Alþýðublaðið - 03.01.1962, Blaðsíða 7
ÁVARP forsefa íslands(
Ásgeírs ásgeirssonar,
sem hann fluffi í ut-
varp frá Bessaslöðum
á nýársdag.
Góðir íslendingar, nær og
fjser.
Enn höfum vér lifað ein sól
hvörf, leggjum gamla árið við
liðna tíð, og byrjum nýtt ár í
Guðs nafni, vongóðir og fullir
eflirvæntingar. A þessum
tímamótum þökkum við hjón
in gamla árið innilega, og ósk
um yður, hverjum einstökum
og þjóðinni í heild, hjartan
lega gleðilegs nýgrs, friðar og .
farsældar á komandi tímum.
Þetta er í tíunda sinni,
sem ég ávarpa yður, landar
mínir, héðan frá Bessastöð-
um. Það hefur margt skeð
og breytzt á þessum árum,
og sem betur fer flest til
balnaðar, hygg ég. Hinn síð-
asti áratugur er merkur kafli
í sögu íslendinga. Unga kyn
slóðin tekur við betra landi
og á fleiri úrkosti en áður
hefur þekkzt, vísast allt frá
landnámstíð. Það hefur löng-
um verið kvartað um að vér
séum fáir, fáíækir, afskektir
og einangraðir. Og hvernig er
hægt áð gera oss til hæfis, ef
vér aukum á kveinstafina,
þegar fóikinu fjölgar, efna-
hagurinn batnar, og einangr
unin hverfur að mestu úr sög
unni? Oss eru að vísu búin
fleiri viðfangsefni en áður,
og sum vandasöm, en vér höf
um málefnin í vorri eigin
hendi, eins og þjóðin hefur
þráð um aldir. Vér metum for
feður vora og erum að mörgu
leyti stoltir af þeirra sögu í
harðbýlu landi. Og því skyld
um vér þá vantreysta vorum
eigin manndómi til að mæla
þeim viðfangsefnum í innan
og utanríkismálum, sem
uppfylling margra óska og
vona flytur óhjákvæmilega
með sér? Hitt liggur nær, að
líta einbeittir fram í tímann,
eins og sjómaðurinn á hafé
inu, þó báturinn sé lítill og
úlhafið stórt. Örugg tryggé
ing fæst ekki á lífsins sjó, en
það veldur miklu um örlögin
hverjir sitja undir árum og
við stýrisvöl.
Eg minntist á, að við hjón-
in höfum nú setið hér á Bessa
stöðum tíu jól. Það þarf allt
af nokkurn tíma til að venj-
ast nýjum bústað og nýju
starfi rétt eins og nýjum
klæðum. í minni stöðu þarf að
fylgjast með mörgu, og vera
viðbúinn. Þekking á mönn-
um og málefnum er nauðsyn
leg, og skal slíkt ekki rakið
nánar. En því fagna ég meðal
margs annars, að á þessum
tæplega tíu árum, hefur
hver ný stjórn tekið við af
annarri án teljandi lafar. Það
er ekki lítils um vert, að á—
byrg stjórn sitji við völd á
hverjum tíma hjá þingræðis
þjóð, og því nauðsynlegra
sem ágreiningur er meiri, og
viðíangsefni erfiðari. — Að
þessu sinni læt ég nægja að
þakka innilega jfs/tir hönd
okkar hjónanna alla þá vin-
semd og hjálp, sem við höf
um orðið aðnjótandi á þessu
tímabili. Guðlaun! sagði
gamla fólkið.
Ekki verður annað sagt en
gamla árið hafi verið gott og
farsælt til lands og sjávar. Þó
er alltaf héraðsmunur á veð
urfari f þessu landi. Og tog
araaflinn brást. En allt verð
ur það rakið betur og rætt
annars staðar nú um áramót
in. Ég læt þó ekki hjá líða að
minnast þess, að á nýliðnu ári
má telja að úrslit hafi orðið í
handritamálinu, þó bið verði
á afgreiðslu þess.- Hinar miklu
gersemar íslenzkrar menning
ar, þau handrit, sem geymzt
hafa í Danmörku, verða af
hent íslendingum. Það verð
ur fagnaðarstund, þegar að
því kemur. Og það skulum
vér muna vel og meta, að þá
eru jafnframt leyst þau á
greiningsmál Danmerkur og
íslands, sem fólust í sjálfstæð
isbaráttunni. Dönum hefur
farist vel, og ber þess að minn
ast með þakklæti og virð
ingu.
Handritin eru hið ytra tákn
íslenzkrar bókmenningar. Eg
hygg að Islendingar séu mest
rruetnir meðal erlendra þjóða
fyrir bókmenning og fornt
stjórnskipulag."Edd.a, Saga og
Alþingi eru þau íslenzk orð,
sem flestir kannast við, auk
Geysis og Heklu. Öðru máli
gegnir að vísu um þá fáu út-
lendinga, sem þekkja vora ís
lenzku samtíð af sjón og
raun. Menning nútímans í
listum og atvinnulífi nýtur
álits í þröngum hóp erlendra
manna. En það hygg ég, að
vér munum um langan ald-
ur eiga orðstír vorn meðal
erlendra þjóða mest undir
bókmenntum og stjórnarfari
enda er nú betur fylgzt með
en áður vegna aukinna við-
skipta og samstarfs þjóða á
milli. Það eru gerðar háar
kröfur til þjóðar, sem hefur
auglýst það fyrir umheimin-
um, að hún eigi elzta þing.
sem enn er við líði, ekki sízt
nú á þessum síðustu tímum,
þegar svo margt gengur af
gööunum meðal nýfrjálsþa
smáþjóða. íslendingar eru ó-
tvírætt vel ættaðir, en það
hrekkur öllum skammt, sem
gerast ættlerar.
Vér höfum á liðnu ári
rækt frændsemi vora við
Norðmenn. Heimsókn Ólafs
Noregskonungs, og afhending
Ingólfsslytlunnar má hvort
tveggja telja til merkisat-
burða. Vér veittum Snorra-
styttunni í Reykholti viðtöku
hér rakin, en fjarskyld tungu
mál eru þó sjálfsagt ein höf-
uðorsökin, og hitt, að land
þeirra liggur ekki í vorri þjóð
braut. En nú er svo komið
bæði samgöngum og mála-
kunnáttu, að ég hygg, að
hvorugt þurfi að standa í vegi
fyrir auknum samskiptum
við þá, sem vér rekjum ælt
til, og hina sem út um heim-
inn búa, og geta rekið ætt
sína t:l íslands. Islendingum
ASGEIR ÁSGEIRSSON, FORSETI ÍSLANDS
á sinni tíð, án þess að minn-
ast hans síðustu stundar, og
Norðmenn þáðu með fögnuði
Ingólfsstyttuna, án þess að
minnast viðskilnaðar ýmsra
landnámsmanna við sitt
foma föðurland. Allt slíkt er
gleymt og grafið fyrir öldum,
og eingöngu minnast frænd-
seminnar og menningarstarfs
ins. En það er önnur Þjóð,
sem stendur oss næst Norð-
mönnum að skyldleika, sem
vér höfum þó orðið algerlega
viðskila við, og fennt í sporin.
Það eru írar. Til þess liggja
skiljanleg rök, sem ekki verða
munu nú duga tvö mál, sem
flestir valda, eitthvert Norð-
urlandamálanna og enskan,
til samskipta og frændsemi
um allar jarðir.
Á ferðum okkar um Norð-
urlönd áttum við hjónin kost
á að hitta ótrúlega marga
íslendinga, sem sezt hafa þar
að, og þeirra afkomendur. Þó
tvær aldir væru liðnar frá
brottflutning ættföðursins,
þá leituðu ýmsir gamalla
kynna á okkar fund. I Kaup-
mannahöfn hafði ég til fylgd-
ar einn konungsstallara. Hann
hét Asger að fornafni, og
taldi langömmu sína hafa ver
ið af íslenzkum ættum. „Þér
eruð þó ekki kominn af séra
Ásgeiri á Stað i Steingríms-
firði,“ spurði ég út í bláinn.
Hann sótti ættartölu, sem afi.
hans hafði látið gera, og það
slóð heima, þarna var séra
Ásgeir Jónsson á sínum stað.
Hann sagði mér, að raunar
hafi þessi ættartala verið gerð
til að koma afa hans í ætt
við dönsku konungsfjölskyld
una, en slíkt er oftast ein—
göngu fært um íslenzkar
heimildir. Þess vegna, meðal
annars, voru íslenzk handrit
eftirsótt fyrr á tímum. Annar
„danskur íslendingur“ sagði
mér, að þrátt fyrir illan kurr,
sem oft hafi gerst milli Dana
og íslendinga, þá væru flest-
ir stoltir af því, að geta rakið
ætt sína til Islands, og varð-
veittu þær minjar.
I Osló hittum við myndar-
legan mann í virðingarstöðu,
sem sagði okkur, að hann væri
kominn af Gísla Jónssyni,
hálfbróður Jóns sýslumanns
Esphólín. Hann gaf mér
niðjatal Gísla, skráð á héljar-
mikla örk. A þeim ættstofni
var geysimikið og þétt lim,
og margt þjóðkunnra manna
í Noregi. Eg nefni þessi at-
riði sem dæmi. En skrítnast
þótti mér, þegar ég hitli negr
ann, blásvartan, en að öllu.
leyti vel á sig kominn, sem
sagðist sennilega vera ættað-
ur frá Islandi. Eg spurði
hvað væri til marks um það,
en hann sagði það vera arf—
sögn í sínum ættbálki, að
ættfaðirinn hafi komið frá
landinu, þar sem vatnið væri
eins og grjót á vetrum. Þarna
býst ég við, að ísland hafi
notið nafns fremur en frænd
semi. En þetta er mín ítrek-
uð reynsla, að það er víðar
en á íslandi, höfuðbóli ætt—
fræðinnar, lengi munað til
góðra forfeðra.
íslendingar erlendis og af—
komendur þeirra eru mér sér
slaklega hugstæðir nú eítir
ferð okkar í haust þvert um
Kanada, frú Quebeck til Van—
couver. Þar birtust tugir og
hundruð íslendinga, hvar sem
numið var staðar. Það er talið
líklegt, að í Kanada búi úm
fjörutíu þúsundir manna af
íslénzkum stofni. Það trúa
því víst fáir, sem ekki hafa
kynnst því af eigin raun, —
hvað íslendingurinn er ríkur
í þessu fólki, jafnvel þeira
sem eingöngu mæla á enska
FramHalð á J4. síðu.
Alþýðublaðið — 3. janúar 1962 7 ,,«