Alþýðublaðið - 24.03.1962, Side 10
Dauft yfír iþrótfalífinu á Akranesi:
Ritstjóri: ÖRN EIÐSSON
VIÐ HRINGDUM í Helga Daníels-
son, knattspyrnumann og frétta-
ritara Alþýðublaðsins á Akranesi
í gær, til að leita frétta af æfing-
; um Akranesliðsins, en Akranes
hefur af mörgum með sanni verið
nefndur knattspyrnubærinn. —
Akranesliðið lék til úrslita í I.
deild í fyrra gegn KR og tapaði,
en 1960 sigruðu þeir.
— Hér er ekkert æft, sagði
Hclgi og mín skoðun er sú, að
vafasamt sé, hvort Akranes getur
stillt upp liði í I. deild í sumar.
Sveinn Teitsson og Jón Leósson
eru hættir og vafasamt hvort
Kristinn Gunnlaugsson, Jóhannes
Þórðarson eSa Skúli Hákonarson
verða með. Þórður Jónsson stend-
ur í húsbyggingu og æfir ekkert.
|/MtWHMMMMHHHWMMW
Á myndinni eru þrír af
knattspyrnumönnum Akur-
nesinga síðustu árin. í miðj-
unni er Helgi Daníelsson,
markvörður en t. h. er
Sveinn Teitsson, sem nú er
hættur og Kristinn Gunn-
laugsson, en hann hefur ekk
ert æft til þessa og er senni
lega einnig hættur.
Helgi sagði ennfremur, að a
fyrstu - æfingar meistaraflokks,
11. flokks og 2. flokks, sem æfa sam
an, hefðu mætt 10 til 12, en síðan
' hefur stöðugt fækkað, gott þætti
nú, ef 3—4 mættu og á sumar æf-
' ingar hef ég aðeins komið einn.
Helgi Hanpesson og Ingvar Elís-
son hafa sýnt töluverðan áhuga,
1 en nú eru þeir að gefast upp, t. d.
sagði nafni nýlega, að ef þetta
breyttist 'ekki til batnaðar á næst-
unni, myndi hann steinhætta. —
Helgi sagði, að mikill áhugi væri
í 3. og 4. flokki.
Okkur þykja þetta sorglegar
fréttir og vonandi taka Akurnes-
ingar sig á og hrista af sér slenið.
★ DAUFT í ÖÐRUM
ÍÞRÓTTAGREINUM
Við spurðum Helga, hvort áhugi
væri meiri í öðrum greinum og
kvað hann svo ekki vera. Tölu-
verður áhugi hefði verið á frjáls-
íþróttum í fyrra, en nú væri ekk-
ert æft. í sundinu sýndu nokkrir
unglingar áhuga en þeir eldri
væru hættir. Töluverður áhugi |
hefði verið fyrir handknattleik
fyrir áramót, en nú færi bann
minnkandi.
tMWwvvmwwwtwvww
5 landsleik-
ir ákveðnir
AD UNDANFORNU hafa
staðið yfir samningaumleit-
anir við ýmsa erlenda aðila
um landsleiki í knattspyrnu
á þessu ári og hefur nú ver-
ið gengið frá samningum um
eftirgreinda leiki, sem ís-
land tekur þátt í á komandi
sumri:
ísland —Noregur í Reykja-
vík 9. júlí.
ísland B—Færeyjar í*
Reykjavík 3. ágúst
írland—ísland í Dublin 12.;
ágúst.
ísland—írland í Reykjavík
2. september.
sland—Hollenzku Antil-
& eyjarnar í Reykjavík 16. sept.
WWWWVWÆtWWWWW
wwwwwwwwwww
Innanhússmót í
knattspyrnu
wttttttHtttttttwmttttttv
. bttttttttttttttttttiwttttttv
KNATTSPYRNUSAMBAND ís-
lands á 15 ára afmæli um þessar
mundir, en það var stofnað hinn
26. marz 1947.
Af því tilefni tekur stjórn K.
S. í. á móti gestum í íGlaumbæ,
Frík'irkjuveg 7, n. k. mánudag 26.
þ. m. milli kl. 3JA og 5 e. h.
í tilefni afmælisins verður
stofnað til knattspyrnumóts,, inn-
anhúss, og fer það fram í íþrótta-
húsinu að Hálogalandi mánudag-
inn 26. og þriðjudaginn 27. þ. m.
og hefst kl. 8.15 e. h. báða dag-i
ana.
Þátttakendur eru:
KR
Valur
Fram
Víkingur
Þróttur
í B K Keflavík
Haukar Hafnarfirði
Reynir Sandgerði
Aftureiding, Mosfellssveit
Breiðablik, Kópavogi.
Keppt verður um verðlauna-
grip, sem gefinn er af K S í.
Reykjavíkurmótið í svigi fer
fram í dag í Hamragili við ÍR-
skálann. Keppnin hefst kl. 3, en
alls eru skráðir um 80 keppendur.
Þetta er fjölmennasta skíðamót
hér sunnanlands til þessa og búizt
við mjög spennandi keppni. Bíl-
ferðir eru frá BSR kl. 14.
flokki karla og síðan mætast KR
in getur orðið mjög spennandi.
Körfubolti
um helgina
MEISTARAMÓT íslands í körfu-
knattleik heldur áfram að Háloga
landi í kvöld og hefst keppnin kl.
8.15. Háðir verða tveir leikir,
fyrst leika KFR og Ármann í 3.
flokki karla og ðísan mætast KR
og ÍS í meistaraflokki karla. Sá
leikur ætti að geta orðið mjög
skemmtilegur.
Mótið heldur svo áfram annað
kvöld á sama tíma. Þá leika Ár-
mann og ÍS í I. flokki karla og
síðan ÍR og KFR í meistaraflokki
karla. KFR og ÍR eru bæði tap-
laus og hafa því möguleika á ís-
landsmeistaratitlinum. Viðureign-
in getur því orðið mjög spenn-
andi.
Fyrsti heiðurs-
félagi Þrótfar
Á fimmtudagskvöldið var
haldin árshátíð Knattspyrnu-
félagsins Þróttar í Klúbbn-
um við Lækjarteig. Myndin
er tekin á árshátíðinni, en þá
var frumkvöðullinn að stofn-
un félagsins, Halldór Sigurðs-
son, gerður heiðursfélagi. F.r
hann jafnframt fyrsti heiðurs
félagi Þróttar. Til vinstri er
varaformaður Þróttar, Óskar
Pétursson.
;?4. mar;z l^62 - ALÞÝÐ.IJBLAÐID
fHHHWHVHHHWUmWHHtHHVHVmmmmmUHV