Alþýðublaðið - 11.03.1962, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 11.03.1962, Qupperneq 15
„Þór virðist vera svo — ákaf ur að vita allt um það“. „Það er ekki það. Ég býst við að Lorene hafi sagt yður það. Ég er sjálfur í vanda staddur'. ,,.Tá. Konan yðar. Líður henni betur?" „Nei. Nei, henni liður ekki betur“. „Það finnst mér leitt“, sagði hún og orð hennar hljómuðu líkt og henni þætti það raun. vertVega leitt. Ben sat og reykti og svitnaði og horfði á hendur <• sínar skjálfa. Hann hafði enga stjörn á þeim. „Hérna er það“, sagði hún og reis á fætur og rétti honum bréfmiða. Hann tók við honum. Sima- númer var hripað á miðann með blýanti og við hlið núm- ersins nafn A1 Guthrie. Hann stakk miðanum í veski sitt. „Þakka yður fyrir“, sagði hann. „Sennilega er hann farinn þaðan“. „Hann hlýtur að hafa skilið eftir næsta heimilisfang sitt. Komið þér með mér og ég skal kaupa hádegisverðinn handa yð ur“. „Þér þurfið ekki að gera það herra Forbes. Þakka yður fyrir en ég vil alveg eins fá mér brauðsneið", Ben lét sannfærast. Honum kom til hugar að liann gerði hana taugaóstyrka með því að vera, svona taugaóstýrkur sjálf ur og að hana langaði til að losna við hann. Hann hafði eng- ar áhyggjur af þvi. Hann hleypti henni úr bílnum þar sem hún vildi fara úr honum og þakkaði henni aftur fyrir og gleymdi henni. Næsta varidamálið var síminn. Skrifstofán kom ekki til mála og það tæki of langan tíma að fara heim. Það var of margt fólk sem hann þekkti í miðbæa um, þar á meðal Ernie Mac Grath. Hann vildi ekki hitta neinn núna. Hann ók áfram þangað til hann kom að benz- ínstöð sem símaktefi var á. Hann skildi bílinn eftir við geyminn og fór inn í símaklef- ann. Hann hringdi. Karlmannsrödd svaraði. Eitt einasta augnablik hélt hann að þetta væri A1 Guthrie. Svo vissi hann að svo var ekki. „Já? Þetta er Muller“. „Herra Muller, ég heiti For bes.' Ég er 'lögfræðingur hér i bæ. Eg fékk þetta heimilisfang á herra Albert Guthrie. Vitið þér — „Guthrie" „Rétt. A1 Guthrie". „Ó,“ sagði Muller. „Hann. Ilann er farinn". „Vitið þér hvert?" „Nei, ég veit það ekki“. „Eg þarf nauðsynlega að ná í liann í sambandi við mál sem mér hofur verið falið. Er þetta matsöiuhús?" „Nei, gistihús stendur á skír- teininu'b „Hvar búið þér?“ „Lanterman 409. En ég get ckkert". „Jú, herra 'Muller. Ef til vill geíð þér. Ég kem eftir tíu mín- útur“. Ben rauk út úr klefanum, greiddi fyrir benzínið og ók i norður til Lanterman. 11 Lanterman lá í austur og vest ur og við það stóðu allskyns hús. Nokkrar verksmiðjur, trésmíða- verkstæði. vörubílastöðvarð, bíla kirkjugarður. Og nokkur íbúð- verkstæði, vörubílastöðyar, bíla þriggja 'hæða hús með alltof stórum svölum og lltof miklum pirumpári. Öll húsin hefðu haft gott af málningarslettu. Númer 4909 var ljósgrátt hún með grænum gluggahlerum, sót ugt og dauft. Ben nam staðar og fór þangað inn. Stór hörkulegur gráhærður maður kom til móts við hann. „Herra Muller?" „Já“. Ben tók fram nafnspald sitt og rétti honum það. „Ég var að tala við yður í símann". „Já“, sagði Muller. „En eins og ég sagði yður áðan veit ég ekkert um Muller né hvert hann fór“. „Ég skil það“, sagði Ben, „en ég áleit að hann hefði sagt eitt hvað við yður eða við einhvern hérna svo ég gæti fengið ein- hverja hugmynd um það“. „Hann sagði aldrei neitt um það við mig“, sagði Muller. Lágvaxin hörkuleg gráhærð kona með sígarettu milli fingr anna kom og gægðist fnam. „Er þetta maðurinn?” spurði hún. Muller sagði: „Já”. Hann rétti henni nafnspjald- ið. Hún las það sem á því stóð og leit svo á Ben. „Hvað vilduð þér herra Guthrie?" „Það er formsatriði í sambandi við skilnað hans“. „Lenti hann ekki í neinu mis jöfnu meðan hann bjó hér? Ég á við lögregluna?" „Nei, frú Muller. Lögreglunni kemur þetta mál ekki við“. „Ég get ekki skilið að það skipti nokkru máli“,sagði Mull er. „Ekki get ég sagt honum livar Guthrie er núna“. „Nei,“ sagði frú Muller. „En kannske gtur Schaney það. Hún sagði til skýringar fyrir Ben. „Schaney kom með hann hingað. Þeir unnu báðir á sömu vörubílastöðinni. Þeir voru heilmikið saman eftir að Gut- lirie hætti þar. Ég held að Sc- haney hafi lánað honum pen- inga. Hann er góðhjartaður. Spyrjið þér hann“. Muller leit á armbandsúr sitt. „Schaney á frí í kvöld. Ég á ekki að vekja hann fyrr en eftir tvo tíma“. „Mér finnst leitt að ónáða hann“, sagði Ben „en ég er mjög tímabundinn. Ég get ekki beðið“. „Jæja þá“, sagði Muller treg lega. „Komið þér þá”. Ben elti hann upp stigann og niður þrönga forstofu. Gólfin voru sópuð og veggfóðrið hafði verið hreingert um sumarið. Muller barði að dyrum. „S.chaney”, kallaði hann. „Haíló Joe. Það er gestur til þín“. Stunur og væl heyrðust inn- an frá. Muller h.élt áfram að berja að dyrum. Eftir skamma stund heyrði Ben að Schaney steig fram úr rúminu og dyrn- ar voru opnaðar og feitlaginn maður, rióður í andliti, sagði: „Hvað í skrattanum á það að þýða að vekja mig á þessum tíma dagsins Fritz?“ Hann hafði sofið í síðum nær buxum og ermalöngum bol. Hann var sköllóttur og frcknótt ur og augu hans voru þrungin svefni. Ben vorkennti honum en| á vissan hátt. Schaney gat allt-jj af sofið. & „Ég er hræddur um að það]j sé mér að kenna“, sagði hann-', útskýrandi. „Ég er lögfræðing- ' ur. Ég er að leita að A1 Gut- s hrie og mér var sagt að þér ,• vissuð ef til vill um hann“. 1. „Al“, sagði Schaney. „Hvað hefur hann gert?“ { „Ég er ekki glæpasérfræðing ur og þetta kemur ekki lögregl unni við.“ j „Nú", sagði Schaney. Hann var berbættur og snér fótun- um til skiptis upp með leggjun um eins og væri honum kalt. „Gerðurð þér ráð fyrir að hann hefði gert eithvað af sér?“ spuri Ben. „Hann er vitlaus", sagði Sc- haney. „Ekkert kæmi mér á ó- vart þegar hann á í hlut. Komið þér inn fyrir meðan ég fer í buxurnar. Mér er ískalt?" Ben þakkaði Muller fyrir og fór inri í herbergi Schaney. Það var lítið herbergi, veggfóðrið var daufrústlitað, rúmið úr járni, lítil kommóða, hægindastóll, boi'ðstofustóll og lítið borð. Það var hreint inni ens og oft er í herbergjum piparsveina. Sc- haney benti honum að setjast, fálmaði eftir sígarettu, dró and- ann djúpt að sér, og fór að færa sig í fötin. „Ég skal segja yður sannleik ann“, sagði hann. ,,A1 sagði mér ekki livert hann væri að fara. Og ég veit hvers vegna“. „Er það?“ „Hann skuldar mér fimmtíu dali“, sagði Schaney og Ben sem hafði sezt fremst á stólbrúnina lxallaði sér aftur á bak og von aðist til að Schaney hefði ekki veitt því eftirtekt hve mjög hon um brá. „Ég skal segja yður dálitíð", sagði Schaney“, ef þér náið i liann getið þér þá ekki náð í peningana mína í leiðinni?" „Ég skal reyna það. Hvenær fór hann héðan“. „Fyrir tveim vikurn". „Nákvæmlega?" Schaney ygldi sig. „Tíu dög- um“. „Og minntist hann hvoi'ki á að hann væri að fara né hvert hann væri að fax'a?" „Ekki við mig“. Schaney sett- ist á rúmið og batt skáreimar sínar. „Hann var óeðlilega geggj aður um það leyti já og löngu . áður. Mér fannst leitt að ég skildi nokkru sinni kynnast hon um“: „Við hvað eigið þér?“ spurði Bcn varfærnislega. „geggjað- ur?“ „O, svona það algengasta. Þunglyndur. Alltaf að gera eitt -----------------------12 hvað af sér. Hann lenti í rifrildi og missti vinnuna og eyddi öll- um deginum í að flakka um — ekki veit ég livað hann gat ver- ið að gera. Hann sagðist vera i atvinnuleit en hann sagði mér aldrei hvei’t hann færi. Loks varð hann svo andstyggilegur a'ð ég hætti að spyrja hann. Svo fór hann að drekka. Og þegar ég segi drekka meina ég drekka". Schayne stóð á fætur og fór að hagræða teppunum. „Ég vissi að hann átti í vandræðum með kvenmanninn en ég he£ aldrei fyrr séð nokkurn mann haga sér svona“. „Talaði hann mikið um það?“ „Þegar hann var fullur. Þá tal aði hann ekki um annað en skil'n aðinn. Jesús minn. Maður gæti haldið að skilnaðir hefðu verið fundnir upp til þess eins að kvelja hann. Ég held að hann hafi aldrei búist við að konan skildi við hann en hún gerðl það og hann sleppti sér“. „Ég veit það“, sagði Ben. „Ég aðstoðaði konu hans við skilnað inn. Heyrðuð þér hann nokkru sinni hóta henni öllu illu herra Schaney”. L Hættulegt. En hann varð að spyrja. Schaney strauk yfir skallann. „Ég minnist þess ekki. Þér vit- ið hvernig það er, ég var búinn að drekka sjálfur og þá kjaftar maður hrein ósköp án þeSs að meina neitt með því. En ég á- lít að hann væri líklegur til alls. Hann lúbarði Selrnu". Ben sagði: „Selmu?“ „Hún er ein af kvenfólkinu hérna í nágrenninu, þér hafið þó ekki álitið að A1 lifði eins og munkur?" Schaney hló. „Hann var ekki í slíkri hjartasorg. Hann fór i óhreinan leðurjakka og leit undii-furðulega á Ben“. „Og þó, kannske var hann það“. „Við hvað eigið þér?“ „Kannske var það þess vegnA sem hann barði hans. Vegna þess| að hann var að hugsa um kon< una sína og honum bauð við Selmu. Það sagði Selma mór. Hann var padda“. „Gæti ég fengið að tala við þessa Selm\i?“ 4 „Hver og einn sem á fimm dali • getur fengið að tala við Selmu". „Ég er ekki að gera að gamnl mínu. Hvar get ég fundið hana?“ „Nú“, sagði Sehayne", þegar hún er ekki að vinna eða sofa? þá er hún á Lanterman kránni að fá sér sopa af því sem auð- veldar henni lífið. Hún býr liérna rétt hjá“. Ben reis á fætur. „Má ég bjóðaf yður í staupinu herra Schaney? DIPLOMAT Frábærlega stílfagurt sófasett sem sctur heims- borgarabrag á setustofuna. Diplomat sófasettið frá Skeifunni ber öll einkenni hins glæsilega funkis- stíl sem nú ber mest á hjá öllum hinum fremstu hús- gagnaarkitekum á meginlandi Evrópu. Diplomat sóf- gagnaarkitektum á meginlandi Evrópu. Diplomat sóf SKEIFAN KJÖRGARÐI. - SÍMI 16975. ALÞÝÐUBLAÐIO - 11. marz 1962 J5

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.