Alþýðublaðið - 23.03.1962, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 23.03.1962, Qupperneq 7
MIKIÐ er nú bollalagt um þa3j hvort íslendingar eigi að semja við erlend íyrirtæki um byggingu aluminliumverksmiðju eða cinhvers annars stóriðjufyr- irtækis hér á landi. Sitt sýnist hverjum um þetta mál. Sumir vilja, að íslendingar efli þann iðnað, sem fyrir er í landinu en aðrir telja sjálfsagt íyrir íslend inga að feta í slóð Norðmanna og koma upp stóriðju með að stoð erlends fjármagns. Ríkisstjórnin hefur skýrt írá því, að tvö erlend aluminium- fyrirtæki hafi áhuga á því að byggja aluminiumverksmiðju hér á landi. Hefur ríkisstjórnin látið hinum erlendu fyrirtækjum í íé allar upplýsingar, sem óskað hef ur verið eftir í þessu sambandi og þá einkum varðandi virkjunar möguleika hér á landi. Bjarni Benediktsson iðnaðarmálaráð herra hefur upplýst það á al- þingi, að komi iil byggingar 'á aluminiumverksmiðju hér á landi mundi hið erlenda "yrirtæki, sera samið yrði við eiga verksmiðjuna að mestu eða öllu lcyti en hins vegar yrði það að skuldbinda sig til þess að kaupa raforku af ís- lendingum í ákveðinn tíma. íslendingar hafa ekki far- ið út á þá braut áður að leyfa erlendum aðilum að leggja fé í íslenzk fyrirtæki í stórum stíl og enn síður að leyfa erlendum firmum að reisa hér verksmiðjur, sem íslendingar ættu lítið sem ekkert í. Segja má því, að íslendingar standi hér á tímamótum. Þeir þurfa að íaka afstöðu íil þess, hvort þeir vilja taka hér upp nýja stefnu og opna landið að þessu leyti fyrir erlendu fjármagni. Stór hópur íslendinga er mjög tilfinninga- næmur í þessum málum og telur, að sjálfstæði landsins sé hætta búin fái erlendir aðilar að íesta hér fé í fyrirtækjum. Aðrir telja sjálfsagt að gera slíkt og benda á fordæmi frænda vorra Norð- manna. Ég tel, að íslendingar eigi ekki að láta bað tækifæri ganga sér úr greipum, sem þelm nú býðst til þess að byggja upp nýjar atvinnugreinai iandi síiiu Ég tel hiklaust, að íslendingar eigi að ganga til samninga við erlent fyrirtæki um byggingu al- uminiumverksmiðju liér á landi Æskilegast væri, að íslendingar ættu sjálfir sem stærstan hluta í verksmiðjunni. En þó er einnig unnt að ganga þannig "rá málum, að tslendingar eigi aðeins !ítinn hluta í upphafi en eigi rétt til þess að kaupa stæni hluta eftir ákveðinn tíma. Og skilyrðislaust ætti að ganga þannig :"rá samning um við hið erlenda fyrirtæki, að íslendingar hefðu möguleika á því að eignast verksmiðjuna að fullu' eftir ákveðið íímabil. Ég sagði, að íslendingar ættu ekki að láta tækifærið, Rem þeim nú býðst, ganga sér' úr greipum. Með þvi á ég við það, að enda þótt erlend fyrirtæki hafi í dag áhuga á því að rcisa hér á landi aluminiumverksmiðjur, er ekki víst, að sá áhugi verði fyrir hendi í íramtíðinni. í því sambandi má benda á tvennt. í mörgum löndum öðrum eru ónotaðar orkulindi'r og þá fyrst og fremst í Afríku og eftir því sem þróun allri fleygir íram í löndum Afríku eftir því beinist athyglin mcira þangað. En svo er einnig annað atriði í þessu sambandi, sem getur áður en var ir þurrkað burt alla möguleika á því, að hér á Jandi verði reistar stórar verks'miðjur, végna hinnai ódýru raforku hér á landi. Þar á ég við það, að kjarnorkan getur eftir ákveðinn árafjölda orðið ó- dýrari raforkunni og þegar svo er komið vilja engin erlend fyrir tæki fara alla leið til íslands íil þess að reisa aluminiumverk- smiðjur eða einhverjar aðrar stór iðjuverksmiðjur Þess vegna verða íslendingar að vera fljótir að hugsa sig um og nota íækifærin meðan þau bjóðast. Við þurfum V vera búnir að koma upp nokkrum stóriðjufyrirtækjum hér ó landi áður en iil þess kemur að kjarnorkan verði orðin ódýrari raforkunni én sumir spá því að eftir 15-20 ár verði svo komið. Marga sundlar, er þeir heyra þær stóru tölur, sem nefndar eru í sambandi við stóriðju hér á landi. Það er talið, að kosta muni um 1300 millj. íslenzkra króna að reisa hér á landi alum- iniumverksmiðju, sem "ramleitt gæti 30 þús. lestir af aluminium á ári. Og það mundi kosta annað eins að reisa orkuver vegna slíkr ar verksmiðju. Víst er þetta mik ið fé en við gætum reist 100 tonna þungavatnsverksmiðju fyr ir rúman helming þessarar upp- hæðar eða íyrir 700 milljónir króna samkvæmt nýjustu útreikn ingum. Mörgum finnst það einnig ærið nóg en minna má á það, að fyrir stuttu eyddu íslendingar 200 milljónum í að kaupa fjóra 1000 lesta togara og þótti engum mikið þá. íslendingar hafa varið mörgum hundruðum milljóna i fjórfestingu í sjávarútveginum undanfann ár og vissulega hefur megiphluta þess íjármagns verið vel ráðstafað. Stundum hefur þó viljað brenna við, að mikil fjár festing hafi átt sér stað í útveg inum án þess að hagkvæmni hennar hafi verið nægilega athug uð áður. Virðist svo sem réttara hefði verið að verja nokkru af því íjármagni, sem íarið hefur til fjárfestingar í sjávarútvegi undanfarið í eflingu innlends iðn aðar og þá ef til vill einn helzt í uppbyggingu iðnaðar, er byggist á sjávarútvegi, svo sem niður suðuiðnaður. íslendingar eru um gjaldeyris öflun alltcyf háðir útflutningi sjávarafurða. Brýna nauðsyn ber því til þess að koma upp nýjum útflutningsgreinum. Stóriðja í landinu mundi hér að sjálfsögðu gferbreyta öllum okkar ástæðum 30 þús. smálesta aluminiumverk- smiðja mundi skapa 500 millj. kr. útflutningsverðmæti ár hvert. Er við berum þá tölu saman við heiidarinnflutning sl. árs, sjáum við hversu mikil upphæð þetta er. Við fluttum inn vörur fyrir 3000 millj. sl. ár. Ein aluminium verksmiðja gæti því séð okkur fyrir 1/6 hluta þeirrar upphæðar Við fluttum út freðfisk fyrir 694 millj. kr. sl. ár. Þegar við höfum í huga, að það standa nálega 90 frystihús á bak við þá íram- leiðslu, fjölmargir togarar og fiskibátar, verður okkur ef til vill ljóst, hversu mikið fyrirtæki ein aluminiumverksmiðja, er flytti út fyrir 500 millj. kr. á ári, væri. 100 lesta þungavatnsverksmiðja mundi geta flutt út á ári hverju fyrir 200-300 millj. kr. eða álíka mikið og allur skreiðarútflutn- ingurinn okkar gefur okkur nú. Sumir segja: Það er sjálfsagt að reyna að koma upp stóriðju í landinu en getum við ekki tek ið erlend lán í þessu skyni á sama hátt og við höfum komið upp dýr um orkuverum fyrir erlent láns- fé. Víst er það hugsanlegt, unnt væri að útvega nægilegt erlent lánsfé til þess að byggja fyrir stórar verksmiðjur. En hér koma einnig önnur atriði til greina, sem útiloka það, að ís- lendingar réðust í byggingu stór fyrirtækis eins og aluminiumvefk smiðju án samvinnu við erlend fyrirtæki. í fyrsta lagi er óhugs andi fyrir íslendinga að reisa hér aluminiumverksmiðju án þess A-ð hafa samvinnu við erlend alumili umfyrirtæki, er hafa yfir þeirri tæknikunnáttu að ráða, sem nauð synleg er við b.vggingu slíks fyrirtækis. Og í öðru lagi lr það óhugsandi íyrir íslendinga að komast inn á heimsmarkaðinn með aluminium án þess að slílrt gerist í samstarfi við erlent alusn. iniumfirma. Af þessum ástæðum er útilokað fyrir íslendinga að ráðast í slíkt stórvirki sem byag ingu aluminiumverksmiðju án 3ð stoðar erlends fjármagns. íslend ingar verða því að velja hér (á milli. Vilja þeir grípa tækifærið og byggja upp stórkostlegar nýjár atvinnugreinar í landi sínu íí samvinnu við erlend fyrirtæki eða vilja þeir láta tækifærið sér úr greipum ganga eingöngu af ótta við hið erlenda fjármagn. Ég vil á engan hátt draga úr nauðsyn þess að mál þetta sé sem bezt undirbúið á allan hátt en hins vegar mega íslendingar ekki hika svo lengi og svo oft að þeir missi af strætisvagninum. HÉR sjást þeir 5 staSir, sem nefndir hafa verið í sambaadi viS hugsanfega aiuminiumverksmióju. Þeir eru á Norðuriandi: Dagverðareyri og Húsa- vík og á Suðurlandi: Þorlákshöfn, Geldingarnes við Reykjavík og Hafnarfjörður. ALt^áÖBtRtíitr - 23.' marr Í9621 J *í

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.