Alþýðublaðið - 22.02.1962, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 22.02.1962, Blaðsíða 16
tnmtíi) 43, árg. — Fimmtudagur 22. febr. 1962 — 44, tbl, kemmdir á vegum NOKKRAR skemmdir hafa orðið vegna frosta víða á vcg- um sunnanlands, t. d. Suður landsvegi, Hvalfjarðarleið, Krýsuvíkurvegi og víðar, en hér er þó ekki um alvarlegar skemmdir að ræða, að því er vegagerðin tjáði blaðinu í gær. Fært er nú yfir Holtavörðu- heiði og Vatnsskarð á Norður- landsvegi, og um vegi á Snæ- fellsnesi, Mosfellsheiði, Heliis- heiði og flesta aðra vegi. Fært er stórum bílum milli Húsavík- ur og Akureyrar, en farið er um Dalsmynni. f gær fór stór „trukkur“ með drif á öllum hjólum yfir Öxna- dalsheiði til þess að kanna leið ina, og var Guðmundur Bene- j diktsson, verkstjóri vegagerðar innar á Akureyri, með í förinni. Unnið var við ruðning á Gxna- I dalsheiði í fyrradag og á másu dag, og verður haldið áfram að moka næstu daga, en aðeins hálfmokað fyrsta kastið. Ekki verður Öxnadalsheiði þó fær strax að sögn vegagerðarinnar. Fært er nú orðið öllum bílum til Víkur. >MiwwiwMwwuwiwimm» ★ fslendingar drukku(við síðustu talningu) úr 21 milljón öl- og gosdrykkja flöskum á ári, og hér sporðrennir Erna Hrólfs- dóttir, sem er í 3. bekk Mfenntaskólans. úr flösku nr. 3.000.001. Við tókum myndina f gær vegna fréttar sem við erum með í dag um gosdrykkjafram leiðslu og skattlagningu. Vísitalan óbreytt VÍSITALA framfærslukodtn- aðar reyndist vera 116 stig í íbyrjun febrúar eða óbreytt frá 1. janúar. FYRIR nokkrum dögum hóíu tfldgvélar Flugfélags íslands jtninga innanlands fyrir varn avliðið á KcflavíkuriiugveHi, «ánar tiltekið miili Keflavíkur og Þórshafnar á Langanesj og Keflavíkur og Hornafjarðar. Samiz thefur um áframi-iald- atidi flutninga til næstu tmánaðamóta, en um frekari fflutninga er ekkert ákveðið enn LÆDDI SIÍARGL UM FLOKKURINN ÞAÐ er annað kvöld, föstudag, sem við spilum í Iðnó. Siguroddur Magnús- son rafvirkjameisiari flyt- ur ávarp ög síðan verður dansað. Fjölmennum stund víslega. — Alþýðuflokks- félag Reykjavíkur. TOGARINN Júní kom til Hafn arfjarðar í gærkvöldi um klukkan sjö. Eins og knnnugt er féklc skipið slæmt áfall í Norðursjó aðfaranótt sl. laug- ardag, er það var að hjálpa björgunarskipi, sem þar var í nauðum statt. Júní var að koma frá Þýzkalandi úr sölu- ferð. Alþýðublaðið ræddi í gær- kvöldi við Halldór Halldórsson, skipstjórann á togaranum, en það er ungur maður, 33 ára gamall. Hann sagði að veður hæðin hefði verið óskapleg á! Norðursjó þessa nótt, allt að tólf vindstig. Þegar björgunar skipið sendi frá sér neyðar- skeyti sigldi Júnj til móts við það, og mætti því. Var björgun arskipið mjög illa farið, allt ! brotið ofan af því og m. a. var^ loftskeytastöngin farin, svo það; gat ekki haft samband við land. ■ Skip þetta var stálskip um 150: tonn. Júní fylgdi nú skipinu í 10 : —12 tíma, og ætlaði að taka i það í tog þegar veður færi að I lægja og birta af degi. Meðan Júní var með skipinu fékk það annan brotsjó mjög slæman. Júní hafði samband við land fyrir björgunarskipið og skýrði frá ástandinu. Önnur skip miðuðu Júní út til að hafa upp á björgunarskipinu. Um nóttina er Júní var hjá björgunarskipinu fékk hann á sig mjög slæman sjó, og flæddi m. a. inn um brúar- glugga stjórnborðsmegin. Fór þá stýrið úr sambandi og varð skipið stjórnlaust. Gat Júní þá ekki lengur fylgzt með björg- unarskipinu, og var nú allt gert til að koma stýrinu í lag. Tókst það að nokkru leyti, og var þá haldið beint heim til ís lands, en þá voru önnur skip komin björgunarskipinu til hjálpar, og mun það hafa verið dregið tvéim sólarhringum seinna inn til Esbjerg. Halldór sagði, að þessa óveð ursnótt hefði ástandið verið ægilegt á Norðursjó, og neyðar bylgjan í stanzlausri notkun og þar hefðu „mayday“-köll heyrst í sífellu. Júní fékk gott sjóveður heim, og verður nú unnið að lagfær ingu á stýri skipsins. 5,000 fyrir greiðann Íf VERZLUNARMAÐUR hér í bæ liringdi til blaós- ins í gær og kvaðst vilja vekja athygli á misræmi í innheimtuffjaldi íslenzkra lögfræðinffa annars vegar og skandinavískra starfs- bræðra þeirra hins vegra. Verzlunarmaðurinn upp- lýsti, að samkvæmt taxta, tækju lögf.ræðingar hér 5,000 króna þóknun fyrir að innheimta 55.000 króna skuld. En sama þjónusta, sagði verzlunarmaðurinn. er seld í Svíþjóð fyrir sem svarar 1250 krónur íslenzkar. HALLDOR HALLDORSSON Vestmannaeyjum, 21. febrúar. LANDLEGA. var hjá Evjabát- um í gær, en í fyrrailag réru um 50 bátar og fengu flestir ágætan afla. Bátamir fcngu þetta 6—13 tonn, en Halkion var aflaliæstur meff 15 tonn. 30 bátar réru á mánudag, og fengu góðan afla. ! Annars hafa gæftir verið mjög stirðar, en veiðin hcfur iverið ágæt þegar gefið hefur. ' Síldarbátarnir liafa veitt lítið, en eru nú að búa sig undlr að veiða í net, og er Það óvenju; | snemmt. Margir aðkomubátar eru farnir héðan. Víðir II frá Sandgerði mani stundá veiðar héðan í þorskanet þegar loðnan lcemur. — K.M.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.