Alþýðublaðið - 03.02.1962, Side 2

Alþýðublaðið - 03.02.1962, Side 2
•Itstjórar: Gísll J. Ástþðrsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fréttastjón: •Jörgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasíml 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu I—10. — Askriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef- ■ndi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri Sverrir Kjartansson. Blettur á borginni BORGARSTJÓRI upplýsti það á fundi borgar- atjórnar Reykjavíkur í fyrradag, að 188 braggar væru enn í Reykjavík sem íbúðarhúsnæði. Það ■'búa 776 manns í bröggum þessum. Þetta eru Ijót- ‘•ar upplýsingar. Braggarriir voru teknir í notkun sem íbúðarhúsnæði eingöngu til bráðabirgða og jþað er v.'ssulega blettur á Reykjavíkurborg, að "776 íbúar skuli enn búa ,í bröggum þessum 17 ár- um eftir að stríðinu lauk. Vissulega hefur mikið verið byggt í Reykjavík ■og margur braggabúinn hefur flutt úr bragga í •nýtt og vistlegt húsnæði, sem Reykjavíkurborg thefur reist. En gallinn á byggingamálastefnu •meirihluta borgarstjórnar hefur verið sá að það ‘hafa undanfarin ár eingöngu verið byggðar sölu- íbúðir, en ekki leiguíbúðir. í þeim bröggum, sem enn er búið í, er fólk, sem ekki hefur efni á því að 'kaupa íbúðir. Þess vegna verður bröggunum ekki útrýmt nema borgin byggi leiguíbúðir, sem síðan verði leigðar braggabúum og öðrum, er ekki geta eignazt sitt eigið húsnæði. Alþýðuflokkurinn hef- ur margoft bent á þessa leið í borgarstjórn Reykja víkur. Vissulega ber að greiða fyrir því að borgar- ■ibúar geti eignazt sitt eigið húsnæði, jafnt bragga- ^búar sem aðrir. En reynslan héfur sannað þá kenn ingu Alþýðuflokksins, að húsnæðisvandamálið verður ekki leyst til fulls nema borgin byggi einn- ig leiguíbúðir og leigi þær út gegn vægri leigu. Bú leið er farin víða erlendis þar sem jafnaðar- menn hafa ráðið stjórn bæjarfélaga. Það ætti að ,gef a öllum þeim, sem nú búa í brögg um, kost á því að kaupa íbúðir í húsum, sem borg- in byggir. En síðan ætti borgarstjórn að láta reisa ákveðna tölu leigíbúða. Þegar smíði þeirra íbúða er lokið á að loka bröggunum og bjóða braggabú- unum húsnæði í hinum nýju leiguíbúðum borgar- innar. Þar með hefði borgarstjórn þvegið þann Ijóta blett af borginni, sem braggarnir eru í dag. Skreiðarframleiðendur Útflytjendur Við erum meðal stærstu innflytjenda ofangreindr ar vöru í Nígeríu. Ágætustu meðmæli fúslega veitt áreiðanlegum útflytjendum. Algjör heiðar- leiki í viðskiptum í 20 ár. VÖRUR YÐAR ERU ÖRUGGAR HJÁ OKKUR. Snúið yður til Messrs. A.A. Momson & Company, 22a Lewis Street, P. O. BOX 270, Lagos, Nigeria. West Africa. Símnefni: „MOMSON“ — Lagos. Auglýsingasíminn er 14906 ÞORLEIFUR JÓHANNSSON Skósmiður - minningarorð EINN af beztu liðsmönnum Alþýðuflokksins um langan aldur, Þorleifur Jóhannsson, frá Stykkishólmi, var jarð- settur hér í Reykjavík í gær. Foreldrar hans, Anna Sig'urð- ardóttir og Jóhann Erlends- son, áttu heima í Dal í Mikla hoilshreppi og síðar [ Ólafsvík og áltu þau sjö börn. Þorleif- ur var heima hjá foreldrum sínum þar til eftir fermingu, en þá flutfist hann til ísa- fjarðar og lærði þar skósmíði hjá mági sínum Ólafi Stef- ánssyni. Á ísafirði var hann í 12 ár, en flutti þá í Dýrafjörð. Um sama leyti kvæntist hann Sesselju Jónsdóttur, sem var Austfirðingur að ætt. Til Stykkishólms flultu þau hjón- in 1927. Þar byggðu þau sér hús og eignuðust myndarlegt heimili. Þorleifur stundaði fyrst og fremst iðn sína, en hann greip og til ýmissa annarra starfa, sem til féllu. Hingað til Reykjavíkur flutt- ust þau hjónin árið 1946 og áttu hér heima síðan. Hér vann Þorleifur lengi að skó- smíðinni, en breytti um starf og var húsvörður á flugvellin um hin síðustu árin. Þorleifur var skapfestu- maður, hann var prýðilega vel gefinn, en enginn málrófs maður. Dagfar hans var hæg- látt, en vakandi, og hann hafði fastmótaðar skoðanir. Hann var trölltryggur og mik- ill vinur vina sinna, ef á bját aði í sambúð við einlivern dró hann sig frernur í lilé en að lenda í hörðum deilum. Hann gekk, þegar er til Stykkis- hólms kom, til liðs við alþýðu hreyfinguna, og þau hjónin bæði, og höfðu upp frá því lifandi áhuga fyrir framgangi hennar og Alþýðuflokksins, en flokksfélagar voru þau bæði. Sesselja og Þorleifur voru mjög samhent. Hún lét sig málefni mikið skipta í félags- lífi í Stykkishólmi og einnig eftir að hún kom til Reykja- víkur. Hann mun ekki hafa beitt sér eins mikið, en tillögu góður var hann, og ef eitthvað bjátaði á í félagslífi, var hann sáttasemjari milli manna. Það er sjónarsviftir að góð- um félögum. En um það þýðir ekki að sakast. Gamall félagi. Nýr maður í mann- réttindanefndina RAÐHERRANEFND Ev ópuráðsins hefur kjörið Sigur geir Sigurjónsson hæstaréttar lögmann til að taka sæti í Mannréttindanefnd Evrópu. — Hefur Friðjón Skarphéðins- son, forseti Alþingis, fyrir nokkru óskað eftir að láta af störfum í nefndinni. Samkvæmt Mannréttinda- sáttmála Evrópuráðsins skal mannréttindanefndin ásamt Mannréttindadómstóli Evr- ópu vinna að þvi, að tryggja að staðið sé við skuldbinding- ar, sem sáttmálinn fjallar um. Tekur nefndin við kærum frá þeim ríkjum, sem eru að- ilar sáttmálans, og að auki frá einstaklingum og félagasam- tökum, ef hið kærða ríki hefur samþykkt slíkan kærui'étt. — Einn maður frá hverju hinna 10 ríkja í Evrópuráðinu á sæti í mannréttindanefndinni. — Fyrsti íslenzki nefndarmaður- inn var Hermann Jónasson, fyrrum forsætisráðherra, en síðar tók Friðjón Skarphéðins son sæti hans. ENN LÍFEYRIS Ný stjórn ... Framh. af 16. síðu frá Nenni við beiðnum um ljð- sinni. Ákvörðunin var tekin á ráðu- neytjsfundi, ssm stóð i t-æpa klukkusund. Fanfani hélt síðan rakleiðis til forsetahallarinnar •þar sem hann afhenti Giovann] Gronchi lausnarbaiöni sína Frh. af 5. síðu. ekkj væri toúið að semja að fullu um réttindi þeirra í sjóð- unum. Jón talaði um að það þyrfti að koma betur fram, hvað há- setarnir vilja í þessum efnum, nú þegar til standi að iögbmda sjóðinn. Hann talaði einnig um, að það þyrfti að bæta tveim í viðbót í stjórn sjóðsns, auk þe.rrar 'fjölg j unar, sem frumvarnið gerir ráð | fyrir. Vildi Jón, að þeir yrðu j frá Farmanna- og fskimanna- j sambandi íslands og Vinnumála I sambandi SÍS, Ólafur Jóhannsson (F) kvaddi sér hljðs. Hann kvaðst meðmælt ur þeirri meginstefnu, sem frumvarpið væri byggt á. Hann taldi vafasamt, hvort sjóðurinn skyldi vera í vörzlu skipaféiag- anna eða fara í lífeyrissjóð tog arasjómanna. Ólafur talaði um, að frum- varpið gerði ráð fyrir, að ið- gjaldagreiðslur í 'hann hætti hjá viðkomandi einstakling og út- gerðarfyrrtækisins vegna hans eftr 30 ár í stað 35 ár. Ólafur kvað vafasamt að sjóðurinn þyldi slíkt fjárhagslega og beindi því tii nefndar, að þetta atriði yrði athugað gaumgæfi- lega. Emil Jónsson svaraði að lok- um ýmsu, sem kom fram í ræð- um Jóns og Ólafs. Iíarm sagði, að ástæðan fyrir þvi "að frjm- varpið væri komið fram væri sú, að undirmenn á farskipumi hafi lagt á það mikla áherzlu, að líf eyrissj óðsréttindi þeirrai væru tryggð með lögum, en ekki samningum. Frumvarpia tryggi þessar óskir þeirra. Varðand athugasemdir Ólafa sagði ráðherraun, að frumvai-picS gerði ráð fyrir, að stjórn sjóðg ins skuli 5. hverf ár fá trvgg- ingarfræðing ú’- ad athuga íjár- hagsgrundvöll hans og stjórnin gæti þá séð hverjar ráðstafanifl hún þurfi að gera til að tryggja þann grundvoll. Akureyrarmerki Framhald af 1. síðu. Austfjörðum, Eyjafirði og viS Vestmannaeyjar. Jakob Jakobsson sagði, a3l síldarmerkin frá Akureyrar- polli, sem fundist hefðu í vet ur við Suðurland, sýndu, að smásíldin, sem veiðzt he.fði á Akreyrarpolli yxi þar upp og sameinaðist síðan aðalstofnl íslandssíldarinnar. Jakob sagði, að uppeldisstöðvar síld- arinnar væru sjálfsagt í fjörð- um og vogum kiingum allt land, en ein aðaluppeldisstöð- in væri líklega á Eyjafirði. —« Hann sagði, að ennþá hefðl þetta mál ekki verið rannsak- að nægilega mikið, en merkja þyrfti ungviði kringum allt land til þess að kanna til hlít«i ar hvar helztu uppeldisstöðv* ar síldarinnar væru. £ 3. fébr. 1962 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.