Alþýðublaðið - 25.01.1962, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 25.01.1962, Blaðsíða 16
ta^nto) 43. árg. — Fimmtudagur 25. janúar 1962 — 20. tbl. SAMSÖNGUR í Iii mi i ii■1111 ihmihiih ••miTiimi iin t« m 11 —kiii i—nmin11 y.m iiii wbihii——— KRISTSKIRKJU ÞJÓÐLEIKHÚSKÓRINN held ur samsöng til styrktar „Minn- ingarsjóði Dr. Victort Urbancic“ siKinudaginn 28. þ. m. kl. 17 í Kristskirkju í Landakoti. Þetta era fyrstu sjálfstaeðu hijómleik- arnir, sem kórinn heldur til styrktar sjóðnum, en þrisvar hefur verið úthlutað úr honum. Urbancic andaðist 4. april 1958 og hafði þá starfað hér á teíidi samfleytt í 20 ár af mik:- um dugnaði í þágu íslenzkra tón nt-ennta, hlotið íslenzkan ríkis- fc'orgararétt og m. a. lagt horn- etein að óperufiutningi á íslandi og byggt á honum síðan, verið i.tj órnandi Sinfóníuhlj ómsveitar í 12 ár, hljómsveitar- ptjóri Þjóðleikhússins og upp- fse-rt- mörg kirkjuleg tónverk, t. d. Messias og Judas Maccabaus efíjr Handel, Jóhannesarpassí- una með íslenzkum texta og Jóla oratóríum eftir Bach, Sálumessu eftir Mozart, Davíð konungur, eftir Honegger o. fl. Ennfremur var Iiann kennari við Tónljstar- skólann í Reykjavík, Organisti í Kristskirkju í Landakoti og Jtórstjóri þar var hann frá 1938 til dauðadags, og orgel þeirrar kirkju, sem leikið verður á við i>etta tækifæri, er smíðaö eítir hans fyrirsögn. Hann er þekktur Og virtur innanlands og utan, fyrir-þessi störf sín. Minningar hjjómleikum þeim, sem hér um ræðir, stjórnar samlandi hans, 'hljómlistarmaðurinn Herbert ■Hi'iberschek, sem hefur verið fastur söngstjóri Karlakórs •Kefiavíkur og Kvennakórs Slysavarnafélagsins undanfarin ár, og hefur hann undirbúið þessa hljómleika síðan i byrjua október s. 1. Einleik og undirleik á orgel annast Árni Arinbjarnar son organleikari. Einsöngvarar verða Eygló Victorsdóttir sópr- an„ Snæbjörg Snæbjarnardóttir sópran og Hjálmar Kjartansson bassi. Ennfremur syngja í kvart ett þau Sigurveig Hjaltested mezzosópran, Svala Nielsen sópr an, Hjálmtýr Hjálmtýsson ten- ór og Hjálmar Kjartansson bassi. Mörg þeirra laga, er sungin verða, hafa aldrei áður verið flutt hér á landi. Allur ágóði af samsöng þessum rennur í minn- ingarsjóð Dr, Victors Urbancic. Aðgöngumiðar verða seldir í Bókaverzlun Sigfúsa- Eymuad- sonar í Austurstræti 18 blaða- turninum sama stað eftir lokun- artíma sölubúða á laugardag og sunnudag, og í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur í Hafnarstræti 1. (Ath. Engin miðasala við inn- ganginn). + FRÚ ELÍSABET I. Jóns son, sem myndin er af, hef- ur unnið á sjúkarhúsinu á Keflavíkurflugvelli síðan í október í haust. Starí henn ar er einkum fólgið í því, að fylgjast með líðan sjúkl inganna á sinni deild. Ilún vinnur frá kl. 4 til 13 á dag inn. Menn úr læknadeiid flotans, sem vinna á sjúkra húsinu, aðstoða hana í starf inu, og sést einn þeirra á mýndinni. Elisabet er gift Arnari Jónssyni, sem vinn- ur í Reykjavík, og er heim ili þeirra að Ásbraut 3 í Keflavík. Hún hefur mest an áhuga á klassískri músík. (NAVY Photo). WWMMiVMMMWttMMMMMM Afli Akureyrar- togara 12.000 tonn árið 1961 Dr. VICTOR URBANCIC HEILDARAFLI Akureyrar- togaranna s. 1. ár var atls 12.116.227 kg. í 96 veiðiferðum. Veiðidagar voru alls 1.091 og lýsi alls 293.253 kg. Alls fóru togjirarnir í 24 söluferðir til útlanda. Afli pr. veiðidag var að meðaltali 11.106 kg. og lýsi pr. veiðidag 269 kg. Harðbakur var með mestan afla á árinu, 3.137.677 kg. í 22 veiðiferðum. Einnig fór harm í felstar veiðiferðir og söluferð- ir, 245 veiðiferðir og 6 söluferð 4—5 ir. Hinir togararnir fóru í söluferðir. Á árinu seldi Útgerðarfélag Akureyringa 3.176.607 kg. af eigin afla erlendis í 24 söluferð- um. Það sem selt var innanlands __ utan Akureyrar, — v<ot 87.850 kg. Á Akureyri var losað sem hér segir: Sélt nýtt frá skipun-1 um 46.235 kg., umlilaðið til út- flutnings 41.230 kg. selt Krossa nesi 340 895 kg., til vinnslu hjá Ú.Á. 8.851.770 kg. Aflinn. sem ráðstafað var, var Þvi alls 12.116.227 kg. Framleiðsla Ú.A. var alls u þ. b. sem hér segir: freðfiskur 1.670 sm.íh, skréið 33 smál, ó- verkaður saicfiskur 400 smál., verkaður saltfiskur 400 smáh, Mikil síld í Faxaflóa ÞAÐ er mjög mikið síldar- magn á mörgum stöðum í Faxa- flóa, bæði í Jökuldjúpinu, í grunninu. Þó veiði gangi illa nú Grindavíkursjó og á Selvogs- banka, er engin ástæða til að ætla að hún muni ekki aukast aftur ef veður batnar. Þessar upplýsingar fékk . Al- þýðublaðið hjá Jakob Jakobs- syni fiskifræðing í gær. Hann sagði jafnframt, að síðustu dag- ana hefðu þeir fiskifræðíngarnir öðlast mikla vitneskju um göngu síldarinnar Ihér í Faxaflóa, og m. a. komist að því hvaða leið hún fer úr Kolluálnum suður í Miðnessjó. Hann sagðist vona að síldin, sem nú er í Jökuldjúpinu gengi suður, og kæmi hún þá nær .yf- irborðinu og yrði auðveldari viðfangs. Einnig vonaðist hann til að síldin, sem er viö Eldey gangi austur og grynni þá jafn- framt á sér. Ægir var í gær á Selvogs- banka og varð þá var við síld- ina, sem fannst þar fyrir tveim dögum. Reyndust torfurnar vera mjög dreifðar og þunnar en mjög hvasst var í gær og þvi eðlilegt að síldin dreifð st. í fyrrinótt fengu aðein.s átta bátar síld, um 2400 tunnur. — Veiddist hún í Jökuldjúpinu. —- Ekkert varð úr veiði vxð Eldey, enda var kominn stormur þar í fyrrakvöld. Um útlit áfrarahaldandi síld- veiða á Faxaflóa, sagði Jakob, að ekkert þyrfti að óttast, og til samanburðar benti hann á, að mjög góð veiði var í fyrra eft- ir 20. janúar, og nú mætti bú- ast v:ð því að veður færi batn- andi. Þó eru nokkrir bátar hætt- ir síldveiðunum og kornnir á línu. Hverfisstjórar í Reykjavík TILLÖGUR hverfissijórn um stjórn Alþýðuflokksfélags Rvk liggur nú frammi á skrifstofum Alþýðuflokksins^ félögum til at- hugunar. og lýsi 293 smál. MHHMtMMM«MMMMM%%MMMMMMM%%MWMMMMMMMMMMMMMMMMMMM%MMMMV Spila- kvöld MUNIÐ spilakvöld Al- þýðuflokksfélaganna í Reykjavík í KVÖLD kl. 8,30 í IÐNÓ. — Ávarp flytur Jón Axel Pét- ursson bankastjóri. Dansað verður eins og venja er tíl og mjög góð verðlaun veitt fyrir spilin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.