Alþýðublaðið - 07.03.1962, Page 15
7
Ben Gorbes sat og hélt á sím
anum i hendinni löngu eftir aö
A1 Guthric hafðí lokið máli
sinu og ekkert heyrðist í sím-
anum nema suðið.
Hún er lifandi, hugsaði Ben.
Carolyn lifandi. Ekki látin.
Ekki særð, ekki ráfandi um.
Ekki langt undan. andandi,
hre.vfandi sig, vakandi og sof-
andi.
Lifandi.
I>að var jafn mikið áfall og
þó honum hefði yerið sagt að
hún væri látin.
Hann sat grafkyrr í stólnum
í forstofunni við hliðina á sím-
anum.
Eft.ir smá stund lagði hann
símann frá sér en hann hélt á-
fram að stara á hann og minn-
ast orðanna sem sögð voru, hug
leiddi þau vandiega til að minn
ast þeirra ailra.
Og smátt og smátt kom í stað
örvæntingarinnar yfir að vita
ekki hvað hafði komið fyrir
Carolyn, annars konar örvænting
A1 Cuthrie.
Það var einkennilegt. Hann
liafði aldrei imyndað sér þenn-
an möguleika þegar hann hafði
velt fyrir sér hvað gæti hafa
komið fyrir Carolyn.
A1 Guthrie.
Og Lorene.
Lorene, góðverkið. sem hann
hafði litið á sem aukna reynslu
og gleymt.
Og hennar vegna var Car-
olyn í lífshættu.
Ben reis á fætur og gekk um
gólf, herbcrgi úr lierbergi af
því að hann gat ekki setið leng
nr kyrr, hann var knúinn á-
fram af þörf til að fara út og
gera eitthvað fyrir Carólyn. En
hann vissi ekki hvað hann ætti
að gera.
I>að var nauðsynlegt að hugsa.
Carolyn var lifandi. Hún ■ var
ekki látin. Hann.hafði verið viss
um það, já hann hafði verið far-
inn að sætta sig við að svo væri,
en hún var ekki látin. Hún var
iifandi og það var á hans valdi
að bjarga henni.
A1 Guthrie hafði sagt það
,,Það er á þínu valdi Forbes. Og
mundu þaö“. hafði hann sagt, ,,að
ég vil fá Lorene aftur en fái ég
hana ekki er mér sama hvort ég
lifi eða dey. Mér er sama hvað
kemur fyrir mig og ég get ger:
hvað sem ég vil. Þú getur ekki
barist við mig Forbes svo þú
skalt ekki re.vna það. Og reyndu
ekki að hringja á lögregluna, ég
lief fengið nóg af lögum og rétti
í mínum viðskiptum við þig“.
Á hans valdi. Það fór hrollur
um Ben. Hann varð að gera eitt
hvað en ef hann gerði eitthvað
rangt gæti Guthrie drepið Car
olyn.
Guthrie, Guthrie.
Ben settist aftur niður og tók
með báðum höndunum um höfuð
sér. Honum var illt af liatri. Húð
hans var rök og gljáandi og hann
andaði ótt og títt. Hann vildi
drepa. Hann þyrsti eftir blóði.
Guthrie.
Veslings Carolyn, veslingurinn.
Að lifa við þennan ótta allan
þennan tíma, að vera rænt, hótað
misþyrmt . . .
Misþyrmt. Þar var Guthrie í
essinu sinu. Hann hafði svarið
Ben að liann hefði ekki snerl
Caroiyn og ef til vill meinti hann
hað á sinn hátt. Ben trúði þvi.
En hann minntist stórra handa
Guthrie og útlits Lorene eins og
hún hafði verið þegar liann fyrst
sá hana.
Ef hann hefur svo mikið sem
snert hana með litla fingri hugs
aði Ben skal ég drepa hann.
Ég drep hann allavega, þenn
an ógeðslega tikarson. . .
Svona nú. Svona nú.
Tilfinningarnar voru ekki til
neins. Það var erfitt að neita
sér um alla tilfinningarsemi en
líf Carolyn var undir því komið
og hann varð að gera það.
Rólegur. Hugsa rökrétt. Hugsa
um livað væri bezt að gera.
Hann vissi hvað hann átti að
gera. Hann ætti að liringja til
Erine MacGrath og segja hon-
um hvað hefði skeð. Ernie, eða
réttara sagt lögreglan myndi
biðja um hjálp FBI þar sem þá
vissu þeir fyrir víst að um mann
rán væri að ræða og þá þyrfti
FBI ekki lengur að bíða í heila
viku. Allur þessi hópur reynslu
og æfingar mvndi beinast að
einu markmiði. Þeir myndu vafa-
laust finna Carolyn.
,,Ef löggan kemur“, hafði hann
sagt, ,;er þetta búið kunningi
ég byrja á henni Carolyn þinni
og held svo áfram“.
Og Carolyn yrði látin þegar
þeir fyndu hana.
Ef til vill meinti Guthrie þetta
ekki. Ef til vill var hann aðeins
að monta sig og njóta valdsins
með því að segja: „Ég er ósigr-
andi af því að það skiptir mig
engu máli hvort ég lifi eða dey
og þú getur ekki ógnað mér með
neinu“. Ef til vill myndi hann
ekki tala svona þegar hann
stæði frammi fyrir byssukjöfun-
um. Það eru margir þeir menn
til sem tala svona og gefast svo
upp bljúgir sem börn þegar á
hólminn er komið.
En margir þeirra gefast ekki
upp. Þeir meina hvert orð. Og
maður með gisl er í sterkri að-
stöðu. Hver þorir að leggja líf
að veði fyrir því að A1 Guthrie
sé að blekkja?
Ekki líf Carolyn, hugsaði Ben
Ekki ég.
Ernie MacGrath fengi ekki að
vita það. Hann mátti ekki einu
sinni gruna það. Ekki fyrr en
öll von væri úti.
Gott og vel. Hvað þá?
Finna A1 Guthrie.
Hann var einhvers staðar með
hana — í húsi, íbúð, herbergi,
einhvers staðar. Sennilega *ekki
langt undan. Þetta hafði verið
innanbæjarsamtal. Þó þurfti það
ekki að benda til að hann væri
í borginni því hann hefði getaö
ekið þangað til að hringja. En
hann gat varla hafa farið of
langt með hana.
Finna A1 Guthrie, drepa hann
og koma Carolyn undan.
Hvernig?
Ben vissi um þrjú heimilis-
föng Guth'-ie síðan Lorene hafði
fyrst komið til hans, íbúðina.
sem þau höfðu búið í og sem
hann sagði upp þegar Lorene
fór frá honum og tvo matsölu-
staði. En hann vissi að Guthrie
bjó þar ekki lengur því Lorene
hafði sagt honum það. Hún hafði
vonað að hann væri farinn úr
borginni.
Guthrie hefði varla farið með
Carolyn á stað þar sem hann
hafði búið áður og þar sem all
ir þekktu hann. En ef til vill
hefði. hann sagt eitthvað skilið
éftir sig einhver þau ummerki
að hægt væri að rekja slóð hans.
Ef Ben aðeins gæti komist að
því . . .
Hann átti að segja Ernie Mac
Grath það. Hann vissi það. Lög-
reglan gæti auðveldlega rakið
spor Al Guthries.
En Guthrie myndi komast að
því. Hann myndi lesa dagblöð-
in og fyrstu ummerki um lög-
regluieit myndu enda líf Car-
olyn. Þetta var einmitt eitt af
þessum málum sem blaðamenn-
irnir elskuðu. Það var aldrei
hægt að reiða sig á að þeir
þegðu. Um leið og maður talaði
af sér sjálfur, hætti að gæta sín
vandlega, var öllu lokið.
Og Guthrie hafði Carolyn á
sínu valdi eins og skjöld sinn.
Líf hennar tryggði honum ör-
yggi.
Það gat verið að Ben einn
gæti ekki gert mikið en honum
virtist samt að hann gæti gert
meira en lögreglan.
Hann varð að hætta á eitthvað.
Það sem Gutlirie bað um var
jafn ógjörlegt og að sækja handa
honum tunglið. Lorene myndi
aldrei fara aftur til lians. Aldrei
og hvergi. A1 Guthrie hafði sjálf
ur séð um það.
Og hvernig átti hann þá að
fara að því að finna A1 Guthrie?
Svarið lá í augum uppi. Tala
við Lorene.
Ben stökk á fætur: Skyndilega
lá honum mikið á. Hann fór i
frakka og setti á sig hatt og
gekk til dyra.
Áður en hann var búinn að
opna nam bíll Ernie MacGrath
staðar fyrir framan húsið.
Ben hljóp inn í forstofuna,
reif sig úr frakkanum og hattinn
af höfði sér og henti þeim inn
í skáp. Hann heyrði dyrabjölluna
hringja en liann varð að bíða til
að jafna sig svo liann gæti opn-
að fyrir Erine og þegar hann tal
aði við hann var andlit hans
stíft og óeðlilegt eins og pappa-
gríma.
Ernie sagði: ,,Ég er á heim-
leið. Mér fannst ég mega tú
með að líta inn til þín og vita
hvernig þér liði“.
„Komdu inn“, sagði Ben.
Hann gekk inn í setusofuna.
„Viltu eitthvað að drekka?“
8
Hann langaði ekki til að líta á
Ernie.
Ernie sagði: „Nei, þakka þér
fyrir.“ Hann settist. „Það hefur
ekkert frétzt. Hefur þú frétt
nokkuð?“
Hitabylgja fór um andlit og
háls Bens. Hann langaði til að
segja? „A1 Guthrie rændi henni,
í guðanna bænum finnið hana
og komið með hana aftur til mín
En hann sagði hinn rólegasti.
„Nei, ég hef ekkert heyrt“.
Hann var að þegja yfir árið-
andi lieimildum. Hann var að
hel'ta rannsókn lögreglunnar af
fúsum vilja. Það var voðalegt^
af lögfræðingi að haga sér svona
En hann var ekki lögfræðingur
þegar Carolyn átti í hlut. Þá
var liann eiginmaður, sem elsk
aði konuna sína.
„Það er einkennilegt“, sagði
Ernie. „Venjulega er einhver á-
stæða fyrir því þegar þær hverfa
svona“.
„Ég er búinn að marg segja
þér að Carolyn hafði engar á-
stæður til að hverfa".
„Ég veit það. Ég sagði aðein
að það væri einkennilegt. I>.: i
kemur að vísu oft fyrir að minn
islaust fólk finnst í mörg hundr
uð mílna fjarlægð frá heimili
sínu. Ertu viss um að hún hafi
ekki haft peninga með sér?“
„Þá sást sjálfur að veskið henn
ar var í kommóðunni“.
„Já, ef til vill hefur liún feng
ið að sitja í hjá einliverjum.
Ég vona að hún komi til for-
eldra sinna“.
„Hún hefur ekki komið þang
að enn. Þau hringja oft á dag. *
Ernie andvarpaði. „Við verð-
um víst að bíða og sjá til.
„Hann leit í kringum sig í setu-
stofunni. „Þetta er eins og lík-
húsi. Heyrðu Ben því kemurðu
ekki heim með mér? Ivy er all‘
af að biSja mig um að taka þig
með heim og ég sagði henni að
þú færir aldrei frá símanum
en einhvern tímann verðurðu
að gera það. Þú geggjast ef þú
situr sérna allaf“.
„Þakka þér fyrir Ernie. Ekki
núna“. 5 ;
„Ég skal aka þér snemma
heim“.
Ben hristi höfuðið þrjózku-
fullur og leit á gólfið.
„Þá það“, sagði Ernie. „Ein-
hvern tímann seinna þá”.
„Þaklca þér fyrir”, sagði Ben
og skammaðist sín.
Hann beið þangað til Ernié
var horfinn. Þá fór hann aftur
í frakkann og setti á sig hatt-
inn.
Evian ....
Framhald af 3. síðu.
leyti hún skuli skipuð frönskum
hersveitum eða Serkjum ein-
göngu.
AFP hermir, að sendinefnd
Frakka sé komin til Evian, en áð
ur var sendinefnd Serkja komin
til Genfar. Auk Joxe Alsísráð-
herra voru Buron og de Broglie í
sendinefn Frakka. Formaður als
írsku nefndarinnar, Krim utanrík
isráðherra sagði við komuna til
Genfar, að vonandi næðist varan
leg, viðunandi og farsæl lausn á
vandamálinu.
MOSKVA: Krústjov hefur
gagnrýnt verksmiðju, sem áður
framleiddi uppskeruáhöld og hef
ur nú tekið upp framleiðslu einka
bifreiða „sem Sovétríkin geta án
verið“, að því er Tass fréttastof-
an segir.
-4-
-' BONN: Hinn umdeildi
Moskvu-senriiherra Vestur-Þjóð-
verja. Hans Kroll, kom til Bonn
á þriðjudagskvöld og vildi ekkert
við blaðamenn segja; Kroll mun
ræða við Schröder utanríkisráð-
herra í dag. Kroll neitaði því, að
hann væri hoðaður á fund 4-deii-
auers.
m VILJUM
GJARNAN SENDA
YÐUR BLAÐIÐ
HEIM. ÁSKRIFTAR-
SÍMI OKKAR
ER 14-900.
ALÞÝÐUBLAÐIO - 7. marz 1962 15