Alþýðublaðið - 24.03.1962, Blaðsíða 7
ER FRUMVARP ríkisstjórnarinnat
um breytinga r á Hósnæðismála-
stofnuninni var til 2. umræSu í
efri deiid alþingis ræddi Eggert G.
Þorsteinsson ítarlega um störf
stofnunarinnar undanfarin ár. Hér
fara á eftir kaflar úr ræSu hans.
Þrátt fyrir að liðin er nal. 7
ár frá setningu laganna um hið
alm. veðlánakerfi og; liúsnæðis-
málastjórn, mun félagsmálaráðu
neytinu ekki hafa verið gefnar
sérstakar ársskýslur, fyrr en nú
um s. 1. áramót. Að beiðni hinna
ýmsu félagsmálaráðherra hefur
hins vegar verið unnið að skýrsl
um um einstök atriði á ýmsum
timum, þegar eftir því hefur ver
ið óskað. Fundargerðabækur hus
næðismáiastjórnar verða því að
verða ársskýrslur fyrri ára, um
annað starf en sjálfar lánveiting
ar, en þær liggja fyrir í reikn
ingum veðdeildar Landsbank-
ans, sem séð hefur um afgreiðslu
þeirra.
í því ágripi, sem ég mun hér
reyna að gefa um störf stQfnun
arinnar mun því fyrst og fremst
stuðst við ársskýrslu s. 1. árs
auk annarrj heimilda, eftir því
sem þörf krefur.
í 2. gr. gildandi laga er gefin
mjög víðtæk heimild til hvers-
konar tæknistarfa í húsnæðis-
málum, aðstoð við hvers konar
nýjungar, sem telja mætti til
sem lið í lækkuðum byggingar-
kostnaði. Samkvæmt heimild-
um þessum var samþykkt á s.l.
ári fjárhagsleg aðstoð við bygg
ingu 5 íbúðarhúsa í tilrauna-
skyni. Er nú ýmist verið að und-
irbúa byggingu þeirra eða unn
ið er að byggingunni. Eitt
þeirra er þegar orðið fokhelt.
Þá var og samþykkt aðstoð við
framleiðslu ,,standard“ eldhúss-
innréttinga og ákveðin fjárupp-
hæð til styrktar b-yggingarefna-
rannsóknum Atvinnudcildar Há-
skólans.
Framangreindar ákvarðanir
tók húsnæðismálastjórn að
fengnu áliti tækninefndar stofn
unarinnar én þá nefnd skipa
auk framkvæmdastjóra stofnun-
arinnar Hörður Bjarnason, húsa
rheistari ríkisins, Steingrímur
Hermannsson, framkvæmdastjóri
Rannsóknarráðs ríkisins, Skúii
H. Norðdál, arketekt og Ingi-
bjartur Arnórsson, húsasmiða-
meistari.
í upphafi olii það miklum erf
iðleikum í öllu lánveitinga-
starfi, hve viða að bárust léleg
ar og ófullkomnar teikningar
með lánsumsóknum, sérstaklega
utan af landi. Þetta varð ein af
höfuðástæðunum til þess að á-
kveðið var að setja á stofn teikni
stofu til þess að gefa væntanleg
um húsbyggjendum kost á við
unanlegum teikningum við hóf-
legu verði.
Stórfelld breyting hefur á orð
ið í þessum efnum svo að það
telst nú til undantekninga ef lé
leg teikning berst. Frá því að
teiknistofa stofnunarinnar tók
til starfa, hefnr hún selt teikn
ingar af 520 ibúðum þar af 117
íbúðum ásamt sérteikningum á
s. 1. ári, sem nær eingöngu hafa
verið notaðar utan Reykjavikur.
Teikning ásamt 'öllum sérteikn
ingum kosta nú kr. 2.000.00 sem
telja verður mjög vægt gjald.
Það sem af er þessu ári og s. 1.
haust er j 'nileg stórauknin eft-
irspurn eftir hverskonar fyrir-
greiðslu teiknistofunnar.
Á árinu 1958 ákvað húsnæðis
málastjórn að stofna til eftirlits
og leiðbeiningastarfs sérstaklega
fyrir hina afskekktari starði. Á
s. 1. ári skoðaði eftirlitsmaður
117 íbúðir og skráði skýrslur um
ástand þessara íbúða. Það er
von húsnæðismálastjórnar að
starf þetta megi teljast til góðr
ar þjónustu sér í lagi við þá hús
byggjendur sem erfiðasta eiga
aðstöðu vegna fjarlægðar.
Þá hefur lninæðismálastjórn
talið sér skylt að vera í sem nán
ustu samstarfi við samskonar
stofnanir á Norðurlöndum bæði
í bréflegu og með beinni bátt-
töku í norrænum ráðstefnum um
byggingarmál.
Hingað til lands hafa og ei'nn
ig komið fyrir milligöngu Sam-
einuðu þjóðanna, ýmsir sérfræð
ingar um byggingamál og
kynnt sér allar aðstæður okkar
og síðan gert ýmsar tillögur.
Þess má geta að á komandi
sumri, er vætnanlegur hingað
til iands bankastjóri norska
Húsbankans til þess að lokinni
veru sinni hér, að gera 'tillögur
um bætta skipan þessara mála
hjá okkur, en hjá Norðmönnum
eru þessi mál talin til sérstakr
ar fyrirmýndar.
Á þessú umrædda ári (1961)
voru haldnir 98 bókaðir húsnæð
ismálastjórnarfundir sem stóðu
frá 1 — 7 klst. hver. Viðtalsdag
ar við umsækjendur urðu á ár-
inu 121. Lánveitingar námu kr.
62.329.000.00 og afgreidd og fyr
ir tekin dagsskrármál önnur
voru 223.
Frá veðdeild Landsbankans
voru hins vegar afgreidd lán frá
stofnuninni kr. 78.233.000.00.
Mismunur þessara: niðurstöðu
talna liggur í því að síðasta lán
EFTIR E6GERT G.
ÞORSTEINSSON,
ÁLÞINGISMANN
Austurbrún 2 og 4 í Reykjavík, fjölbýlishús byggð 1959-1960.
\
veiting ársins 1960 fór fram á
síðustu dögum þess árs. Þann
ig að afgreiðsla verulegs hluta
þeirrar lánveitingar fór fram á
fyrstu vikum ársins 1961.
Nú kynni háttv. þingdeildar-
mönnum að leika nokkur for-
vitni á því að vita hvernig þess
ara tékna var aflað. Skal nú skýrt
frá því, en fram skal þó tekií
að hér er einungis rætt um hií
svonefndu A og B lán, sem veitt
eru einstaklingum, en ekki þau
lán sem stofnunin veitti bæjar .
og sveitarfélögum til útrýming
ar heilsuspillandi húsnæði. Hef
ur fram til þessa hafa fjárupp-
hæð þeirra verið ákveðin í fjár-
lögum. Nú er hins vegar gert
ráð fyrir því í frumv. þessu,
að leggja á móti bæjar- og sveit
arfélögunum ótiltekna upphæð
— þ. e. a. að mæta sveitarfélög
unum í þessum efnum án þess
að vera bundin að ákveðinni upp
hæð í fjárlögum. Fram til þessa
hefur sjóður þessi ávallt full-
nægt lánbeiðnum bæjar- og
sveitarfélaga.
Tekna ársins 1961 var aflað
á eftirfarandi hátt:
1. Með sérstökum samningi
við Seðlabankann og stjórn At
vinnuleysistryggingasjóðs kr.
25.000.000.00.
2. Bréfákaup Landsbanka ís-
lands kr. 4.000.000.00.
3. Tryggingastofnun ríkisins
kr. 1.50Ö.000.00.
4. ’ Sjóvátryggingafélag ís-
Iands. kr. 177.000)00.
5. Tryggingafélagið Andvaka
130.000.00.
6. Alm. Tryggingar kr. 50.000.
00.
7. Eigið fé Byggingastjóðs rik-
isins kr. 30.020.000.00.
Samtals kr. 60 877.000.00.
Tilraun var gerð af hálfu ráð
herra með samninga-umleitanir
við ýmsar fleiri fjármálastofnan
ir t. d. banka og sparisjóði, án
þess að árangur yrði á því ári.
Afgréidd lán til umsækjenda
frá veðdeild Landsbankans hafa
á starfsárum stofnunarinnar ann-
ars verið svo sem hér skal nú
frá greint:
Fyrsta afgreiðsla lánveitinga
hófst 2. nóv. 1955 en fram til
áramóta þessa árs voru afgr.
kr. 27.340.000.00
1956 kr. 63.655.000.00
1957 kr: 45.67.0.000.00
1958 kr. 48.769.000.00
1959 34.490.000.00
1960 kr. 52.171.000.00
1961 kr. 78.023.000.00
Samtals kr. 350.212.000.00
sem frá upphafi til síðustu ára
móta hafa verið >afgreiddar til
umsækjenda.
Þann 15 ágúst 1961 fór fram
athugun á þvi hve rnargar íbúð
ir hefðu þá notið þessara lána
og reyndust það vera 4739 íbúð
ir, en þá var lánsupphæðin sam
tals orðin kr. 324.693.000.00. Var
legt virðist því að áætla að yfir
5000 íbúðir, hafi nú fengið lán
hjá stofnuninni.
LÁNSFJÁRÞÖRF.
Síðast þegar talning fyrir-
liggjandi lánsumsókna fór fram
hjá stofnuninni 1. janúar s. 1.
reyndust þær vera 1579 er skipt
ust þannig:
a) Þær sem enga fyrirgreiðslu
hafa hlotið 722.
b> Þær sem einhverja úrlausn
höfðu hlotið 857.
Umsóknir þessar hljóðuðu upp
á rúmar 98 milljónir króna.
í sambandi við umsóknafjölda
þennan, er rétt að taka fram að
nokkur hluti þessa fjölda mun
nú vera orðin óraunverulegur,
þar sem umsóknir hafa ekki ver
ið endurnýjaðar síðan árið 1957,
og mun því hluti elztu umsókna
ekki lengur teljast meðal raun
hæfra umsókna. Þar á móti kem
ur aftur óvenjulegur fjöldi láns
umsókna sem borist hefur, það
sem af er þessu ári og stangast
það nokkuð á við þær fullyrð-
ingar er fram komu við fyrstu
umræðu málsins, að íbúðabygg-
ingar væru að leggjast niður.
Eg hefi hér reynt að draga
upp nokkra svipmynd úr störf-
um húsnæðismálastofnunarinnar
og ástandi lánamálanna. Þótt
ég hafi hér sérstaklega tekið fyr
ir s. 1. ár þá má vel af því ráða
hvernig þessi mál raunverulega
standa, — því að hinar óréglu-
legu athuganir sem á undan-
förnu hafa farið fram sýna nff
á hinum ýmsu tímum hefur ekki
verið svo ýkja mikill munur t.
d. á fjölda fyrirliggjandi um-
sókna og þar af leiðandi á láns
fjárþörfinni sjálfri, eða frá 95
— 130 millj. kr. Að sjálfsögou
breytast þessar tölur nú, ef
hækkun sú á hámarkslánum er
irumvarpið gerir ráð fyrir Vei9
ur samþykkt. — Ég hefi réynt
í þessari frásögn minni að haltla
mig einungis við staðreyndir í
trausti þess að þær mætiu
verða til nokkurra upplýsinga
við umræður málsins.
Því hefur verið yfirlýst að
frumvarp þetta væri hugsað
sem bráðabirgðaberyting á lög-
unum um stofnunina og þess
vegna aðeins lun að ræða breyt
ingu á takmörkuðum hluta lag
anna. Af þeim umræðum, sem
þegar hafa farið fram, verður
heldur ekki ráðið, að sérstök and
staða sé við breytingar þær, er
frumvarpið gerir ráð fyrir, —
heldur virðist mér, að það sé
helzt að fundið, að frumvarpið
skuli ekki vera víðtækara, en
það í rauninni er.
Eftir jafn marga ára starf
s.iá slíkri stofnun, sem Ilúsnæð
ismálastofnunin er, eru þeir á
reiðanlega fáir sem efast um
réttmæti þess að staldrað sé við
og lögin um stofnunina endur-
skoðuð, með hliðsjón af feng-
inni reynslu. Þess vegna var til
þeirrar endurskoðunar stofnað
af hæstv. núverandi ríldsstjórn
og stendur hún enn yfir. Sá hluti
þeirrar endurskoðunar sem
breytiát í þessu frumvarpi eru
nánast leiðréttingar.
Varðandi breytingu þá, sem
frumvarpið gerir ráð fyrir á
stjórn stofnunarinnar er það að
segja að það verður að teljast
rangt að styrkleikahlutföll
stjórnmálaflokkanna allra á A1
Framhald á 14. síðu.
Raðhús Reykjavíkurbæjar í Bústaðahverfi, byggð á árunm 1955-1958
ALÞÝÖÚBLAöVð - 24,‘marz 1962 )