Alþýðublaðið - 27.03.1962, Síða 2
• • e
®ltstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Aðstoðarritstjóri:
Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasimi
14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu
§—10. — Áskriftargjald kr. 55,00 á mánuði. í lausasölu kr. 3.00 eint. Útgef-
andi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson.
Öryggi og kjarnorka
( ^ 1 ■■
ÍSLENDINGAR höfnuðu hlutieysi í síðustu
íheimsstyrjöld. Þegar kafbátar og flugvélar rufu
■aldagamla einangrun landsins, varð þjóðinni ljóst,
að hlutleysi mundi í framtíðinni reynast haldlaust.
Kæmi til nýrrar styrjaldar, mundi ísland dregið
inn í hana, hvað sem þjóðin sjálf segði.
Skilningur á þessum staðreyndum leiddi til þátt-
töku íslendinga í Atlantshafsbandalaginu. Þegar
ljóst varð eftir valdaránið í Tékkóslóvakíu og inni
lokun Berlínar, hvert Sovétríkin stefndu, snerust
lýðræðisríkin til vamar. Árangurinn hefur orðið
sá, að myndazt hefur valdajafnvægi, sem sumir
kalla „jafnvæg: óttans“. Bæði austur og vestur
vita, að komi til styrjaldar, gæti hvorugur þeirra
sloppið við vetnisárásir. Þess vegna hefur friður
haldizt, þótt oft hafi stórveldin rambað á barmi ó-
friðar.
íslendingar fóru að dæmi grannþjóða eins og
Norðmanna og Dana, er þeir gengu í Atlantshafs-
bandalagið. Getur enginn haldið fram með nokkr-
um rökum, að þessar smáþjóðir hyggi á árásarstríð,
og er svo raunar um bandalagið allt. Tilgangur þess
er vörn og friður, og í skjóli þess hafa hinar frjálsu
þjóðir lifað síðustu árin og sloppið við örlög Eist-
lands og Tíbet.
Enda þótt kjarnorkuvopn Bandaríkjamanna séu
höfuðvörn Atlantshafsþjóðanna, sem raunveru-
lega heldur Sovétríkjunum í skefjum, hefur ekki
verið þörf á að dreifa þeim um öll þátttökulöndin.
Þannig hafa Noregur, Danmörk og ísland ekki ósk
að eftir kjarnorkuvopnum á sínu landi, og ekki ver
ið að þeim lagt að taka við slíkum vopnum. Er
þetta gert af ýmsum ástæðum, meðal annars af til
liti til Finna og til að ögra engum í norðanverðri
álfunni.
Meðan ekki eru kjarnorkuvopn á íslandi eða
nein tæki til kjarnorkuhernaðar, er árásahætta í
iandinu mun minhi en ella. Þótt íslenzka þjóðin
megi búast við sömu örlögum og aðrar, ef til ófrið
ar kemur, sýnir þessi staðreynd, hversu fráleit sú
fullyrðing kommúnista er, að íslenzkt yfirvöld hafi
með stefnu sinni boðið árásum heim. Aðeins ein
leið gerir ísland örugglega að vígvelli í styrjöld.
I>að er leið hlutleysis og varnarleysis, sem gerir
landið að einu fyrsta keppikefli styrjaldaraðila.
Hvað sem öllu líður er sjálfsagt að gera ráðstaf-
anir til almannavarna í landinu. Sovétrússar hafa
gert lítið úr slíkum vörnum, og hafa kommar hér
á landi að sjálfsögðu bergmálað það. í þessum efn
4im sem öðrum verða íslendingar að ‘horfast í augu
v:ð staðreyndir lífsins og gera það sem gera
þarf, þótt vonandi reyni aldrei' á þann viðbúnað.
TRIUMPH
HERALD
COURIER
TRIUMPH
TR-4-SPORT
Frá umboðsverksmiðjum okkar
LEYLAND MOTORS Og STAND-
ARD TRIUMPH bjóðum við ofan-
greinda bíla. Þessar nýjustu gerðir
eru væntanlegar á næstunni.
almenitM
verslun’arfélayið
Laugavegi 168. Sími 10199.
65 búsund
Framhald af 16. síðu<
Eggert G. Þorsteinsson (A) sagði
að endurskoðun stæði nú yfir á
lögum um Atvinnuleysistrygg-
ingasjóð. Hefði m. a. komið til
grein við þá endurskoðun, sá
möguleiki að sjóðurinn lánaði til
íbúðabygginga og þá fyrst Og
fremst til verkamannabústaða. —
Varðandi þá breytingu að hækka
tekjumarkið úr 60 þús kr. í 65
þús, sagði Eggert að það hefði ver
ið talið, að ef miðað væri við 60
þús. kr. mundu 10% þjóðarinnar
eiga rétt á því að vera i bygginga-
félögum verkamanna en með því
að hækka um 5 þús mundu að
sjálfsögðu mun fleiri eiga rétt á
því. ..
punktar
• • •
Jl JÓÐviljinn má ekkl
lieyra það nefnt að íslendingar
semji við erlend fyrirtæki um
byggingu aluminiumverksmiðju
eða einhvers annars stóriðju-
fyrirtækis hér á Iandi. Hinir
vondu erlendu auðhringir svífa
fyrir hugskotssjónum þeirra
Þjóðviljamanna. í grein hér í
Alþýöublaðinu s. I. föstudag var
bent á að Norðmenn hefðu haft
gott af samvinnu við erlend fyr-
irtæki um upbyggingu stóriðju
í landi sínu og hefur ekki bor-
ið á því enn að hinir erlendu
auðhringir hafi gleypt Noreg,
enda þótt Þjóðviljinn óttist aS
ísland y r ð i liinum erlendu
hringum að bráð. Þjóðviljinn
gerir einnig lítið úr því að alu-
miniumverksmiðja hér á landl
mundi hafa mikil áhrif á gjald-
eyrisafkomu okkar íslendinga
í greininni í Alþýðublaðinu s.l.
föstudag var sagt að útflutn
ingsverðmæti 30 þúsund tonna
aluminiumverksmiðju yrði 500
milljónir króna á ári. Það var
einnig bent á að þetta væri 1/6
a 11 s innflutningsins s. 1. ár.
Þjóðviljinn segir að hinir vondu
erlendu hringir mundu hirða
alla þessa upphæð og íslending-
ar aldrei sjá neitt af henni. En
Alþýðublaðið vill í þessu sam-
jbandi benda Þjóðviljanum á
það, að enda þótt aluminium-
verksmiðja hér á landi yrði í
fyrstu rekin fyrir erlent fjár-
magn og eigendur erlendir
mundi verksmiðjan verða að
skila bönkunum öllum gjaldeyr-
istekjum sinum. Brúttógjald-
eyristekjur 30 þúsund tonna
aluminiumverksmiðju yrðu ná-
lægt 500 milljónum á ári. Þeirrl
upphæð yrði að skila bönkunum
og síðan yrði verksmiðjan a3
sækja uni gjaldeyri fyrir er-
lendum kostnaði hráefnainn-
flutningi og öðru til bankanna.
Hit er svo annað mál að sjálf-
sagt yrði svo einhver arður yfir
færður til eigenda en það yrðu
ekki stórar upphæðir Og í A1
þýöublaðsgrcininni stóð að svo
yrði að búa um hnútanna aö ís
lendingar eignuðust verksmiðj
una smátt og msátt.
• • •
iS* TJÖRNAR-andstaðan
er alltaf að klifa á því, hve
byggingarkostnaður hafi hækk
að mikið í tíð núverandi stjórn-
ar. Það sé bókstaflega orðið ó-
kleift að byggja vegna þess.
Það vakfi því mikla athygli, er
Eggert G. Þorsteinsson upplýsti
það á alþingi í ræðu um hús-
næðismálin í síðustu viku, að
byggingarvísitalan hefði hækk-
að minna til jafnaðar hvert ár
árin 1959, 1960 og 1961 en
vinstri stjórnarárin 1957 og
1958. Að vísu á þetta rætur sín-
ar að rekja til þess, hve lítil
hækkun varð 1959, það ár, er
minnihlutastjórn Aiþýðufiokks
ins sat. En stjórnarandstaöan
hefur nú ætíð viljað halda þvi
fram, að „sömu íhaldsflokkarn-
ir“ hafi ráðið þá og nú svo að
óhætt ætti að vera að taka það
ár með í slíkan samanburð og
hér um ræðir.
g 27. marz 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ