Alþýðublaðið - 03.02.1962, Síða 9

Alþýðublaðið - 03.02.1962, Síða 9
réttar- ig: Báðar eiða 300 barsmíði, aaða skil- fangelsis- 00 franka 'olly fyrir ■f fær 500 yrir klór- VAÐ SKEDUR M HELGINA? Meðal stjörnuspekinga er nú mikið rætt um áhrif þau sem samstaða átta reikistjarna í sama stjörnu merki kann að hafa á jarð- arbúa nú um helgina, en einmitt þá nær stjörnuaf- , staða þessi hámarki sínu. Afstaða þessi stendur frá því í dag til mánudags og nær hámarki sínu á morg un. Þá koma Merkúr Ven us, Mars, Júpiter og Saturn us'saman í vatnsberamerk inu svonefnda. Jafnmargar stjörnur hafa ekki komið saman í einu stjörnumerki síðan um 3000 f. Kr. burð. Þessi einstaka stjörnuaf- staða hefur valdið nokkr um óróa, sérstakega í Aust urlöndum. I Nepal lá við að til óeirða kæmi og kóngur inn varaði menn við læ- vísum áróðri stjörnuspek inga, sem spáðu hinu versta sér og stjórn sinni. A Indiandi hefur málið líka vak'ð nokkurn ugg. Þekktur indverskur stjórn 'málamaður varaði Nehru forsætisráðherra til dæmis við því, að hann kynni að verða fyrir óhöppum, sem stafaði af þessari óheilla- vænlegu afstöðu. Viðvörun þessi kom í bréfi -frá dr. Sampuranand fyrrv. forsætisráðherra h:ns norðindverska fylkis Utlar Pradesh. Ekki eru stjörnuspeking ar sammála um það hver áhrif afstaða þessi kann að háfa. En þó virðast stjörnu spekingar búast við því, að hún hafi slæm áhrif, stór felldar hamfarir á ein- hverju sviði. Indverjar telja t. d. að líklegt sé, að þessi áhrif komi mest fram utan Indlands. t. d. í Banda ríkjunum eða Suður-Am eríku. Otti manna við þessar yf irvofandi hrellingar er þó ekki eins mikill í Indiandi og í Nepal. Þar minnast menn þess, að árið 1934, þegar nokkrar reikistjörn ur komu saman í einu sljörnumerki, urðu miklir jarðskjálftar í landinu, sem ollu dauða þúsunda manna þar og í nágranna ríkinu Bihar. Pdestir Nepalbúar v:rð- ast sammála um það, að ejtt hvað skaðlegt komi fyrir nú um helgina. Margir Ind verjar blása hins vegar á þessa óheillaspádóma og telja hana bábilju eina. — Meðal þeirra er Nehru. í ræðu sl. mánudag sagð ist hann ekki geta skilið, . hvernig reikistjörnurnar geti haft áhuga fyrir mann lífinu hér á jörðu, jafn þýð ingarlítill hluti veraldar og jörðin hlyti að vera. Hér var Nehru jafnframt að beina máli sínu til þeirra manna, sem undanfarið hafa setið á bæn og farið með fórnir og helgisiði í þeirri von, að guðirnir verði miskunnsamir og hagi sér nú vel gagnvart mönnunum. Nehru sagði, að nær væri að notfæra náttúruöflin mönn unum til blessunar. Til þess þyrftu verk og dáðir, en nokkuð annars eðlis en bænir, fórnir og helgisiði. Dr. Sampuranand lét svo ummælt, þegar hann heyrði sagt f'rá ræðu Neh- rus, að það hefði hryggt sig að heyra hve gjörsam lega Nehru virtist lokaður fyrir þeim raunvisindum, sem hann kvað st jörnuspek ina í eðli sínu vera. Þessi háttsetti embættis maður kvað Nehru hafa al gerlega misskilið sig og stjörnuspekina. Hér væri ekki um neinn sérstakan áhuga plánetanna fyrir mannlífinu að ræða heldur blind náttúrulögmál. Það væri ekki, sagði dr. Sam- purnanand, af áhuga fyrir mönnunum, sem sólin ylli stundum flóðum og upp- skerubresti eða þurrkum, sem yrðu fjölda manns að bana. Um leið lagði hann aftur áherzlu á það, að þýð ingamiklar persónur í stjórn Indlands væru hafð ar undir sérstöku heilbrigð is og öryggiseftirlit meðan þess sérstæða afstaða stæði yfir, og meðal þess- ara manna væri Nehru. Annar stjörnuspekingur hefur spáð því, að kjarn- orkusprenging verði, sem valdi keðjuverkunum. — Hann spáði því líka, að Bandaríkin myndu verða dregin inn í gjöreyðingar- styrjöld. Eins og áður er sagt eru stjörnuspekingarnir undir sömu sökina — eða bless- unina — seldir og aðrar mannlegar verur, að þeir eru ekki sammála, ekki einu sinni í stórmáli sem þessu. Indverska stjörnuspeki- tímaritið, sem gefið hefur verið út í Bangalore í 60 ár, gerir mikið gys að þeim fáránlega spádómi margra indverskra sljörnuspekinga að heimsendir eða annað á líka sé í vændum nú um helgina. Það segir, að jafn vel þótt sprengdar yrðu þúsund kjarnorkusprengj- ur, þá getum við verið viss um að ekki ylli það heims endi. Spönsk venja Á boöskortinu stóð: — Vertu svo væn að koma í spönskum klæðum. Boðsi kortið var frá tignu fé- lagi í London, ssm Var að halda jólaboð. Unga stúlkan, sem boðið fékk, varð bókstaflega við ósk- unum oy kom til boðsins eins og bezt tíðkast á Spáni. Ilún reið fagurskreytt- um gæðing klædd spönsk um búningi alla leið frá heimili sínu um umferð- armiklar götur Piccadilly til dansstaðarins, þar sem hófið skyldi fara fram. Árstíða-stytturnar eru komnar. — Einnig smekklegt úrval af ódýrum blómavösum. BLÓM & ÁVEXTFR Kvikmyndasýning um umferðamál Félag íslenzkra bifreiðaeigenda hefur kvik- myndasýningu í Gamla Bíói kl. 3 í dag. Sýndar verða 3 umferðarmyndir m. a. um akstur í hálku og slæmu færi. Félagsmönnum og öðrum áhugamönnum heimill ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfir. Stjóm F.Í.B. Þjóðleikhúskórinn endurtekur samsöng sinn í Kristskítrkju, Landa-. koti sunnudaginn 4. febrúar kl. 21, vegna fjölda áskorana. — Aðgöngumiðar í Bókaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar og Blaðaturninum sama stað. ÍLA- i Haskolabioin í dag UPPSELT bíllinn dreginn út og lýkur þar með Bíla-Bingóinu að þessu sinni. FUJ. Alþýðublaðlð —■ 3. fébr. 1962 Q

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.