Alþýðublaðið - 24.03.1962, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.03.1962, Blaðsíða 2
■ttstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoðarritstjóri: Bjárgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 0—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3.00 eint. Útgef- andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson. Hver vill hyggja? MIKIÐ geta flokkarnir rifizt um húsbyggingar! Framsókn heldur fram, að langmest hafi verið ’byggt, þegar hún var við völd, og ekki eru kommar 'betri Reynir hver að birta tölur og skýrslur sér til nstuðnings, enda eru það gömul sannindi, að sitt- ■'hvað er hægt að gera með tölum. Ef litið er yfir íbuðabyggingar síðustu ára, kem- :ur ýmislegt athyglisvert í ljós. Stjórn Sjálfstæðis- og framsóknar setti af stað mikið af íbúðabygging . iim fyrir 6—8 árurn og lofaði öllum lánum — en ; ifötóð illa við loforðin, svo að þessar byggingar voru ; flestar lengi í smíðum. Vinstri stjórnin byrjaði vel — það stórjukust íbúðabyggilngar. En svo minnk- •uðu þær 'hröðum skrefum, þegar leið á stjórnartím ann. I tíð Emilíu jukust byggingarnar aftur stór- lega. Síðan ko?h núverandi stjórn með viðreisnina, . <og dró þá töluvert úr byggingum, en hefur farið , \ axandi aftur, svo að umsóknir hjá húsnæðismála ; stjórn hafa aldrei verið fleiri en nú. Hvað segir þessi saga? Skyldi hún sýna, að ein ! stjórn vilji byggja íbúðir fyrir fólkið, en önnur ! ekki? ■ Nei, það er ekki kjarni málsins. Vafalaust vilja ' allir flokkar greiða fyrir íbúðabyggingum, en hér ; kemur fleira til greina. ; Þegar vinstri stjómin kom til valdá, var efna^ íiagslífið á fallanda fæti, og augljóst, að ekki gæti ( dregizt lengi að gera einhverjar ráðstafanir, sem inundu hafa í för með sér miklar verðhækkanir. j 9>ess vegna flýtti fólk sér að byggja, ibyrjaði og Hæypti efni — og peningamenn festu allt fé, sem 1 ’Þeir 'gátu í húsbyggingum til að fá gróða af verð- .Hhækkun, sem var framundan. j Svo komu ráðstafahirnar 1958. Yfirfærslugjald- ! ið var að verulegu leyti eins og gengislækkun, og I 'erlent byggingarefni stórhækkaði í verði. Eftir s 4iækkan:rnar drógu menn saman seglin, þá byrj- . uðu færri að byggja. Þess vegna minnkuðu hús- '^■lyggingar verulega síðari vinstri árin. Þegar leið á 1959 vakti stöðvunarstefna Emilíu nýjan áhuga og menn tóku aftur að byggja. Þá hef ' 'ur einnig valdið nokkru um, að menn hafa séð fram •a frekari ráðstafanir, sem óhjákvæmilega mundu. ’ <gera efni dýrara. Þess vegna var mikið byggt þetta ! ,ár. Núverandi ríkisstjórn byrjaði á því, sem vinstrh ■stjórnin aldrei gerði —‘varanlegum efnahagsráð itf öfunum til að tryggja framtíðina. Gengislækkun in olli verðhækkunum. Þess vegna drp úr húsbygg- ingum í byrjun hjá núverandi stjórn, en þær hafa •vórið að aukast stöðugt síðan. ■ . Efnahagsástandið veldur breytingunum.-------ekki einn flokkur vilji byggja yfir fólkið, en annar 'Okki. Það er hrein vitleysa. 2j24. marz 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ HANNES \ ' Á HORNINU ★ Um smygl og refsingar fyrir það. ★ Dómsmálastjórn, lög- regla og blaðamenn. ★ Kynning á tónverkum í Ríkisútvarpinu. PÉTUR SKRIFAR: „í leiðara Alþbl. í dag eru afbrotamál ís- lendinga gerð að umræðuefni. Til efnið er Goðofosssmyglið, Hefði fyrr mátt gera þessum óþverra- málum skil, því vitað er að stór fellt smygl hefur átt sér stað, — svo stórfellt, að Alþingi sá þann kost vænstan að lækka stórlega toll á lúxusvörum til að minnka freystingar tollsvikaranna, en leggja svo skatt (söluskatt) á marg víslegan neyzluvarning almennings Og hvað er svo gert við afbrota- mennina? Oft er þeim sleppt með smásekt, sem í sumum tilfellum aðrir verða að greiða fyrir þá. Þannig eru skipafélög gerð ábyrg fyrir sektum vegna áfengissmygls áhafna skipanna. DÓMSMÁLASTJÓRN landsins hefur sofið á verðinum, — ekki ein asta núverandi dómsmálaráðherra heldur líka fyrirrennarar hans Hcr er ekki hægt að láta afbrotamenn úttaka tildæmda refsingu vegna húsnæðisleysis. Stundum gleymast þessir afbrotamenn, en öðrum er sleppt, ef þeir sýna af sér óþægð enda fangahúsin sum ekki þjóf lield. Það er verið að reisa margar kirkjur, þó þær sem fyrir eru standi því nær tómar, við hverja messugjörð. Talað er um að reisa ráðhús o.fl. o.fl. en ekkert er gert til þess að vernda borgarana fyrir afbrotamönnum, sem ganga lausir mánuðum og misserum saman. OG SVO ER ÞAÐ LÖGREGLAN Ég efast ekki um dugnað lögreglu manna, en þeir eru alltof fáir, og líilega er vinnutími þeirra of stuttur. — Fyrir rúmum 100 árum bjuggu flestir landsmenn í sveitum en þeir voru þá samtals 50-60 þúsund. Hreppstjórar voru lög- gæzlumenn 2-4 í hverjum hreppi eða líklega um 600 álls í landinu. Eg athugaði eina sýslu, þar voru 35 hreppstjórar árið 1830 SVO ERU ÞAÐ BLAÐAMENN IRNIR. Þið forðist eins og heitan eldinn að nafngreina afbrotamenn þegar þið skýrið frá glæpnum. Oft getur því svo farið, að glæpa grunur falli á saklausamenn. En ef einhver „fyrirmaður“ einkum sé það pólitískur andstæðingur stendur vel við höggi, þá er engin hula dregin yfir nafn hans. Ekki er vitað hvaðan blaðamönnum kem ur þessi „vatnsgrautarmiskunn semi“ gagnvrat afbrotamönnum. Ekki er það frá nágrannaþjóðum okkar í austri eða vestri, sem við annrs öpum fiest eftir, þvía þar er ekki nein leynd yfir nöfnum a£ brotamanna" KENNARI Á SELFOSSI SKRIF AR: „Sl. mánudagskvöld (12. marz) var leikið í útvarpinu tónverk eft f.y Saint Saens. Tónverk þetta flokkast undir tegund tónlistar, sem nefnd er „prógram„-tónlits, en það er tónlist, sem tónskáldið sjálft hefur útskýrt, reynt að lýsa jatburðumv landslagi o-.fl. Áður nefnt tónverk var nefnt „Carnival dýranna“. Hvða ástæða er til að nota orðið carnival? Sjálfsagt er að nefna tónverkið „Hátíð dýr- anna“. VERK ÞETTA er í mörgum stutt um köflum, sem bera heiti þeirra dýra, sem hljóðfærin leika .eða tákna. Við flutning áðurnefn)ds verks var ekki minnst á neinar skýringar. Að siálfsögðu var nafn höfundar, stjórnanda og hljóm- sveitar nefnt, cn ekki einu orði minnst á efni vcilksin^. Mætti líkja þessu við það að manni væri sýnd mynd, en ekki sagt hvaðan liún væri eða af hverju. FYRIR HVERJA er Ríkisútvarp ið að leika tónverk? Er það aðeins fyrir þá, sem þegar þekkja þau og kunna? Ég teldi eðlilegra að þessi stofnun reyndi að laða að tónlistar unnendur. En þð þarf að byrja á einföldum og skemmtilegum verk um (eins og t.d. „Hátíð dýranna") með þeim aðgengilegustu skýr ingum, sem mögulegt er að gefa, og miða flutninginn við „byrjend ur“ á þessu sviði, sem gjarnan vilja kynnast þeim undraheimum sem tónlistin hefur upp á að bjóða" Verður reist þjóðarbókhlaða? MENNTAMÁLANEFND neðri deildar alþingis hefur skilað áliti um frumvarpið um Hand ritastofnun islands. Varð nefndin sammála um að afgreiða frum varpið óbreytt eins og ríkisstjórn in lagði það fram og háskólaráð hafði undirbúið það. Því til við bótar bendir nefndin á þörf fyrir veglega byggingu fyrir handritin ef þau koma heim, og telur rétt að reisa þjóðarbókhlöðu þar sem liýst yrðu handritastofnunin og sameinað Landsbókasafn og Há skólabókasafn Nefndin hreyfð máli þessu við ríkisstjórnina og taldi æskilegt að ljúka slíkri byggingu fyrir 1100 ára afmæli íslndsbyggðar 1974. Stjórnin taldi þó ekki rétt að binda það mál við frumvarpið um handritastofnun. Nefndln leggur áherzlu á, að fjárveiting til stofnunarinnar i ár sé aðeins byrjun. Væntanleg stjórn muni gera áætlun um starfsemina og komi þá til kasta alþingis með frekari fjárframlög Einnig telur nefndin, að verksvið stofnunarinnar eigi ekki að verða þröngt, heldur beri stjórn hennar að marka það sem víðast eftir að stæðum hverju sinni. Heimspekideild Fáskólans og Félag íslenzkra fræða lögðu fra tillögur um að breyta nafninu handritastofnun í „Stofnun Jóns Sigurðssonar“, en niðurstaða nefndarinnar varð að leggja ekki til nafnbreytingu. Benedikt Gröndal gerði grein fyrir áliti nefndarinnar í efri deild alþingis í • gær. Mennta- málaráðlierra Gylfi Þ. Gíslason tók einnig til máls. Þakkaði hann nefndinni fyrir að hafa náð samkomulagi um málið og taldi það mjög mikilsvert að alþingi afgreiddi þetta stórmál einhuga. Gylfi kvaðst vilja benda á það að framlag það til Handrita- stofnunarinnar, scm ákveðið væri í fjárlögum væri aðeins til þess að standa straum af launa kostnaði vegna starfsmanna stofnunarinnar. Hins vegar væri síðan ætlunin sú. að stjórn Handritastofnunarinnar gerði til lögur um útgáfu á vegum stofn unarinnar og færi fram á fjár framlög til hennar. Væri mik- ill skilningur og vilvilji ríkj- andi innan ríkisstjórnarinnar £ því cfni að búa sem bezt að slíkri starfsemi stofnunarinnar. Ráðherrann sagði ennfremur, að bráðlega mundi hann skipa byggingarnefnd er sjá ætti um byggingu húss yfir Landsbóka safnið, Háskólabókasafnið og Handritastofnunina. Yrði það að vera vegleg b.vgging, sem hýsa ætti þessar stonanir. Bazar og kafíisala Styrktarfélag vangef- ina í Sjáifstæðishúsinu Konur í Styrktarfélagi vangefinna halda bazar og kaffi- sölu í Sjálfstæðishúsinu á morgun, sunnudaginn 25. marz. Mikið af góðum og ódýrum muiium. Bazarinn verður opin frá kl. 1,30 — 5 s. d. j Bazarnefndin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.