Alþýðublaðið - 22.02.1962, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 22.02.1962, Blaðsíða 11
swmz) Happdrætti Alþýðublaðsins JL tílkynnir Skrifstofa HAB er flutt að Hverfisgötu 4 þar sem áður var Ferðsakrifstofan Sunna). Framvegis verður miðasalan þar. Símanúmer skrifstofunnar er 16112. Þetta eru viðskiptamenn HAB beðnir að hafa í huga. H A B ATHUGIÐ: Pósthólfsnúmer HAB er 805. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta húseignarinnar nr. 45 vpð Bergstaðastræti hér í bænum, þingl. eign Kristjáns Arngrímssonar, fer fram þriðjudaginn 27. febrúár kl. 2,30 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. NAUÐUNGARUPPBOÐ Hraðfrystihús í HöfnUm, þinglesin eign EinarS Sigurðssönar verður eftir kröfu fjármálaráðuneyt- isins seld á nauðungaruppboði, sem fram fer á eigninni sjálfri östudg.ginn 23. febr. kl. 3 síðdegis, Uppboð þetta var auglýst í 4., 6. og 8. tölublaði Liögbirtingablaðsins. Sýslumaðuri/m í GuIIfarmgu- og Kjósarsýslu. Peter Snell Framhald af 10. ffíðu. þá, að það var Moens — þreytu tilfinningin dofnaði og það heppnaðist. Þetta var það, sem Snell hafði að segja um stærsta sigur sinn til þessa. + BYRJAÐI LÉTT 1958 Þegar Peter Snell var í Sví- þjóð í sumar er Ieið, sagðist honum svo frá, að sigur sinn í 'OIympíuleikunum hefði orðið til þess að hann þjálfaði meir og betur en áður. Hann fór heldur ekki dult með þá á- kvörðun sína, að reyna að slá heimsmetin í 800 m. hlaupinu og 1000 m. og aðspurður um Ensk knattspyrna ENSKA BIKARKEPPNIN: Sheff. Wed.—Manch. U. 0:2 I DEILDIN: Aston Villa—Tottenham 0:0 Manch. City—WBA 3:1 II DEILDIN: Southampt.—Middlesbr. 1:3 SKOZKA BIKARKEi’PNIN: Rangers—Aberdeen 5 1 Real Madrid tapabi REAL MADRID og Ju%Tent- us léku seinni leik sinn í Evrópubika/keppninni í Madrid. Juventus vann með 1:0. Þar sem Real Madrid vann fyrri lcikinn í Torino, einnig meff 1:0, verða þau að leika aftur á miðviku- dag, í París. míluhlaupið, kom það einnig til greina .... „Heimsmetið er ekkert sér- lega gott. Ég tók eftir því, þeg ar við settum heimsmetið í 4x1 i mílu boðhlaupinu og tíminn á j mér var dálítið undir 4 mínút unum. Það má vera, að tíma- takan hafi ekki verið hárná kvæm, en langt frá lagi var hún ekki. Ég áleit alls ekki ómögu- legt að hlaupa hraðar en Elli- ott gerði“. Svo hljóðaði álit þessa kröft uga og næstum ótrúlega gróf- byggða stórþlaupara. Þegar talið barst að hlaupa- æfingum hans, sagði hann að byrjunin hefði eiginlega verið1 1958. Aður hafði hann að vísu; hlaupið, eins og hverjir aðrir: á grasinu heima í Opunake, en ; reglubundna þjálfun var ekki; um að ræða fyrr en 1958. 1959 jók þjálfarinn, Arthur Lydi- ard æfingarnar mjög. þjálfar- inn Arthur Lydiard sá um þjálf un Snells, Halbergs, Maraþon- hlauparans Magee og Bailler. Þessir fjórir hlauparar bjuggu saman og hittust þeir á hverjum eftirmiðdegi til sam eiginlegrar þjálfunar, og það einkennilega við þá er að ÞEIR ÞJÁLFUÐU ALLIR ALVEG EINS, frá því í apríl til loka nóvember, enda þótt þeir kepptu á svo mismunandi vega lengdum sem 800 m. hlaupi og maraþonhlaupi. Þá fyrst breyttu þeir um og tóku að æfa sérstaklega, eins og æfinga- tafla Snells ber með sér, eins og hann skrifaði hana upp. (Hún birtist i blaðinu í gær). Það eru auðsjáanlega mörg hundruð leiðir að velja um, þegar um þjálfun er að ræða, en aðalatriðið er að sú leið, sem valin er, sé sú rétta fyrir viðkomandi íþróttamann, og að æft sé reglulega og ákveðið. ,Það er einnig einkennilegt, að jafn lítill blettur og heimabær þessara fjórmenninga þarna á þessum úteyjum Kyrrahafsins skuli hafa fóstrað jafn mikla hlaupara sem á sömu Olympíu leikunum vinna 2 gullverðlaun og 1 bronz. Það eru ekki margir, sem æfa frjálsar íþróltir á Nýja Sjálandi, og þeir vinirnir þurftu að greiða hluta af kostn aðinum við för þeirra til Róm- ar. Útgjöld, sem þeir hafa sjálf- sagt ekki séð eftir. (Frh. á morgun). Rafmagnsritvél óskast til leigu um nokkurra vikna skeið. Upplýsingar í síma 19570. Byrja að veiða í nef Siglufirði, 21. febrúar. Bátarnir hafa veitt vel þegar gefið hefur, en gæftir hafa ver ið stirðar. Nú á að hefia veiðar í net og hætta línuveiðum, og er það með fyrsta móti. Byrjað var á þessu hérna í fyrra, og gafst það vel hjá Ólafsfirðing um. — S. S. WWWWIWWMMWWWWW Alþýðublaðið vantar unglinga til að bera út blaðið í þessum hverfum: Seltjarnarnesi. Afgreiðsla Alþýðubláðsins. Sími 14 901. Útistandandi útsvör í Keflavík átta milljénir LAUGAVE6I SELJUM f DAG : GMC 1959 10 manna, framhjóla- drifin. Volkswagen 1961 Opel Rekord 1956, Sanngjarnt verð'. Opel Record 1958 Nýkominn til landsins. Opel Capitan 1955 Sanngjörn kjör. Dodge Station 1958 Gott verð. Ford station 1955. Gjörið svo vel og skoð’ið bílana á staðnum. WMMWtWWWMWmWWMi FJÁRHAGSÁÆTLUN Kefla- víkurbæjar 1962 var til síðari umræðu á bæjarstjórn- arfundi s.l. þriðjudag, (13. þessa mánaðar). Niðurstöðutölur fjór- hagsáætlunarinnar voru 17,3 milljónir. Áætluð útsvör eru 13,9 milljónir, en voru í fyrra rúmlega 12 milljónir, og hækka því um tæpar tvær milljónlr, eða 15%. Með tilliti til þess, að á s.l. ári voru eins og reyndar oft áð- ur áætlaðar stórar upphæðjr til verklegra framkvæmda, sem lít- ið eða ekkert voru framkvæmd ar og þar sem gera má ráð fyr- ir að útistandandi útsvör um áramót hafi verið nálægt 8 millj ónum (þau voru 1. des. s.l. 11,4 milljónir) þá fluttu bæjarfull- trúar Alþýðuflokksins tillögu um það, að tekjumegm á fjár- við r frá I hagsáætlunina væri bætt i nýjum lið, þ. e. eftirstöðva: !fyrra ári kr, 1,5 milljón. Þá lögðu þeir og til, að tekjur af i vinnuvélum bæjarins, yrðu áætl aðar kr. 300.000, þ. e. fyrir af- skriftum. Að framangreindum breyting um á tekjuliðum fjárhagsáætl- ! unarinnar samþykktum, löggu 1 svo bæjarfulltrúar Alþýðu- ) flokksins til að gerðar yrðu ýmg jar brevtingar á gjaldaliðum og iskal hér getið nokkurra þeirra: ; 1. Til stækkunar sjúkrahúss- ; ins verði varið kr. 500.000. 1 2. Jarðhitarannsóknir hækki júr 200.000 í kr. 400.000. | 3. Til nýs barnaleikvallnr ! verði varið 200.000. 4. Til byggðasafns Keflavík- !ur verði varið kr. 50.000. j Þá lögðu þeir og til að útsvöy Framhald á 14. siffu. Alþýðublaðið — 22. febr. 1962 |_ J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.