Alþýðublaðið - 03.02.1962, Page 7
EINS og að undanförnu
hlutu á síðastliðnu ári all-
margir íslendingar erlenda
styrki til háskólanáms eða
rannsóknarstarfa utanlands.
Fer hér á eftir yfirlit um
þær styrkveitingar, sem
menntamálaráðuneytið hefur
haft einhvers konar milli-
göngu um, m. a. í sambandi
við auglýsing styrkjanna og
tillögur um val styrkþega.
Styrkirnir hafa verið boðnir
fram af stjórnarvöldum við-
komandi landa, nema annars
sé getið.
FINNLAND :
Gunnar M. Jónasson, stúd-
ent, haut styrk til náms í
húsagerðarlist við Tæknihá-
skólann í Helsinki.
ÍTALÍA ;
Guðmundur Karl Ásbjörns
son hlaut styrk til að halda
áfram myndlistarnámi við
Accademia di Belle Arti e
Lieeo Axtistico í Florens.
NOREGUR:
Þór E. Jakobsson. hlaut
slyrk til náms í veðurfræði
við Öslóarháskóla.
' i
RÁÐSTJÓRNARRÍKIN :
A undanförnum árum hef-
ur nokkrum íslenzkum náms
mönnum verig veitt skólavist
í rússneskum háskólum. Þar-
lendir námsstyrkir hafa tíð-
um fylgt skólavistinni. Síðast
liðið haust hlaut Guðrún
Finnbogadóttir, stúdent, þar
skólavist og styrk til tungu-
málanáms.
V
SPÁNN:
Álfrún Gunnlaugsdóttir
hlaut styrk til að nema
spænsku og önnur rómönsk
mál, svo og spænskar bók-
menntir.
'SVÍÞJÓÐ :
Kjartani Jóhannssyni,
stúdent, var veittur styrkur
KÁMí
daglegk
til náms í byggingarverk-
fræði við Tækniháskólann í
Stokkhólmi.
TEKKÓSLÓVAKÍA :
Gylfi Reykdal, stúdent,
hlaut styrk til að nema skreyt
ingarlist og graflist í Prag.
SAMBANDSLÝÐVELDIÐ
ÞÝZKALAND:
Guðmundur Ölafs Guð-
mundsson, stúdent, hlaut
styrk til náms í efnafræði,
Guðjón Guðmundsson, Gylfi
ísaksson og Haraldur Svein-
björnsson til náms í bygg-
ingaverkfræði, og Kristján
Sæmundsson til náms í jarð-
fræði.
Auk þess fengu á sl. ári eft-
irtaldir námsmenn í Sam-
bandslýðveldinu Þýzkalandi
framlengda fyrri styrki;
Sveinbjörn Björnsson í
eðlisfræði, Þórir Einarsson í
hagfræði, Haukur Krislins-
son, Óskar Maríusson og
Bragi Árnason í efnafræði,
Bjarni Kristmundsson í bygg
ingaverkfræði, Sigurður
Bjömsson til söngnáms,
Björn Emilsson og Agúst
Karlsson til iðnfræðináms,
Ögmundur Runólfsson til
náms í fræðum, er lúta að
friðsamlegri nýtingu kjarn-
orku. Ólafur Sigurðson í húsa
gerðarlist og Hálgi Sæmunds
son í vélaverkfræði.
Styrki frá Alexander von
Humbold stofnUninni fyrir
háskólaárið 1961—62 hlutu :
Ragnar Arnason verkfræð-
ingur, til framhaldsnáms og
rannsókna í landmælingum,
Sigurður H. Líndal, lögfræð-
ingur, til náms og rannsókna
í germanskri réttarsögu og
Hrafn Tuliníus, cand. med.
til framhaldsnáms og rann-
sókna í lífeðlisfræði. '
Vísindastyrki NATO hlutu
Ófeigur J. Ófeigsson lækn-
ir, til framhaidsrannsókna í
meðferð brunasára við Roy-
al Infirmary í Glasgow, Er-
lendur Lárusson fil. kand. til
framhaldsnáms í stærðfræði
legri statistik við Stokk-
hólmsháskóla, og Hjalti Þór-
arinsson, læknir, til fram-
haldsrannsókna á sviði brjóst
holsskurðlækninga.
Úr Minningarsjóði Harald
Quintus Bosz, Hollandi, hlutu
eftirtaldir menn styrki: Jó-
hann Axelsson til rannsókna
á sviði lífefnafræði við líf-
efnafræðideild Oxford-há-
skóla og Vilhjálmur Skúlason
til náms og rannsókna í lyja
efnafræði og lífefnafræði við
háskólann í North Carolina,
Bandaríkjunum.
Námsstyrkir þeir, sem get-
ið var hér að framan, eru
Framhald á 12. síðu
í ÞREMUR greinum Alþýffu-
blaðsins hefur með stuttu
millibili verið ráðizt að
biskup íslands á mjög óvið-
urkvæmilegan hátt.
Fyrri greinarnar tvær voru
ritaðar undir dulnefni og var
biskupi borin á brýn hlut-
drægni í ráðstöfunum á út-
varpsmessum. Bar greinar-
höfundur fyrir brjósti mál-
stað allra sértrúarflokka í
landinu og taldi að réttur
þeirra væri fyrir borð bonnn
í lýðræðislandi, þar eö þeir
fengju tij umráða í rikisút-
varpinu hluta af þeim út-
varpstíma, sem varið er til
messuflutníngs frá kirkjum
landsms. Greinarhöfundi var
bent á þá staðreynd, að allir
utankirkjumenn í landinu,
þar með. taldir rómversk-
kaþólskir, hvítasunnumenn,
aðventistar og aðrir sértrúar-
flokkar, hverju nafni sem
nefnast — einnig þeir sem
engu trúfélagi fylgja, næmu
aðeins um það bil 2,6% af
þjóðinni allri. Þetta þýðir m.
ö. o. það, að bæri þeim sem
svaraði liðlega einn messu-
tímj á sunnudagsmorgni á ári
hverju, og ættu allir að koma
fram í það, eina sinn, skipta
messutímanum hlutíallslega
á milli sín, hvernig sem sam
komulagið yrði um það, að
ekki sé hugsað um þjóðina,
sem útvarpshlustendur í því
sambandi. Sumir þessara sér-
trúarflokka fá rauuar sinn
hluta dagskrár á öðrum tím-
um, svo fjarri fer því að rétt-
ur þeirra sé fynr borð bor-
inn. — Þessi rök hrinu ekki
á greinarhöfundi, engan veg-
inn. Honum virtist vera með
öllu hulin sú staðreynd, að
þjóðkirkjan hefur algjöra
sérstöðu hér á landi. Hún hef
ur lagalega séð sérstöðn og
það með réttu, því að hún er
þjóðkirkja í raun, hvað töl-
urnar snertir nokkurn veg-
inn í svo ríkum mæli sem
verða má. Þar kemur ekki
til greina samanburður við
né'tt annað trúfélag.
í fyrradag treður Gestur
Guðfinnsson fram á ritvöll-
inn með varnargrein fyrir
Votta Jehóva, vegna smánts,
sem biskupinn hefur skrifað
til fræðslu um þann trúflokk.
Enn kemur sama hjartalagið
fram, að taka að sér málstað
lítilmagnans, hins fámenna
flokks heittrúaðra ötulla á-
hugamanna, sem biskupinn
hefur innræti til að níðast á,
að tilefnislausu. Hér er trú-
arofstæki á ferð. Hvor aðil-
inn er haldinn því? Biskap-
inn auðvitað, og ofstækið leið
ir hann til þess að ógna. hin-
um smáa og fótum troðna
hin helgustu réttmdi vor,
skoðanafrelsi og trúfrelsi.
Alþýðublaðið er sannarlega
málsvari lítilmaguans og
helgra mannréttinda, enginn
getur efast lengur um það.
Nú fer að sjást í nýju ljósi,
hvers vegna Alþýðublaðinu
vcrðist svo umhugað um,
ekki sízt í sambandi við kosn
ingar, að kommúnistaflokkur
inn minnki. — Það er auðviA
að til þess, að hægt sé að taka
hann að sér, undir væng sinn
til verndar, þegar hann er
orðinn nógu lítill til þess að
slíkt eigi við, hlúa að hon-
um, taka málStað hans og
vinna að því ötullega, að
hann fái aðstöðu til þess að
koma ár smni vel fyrir borð
í skjólj hins dýrmæta frelsis.
Þú gleymir því ekki, Alþýðu-
blað, ef til þess skyldi koma,
að skoðanafrelsi og trúfrelsi
eru heilög réttindi, og það
er ofstækisfullt gerræði að
vara við boðskap hans og trú.
Gestur Guðfinnsson tekur
það skýrt fram í grein sinni,
að hann sé með öllu ókunniíT'
trúfiokknum Vottar Jehóva.
Það var orð í tíma talað, því
að málsmeðferð hans var með
þeim hætti, að um tvo kosti
var að ræða, annað hvort vajr
hann sjálfur vottur eða hann
bar ekkert skyn á það mál,
sem hann hefur tekið að sér
að ræða opinberlcga á svo
áberandi hátt.
Hann lofar Guð fyrir að
við eigum Skó’.avörðustíg 12
og Neytendasamtökin. Og
rétt er það, ið engum slafar
hér hætta af sviknu brauð-
mjöli frá Vottum Jehóva. En
til eru þeir, og guði sé iof,
ekki fáir, sem geva sér ljóst,
að maðurnn lifir ekki á einu
saman brauði. Miklu alvar-
legri hætta stafar af andlegri
ólyfjan. Hugarfarsstefnur og
kenningar geta reynzt ein-
staklingum og þjóð háska-
legri en fjörefnasnautt viður
væri um stundarsakir.
Svo mikilvægt sem brauðið
er, — ósvikið og heilnæmt,
— þá er lífið meira virði
en fæðan. — Þjóðsagan
sýnir þetta. íslendingar
fengu maðkað mjöl í brauðið.
En þeir lifðu allar þrengingar
af. Með þeim bjó sá styrkur,
sem aldrei varð bugaður. Það
var styrkur þess orðs, sem
kirkjan boðaði um aldir, þess
orðs, sem ger.ir mennina
sannarlega frjálsa. Hver sem
í sannleika ann frelsi og rétt-
læti hefur ærna ástæðu til
að lofa Guð fyrir það, að þjóð
vor hefur notið leiðsagnar
kirkju Krísts.
Ekkert þekkir Gestur Guð-
finnsson tii Votta Jehóva.
Samt virðist hann telja sig
þess umkominn að marka líti
aðvörun biskups og fræðslu
um þá. Ég get því ekki vænzt \ -
þess að hann meti mín orð
mikils. Eigi að síður vil ég
lýsa skoðun minni á þeim.
Þeir hafa algjöra sérstöðH
sem trúarflokkur, og það
væri niðrandi gagnvart kristn
um sértrúarflokkum, að bera
þá saman við slíka boðbera.
Ef ég ætti að nefn i hliðsíæðtj
þeirra, hvað snertir einstreng
ingslegt ofstæki, yfirjsrlig j
málflutningi við frjálsa, skyn
samlega hugsun og virðing
arleysi fyrir röksemdum, san;
hliða skefjalausum áróðrj,
sem hikar ekki við að þver-
skallast vð öllum staðreynd-
um og endurtaka sífellt for-
urnar, þangað til þeim er ját-
að fyrir áhrif sefjunar, þá
myncli ég nefna nazistana,
Þessi ófögnuður gerir nú
innreið sína t‘1 íslands, skijiu
lagsbundið erlendis frá, með
Biblíuna í hendti. Ræðst gegn
kirkju og grundvallarkenn-
ingum trúar vorrar, boðar m.
a. fyrirlitningu á jólahátíð-
inni, þrengir sér inn á heim-
ilin tií þess að rífa niður
kristna trú með falsrökum,
leitast við að veiða börn
kirkju vorrar í net sitt til þess
að leggja á þau ánauðar-
fjötra. Þeir hafa trúfrelsi og
skoðanafrelsi í þessu landi.
Rétt er það — og það hefur
eng'inn véfengt, þaðan af síð-
ur neitað því eða beitt þá
nokkru ofbeldj.
En þá þykir mér skörin
færast upp i bekkmn, ef ekki
má gagnrýna þá, og biskupi
er ámælt fyrir að gera skyldu
sína í þessu máli. Biskuþmn
er hirðir safnaðanna. Það er
tvímælalaus skylda hans, að
vara við úlfinum í sauðar-
gæru. Þessir menn koma untl
ir fölsku flaggi, þegar þeir
hampa Bibííunni. — Fólki er
kennjng þeirra ókunn, og
Biblían er notuð til að glepja
því sýn. Bar ekk; biskupi
skylda til að tala?
Það er óhilgjarn áróður og.
minnir á málsmeðferð votW
Framhald á 14. «iðu. ,
^lþýðuþla^? —- 2. febr. .1962 j