Alþýðublaðið - 03.02.1962, Síða 15

Alþýðublaðið - 03.02.1962, Síða 15
Hann vissi að það var heimskulegt og ónauðsynlegt en þennan sama dag keypti hann handa henni dálítið sem hún hafði óskað sér — gini- sieinum sett armband. Hann þurfti að nota meiri hluta þess ferðamannagjaldeyris sem þau höfðu fengið til þess og þar með urðu þau að neila sér um ýmislegt sem þau höfðu annars ákveðið að gera. Armbandið var eiginlega ekki mjög dýrt og heima í Englandi hefði hann aldrei hikað við að gefa henni það, en hann skýrði fyrir henni að til þess að hún gæti eignast það yrðu þau að neita sér um margt annað. „Áttu við að við eigum að halda okkur við ferðamanna- gjaldeyririnn?“ spurði hún. „'Vitanlega verðum við að gera það elskan mín. Ég hef engin sérréttingi“, sagði hann. íbúðin okkar á hótel- inu er mjög dýr og við verð um að fara vel með það sem við notum umfram þá peninga ef .við þá ekki verðum að fara heim nokkrum dögum fyrr en við ætluðum“. „Geturðu ekki fengið gjald eyri? Það gerir annað fólk“, sagði hún fýluleg. „Það getur verið að annað fólk geri það, en ég geri það ekki“, sagði hann og brosti v:ið“. Hvað finnst þér? Eigum við að fara heim?“ „Mér finnst gaman að vera hérna, en ég get ekki hugsað mér að eiga að spara. Ég hata að vera fátæk!“ . „Það geri ég líka“, viður- kenndi hann. Þá legg ég til að við förum heim í vikulok. T. d. á föstudaginn. Þá get um við verið hér í þrjá daga enn. Við höfum haft það gott og þú hefur fengið armbandið þitt þó ég hefði getað keypl mun fallegra armband handa þér í London“. „Já, en mig langaði í þetta armband. Það er frumlegt og ég ætla að nota það þegar ég dansa. Allt í lagi, þá förum við á föstudag“. Hún andvarp aði og það gerði hann líka. Því þegar þau kæmu aftur til Lon don yrði hún ekki lengur hans og þá gæti hann ekki eytt öllum tíma sínum hjá henni. Hann fékk miðana og hringdi til ungfrú Dove. Þau notuðu dagana sem eftir voru vel en samt urðu þau að hætta við að fara til Jungfraujoch. Honum fannst það ieitt en hann huggaði hana með að þau gætu farið þangað þegar þu kæmu næst til Sviss. „Næst? Næst vil ég fara eitthvað annað. Ég vil ferðast um allt, gera allt, sjá allt! Ég vil ferðast um allt, gera allt, sjá allt! Ég vil fá ALLT með an ég lifi“. Hún dansaði um isvefnherbergið og ,var svo ung og töfrandi að hann kyssti hana. „Og þú átt svo mörg ár framundan vina mín“, sagði hann. „Ég vil gjarnan gefa þér. allt sem þig dreymir um að eignast“. Hún leyfði honum að kyssa sig án þess að slíta sig af honum eins og hún var vön. „Þú ert mjög góður við mig Blaine“, sagði hún. „Ég vil vera meira en góður við þig ef ég aðeins fengi að vera það. Ö, Virginia við skul um ekki fara niður að borða í kvöld. 'Við skulum borða hérna uppi bara þú og ég ... og . . .“ hann hóf að kyssa hana blíðlega og ástríðuþrung ið. Hún sleit sig af honum. „En Blaine þó! Klukkan er bara sex“, sagði hún. „Fer ástin eflir klukk- unni?“ spurði hann. „Hvaða máli skiptir það þegar maður elskast ... Komdu til mín yndislega konan mín“. Hún leyfði honum að fá vilja sínum framgengt. Það var eins gott að ljúka því af, en hún heimtaði að fara nið ur í matsalinn og borða á eflir. „Það er miklu skemmti- sjúkrahúsið og það væri ekki rétt að biðja hana um að taka meira að sér“. „Veiztu að hún elskar þig?“ spurði Virginia illgirnislega. ,.Emma Dove? En sú vitleysa. Hún gæti verið mamma mín“, sagði hann og kyssti á kollinn á henni. „Það getur vel verið, en hún ber ekki móðurlegar til- finningar í brjósti til þín, og þegar kona á hennar aldri verður ástfangin, verður hún yfir sig ástfangin. Ég hef gam an að því þegar aðrar konur eru skotnar í þér. Þá hlæ ég“. „Þú þarft a. m. k. ekki að vera afbrýðisöm. Hvernig er það, vill hennar Náð fara út að borða í kvöld “ „Ekki í kvöld Blaine. Ég verð að læra hlutverkið mitt og það er svo erfitt að læra orðin, þegar engin hljómlist er með þeim. Vilt þú hlýða mér yfir?“ þessi Ferdinand leitar á þig fyrir framan áhorfendur?“ spurði hann. „Hann leitar ekki á mig á sama hátt og þú“, sagði hún og hló. „Það vona ég innilega að hann geri ekki! En allir þessir kossar. Kyssir hann þig?“ „'Vitanlega gerir hann það annars væri þetta asnalegt allt saman. Við eigum að lát ast vera ástfangin hvort af öðru“. „Og kyssir þú hann?“ ,,Auðvitað“. „Eins og þú værir ástfang- in af honum? Hvernig kyssir þú þegar þú ert ástfangin?“ „Það ættir þú að vita manna bezt“. „Ég ælti að vita það ... en ert þú það? Ertu ástfangin af mér Virginia? Ég velti því stundum fyrir mér hvort þú sért það“. Andlit hennar varð kulda- legra“, sagði hún. „Ég elska ljósin, hljómlistina, fólkið“. „Meira en þú elskar mig?“ spurði hann stríðnislega. Hún gretti sig framan í hann. „Á annan máta. Menn, ljós og hljómlist er mitt líf“, sagði hún glaðlega. „En ekki ég?“ , Hluti af því, en allt annar hluti“, sagð hún. O, Blaine láttu mig vera! Ég var ein- mitt nýbúin að mála á mér varirnar ... sjáðu þig nú Blaine! Ertu ekki ENN búinn að fá nóg?“ Hann hló að henni og sleppti henni. Einhvern tím- ann kæmi að því að hún vakn aði og þá yrði hún hans. Hún hlaut að verða hans. Hann myndi aldrei gera sig ánægð an með minna Þegar Blaine kom til Lon- don varð hann að ráða sér einkaritara bæði vegna breyt inganna í hans lífi og stækk- unar sjúkrahússins. „Hver vann fyrir þig áð- ur?“ spurði Virginia. „Þú hafðir ekki einkaritara þá?“ „Ungfrú Dove sá um það allt fyrr mig“. „Af hverju gerir hún það ekki núna? Er það af því að ég er hér? Henni líst illa á mig. Og mér á hana“. „Þetta er ímyndun í þér. Hún hefur mun meira að gera núna síðan við stækkuðum „Já, réttu mér bókina eða hvað þú kallar það. Hvað á ég að gera?“ „Segja stikkorðin mín ... nei, annars, lestu það allt“. Og hún rétti honum hlut- verkið sitt. Hann las hin hlutverkin með ýktri tilgerð og framsögn. „Það á ekki að vera SVONA óstjórnlega skemmti- legt“, sagði Virginia svekkt, þegar hann neitaði að taka þetta hátíðlega. Honum fannst þetta alltsaman óum- ræðilega hlægilegt. „Því miður, mér finnst það hlægilegt“, sagði hann. „Hvaða fólk heldurðu að tali svona saman?“ „Samtölin eru bara til að tengja lögin og söngvana sam an“, svaraði hún stutt í spuna. „En þurfa þau að vera svona heimskuleg? ,Þegar þú syntir inn synti hjarta mitt til móts við þig‘. Hvílík vit- leysa! Eru þau í sundhöll'eða hvað?“ „Vitanlega ekki. Þau segja þetta bara með tilliti til næstu söngvana", sagði hún reiðilega. „Haltu ááfram, Blaine“. Hann reyndi að vera alvar legur þó allt leikritið „Lady of Leisure“ væri jafn hlægi- legt að því er honum fannst og þegar þau voru búin að lesa allt stykkið leit hann alvar- legur og hugsandi á hana. „Hvemig finnst þér þegar legt. Hún reis á fælur, en hann dró hana niður í fang sér. „Þú veizt að ég er ástfang in af þér“, sagði hún stutt í spuna. „Er það Ertu það ‘Virginia? Elskarðu mig á sama hátt og ég elska þig?“ Hann vissi að það var heimskulegt að ræða þetta aftur, þetta sama og þau höfðu rætt svo oft og alltaf með þeim árangri að bilið milli þeirra breikkaði. „Af hverju heldurðu eigin- lega að ég hafi gifzt þér “ spurði hún. „Til þess eins að verða Lafði Bleding?“ „Nei, ég veit að svo var ekki. Því skyldi það vera á- stæðan, þegar þú notar ekki einu sinni það nafn í þýðing ar meiri hluta lífs þíns“. „Og hverjum er það að kenna? Ég vildi gjarnan kalla mig Virginíu Belding og þú veizt hvernig áhorfendur smjaðra fyrir titlum“. „Það hefði ekki verið ... sæmandi. Auk þess sagðir þú mér að þú hefðir orðið þekkt sem Virginia Cowley“. ► 7 „Yfir hverju ertu þá að kvarta? Það er oft á tíðum erfitt að skilja þig Blaine. Ég geri ráð fyrir að þú viljir helzt að ég hætt að vera 'Virginia Cowley. Að ég hætti starfi mínu“. „Það vil ég helzt“, sagði hann. , Það er ekki skemmji- legt að vera giftur tveim ólík um, konum, þegar minn helm ingur er aldrei heima“. Hún sleit sig af honum og stóð upp. Hann var farinn að þekkja svipinn sem var á and liti hennar þennan svip sem útilokaði hann gjörsamlega: „Við komum okkur saman um þetta áður en ég lofaði að giftast þér“, sagði hún. „Já, ég veil það en ég hélt ekki að svona færi. Ég hélt ekki að ég hyrfi svona gersam lega í skuggann“. „Þú hélzt satt að segja að ég yrði þreytt og hætti þessu öllu eða er ekki svo?“ spurði hún með því innsæi sem breytli henni úr hugsunar- lausu brrmi og í kaldrifjaða konu. „Jú“, viðurkenndi hann og yppti öxlum. „Þú getur hætt að halda það. Hver sem er gæti verið Lafði Belding en það er aðeins ein sem getur verið Virginia Cowley“. „Þar er ég þér ekki sam- mála“, sagði hann stuttur í spuna“. H'VER SEM ER gæti aldrei verið konan mín. Þú ein Virginia og það var ekki Virgina Cowley, sem ég giftist heldur konan, sem ég elskaði, MÍN V:rginia“. Fyrir fáeinum vikum síðan. hefði hann tekið hana í faðm sér og yfirunnið mótþróa hennar með kossum og bliðu atlotum unz óvinátta þeirra virtist hoi’fin. En nú gerði hann það ekki og skömmu seinna heyrði hann að h'ún læsti svefnherbergisdyrún- um að baki sér. Þau höfðu fengið sér hús utan við London. Það var lengra frá borginni en upp haflega hafði verið ætlað og skapaði ýmis vandræði fyrir þau bæði og þá sérstaklega fvrir Virginiu. Það kom marg oft fyrir að Blaine ók alla leið ina þangað til þess eins að bíða árangurslaust eftir Vir- giniu, sem hringdi svo seint og síðar meir og sagðist ekki nenna að koma. Og það þó að hann hefði gefið henni bíl inn og látið hana fá einkabíl stjórann, sem hann hafði lof að henni. „Komdu þá á morgun elsk an“. svaraði hann stundum. „Þá eigum við indælan dag ÓDÝRT ÞVOTTAEFNI: 2H> kg. þvottaduft. kr. 29.00 % 1. þvottalögur .. — 15,00 .mummmniimtimnmmnmtnntimmuiriiniiummiiHt. rfiiiMiiiiiiil ■■■niiiiiiimiiimmmiiiiiHHBmiiiilmiii. iiimiiiiiiiiil ^^BBImim^ium^^mrHfllHLmimmnii. MiVmiViVmmi ^^^®Kð^*^immímim,i immimimml flTfi (O I lé® Ifl I ® jmmmrtimm VimVmVmmiLRfl£^£ MiVimXViViAVÍ mVmVmVn i'miSSw BBmmVmiVm* •«M»immllPWWWmmmmmmimiimf»m,«flWmmiiim ....... Miklatorgi við hliðina á tsborflu ‘J If'kf; Alþýðublaðið — 3. febr. 1962 15

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.