Alþýðublaðið - 25.01.1962, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.01.1962, Blaðsíða 4
ð v/ð Hagalín um dýraverndunarmál: ÞEGAR snjór ,þekur jörð og lcólnar í veðri, harðnar í ári fyrir vinum okkar dýrunum og “rfuglarnir leita til toyggða í von «um að finna þar eitthvað æti- 'legt. Á veturna má stundum rflieyra auglýsingar frá Sam- itoandi Dýraverndunaréflaga ís- lands, þar sem fólk er hvatt til «að gefa fuglunum. Okkur langaði að vita eitt- Ihvað meira en þetta um starf- •sarni dýraverndunarfélaganna -og ihéldum fyrir nokkru í norð annæðingi og kulda á fund Guð ■anundar G. Hagalíns rithöfund ar, sem er ritstjóri Dýravernd- -.arans og báðum hann segja -okkur frá starfi félaganna. — Hvað gerið þið fyrir dýrin í kuldunum? — Við hvetjum fólk með aug lýsingum til að gefa fuglunum. -Svo er titl svonefndur Sólskríkj susjóður, sem Guðrún Erlings stofnaði til minningar um mann sinn Þorstein Erlingsson Þessi Sólskríkjusjóður hefur íiafið allvíðtæka fjársöfnun. Hann hefur gefið út jólakort af fuglamálverkum sem mál ararnir Höskuldur BjörnSson, 'Guðraundur Einarsson frá Mið -dal og Jóhannes Kjarval hafa gefið félaginu leyfi íil að prenta eftir. Einnig hefur Höskuldur Björnsson gefið leyfi til að prenta eftirmynd af he:lu málverki eftir sig, og þet’a hefur svo verð selt til ágóða fyrir Sólskríkjusjóðinn Börn í öilum barnaskólum toæjarins stóúu að þessari sölu fyrir jólin og sýndu mikinn dugnað. Sjóðurinn hefur svo keypt mikið af fuglafóðri, og því er í hörkum dreift frá vissum stöðvum í toænum, m.a. frá toarnaskólunum. Það er gaman að koma að skólunum, þegar toörnin eru að þessu, og sjá hve t>au hafa mikið yndi af þessu «g að horfa á hópana. Þeim ]þyk:r vænt um þetta starf og t>að eykur áreiðanlega á hjálp semi þeirra við dýrin. — Þið gefið svo út Dýra- verndarann? — Já, hann hefur verið gef- -inn út síðan 1916, og kemur nú út 6 sinnum á ári. Á þennan toátt viljum við líka vekja á- huga fólksins fyrir góðri með ferð á dýrunum. — Hvað eru dýraverndunar féíögin mörg? — Þau eru átta í landinu og -mynduðu landssamband 1959. — Hverni.g starfar t.d. Dýra verndunarfélag Reykjavíkur? — Þeir vinna t.d. mikið með lögreglunni, sjá um að hlynnt sé að sjúkum dýrum eða þau afiífuð, húsdýrum, sem villzt hafa eða týnzt, sé komið til réttra eigenda o.s.frv. Einnig vinna þeir með forðagæzlu- mönnum og félagi reykvískra fjáreigenda til að fá bætta með ferð á skepnum hér í bænum. Félagið hefur alltaf lagt meiri áherzlu á að koma fram um- bótum heldur en að fá þá menn dæmda til sektar eða refsingar sem eitthvað hafa brotið af sér — Eru dýraverndunarlögin gömul? — Saga þeirra er orðin löng. Fyrst er dýravernd hreyft á fundi, sem haldinn var á Þing- höfða í Suður-Múlasýslu árið 1859. Bændur, sem koma þar sapnan, samþykkja og senda konungi bænaskrá um það að leggja fyrir næst.a Alþingi laga frumvarp um ákvæði hegning ar eða sektar fyrir vísvitandi illa meðferð á dýrum. Svo er það 1862, að konungur leiddi hér í lög ákvæði danskra laga um þessi efni og 1869 voru þau sett inn í hegningarlögin almennu. — En hvenær kemur svo fyrsta löggjöfin um raunveru- lega dýravernd? — Dýraverndunarfélag Is- lands er stofnað 1913 að til- stuðlan Tryggva Gunnarssonar Það fer svo að gefa út tímaritið Dýraverndarann sem kemur út enn. Þetta dýraverndunar- félag samþykkir síðan og fær lagt fyrjr Alþingi 1915 fyrstu lögin um dýravernd á íslandi. Eitt. höfuðatriði þeirra kemur svo í framkvæmd 1917, þar sem ákveðið er, að allir, sem skepnur elga, skuli hafa nægi leg hús fyr:r þær allar. — Var misbrestur á þessu áður? — Já, það voru t.d. til hundr uð hesta, sem hvorki voru til hús né fóður fyrir. Höfuðsigur inn vinnst svo með lögum frá A'lþingi ,1957. Þá voru sam þykkt heildarlög um dýra- vernd. — Ifverjir sömdu það frum- varp? — Það var stjórn Dýravernd unarfélags íslands sem hrey-fði þessu máli við þáverandi menntamálaráðherra, Bjarna Benediktssyni, en hann fól Ár- manni Snævar að semja frum varp, sem Gylfi Þ. Gíslason nú verandi menntamálaráðherra leggur svo fyrir Alþingi 1956. Þar verður ein höfuð breyt ing á .Áður hafði öll löggjöf um dýravernd verið miðuð við að það væri hagsmunamál eig enda dýranna, en þarna er lögð áherzla á dýravernd sem sið- ferðilegt mál. Þar er beinlínis og fyrst og fremst lagt bann við illri meðferð á skepnum og menn fá beinlínis ákveðnar skyldur við þær. T.d. er það sqnkvæmt þessum lögum, skylda þeirra sem sjá eða vita um illa meðferð á dýrum að kæra verknaðinn. Þetta er al veg nýtt sjónarmið. — Hvert er aðalstarf land- sambandsins? — Það er fyrst og fremst að beita sér fyrir því á Alþingi, að samþykkt séu fullkomnari lög um dýravernd en þau, sem gilt hafa áður og að gæta þess eða koma í veg fyrir, að lög og reglur um þetta séu brotin. Með útgáfu Dýraverndarans vill landssambandið líka koma því inn hjá þjóðinni og einkan lega unga fólkinu, sem á að taka við að ill meðferð sé eins og stendur í gamla lærdóms kverinu „grimmt og guðlaust athæfi" — Hvern telur þú framar öðrum brautryðjanda í dýra- verndunarmálum? — Það var tvímælalaust Tryggivi Gunr/arsson. Árið 1885 gefur hann út með styrk frá dýraverndunarfélagi danskra kvenna, fyrsta heftið af Dýravininum. Síðan korn það rit út annað hvort ár til 1916. Tryggvi fékk svo ýmsa af ritfærustu mönnum þjóðar innar í lið með sér t.d. var Grímur Thom'sen fyrsti maður- inn, sem skrifaði í annan ár- gang Dýravinarins, sem fjallaði um íslenzkt efni. Þar skrifar Grímur grein um hesta og hunda Svo koma skáldin hver af öðrum, Þorsteinn Erlingsson, Guðmundur Friðjónsson, Þor- gils Gjallandi, dr. Jón Þorkels son og Jóna3 frá Hrafnagili, s,em sagt hann náði flestum i lið með sér af þeim sem skör- uðu fram úr í andlegum málurn — Hvað gerðu þessir menn? — Þeir skrifuðu greinar, sög ur og ortu kvæði um dýrin. Ég hygg einnig, að Tryggvi Gunn arsson hafi átt ákaflega mikinp þátt í því að Guðmundur Frið jónsson gaf út heila bók um dýr og dýrasögur og sömuleið i3 Þorgils Gjallandi. — Fyrir hverju voru þeir að ■berjast með skrifum sínum? — Því, sem Tryggyi orðar hérna, ,,að vekja hjá mönnum andstyggð á illri meðferð á dýrum og ennfremur vekja vel v:ld til þeirra og tilfinningu fyrir því, að menn hafi siðferði lega skyldu gagnvart dýrurí um“. Hann hafði von um það, að fá sérstaklega í lið með sér íslenzkar konur og að þær stofnuðu félagsskap, len það varð nú ekki úr því. Hann sagði, að mæðurnar ættu auð velt með að gera börnunum sk ljanlegt, að þau hafi skyldur við aýrln, og eigi að vera góð við þær skennur, sem veita þeim föt og fæði. Þá leggur hann einnig á- herzlu á að und'rstaða undir framförum og eignaaukningu í landfoúnaðinum, sé velvild til dýranna og trú á hyggilega og Framhald á 12. síðu. 4 25. jan. 1962 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.