Alþýðublaðið - 11.03.1962, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.03.1962, Blaðsíða 5
EKKI alls fyrir löngu hitti ég frú Láru Gunnarsdóttur, forstöSfi- konu barnaleiksskólans í Barónsborg. Talið barst að barnauppeidi og barnaheimilum, og það kom fram í tali frú Láru, að enn er langt í land til þess, að barnaheimilaþörfinni sé fuilnægt. — „Það er komið svo, að ég næstum hrekk við, ef ég sé ókunnuga kosíu beygja heim að húsinu", sagði frú Lára. Þessi setning varð fil þess, að ég hringdi í hana og spurði leyfis að fá að heimsækja leik- skólann í Barónsborg og ræða við frú Láru um börn og barna- heimili. — Eru rnargir á biðlista um að koma börnum sínum á barna heimili eða leikskóla? — Já, það eru Iangir bið Iistar bæði á dagheimilinum og leikskólunum. Leikskólunum er ætlað að taka við börnum fiá öllum heimilum, — og þar á samkvæmt reglunum ekki aíí taka sérstakt tillit til heimilis aðstæðna. En við reynum það sámL Dagheimilin geta ekki tekið við nærri öllum þeim börnum, sem þangað þurfa að kornast, — og margir foreldrar standa uppi ráðalausir. Þá reyn um við sem höfum leikskólana að vinsa heldur úr og taka þau börn, sem mesta nauðsyn ber til að taka. Dagheimilin eru aftur á móti skuldbundin til að láta einstæðar mæður, eigin konur námsmanna eða sjúkl- inga ganga fyrir öðrum mæðr um, þegar um er að ræða að taka börn þeirra inn á dag heimilið. En dagheimilin anna þessu alls ekki, — og ennfrem ur er erfitt að ganga úr skugga um, hvar neyðin og þörfin er mest. Við verðum að taka fram burð foreldranna trúanlegan — en oft höfum við því miður kom izt að raun um, að við höfum verið blekktar meira eða minna og við höfum haft inni börn foreldra, sem síður Jjyrftu þess með en fjöldi þeirra, sem bíða En við höfum naumast aðstöðu til frekari rannsókna en treysta heiðarleika foreldranna. — Hverjar eru aðalorsakir þess, að foreldrar vilja koma börnum sínum í leikskóla eða á- dagheimili? Eru einstæðar mæður þar í meirihlula? — Á dagheimilinum eru börn einstæðra mæðra í meiri hluta, — en einnig er mikið um börn námsmanna og fjöld barna eru frá þeim heimilum þar sem fyrirvinnuna skortir af einhverjum öðrum orsökum vegna sjúkleika eða því um líkt. En á leikskólunum er líka sögu að segja, — nema hvaö og ég sagði áðan. eiga leikskólarnir að geta tekið á móti fleirum, og af nógu er af að taka. Oft er sótt um fyrir börn vegna veik inda móðurinnar, í öðru lagi vegna þess að konan verður af einhverjum orsökum að vinna og í þriðja lagi eru þær mæður sem segjast verða að vinna utan heimilisins til að bæta fjárhaginn, — þótt mað urinn vinni Hér er UMFERÐAR HÆTTAN veigamikill þáttuK Ég álíí ails ekki vogandi áð sleppa börnum umsjónarlausuitn út fyrir húsdyr, þar sem umfefð er, — og margar konur hafa ekki aðstöðu til að gæta barfia sinna allan daginn sjálfar. Áð þessu viðbættu er talið ákafle^a hoílt fyrir börnin að fara í leik skóla einhvern hluta dagsins, — þar sem aftur á móti daglöiig vera á dagheimili er ekki eins æskileg. Þ — Hvaða ráð eru til að bæía sem fyrst úr þessari miklu þörf fyrir fleiri dagheimili og leík skóla til að stytta biölistaná? — Það er ekkert ráð nema að byggja fleiri barnaheimiii, — og þá myndi ég telja að það væri æskilegra að byggja mörg en minni. Helzt þarf að vera dagheímili eða leikskóli í hverju hverfi. Barónsborg ér miðsvæðis og þótt aðsóknin að Ieikskólunum sé alls staðar gif urleg er hún enn meiri að dag heimilinum. En héðan er stutt til vinnustaða fjölmargra mæðra, og þess vegna eru vand ræði okkar hér ef til vill ennþá meiri en sums staðar á öðrum leikskólum. En stundum fara héðan tíu mæður á dag með neitun. Það er þetta, sem er skuggahliðin á þessu starfi mínu, sem annars er lifandi og skemmtilegt, — að þurfa sífellt að standa og neita, hvernig svo sem ástæðurnar eru. Ég geri það ekki með köldu blóði að neita þurfandi móður um að koma barni sínu hér inn, en allt er yfirfullt, — og við get- um ekkj bætt við fleirum. Eu að þurfa að synja ráðalausri móður getur eyðilagt dagtnn fyrir mér. — Er skortur á stúlkum íil að gæía barnanna? , — Nei, ég hef verið mjög heppin með mínar stúlkur og aðsókn að gæzlustarfi er |»ó nokkur. Fóstruskóli er hér starf andi eins og flestir vita og út skrifar hann fóstrur annað hvert ár. Frú Valborg Sigurðar dóttir uppeldisfræðingur veit ir fóstruskólanum forstöðu. Skil yrði fyrir upptöku í hann er gagnfræða eða landspróf og aldurstakmörk eru 18-35 ára, En ég vil taka það fram, að stúlkur, sem hugsa sér að læra til fóstrustarfa — ættu að starfa áður sem ólærðar á barnaheimili og kynnast starf Framhald á 14. síðu. - ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 11. marz 1962 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.