Alþýðublaðið - 23.03.1962, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 23.03.1962, Blaðsíða 11
Reykjavíkurmót í svigi á morgun_ Reykjavíkurmótið í svigi verður haldið á laugardaginn nk. 24. marz kl. 3 e.h. í Hamragili við ÍR skál ann. Um áttatíu keppendur taka þátt í mótinu. Þetta er stærsta skíðamót ársins hér sunnanlands og keppa á móti þessu flest allir reykvískir skíðamenn. Skíðadeild ÍR mun sjá um mótið og móts Stjóri er Sigurjón Þórðarson for maður ÍR. Ennþá er gott skíðafæri í Hamra gili og mun Þórarinn Gunnarsson ÍR annast brautarlagninguna. Kepp endur munu mæta frá Armanni, KR, ÍR og Víking fc Bílaferðir á mótsstað er frá BSR kl. 12 e.h. á laugardaginn og er þílfært alla leið inn í Hamragil. Skíðafólk fjölmennið á mót þetta. í Lidó n.k. sunnudagskvöld. Meðal vinninga: svefnher- bergissett úr teaki og ferð á Edinborgarhátíðina. SUJ ÍtiRÓTT AFRÉTJIR i j STUTTU. MADRID, 22. marz (NTB—AFP) Real Madrid sigraði Standard Liége 4:0 í fyrri leik félaganna í undanúrslitum Evrópubikarkeppn innar. Real skoraði tvö mörk í hvorum hálfleik og hafði yfir- yfirburði. di Stefano skoraði eitt mark, hægri utherjinn tvö og del Sol eitt. Allt virðist nú benda til þess, að Real Madrid og Benefica leiki til úrslita, þeir síðarnefndu sigruðu í fyrra, en Real næstu fimm ár á undan. í gær sigraði England Tyrk- land í landsleik unglinga 23 ára og yngri með 4 mörkum gegn 1. ÍÞRÓTTIR Frh. af 10. síðn. 9-10 ára flokkur drengja 1. Marteinn Kristjánsson (13,0 og 13,0 m.) samt. 118,5 stig 2. Júlíus Jónsson (12,0 og 13,0 m.) samt. 116,4 stig. 3. Jónas Valtýsson (12,5 og 12,5 m.) samt. 111,4 stig 11-12 ára flokkur drengja 1. Jóhann Tómass (14,5 og 14,5 m.) samt. 132,3 stig 2. Jens Mikaelsson (12,0 og 14,0 m.) samt. 111,5 stig 3. Rafn Erlendsson (10,5 og 11,0 m) samt. 109,3 stig 13-14 ára flokkur drengja 1. Sigurjón Erlendsson (17,5 og 15,5 m.) samt. 132,7 stig 2. Kristján Ó. Jónsson (16,0 og 16,0 m.) samt. 131,6 stig 3. Sigurður V. Jónsson (14,5 og 14,0 m.) samt. 122,5 stig -Skráðir voru 35 keppendur, cn 24 luku keppni. Einnig fór fram aukakeppni í göngu fyrir 17 ára og eldri, og var göngubrautin ca 10 km. Úrslit: 1. Gunnar Guðm. 44 mín. og 52 sek 2. Þórh. Sveinss 45 mín og 49 sek 3. Jón Björgvinsson 46 mín. 16 sek. Guðmundur. NAUÐUNGARUPPBOÐ það, sem auglýst var 6., 7. og 8. tbl. Lögbirtingablaðsins 1962 á eignahluta Friðu Ágústsdóttur, Ásbraut 3 (5) (2 herbergja íbúð) fer fram á eigninn'i sjálfri mánudaginn 26. marz 1962 kl. 14,15 samkvæmt kröfu Benedikts Sigur- jónssonar hrl. o. fl. Bæjarfógelinn í Itópavogi. Járnsmiður Góður járnsmiður óskast nú þegar í vélaverk stæði Vegagerðar ríkisins í Reykjavík. Uppl. veitir Erik Eylands, Borgartúni 5, sími 22492. Flatningsmenn óskast strax. Fiskverkunarstöð Jóns Gíslasonar Hafnarfirði. — Símar: 50165 og 50865. Átthagafræði Átthagafræði — ísak Jóns- son. Útgefandi: Ríkisútgáfa námsbóka. FYRIR skömmu er út komin sú bók, er mikilvægust hefur verið gefin út af ríkisútgáfu námsbóka hin seinustu ár. Á ég þar við Átthagafræði ísaks Jónssonar, skólastjóra. Þeir aðilar, sem um nám og uppeldi fjalla hér á landi hafa nú loks fengið í hend- ur handbók í hagnýtri kennslu- fræði á íslenzku og af íslenzk- um manni. Vinsælar íermingargjafir Tiöld Svefnpokar Vindsængur Bakpokar FerÖaprímsuar GassuSuáhöld GEYSIR H.F. Veiðarfæradeildin. Ungur maöur Sem vinnur vaktavinnu óskar eftir aukavinnu. Margt lcemur til greina. Hefur bilpróf. Upplýsingar í síma 14905. SKlPAUTGeRf) m Skjaldbreið Vestur um land hinn 27. þ. m. Vörumóttaka í dag til Tálkna- fjarðar, Húnaflóa- og Skaga- fjarðarhafna og Ólafsfjarðar. Farseðlar seldir á mánudag. Þessi orð eru ekki skrifuð i þeim tilgangi að þau skoðist sem ritdómur, væntanlega munu menn til þess hæfir gera því efni verðug skil, áður en of langt um líður, en ég get ekki stillt mig um að geta bókarinnar lítillega, að menn veiti henni athygli og geri sér það ómak að kynna sér hana. ísak Jónsson er einn af okkar reyndustu skólamönnum og á- hugi hans og gerhygli við það starf, sem hann hefur gert að ævistarfi sínu er með fádæm- um. Óhætt er að fullyrða, að eng- inn maður, íslenzkur, hefur betri aðstöðu né möguleika á að gera því námsefni, sem nefnt hefur verið átthagafræði, góð skil. — ísak hefur öll þau ár, sem hann hefur sinnt kennslu og skóla- stjórn, lagt ríka áherzlu á átt- hagafræðinám og á þeim vett- vangi verið síleitandi að betri kennsluaðferðum, meiri fjöl- breytni í verkefnavali og öðr- um þeim ráðum sem gert gætu námið Ijúfara og námsárangur- inn hagnýtari. Þessum staðreyndum ber bók hans glöggt vitni. Við, sem þekkjum ísak, vitum, að hann hefur með umfangs- miklu starfi við skóla sinn og Kennaraskóla íslands, unnið öll- um frístundum að því að safna saman í handrit ályktunum af reynslu sinni, sem kennari og leiðbeinandi. Vafalaust geymir hann mikinn sjóð efnis, kennslufræðilegs eðlis, sem ís- enzkri kennarastétt og öðrum Frímerkr Evrópuráðs PÓSTNEFND ýmissa Evrópu- ríkja (CEPT) hélt fund í Bonn 16. marz s. 1. til að ákveða mynd á Evrópufrímerki þessa árs. Teikning eftir Lex Weyer frá Luxemburg var valin úr liópi 25 teikninga eftir listamenn í hinum j-msu löndum innan samtakanna. Teikningin er af tré með nítján laufum, og táknar hvert lauf ríki í samtökunum. Tveir íslendingar sen.’u teikn- ingu til fundarins, þeir Sigurður Jónsson skrifstofustjóri, og Leif- ur Kaldal gullsmiður. Frímerkið kemur út þann 17. september 1962. uppalendum og fræðurum værl ómetanlegur fengur að fá í hend- ur. Það virðist ekki óeðlilegt, a9 honum væri, nú á síðustu árum starfstíma síns, .gefinn rýmrí tími en fyrr til að búa til útgáfu' handrit sin að leiðbeiningum t lestri, reikningi o. fl., sem hana á í fórum sinum. Það er skylda okkar að gera allt, sem unnt er, til þess að mik- ilvæg reynsla merkra skóla* manna gangi í arf til þeirra, sem á eftir koma. Högni Egilsson Aðalfundur Kven- félags Alþýðu- flokksins á ísafirði Isafirði í marz. AÐALFUNDUR Kvenfélags A1 þýðuftokksins á ísafirði var hld inn 27. f.m. . IMaría Gunnarsdóttir kennari, sem gegnt hefur formannsstöri; um í félaginu undanfarin átta ár baðst undan endurkosningu. Voru henni þökkuð vel unnin störf i þágu félagsins og Alþýðufl okks ins. í stjórn voru kosnar: Ingibjörg Finnsdóttir formaður, Arndía Árnadóttir, ritari, Hólmfríður Magnúsdóttir, gjaldkeri, Guðrún Jónsdóttir, varaform. Kristín Kristjánsdóttir meðstjórnandi. í varastjórn voru kosnar: Ball dóra Sigurjónsdóttir, vararitari, Kristín Ólafsdóttir, varagjaldkerl Guðbjörg Veturliðadóttir vara- meðstjórnandi. Kvenfeíng Alþýðuflokksins hef ur ávallt tekið mikinn og öflugan, þátt í flokksstarfinu í bænum, enda á félagið ágætum starfskröfí um á að skipa. Félag ung-ra jafnaðarmanna á. Akureyri efnir til BINGÓ-kvöíds, á Hótel KEA í kvöld, föstuöag, er hefst kl. 9.00 e.h. Fjölmargt, góðra muna er í boði, þar á>me®al: Valbjarkarhúsgögn, matarstell og stálhnífapör. Akureyringar -en% hvattir til að fjölsækja Bingó- skemmtun þessa. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. marz 1962 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.