Alþýðublaðið - 22.02.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.02.1962, Blaðsíða 2
Bltstjórar: Gísll J. Ástþórsson (áb.) og Eenedikt Gröndal. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Simar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu fi—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3,00 eint. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Aðeins með kommum ALFREÐ Gíslason læknir hefur setið þrjá fundi með Gils Guðmundssyni og Einari í Mý- nesi til að ræða stofnun nýs flokks. Virðist af frá áögn Gils, sem 'Viðræðurnar hafi snúizt um stofn- rm flokks, er væri bæði á móti hernámi, aftur- haldi — og kommúnisma. Ótrúlegt er að Alfreð hafi þurft þrjá fundi fil að sannfærast um, að Gils vill ekki samstarf við kommúnista. Að minnsta ko.^i brást Þjóðvilj- inn fljótt við og krafði Alfreð sagna um þetta makk. Og Alfreð var fljótur að skrifta: Hann sagðist ekki taka í mál neitt vinstra samstarf, nema kommúnistar væru með. í gær fór Þjóðviljinn hinum háðulegustu orð úm um þessar viðræður, og leyndi sér ekki, að blaðið lítur þær illu auga. Fer þá að verða ljóst, hvað hér er að gerast: Alfreð, Hannibal og þær 10—12 sálir, sem eftir eru í Málfundafélagi jafn- aðarmanna, eru nú algerlega á valdi kommún- ista, sem ráða öllu í Alþýðubandalaginu. Alfreð þreifar eins og barn í myrkri eftir útgöngudyr- um, en finnur ekki. Húsbændumir kalla hann fyrir, og hann verður að gefa yfirlýsingu í Þjóð- viljanum um að hann sé enn á réttri línu. Hanni- bal og Alfreð eiga engra kosta völ annarra en hlýða kommúnistum, eða draga sig út úr póli- tík. Enn sem komið er velja þeir fyrri kostinn. Vörustöðvar SAMVINNUMENN héldu myndarlega upp á hið tvöfalda afmæli sitt, ekki með hátíð eða veizlu höldum, he^dur nýjum stórátökum. Þeir fengu loforð um stuðning ríkisstjórnarinnar til að gera samvinnusparisjóðinn að Samvinnubanka, SÍS gaf milljón til jarðvegsrannsókna, opnaði skrif- stofu í London og ákvað smíði á 2500 lesta skipi til viðbótar 1100 lesta olíuskipi, sem Sambandið á í smíðum. Auk þessa gat forstjóri SÍS, Erlendur Einars- §on, um fleiri áhugamál í útvarpserindi sínu. — ívlerkast þeirra virðist vera áform um vörustöð (lagercentral), þar sem mörg kaupfélög gætu sam e:nast um einn stóran lager og sótt til hans varn- ing jöfnum höndum. Slíkar miðstöðvar rísa nú úm allar jarðir, enda geta þær sparað stórfé. Gat Erlendur þess, að samvinnufélögin mundu, þf þau gætu minnkað birgðir um aðeins 10% — josa 25 milljón króna lánsfé og spara milljónir { vaxtakostnaði. Vörustöðvar þarf að byggja með fullkomnu fiútíma sniði og vanda staðarval. Virðist augljóst, ið tímabært sé að koma slíkum mannvirkjum ipp hér á landi, til að tryggja neytendum vöru- ^al og lækka birgðakostnað. trygging Kynnið yður hincr hagkvœmu SLYSATRYGGINGU vora Hringið i sima 1 77 CX) eða lítið við á skrifstofu vorri PÓSTHÚSSTRÆTI .9 og við munum veita yður allar nauðsynlegor upplýsingar almennar HANNÉS Á HORNINU 1936 réðst gegn því fargani hér í landi, sem kallast skottulækn ingar. Og landlæknir Var ekki myrkur í máli — og þökk sé honum fyrir það. Hann gerði þá hreint fyrir sínum dyrum og það eiga einnig kirkjunnar menn, svo sannarlega að gera. ýý Mesta svaðbæli í Reykjavík. 'fc Niðurlæging Hofs- vallagötu. ýV Gerði biskupinn rétt? Gamali fiskimaður skrifar um skaðsemi dragnótarinnar. VEGFARANDI, SKRIFAR: „Ég efast um að fyrirfinnist hér í Reykjavik annað eins svað bæli og Hofsvallagatan frá Hringbraut og vestur að sjó. Það er eins oghún umturnist í einni svipan ef rigning kemur. Bærinn á veghefla og að sjálfsögðu þurfa þeir í mörg horn að líta, en ég held að hvergi sé eins mikil nauðsyn á veghefli og á þessari forsmánargötu. — Þar þarf hefil allt af að vera að starfj þegar regn streymir úr loftinu. Ég veit að, til stendur að malbika þessa götu á næsta sumri, enda yrði Sundlaug Vesturbæjar annars ónothæf, en við getum ekki bið ið eftir slíkum aðgerðum. Stað setjið veghefii á þessum spotta. H. RITAR MÉR eftirfarandi: „Biskupi landsins, herra Sigur birni Enarssyni, hefir í blöðun um nokkuS verið legið á hálsi fyrir að hafa ritað viðvörunar orð gegn vissum trúflokki, sem skotið hefir upp kolíinum hér á landi lítilega, en sem hefir notað landsmenn að féþúfu með sölu rita sinna. PERSÓNULEGA ER ÉG bisk upnum þakklátur fyrir þetta — Óskandi hefði verið að fyrirrenn arar hans hefðu á hverjum tíma gert hið isama þegar svipað hef ur átt sér stað. Ég álít það bein línis skyldu æðsta manns kirkj- unnar að vekja athygli á því, hvað sem það annars er, sem stefnir að því að sundra kirkju vorri og er einnig að öðru leyti þjóðinni tl óþurftar. ÉG MINNISTÞESS, að þeir voru fáir, sem áfelldust Vilmund Jónsson landlækni þegar hann í blaðagreinum í Alþýðublaðinu FISKIMAÐUR FRÁ 1912 SKRIFAR: Það var gott að hlusta á þáttinn um fiskinn fyrir nokkru. Þar voru á ferðinni menn, sem þorðu að svara og segja sína skoðun einarðlega og ótvíræða. Það eru auðvitað eng in bjargráð að láta togarsna fiska innan 12 mílna, frekar en orðið er. En hversvegna að leyfa dragnótina, mesta skaðsemdar veiðarfæri, sem notað er hér við land? Kannski þó að undanteknu' marflcar (rækju) trollinu, en gagnvart fiskstofninum og rpp vexti ungviðis, er dragnctin verst, og hið mesta ódæði, sem leyft hefir verið. Og hví eru ekki birlar niðurstöðúr rannsrkna fræðinganna hér í Faxafióa? Voru þeir ekki að rannsaka hér á hausti s.h? Vilja þeir ekki upp lýsa um árangurinn? VIÐ, SEM BÚNIR ERUM að stunda fiskveiðar á öllum tegund: um skina, hér við land s.l. 50 ár fyllumst vaxandi kvíða frá ári til árs með framtið fiskveiða fs lendinga, og höfutn fyllstu á- stæðu til þess. Við þekkjum mis Framhald á 12. síðu. 2 22. febr. 1962 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.