Alþýðublaðið - 04.01.1962, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 04.01.1962, Blaðsíða 8
MÓÐIR, sem átti 8 börn undir 12 ára aldri, átti oft .erfitt með að hafa hemil á þeim, því þau voru öll í líf- meira lagi. Einn daginn kom hún til vinkonu sinnar og hafði tekizt að losa sig við grisl- ingana augnablik. Hún rakti raunir sínar frir vin- konunni og sagði meðal annars: í morgun höfðu börnin svo hátt, að ég missti alla þolinmæði og sagði reiðilega við þau: Sá fyrsti, sem tekur upp á því að öskra hér í húsinu hér eftir skal fá munninn full- J an af sápu — ég er ennþá ; með bannsett óbragðið í munninum. I>AÐ eru ekki allar konur svo heppnar að geta náð sér í eig- inmann, en sumar eru svo sniallar að þeim tekst að afla sér útrásar á þeirri móð- urlegu blíðu, sem þær mundu annars eyða á vesalings eig- inmanninn. Til þessa hlutverks eru kjölturakkarnir hinir nytsömustu og ekki eru þeir allir eins skemmtilegir á- sýndum og sá, sem stúlkan kiassar bér á myndinni. ÝKJUSÖGUR hafa alltaf verið velkomið regn á ryk- fallna hversdagstilveru al- mennings og það eru fleiri þjóðir en íslendingar, sem hafa átt sinn Vellygna Bjarna. Hér höfum við dæmi frá einum slíkum: Kunningi m:nn einn var sá mesti matmaður, sem ég hef kynnzt, ég hafði fengið ýmsar sönnur á dugnað hans við át, en þá stórkost legustu fékk ég, þegar ég bauð honum eitt sinn he:m til mín. Við ræddum sam- an um matháka og þar kom, að við veðjuðum um það, að hann gæti ekki ét- :ð þrjátíu harðsoðin egg í einni máltíð. Hann sagðist ætla að taka sér smágöngu áður en hann hæfi máltíðina, — svona rétt til að vera vel fyrirkallaður eins og hann orðaði það, síðan fór hann. Hálítíma seinna kom hann til baka og sagði, að nú væri sér ekkert að vanbún aði, nú væri hann alveg v'.ss um að geta borðað það sem um var veðjað. Eg setti fyrir hann fat með þrjátíu harðsoðnum eggjum og hann át þau án þess að á honum sæist að hann ætti bágt með að koma þeim síðustu niður. Þegar hann hafði lokið máltíð'nni, spurði ég hann hvernig hann hefði getað verið svo viss um að geta borðað öll eggin. Hann svaraði hálf skömmuslulegur, að hann hefði nú ekki bara fengið sér göngu, þegar hann fór út. Hann hefði farið á veit ingahúáið í næstu götu til að reyna. ★ Þessi matmennska minn ir mig á kappát mikið, sem fór fram í vegavinnubúð- um hér á landi og ég var vitni að. Tveir vegavinnu manna höfðu lengi sumars þráttað um það, hvor þeirra væri meiri matmað- ur, án þess að úrslit fengj- usí opinberlega staðfest, — lauk því karpi svo, að ráðs konan kvaðst skyldu sjá þeim fyrir æti, sem þeir gætu bitizt um einhvern daginn, biðu svo vikur, að ekkert meira var gert í málinu, en dag nokkurn þegar staðgóðri máltíð úr kjötbollum og sætsúpu var nýlokið, tilkynnti ráðskon an, að nú væri allt til reiðu svo að keppnin gæti hafizt. Félagar kappanna gengu frá borðum, en þeir tveir sátu eftir og yfir þeim vott ar að viðureigninni. Var nú borinn fram pottur mikill fullur af þykkum hrís- grjónagraut með miklu af rúsínum. Tóku þeir nú ó- sleitilega til matar síns, eftir að hafa losað um allt, sem að líkömunum gat hert. Var mikið stunið og hátt kjamsað og mikið hlegið í fyrstu, en það fór þó fljótlega af og smám- saman varð meiri alvöru blær yfir samkundunni. Diskunum, sem ofan í þá hurfu fjölgaði ískyggilega og auðséð var að hvorugur myndi láta í minni pokann að lítt reyndu. Vottarnir tötdu: níu — tíu — ellefu — tólf. Það var kominn angistarsvipur á andlit kappanna, og ekki var laust við að færi um suma þeirra, sem á horfðu. Loks tókst öðrum keppendanna að stynja upp, að nú gæti hann ekki meira, þá var keppinautur hans að enda við þrettánda diskinn og' sleikti mikinn út um, en auðséð var að það var meira af vilja en mætti gert. Sá, sem upp hafði gefizt, stauiaðist á fætur með harmkvælum og gekk út undir vegg, þar tróð hann fingrum sínum ofan í kok og tókst að spúa megni þeirra grautarkílóa, sem hann hafði í sig látið og er hann þar með úr sögunni, en það er af hinum kapp anum að segja, að hann sat sem fastast og virtist í vandræðum með líkams stöðu sína. Hann var spurður hvers vegna hann stæði ekki upp og notaði sömu aðferð og hinn hafði við haft ti að sleppa sæmi lega frá ósköpunum, tókst honum þá að stynja upp, að honum væri algjörlega fyrirmunað að hreyfa sig. Var hann þá tekinn eins mjúklega og unnt var og voru stunur hans og óp heldur ömurleg á að hlýða. Var hann síðan borinn í tjald sitt og lá þar lengi dags með stunum og marga daga síðan svo að ekki mátti hann mat sjá eða að vinnu koma. Þótli mönn um jafn ósýnt eftir sem áður hver hefði farið með sigur af hólmi úr þessari ferlegu keppni. ★ Ekki var þetta eina sinn ið, sem keponi var háð- í þessum tjaldbnðum um- rætt sumar, en þessi frá sögn verður að nægja- að sinni. Að lokum skulum við snúa okkur aftur að hon um „Vellygna Bjarna“. — Hann segir svo frá: 'W w I SVEITINNI MINNI er urmu1! af mýflugum á sveimi, þegar kemur fram á sumar, og það eru þær stærstu mýflugur, sem ég hef nokkurn tíma komizt í tæri við. Eg var í fyrrasum ar úti á túni sem oftar með hest, sem ég ætlaði að beita fyrir heyvagn. Eg gekk frá andartak, en þeg ar ég leit við aftur höfðu þrjár mýflugur setzt að hestinum m.'num, tekið hann á m:lli sín og flogið af stað með hann. Þegar þær flugu yfir höfði mér heyrði ég, að ein þeirra sagði við hinar. Hvar e:gum við nú að geyma hann, svo að þær stóru finni hann ekki? MANNSKEPNAN hrósar sér ákaflega af tign sinni og snilld, eins og allir vita, en það verður aldrri sagt með nokkrum sanni, að lienni takist að kom ast í hálfkvisti við dýr in á sumum s1 Fimleikamen mikið lof og er ir til skýjpnn einstaka fimi t í hreyfingum, eru allir há klunnar í sam HHMMUWHMWI" 8 4. jar.úar 1962 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.