Alþýðublaðið - 03.01.1962, Blaðsíða 2
Eltstjórar: Gísll J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjórl:
Ejörgvin Guðraundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasíml
14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hveríisgötu
C—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á manuði. 1 lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef-
andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri Sveririr Kjartansson.
Aukning framleiöslunnar
J EIN AF FÁIJM hliðum kalda stríðsins, sem eru
,gagnlegar öllu mannkyni, er kapphlaupið milli
austurs og vesturs, um, hvor hraðar geti aukið
þjóðarframleiðslu sína og þar með bætt lífskjör
. ifólksins. í þessu kapphlaupi hafa kommúnistarík
in sum, sérstaklega Sovétríkin, sótt fram af mikl
um hraða. Hefur sú sókn meðal annars stafað
af því, 'hve langt þau voru komin á eftir vesturlönd
I um, þannilg að austanmenn hafa lært af reynslu
þeirra þjóða og tækni, sem lengra eru komnar.
. 'Þar að auki hlýtur það atriði sósíalismans, að heild
arframkvæmdir efnahagslífsins séu gerðar eftir
Ifastri áætlun, >að hjálpa mjög til. Hér á íslandi hef
ur slíka áætlun skort með þeim árangri, að mikið
Ihefur verið um óhagkvæma fjárfestingu sem ekki'
hefur aukið framleiðsluna.
Nú 'hafa lýðræðisríkin tekið við sér á þessu
sviði. Þau hafa mörg ákveðið að taka upp það
gamla stefnuskráratriði sósíalismans að vinna að
uppbyggingu eftir áætlunum. Þau hafa sett sér á
. íkveðin mörk og sótt að þeim með kraftil
Kennedy Bandaríkjaforseti hefur tekið forust
una á þessu sviði, og lagt til, að þau ,20 ríki með
500 milljón íbúum, sem standa að Efnahagssam-
vinnustofnun Evrópu (OECD), ákveði 50% aukn
ingu á framleiðslu sinni á næstu 10 árum. Hér er
nýr andi á ferð og mundi það verða merk þróun,
ef þetta tækist. Telja kunnugustu menn, að mark
rniðið sé fullkomlega raunhæft.
íslendihgar eru meðal OECD þjóðanna, og fell
ur þessi nýja tillaga um svo stórfellt markmið vel
Iheim við þau áform, sem ríkisstjórnin hefur haft
áprjónunum. Hinir norsku sérfræðingar, sem unnu
síðastliðið ár að framkvæmdaáætlun fyrir næstu 5
ár, hafa einmitt gert ráð fyrir 5% framleiðsluaukn
ingu á ári, sem er nokkru meira en 50% aukning
á 10 árum.
Undanfarin ár hefur vöxtur efnahagslífsins
verið mun minni hér á landi, eða um 3 % árlega.
Þeir menn, sem ekki gátu komið á meiri vexti,
eins og Framsóknarmenn, tala nú mest um „stöðv
unarstefnu“, og Hermann Jónasson fer háðuleg-
'um orðum um framkvæmdaáætlunina. Tíminjn
vegsamar það, þegar Kennedy biður um 50%
:frarnleiðsluaukn:!ngu á ári, en Hermann kallar það
:„íhaldsstefnu“ að tala um meira en 50%. á áratug
jhér á íslandi. Er að furða, þótt Framsóknarflokk
■•urinn sé sundraður og flokksmenn ruglaðir við að
heyra slíkan málflutning?
Með skipulögðu stórátaki mun íslendingum tak
?ast að auka þjóðartekjurnar um 5% árlega. Til
þess þarf sterka homsteina efnahagslífsins og
samstillta þjóð.
s
s
s
s
V
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
S WIFT
ASTRA er rafknúin, en
handknúin. ef rafmagn
bilar. — Kredit-soldo,
12 stafa útkoma, eltt, tvö
, .. ,n . . . ... A S T R A
og prju null í emum slætti,
ieggiur saman, dregur frá Traustasta samlagn-
og margfaldar mjög hratt.
Verð kr. 12.527,00. ingarvél í heimi
Borgarfell h.f
Laugavegi 18 — Sími 11372.
Frá
Bandaríkjunum
Minnsta samlagning-
arvél í heimi
SWIFT leggur saman og
margfaldar.
Hún vegur aðeins 3 kg og
tekur .mj'ög lítið pláss.
Verð kr. 4950,00.
Frá Þýzkalandi
í
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
f
s
I
s
s
s
s
s
s
s1
s
s
s
s
V
s
s
s
s
s
s
s
s
s
HANNES
Á HORNINU
ýV' Enginn stendur teinn.
Einstaklingarnir ein
heild.
Afreksmaðurinn
í fjöldanum.
■jíf Hvernig er íslenzkt
samfélag?
FLESTIR munu gera tilraun
til að grannskoða hug sinn um
áramót. Þá byrjar nýtt ár — og
l>á vilja flestir byrja nýtt líf,
helst að sníða af sér vankanta,
sem menn grunar að séu í fari
sínu, tryggja afkomu sína og
temja sér reglusemi gætnj í
fjármálum og framkomu, yfjr-
le'tt umbætur á lífi sínu og
sinna. — En þetta tckst misjafn
lega. Ástæðan er sú, að allir er-
um við b~yskir bræður. Það
vill sækja í sama horfið, výð
gerum Jiað sem v ð vitum að
við eigum helzt ekki að gera, og
gerum það ekki, sem við vjtum
þó að bezt væri að við gerðum.
ÉG BÝST VIÐ, að all.r þekki
þetta af eigin raun, enda ráð-
um við ekkj alltaf athöfnum
okkar, við erum aðeins eining
í storri heild, athafnir okkar
fara oft eftir viðbrögðum sam-
ferðafólksins, happ eins verður
okkar eigið happ, tjón eins
lendir og á okkur hinum. —
Þannig styðjumst við hver við
annan stiklum saman yfir tor-
færur, og föllum af stiklunum
um leið og einn fellur.
SVONA er samfélagið. Slík
er ábyrgð þjóðfélagsþegnanna.
Við erum öll í einum bát. Lífs-
Ivísdómurinn er sá, að skilja
1 það, að um leið og við fetum
okkar eigin stíg, le tum að beztu
leiðinnj^ erum í raun og veru
að leita einnig fyrir nágranna
okkar. Ef við ýtumst á, olnbog-
um okkur áfram í mergðinni
tillitslaust, þá myndast um
mann tóm og auðn sem við get-
um ekki sjálf:r fótað okkur á.
Við sjáum aðeins sviðna jörð.
UNGUR, gáfaður maður sagði
við mig á gamlárskvöld: . Ég er
andvígur trúnn á meðalm enr.sk
una. Afreksmaðurinn verður að
hafa olnbogarými. Hann verður
að leiða mergðina alveg eins og
forystusauðurinn, sem leiðir
hjörð sína til húsanna gegnum
svartnættj og veðurofsa. Við er-
um ekki öll eins vel af guði
gjörð. Náttúran sjálf fer í mann
grein ngarálit". Þessi ungi mað
ur ryðst ekki um en hann er
dugmikill í sínu starfi og ann
sér ekki hvíldar.
EN SKOÐUN hans er ákaf-
lega teygjanleg. Vitanlega á af-
reksmaðurinn að hafa athafna-
frelsi, en ekki þó þannig að hanrí
troði niður aðra einstaklinga I
kringum sg. Afreksmaðurinn ái
að vera frjáls til athafna, en
það er ekki frelsi, að mega
troða aðra niður, tillitslaust,
sitja yfir annarra hlut. Og hver
er afreksmaðurinn? Er það sá,
sem vinnur sitt þjóðnauðsynlega
starf stöðugt og kyrrlátlega, ger
ir uppgötvanir, finnur nýjar
leiðir, án þess að berast á og
hrópa á torgum? Er sá afreks-
maður, sem lendir í atvinnu-
vegi og krefst þess að hann hafj
þar einn ráð og vald, kúgar aílt
undir sig — og kvistar niður?
ÉG LÆT spurningunum ó-
svarað. Hver getur spurt sjálf-
an sig Sannleikurinn er sá að
þrátt fyrir það, þó að margt
mætli betur fara í íslenzku þjóð
félagi, þá er það þannig, að þess
er gætt, að enginn sé troðinn
undir. Við verjum einstakling-
ana fyrir afleiðingum sjúkdóma
elli, slysa og örkumla, vcrjum
þá eins og í valdi þjóðfélagsir.s
stendur. Vð byggjum mannúðar
þjóðfélag. Það er grundvöllnr-
inn. Hins vegar á ekki að
hneppa framtakið í fjötra. Taum
urinn á að vera slakur — og
einstaklingarnir eiga að fá að
þeysa, en þó ekkj svo að þeir
ríði aðra niður. Þetta er vanda-
samt, en þegar ég lít yfir land-
ið um þessi áramót, finnst mér,
að þess sé vandlega gætt að
það sterka sé ekki látið ganga
á hlut þess sem vanmegnugra
er. — Ég þakka lesendum mín-
um fyrir liðin ár og óska þeim
farsældar á þessu nýbyrjaða
2 3. jar.úar 1962 — Alþýðublaðið
Ilannes á horninu.