild til þess. í somræmi við þessa skoðun lagði min.nihlutinn til, að hver h:nna ákærðu Væru dæmdur í 400 króná sekt. Það er ávallt fróðlegt að hlýða á skoðunarmun, þegar ibeitt er skarpri rökvísi og mikillj þekkingu á báðar 'hlið ar, ei,ns og hér var gert. Vissulega var hér um mikið 'áhorfsmál að ræða. Skoðanir annarra lögfræðinga, sem lát ið hafa opinberlega í ljós á lit sitt á máli þessu, eru mjög skiptar. Sá, sem þennan þátt ritar, lítur svo á, að rökstuðn ingur Gizurar Bergsteinsson ar fyrir minn/hlutaálitinu sé meira sannfærandi en dóm- forsendur meirihlutans, Af sjónarhóli stjórnlag- fræfárinar er framanpreind tuý .idómur istórmerkur. ' í lögcjöfinni eru hvergi á- kvæði um það, hvernig fara eigi að, ef almenni löggjafinn setur lög, sem brjóta í bága við stjskr. Því hafð; að Vísu ávallt verið haldið fram, að dómstólarnir ættu hér úr skurðarvaldið op gætu í því tilfell; fellt almenn lög úr gildi. Og afráðagerðum í for sendum nokkurra eldri hæst.aréttardóma mátti sjá, að rétturinn taldi sig hafa þetta vald. En með dóminum í Hrafnkötlumálinu hlaut þessi mikilvæga regla í fyrsta sk.pti dómpraxis. r íil»l31V]iMN!A3/ aUlOOSNOf UO.lRlHNOVtt ; Júlín- Uatstéfn MidursHKiti /rSKAN oú DÝRIN BARNABÆKUR Skemmtilegar, þjóðlegar, skreyttar myndum eftir íslenzka listamenn. KÓNGSDÓTTIRIN FAGRA, eftir Bjarna M. Jónsson námstjóra ÁLFAGULL, eftir Bjarna M. Jóns- son, námsstjóra ÆVINTÝRABÓKIN, erlendar sögur og ævintýri. Júl'us Hafsteen fyrrv. sýslumað- ur þýddi og endursagði. ÆVINTÝRALEIKIR I.—II., eftir Ragnheiði Jónsdóttur skáldkonu. ÆSKAN OG DÝRIN, efíir Bergstein Kristjánsson. BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS 12. des. 1961 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.