Alþýðublaðið - 22.02.1962, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 22.02.1962, Blaðsíða 7
UM síðustu helgi tók Fila- delfíusöfnuðurinn í notkun nýja kirkju í Reykjavík. í til- efni af því hefur Alþýðublað- ið átt stutt viðtal við forstöðu mann safnaðarins, Asmund Eiríksson og fer það hér á eftir. Þegar Fíladelfíusöfnuður- inn hafði verið heimilisfastur á Hverfisgölu 44, um 20 ára skeið, hófum við byggingar- framkvæmdir að þeirri ný byggingu, sem við erum nú að flýtja í, við Hátún 2. Okk ar fyrsta guðsþjónusta í þess um nýju húsakynnum var síð- astliðinn sunnudag. í rauninni var það ekki vígsla þótt sum blöðin kalli það því nafni — og þó. Með prédikun Orðsins °g guðsþjónustunni í heild, sem var mjög fjölmenn, get um við kannski sagt, að við höfum vígt þann hluta salar kynnanna, er við höfum tekið nú í þjónustu okkar. Að við séum að reisa dýr- ari og mikiu vandaðri bygg ingu en títt er með frjálsu kristilegu starfi hér á landi? Salt er það að byggingin verður dýr. En tækifærið, sem lagt var upp í hendur okkar, um leið og við fengum þessa ágætu lóð, var alveg einstáett, °g eggjaði okkur til að grípa gæsina, sama daginn og hún flaug. Hefðum við ekki gert það, væri nú búið að bvggja stórt og mikið „fórum“ á þess ari sömu lóð. Við erum sann- færðir um það, að Guð gaf okkur bæði lóðina og stund- ina, sem við hófum fram kvæmdir okkar. Það var einhverntíma 4 síðastliðnu sumri, að ég kom frá úthverfi Reykjavíkur og ók með strætisvagni Suður- landsbrautina inn í bæinn. — Þegar vagninn kemur á móts við nýju Fíladelfíu, líta tvær fínar frúr, sem sátu í sætun- um fyrir framan mig, til bygg ingarinnar, sem þá var verið að mála. Önnur segir við hina: „Óskaplegt er að hugsa sér að svona falleg lóð skuli hafa fallið í hendur þeirra manna, sem ætla að prédika helvítiskenninguna í þeirri kirkju, sem þarna er verið að byggja“. „Einum of mikið“, sagði ég. í þessari kirkju á að prédika orð krossins, sem frelsar frá glötuninni“ Frúrnar þekktu mig ekki, og vissu ekki að ég sat fyrir aftan þær. Of vönduð bygging? Nei, hreint ekki. Hvers vegna ættum við ekki að unna kristilegri starfsemi að vera í fallegum og góðum húsakynnum, eins og öðrum félagsskan? Ef krisinir menn skilja ekki þessa kröfu sam- tímans, er kalið ofan af þeim vaxtarbroddi, sem er ein af forsendunum fyrir heilbrigð um vexti kristilegs starfs. Við erum öll þannig gerð, að það orkar meira á okkur, en við viljum kannast við, umhverf ið og vistarverurnar. Þegar Fíladelfíusöfnuðurinn flytur nú í hin nýju húsakynni, fær hann í fyrsta skipti í sögu sinni þau starfsskilyrði, er samsvarar þeirri háleitu kenn ingu, sem hann starfar að og fyrir. Þélta er líka krafa sam límans. og þeir sem vilja halda áfram að lifa, verða að taka tillit til hennar. Þetta er líka krafa samtímans, og þeir sem vilja halda áfram að lifa, verða að taka tillit til hennar. Þetta er ekkert síður nauðsynlegt á andlega svið- inu, en hinu tímanlega. — Það hafði verið mjög fjölmenn guðsþjónusta hjá ykkur si. sunnudag, er þið byrjuðuð þarna við Hálún 2? — Já, vissulega, og það leyndi sér ekki, að bæði safn aðarmeðlimir, og þeir, sem slóðu fyrir utan, fannst mik- ið til um þessi nýju húsa kynni Margir hafa ekki get að orða bundizt yfir því, að svo fámennur söfnuður, sem telur ekki nema svona 300 meðlimi, skuli hafa komið því í framkvæmd, að byggja svona fallegan og hlýjan sam komusal, sem áfanga að hinu endanlega marki. Salur þessi mun fullnægja þörfum okkar þangað til aðalsalur kirkjunn ar verður fullger, sem taka mun nokkurn tíma. — Hvort við höfum hljóm sveit við guðsþjónustur okk- ar — Því ekki það? Við guðs þjónustuna sl. sunnudag höfð um við 10 manna hljómsveit undir stjórn Árna Arinbjarn arsonar, sem er söngstjóri safnaðarins. Við hliðina á Árna starfar annar ungur og efnilegur organleikari, Daní- el Jónasson. Standa þeir vel saman og styrkja hvorn ann- an. Ég var spurður um það í gær, af blaðamanni frá Tím- anum, er verið hafði við guðs þjónuslu okkar á sunnudag- inn, hvort allt þetta unga fólk, sem hefði verið í hljóm sveitinni væri í söfnuðinum. Já, svaraði ég. Það er morgun dagur Fíladelfíusafnaðarins. Þetta get ég einnig sagt við ykkur. Og næstu viðfangsefni, eft ir að þið eruð fluttir í nýju. Fíladelfíu? Þau eru einkum tvö; Það fyrra, og sem alltaf verður það fyrsta, að prédika orð krossins, sem frelsar frá glöt un, eins og ég sagði við fínu frúrnar í strætisvagninum. — Og annað: Að ljúka sem allra fyrst aðalkirkjusalnum. Þannig voru lokaorð As- mundar Eiríkssonar forslöðu manns safnaðarins. til landsins. Um það var engin fréttatiikynning nauðsynteg en hitt hefði verið æskilegra að at- hugunargerðin sjálf hefði veri* birt, svo menn gætu sjálfir gert sér þess grein hvernig hún vnr oð hvað í henni fólst en hún var mjög lausleg og lítið tH hennar vandað. 3. Að búið væri að kaupa þann áburð sem pantaður hei'ði verið. Ekki eru það nein sérstök tíðindi. Þetta hefur gerst á hverju ári um langt. skeið pgf var engrar hátíðlegrar yfirlýs inar þörf um það. 4 Að sparast hafi nokkur pr- lendur gjaldeyrir vegna iækk aðs verðs, miðað við verðlag á fyrra ári. Að áburðarverif mundi eitthvað lækka, einkvmt á þrífosfati, var vitað fyrirfram og kunnugt þeim er þau mál létu sig skipta og eru engar líkur til annars en að svipuð lækkun hefði orðið þótt Ábuið arsalan hefði annast innkaupin 5. Að ekki hefði verið teh.i'ð' fyrsta boði um áburðarkaup er fékkst, heldur samið um lægra verð endanlega. Þetta mfm ekki vera annað en það semSal mennt t íðkast um Öll meiri hátt a.r innkaup að fyrstu tilboðin- eru ekki samþykkt, en gagnSil' Framhald á 14. síðu. Áburður RÍKISÚTVARPIÐ og mörg blöð í Reykjavík hafa nýlega birt ,,£réttatilkynningu“ frá Á- burðarverksmiðjunni h.f., sem meiri hluti verksmiðjustjórnar innar hefir sett saman, en þann meirihluta skipa þeir Halldór H. Jónsson, Kjartan Ólafsson, Pétur Gunnarsson og Vilhjálrn ur Þór. Ég átti ekki samleið með þeim um þessa „fréttatilkynn- ingu“ og hafa útvarpið og blöð in látið þess getið samkv. ósk mimii. Ég taldi að ekki væri neitt sérstakt tilefni fyrir hendi um slika fréttatilkynningu og gat ekki heldur fallist á efni hennar né orðalag. iHeástu atriðin sem sagt er frá í tilkynningunni eru: 1. Að ráðherra hafi falið Á- burðarverksmiðjunni h.f. rekst ur Áburðarsölu ríkisins, en það var tilkynnt fyrir þremur mán uðum og því með öllu óþarft nú 2. Að athugun ,,itarleg“ hafi verið gerð umhagkvæmni þess að flytja áburðinn ósekkjaðan AJþýðublaðið — 2% fsbr. 1962

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.