Alþýðublaðið - 07.03.1962, Page 8
Skakkt
númer!
ÖLL þekkjum við sögur af
því, að hringt er í vitlaust
númer, þegar við þykjumst
vera viss um að gera hið
eina rétta.
Sú reynzla getur verið
talsvert leiðinleg, enda
bregst fólk misjafnlega vel
við slíkum mistökum.
En hafið þið nokkurn tíma
heyrt getið um það, að mað-
ur hafi hringt í vitlaust núm
er en fengið einmitt það sam
band, sem hann óskaði eftir.
Það höfðum við ekki til
skamms tíma, en nú vitum
við dæmi þess.
Maður nokkur, sem heima
átti í Kaupmannahöfn, fann
upp á því einn daginn að
hringja til gamallar vinkonu
sinnar, sem hann hafði ekki
haft samband við í fjögur
eða fimm ár.
Vinkonan átti heima yfir
á Jótlandi. Maðurinn tók upp
vasabókina sína, fann síma-
númerið og bað um persónu-
legt samband við vinkonuna.
Sambandið fékk hann innan
stundar og þau töluðu lengi
saman.
Áður en þau slitu samtal-
inu, sagði vinkonan: ,,Segðu
mér, hvernig fói'stu eiginlega
að því að finna mig hérna?“
„Nú, það var ákafiega ein-
falt,“ sagði maðurinn. „Eg
leitaði bara að númerinu í
gömlu vasabókinni minni og
þar var það svart á hvítu, —
„132.“ ”
„132,“ hrópaði vinkonan
hlæjandi. „Jú, það er alveg
rétt, að ég hafði það síma-
númer, þangað til fyrir fjór-
um árum, en þá flutti ég í
annað hverfi í bænum og
fékk nýtt númer. Fyrir tveim
ur árum, eða svo, kom ný hár
greiðsludama í bæinn og hún
fékk fyrra númerið mitt. —
Nú «r ég einmitt stödd hjá
henni í hárlagningu."
Þetta er skemmtileg mynd að okkar áliti, mynd úr tveimur heimum, sem snertast, en
renna ekki saman.
„Steinaldarmennirnir" á myndinni eru Papúar, af þjóöflokki þeim, sem einkum byggir
nýju Guineu, landið, sem Hollendingar og In lonesíumenn rífast sein mest um í bili.
Papúarnir hafa gaman af þcssum nýtízku farartækjum hvíta mannsins, en þeir hafa
enga ágirnd á þeim, nema sem leikföngum.
EKKI alls fyrir löngu
gerðist það, að maður, sem
var í fjallgöngu í Grænlandi,
missti fótanna og rann eða
kastaöist ofan alla fjallshlíö-
ina aftur. Sú Ieið var hvorki
meira né. minna en 1.300 fet
og erfitt er að ímynda sér að
nokkur maður sleppi lifandi
frá slíku, en í þetta skipti
gerðist það og hér í Reykja-
vík var maðurinn tjaslaður
saman að nýju.
Hér kemur svo hin furðu-
lega saga mannsins, skráð af
honum sjálfum.
Við höfðum farið nokkrir
stúdentar úr Bangor College
í Wales i þeim tilgangi að
kortleggja nokkur fjöll í
Stauning-ölpunum í Græn-
landi. Við höfðum þegar klif-
ið noklcra tinda og gefið þeim
nöfn og nú var nýr tindur
fram undan.
Barry, bróðir minn, og ég,
vorum undanfarar í göngunni
upp og á eftir okkur komu
leiðangursstjórinn okkar Mal
colm Lyon, sem við kölluð-
um Ben og Ross Barber.
Við höfðum hafið gönguna
með byrjun nætur, en sumar-
nætur í heimskautalöndunum
eru ljósar eins og hádagur og
við höfðum valið þann tíma
sólarhringsins vegna þess, að
þá er snjórinn þéttari í sér.
í fjórar stundir klifruðum
við upp á við eða öllu held-
ur lijuggum okkur leið upp
ísbungurnar og nú þóttumst
við hafa lagt ísinn að baki.
Við vorum svo vissir um að
fram undan væri auðveldur
kafli upp að tindinum, að við
leystum reipin, sem bundu
okkur saman og fengum okk-
ur matarbita. Þegar við stóð
um upp aftur, þótti okkur
ekki ástæða til að binda okk-
ur saman að nýju, við tókum
meira að segja af okkur
mannbroddana.
HÆTTA FRAMUNDAN
Þegar við gengum yfir
næstu klettabelti, stóðum við
allt í einu frammi fyrir ís-
fjngri, sem teygði sig ofan
frá tindinum og var í vegi
okkar. ísfingurinn teygði sig
órofinn allt niður á skriðjök-
ulinn 1.300 fetum neðar, hann
var aðeins 24 fet á breidd,
svo að okkur fannst ekki á-
stæða til að fara að láta á
okkur reipi og mannbrodda
að nýju.
Harry fór fvrstur og hjó
sér fótfestu yfir um og ég
gekk í spor hans. Barry
komst yfir og ég var aðeins
tíu fetum aftan við hann, en
þegar ég reyndi á öryggi eins
sporsins með tánni, lét það
undan og ég féll.
Eg hringsnérist, hoppaði
og skoppaði og ég hefði átt
að vera hræddur, en í stað
þess hjó ég ísöxinni í ásinn,
hvenær sem færi gafst, en
náði aldrei að gera meira en
að rispa liann, áður en ég
tók næstu veltu.
Eg rann hraðar, ísinn
brenndi mig, beit mig og reif
og ég reyndi að gjalda líku
líkt með ísöxinni. Eg fann
engan sársauka, allt í einu
kastaðist ég á klettanybbu og
fann hana skerast inn í kvið-
inn á mér.
ÖXIN BJARGAR.
Eg bvst við því, að það
hafi verið öxin, sem bjarg-
aði mér.
Eg man ekki hvenær ég
hætti að renna. Eg man bara,
að ég opnaðj augun í ver-
öld, sem var alhvít. Eg mundi
ekkert í fyrstu, en smám
saman kom allt aftur. Eg leit
upp og sá ísbungumar yfir
mér.
Þá fór ég að kalla eins hátt
og ég gat, ég öskraði af
hræðslu, hræðslu við dauð-
ann.
Smám saman róaðist ég og
gat farið að hugsa rólega um
hvað gera skyldi.
Það blæddi úr andliti minu
en ég fann engan sársauka,
ég bjóst við því að vera
meira særður annars staðar á
líkamanum, en ég ákvað að
hugsa ekki um það að sinni.
Barry var þegar á leið nið-
ur til mín, en þó að hann
færi eins hratt og hann gat,
var hann þó tvo t
inni. Þegar hann 1
gaf hann mér sti
sprautu, breiddi 1
mig og rcyndi s\
sér ljóst hvað ge:
Útlitið var ekki
jafnvel vonlítið, á
varð ég að komas
deyja, ísöxin hafð
illa.
Á Grænlandi \
sjúkrahús, næsta
byggð var Meistan
tán mílur i burtr
að komast þangað.
Barry sótti hina
gefið deyfilyf og í
gangan með mig í
Þeir urðu að drag
á móti fyrst, til
yfir fyrir skriðjö!
sú ganga var sti
bundu reipi um l
og drógu mig þ:
hægt og hægt. E:
stundir var öxlinni
gerðu þeir einhv
börur úr bakpokui
um og bundu mig
Alla nóttina var
með stuttum hvilí
félaga minna fóru
til að reyna að
hjálpinni, hinir ge
gengu, þó að aðt
krafturinn einn h
uppi. Skyndilega
hópurinn, ég varð
að allir litu til 1
reisti höfuðið me
munum og kom au
rauðan depil, sem
aði og í Ijós k
vængja.
Þetta var herf
Bandaríkjamönnun
henni komu féla
sem á undan höfði
og námustjórinn
vík. Hann hafði sti
heyrði um slysið,
band við Thule
Hún Brigitta
standið fyrir sker
við lagði við það
Franskir karh
það sljákkaði í s
Brigitte í fylgd n
8 7. marz 1962 - ALÞÝÐUBLA0IÐ
i