Alþýðublaðið - 25.01.1962, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 25.01.1962, Blaðsíða 13
I Þ'VÍ sambandi minnist ég viðtals við einn kunnasta geimvísindamann Breta, sem hlýddi á í sjónvarpi í fyrra. — Hann sagði að geimsjónvarp gæti orðið að veruleika fyrr en varði, svo sem eins og innan tíu ára, sagði hann, og vildi þó auð- sjáanlega ekki lofa upp í erm ina sína. Geimsjónvarp ger- breytir viðhorfinu, einkan- lega fyrir okkur íslendinga, sem ekki getum haft not af sjónvarpssendingum annarra þjóða með Qðru móti. Með geimsjónvarpi er átt við að gervihnöttum er skotið á loft, í nokkurra kílómetra hæð og eru þeir svífandi end- urvarpsstöðvar sjónvarpsefn isins. Sjónvarpsstöðvar á jörðu niðri draga tiltölulega skammt vegna jarðbungunn- ar, að ekki sé nú talað um, þegar fjallalandslag bætist við og hindrar útsendingu. En hvorki jarðbungan né fjöllin trufla útsendingar, sem kæmu nær lóðrétt frá sjón- varpsstöð uppi í loftinu. Þess vegna binda menn, ekki sízt okkar afskekta xjallaþjóð, svo miklar vonir við geimsjón- varp framtíðarinnar. Eg átti nýlega tal við Gunnlaug Briem póst og símamála- stjóra um þetta mál. Hann taldi líklegt að það myndu líða a.m.k. tíu ár þar til menn færu að ná sjónvarpsútsend- ingum utan úr geimnum beint á tækin sín, svo að gagni mætli verða, en ef til vill myndu ekki líða nema svo sem eitt til tvö ár, þar til hægt væri að fara að taka við ge’msjónvarpi með þeim hætti að byggja eða nota sjón varpssendistöðvar á jörðu niðri til endurvarps á dag- skrárefni geimsjónvarpsins. Sem kunnugt er af fréttum hyggjast Bandarfk j amenn hefja tilraunir með geim- sjónvarp á þessu ári. En yrðum við þá ekki að hlýða á ensku, eða eitthvert annað erlent tungumáþ ef við ætluðum að hafa not af þessum sendingum og væri það þá miklu skárra en að horfa á erlendar kvikmyndir með annarlegu tali á sjón- varpsskerminum sínum? Það yrði að sjálfsögðu ekkert sambærilegt við út- Jent kvikmyndarusf Það myndi að iíkindum verða sér lega vel vandað t:l geimsjón- varps, bæði sem fræðslu og frétlamiðils og skemmtitæk- is. Það er ekki ó»ðlilegt að ala þær vnnir í briósti að eftir þeirri lplð gætum við með- tekið h>ð berta siónvarpsefni, sem völ er á með öðrum þjóð um, til viðbótar okkar eigin sjónvarnssendingum. Von- andi þætti það ekki óþjóðlegt á íslandi að horfa á geim- sjónvarp. Með tilliti til þess að geimsjónvam verði að verulcika innan fárra ára skapast í rauninni alveg nýtt viðhorf til sjónvarpsmálanna her á landi og á þeim ginnd velli er ekkj aðeins verjandi að fara ?.ð undirbúa íslenzkt sjónvarp af kappi 0g forsjá, heldur beinlínis óverjandi að gera það ekki. Sjónvarp mætli þegar fara að undirbúa með ýmsum hætti, áður en sjálf sjón- varpsstarfsemin hefst, tryggja fjárhagslegan grund- völl þess í framtíðinni, gera áætlanir, og jafnvel samn- inga, um dagskráröflun, mennta og þjálfa starfsfólk og listafólk, bæði hérlendis og þó einkum erlendis, koma upp nauðsynlegum húsa- kynnum, gera ýmis konar til- lélegt í eðli sínu og ekki held- ur golt í eðli sínu, það er ein faldlega með það eins og allt annað, sem mennirnir stjórna, að það er lélegt eða gott eftir því hvernig á því er .haldið. Við verðum að var ast lélegt sjónvarp og for- heimskandi, en kappkosta að hafa fræðandi, menntandi og skemmtilegt sjónvarp er þar að kemur. Stutt og góð sjón- varpsdagskrá er langtum æskilegri en löng og léleg, og það má ekki láta undan ásókn í lélegt efni. Gott sjónvarp þarf ekki að vera leiðinlegt, þvert á móti er lélegt sjón- varp leiðinlegt, getur orðið óþolandi. Mér virðist sem ýmsir, sem hafa lálið í ljós álit sitt á sjón varpi upp á síðkastið, dragi fram ókosti þess, en gangi fram hjá kostum þess, Það hefur tekizt misjafnlega til um sjónvarp í hinum ýmsu löndum, það er rétt, en við eigum auðvitað að taka fyrir- myndarsjónvarp til fyrir- kmannsþank- ar um siónvarp raunir og prófanir, sem eru nauðsynlegur undanfari þessarar nýju tækni, og á- kveða hvaða sjónvarpskerfi yrði tekið upp hjá okkur, er þar að kæmi. Hið síðast- nefnda er nefnt með tilliti til þess að margir hafa þegar feng:ð, og eru að fá sér, sjón- varpstæki, það má segja, að þeir geri það á eigin ábyrgð, en það mætti líka segja, að Ríkisútvarpinu ‘bæri óbein skylda til að leiðbeina eitt- hvað í þessu efni, þar sem vitað er, að sjónvarpstæki eru flutt inn og seld. A að taka hér upp það sjón varpskerfi, sem notað er í Ameríku (525 línur), ellegar kerfið, sem notað er á megin- landi Evrópu (625 línur), eða enska kerfið (405 línur). Bret ar eru nú að hugsa um að fara yfir á Evrópukerfið. Það gæti verið leiðbeining fyrir almenning hér á landi að fá vitneskju um það, hvaða kerfi yrði tekið upp hér, er þar að kæmi, sökum þess, að ekki er unnt, nema þá með breytingu á móttökutækjun um, að ná tveimur eða fleiri kerfum á eitt og sama tæki. Hér hafa verið nefnd þrjú sjónvarpskerfi, en þau munu vera fleiri, franskt kerfi og rússneskt kerfi. Þá ætla ég að víkja að kynnum mínum af sjónvarpi. Að sjálfsögðu má margt að sjónvarpi finna og hefur ver- ið fundið, eins og raunar að öllum mannanna verkum og framkvæmd þeirra. Það er fundið að lélegum bókum, lélegu útvarpi, lélegum leik- ritum, og þannig mætti enda laust telja, og það á að finna að því sem lélegt er. Það mælti tína til ým;slegt óá- nægjulegt, bæði skrifað og talar. um allt milli himins og jarðar, ef út í það væri farið. En sjónvarp er ekki Séra EMIL BJORNSSON myndar, en ekki ómerkilegt sjónvarp, það er einfalt mál. Sjónvarp hefur nú þróazt svo lengi, að á það er komin reynsla, sem við getum lært af, þegar við hefjumst handa. Nú dvaldist ég árlangt í Englandi og hafði regluleg not af sjónvarpi allan tím- ann, það er að vísu ekki lang ur tími, ég fylgdist vel með dagskránni meðfram vegna þess, að ég vinn við íslenzka útvarpið og setti mér það rnark í upphafi, að kynnast sem bezt þessari nýjung, sem mun flytjast hingað innan fárra ára að tilstuðlan þess. Og ég verð að segja það, að ég kvíði engu, ef okkar sjón- varp verður eigi lakara en brezka sjónvarpið. „Það hlýt ur að verða lakara sökum efnalegrar íátæktar þjóðar- innar og fámennisins hér,“ — kunna einhverj:r að segja. — Það er hætt við því, en það þarf ekki enililega að vera, það fer alveg eftir því, hvað við setjum markið hátt og er um embeitt í þeirri viðleitni að hvika ekki frá settu marki. Það getur enginn neylt ábyrga sjónvarpsstjórn til þess að sjónvarpa ómerki- legu og siðspillandi efni. Hún ber mikla ábyrgð, en þar með er ekki sagt að hún þurfi að bregðast henni. Brezka sjónvarpið á sam- kvæmt reglugerð að uppfylla þrjú skilyrði, veita fræðslu (informalion), efla menningu (educaiion) og veita skemmt- un (entertainment). Þessu þríþætta hlutverki leitast það við að gegna. Fræðslu og menningarhlutverkinu gegnir það með fréttaþjónustu í öll- um myndum, skólasjónvarpi, lislkynningu hvers konar, vís indafræðslu og trúarbragða- fræðslu, svo að dæmi séu nefnd. Um þessa meginþætti í starfsemi brezka sjónvarps- ins er engum blöðum að fletta, þeir skaða engan né skemma heldur eru það, sem þeir eiga að vera, mennt- andi og fræðandi, og með engu öðru móti en sjónvarp- inu gæti sú fræðsla og mennt un náð til jafn margra og hún gerir, eins og lífsskilyrðum nútímafólks er háttað. Eg tek til dæmis, það sem ég hefi áhuga fyrir, kirkju og krist- indóm, þeim málum eru gerð sv0 góð skil í brezka sjón- varpinu, að áhugi fyrir þeim hlýtur að vakna hjá fjölda fólks, sem ella myndi fara á mis við þá vakningu. En þá er eftir að minnast á þriðja og síðasta meginþátt inn í dagskrá brezka sjón- varpsins (ég miða eðlilega við það sjónvarp, sem ég þekki) og það er dægrastylting og skemmtiefni. „Þetta er það svið sjónvarpsstarfseminnar sem þeir hengja helzt hatt sinn á, sem finna sjónvarpi allt til foráttu og telja það jafnvel meinsemd í menn- ingunni. „ —Finni hann eitt fúið tré, fordæmir hann allan skóg:.nn.“ Skemmliefnið er auðvitað misjafnt, ýmislegt er óneitanlega gróft, svo sem kvikmyndir með manndráp- um og misþyrmingum, en það er vitanlega með ákveðn um vilja hægt að útiloka slíkt úr hvaða sjónvarpsdag- skrá sem er. Af öðru slæmu sjónvarpsefni myndi ég nefna forheimskandi skrípalæti, sem eiga að heita skemmti- atriði. Þá má nefna óhrjálegt auglýsingafargan. Það fyrir- finnsl ekki í sjónvarpi brezka Ríkisútvarpsins, en er aftur á móti hjá Auglýsingasjónvarp inu í Lundúnum, ITV, en þó skárra þar en vera mun í ýmsum öðrum löndum. Við værum að sjálfsögðu ekki til neydd að hafa auglýsinga- fargan í okkar sjónvarpi, en ef það yrði nú samt tekið upp þar, mætti marka því á- Framnald a 14 stðu SÉiiA ESVIIL BJÖRNSSON flnfti úfvarpserindi um sjón- vsrpsstarfsemi síóasflióió sunnudagskvöld. Var erind- ið hið athyglisverðasta, enda hefur höfundur kynnzf af eigin raun sjónvarpi erlendis. Síöari hlufinn fjallaöi um geimsjónvarp - ieið framfíðarinnar — og birtir Alþýðu- blaðið þann kafla hér með géðfúslegu leyfi höfundar. Alþýðublaðið — 25. jan. 1962 |_3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.