Alþýðublaðið - 17.04.1962, Side 2
•Mmjórar: Gisil J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — AöstoSarritstjóri:
Björgvin GuSmundsson. — Símar: 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími
14 906. — Aðsetur: AlþýSuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu
I—10- — Áskriftargjald kr. 55.00 á mánuði. í lausasölu kr. 3.00 eint. Utgef-
andi: Aipýðufiokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ásgeir Jóhannesson.
V
PRÓFKOSNINGAR
UNDANFARNA DAGA 'hefur verið (mikið
rætt um „prófkosningar" innan stjórmálaflokka
til að velja frambjóðenda þeirra á lista við bæj-
arstj órnarkosningar. Er full ástæða til að íhuga
’þá leið, enda getur hún verið þýðingarmikill lið-
ur í lýðræðiskerfi.
. Sjálfstæðisflokkurinn lét fram fara slíka kosn
ingu í Reykjavík. Miklir gallar voru á kosning-
v «unni, þar sem unglingar í Heimdalli voru látnir
kjósa í stórum stíl; lítil stjórn var á því hverjir
notuðu þau kjörgögn, sem út voru send, og loks
var ekkert birt um niðurstöðu kosningarinnar.
Virðist flokksforustan ekki bundin við að fylgja
fúrslitunum við röðun á Reykjavíkurlistann.
(Þess vegna er þessi „prófkosning“ ekki annað en
lausleg skoðanakönnun.
Hér á landi er mikið talað um ofríki fárra
manna og flokksvald í stjórmálum. Gegn þessu
er hægt að spyrna með prófkosningum, en þá
verða þær að uppfylla ýms skilyrði og vera bind
andi fyrir viðkomandi flokk.
í fyrsta lagi yrði óhjákvsamlegt að setja lög frá
Alþingi um prófkosningar. Það yrði fyrst og
fremst að setja ávæði um skráningu manna til
prófkjörs í tilteknum flokki til að fyrirbyggja,
að sami kjósandi gæti tekið þátt í prófkosning-
'um innan margra eða jafnvel allra flokka. Síð-
*an yrðu að vera reglur um framboð til prófkjörs
■ og kosningu á kjörstað — en ekki sendingu kjör
gagna um allar jarðir. Að lokum þyrftu að vera
reglur um talningu atkvæða og birtingu úrslita,
sem væru bindandi fyrir flokkana í viðkomandi
ikosningu.
Minna getur það varla verið, ef prófkosningar
«siga að vera annað en skrípaleikur eð sýndar-
unennska. Þessi skilyrði þýða að sjálfsögðu, að
um tvennar kosningar verður að ræða hverju
fcinni, álíka umfangsmiklar, prófkjörið og sjálfa
4cosninguna. Þannig er það til dæmis í Bandaríkj
lunum, þar sem prófkjör er hvað mest notað.
10 MILLJÓNIR
EMIL JÓNSSON félagsmálaráðherra nefndi í
útvarpsræðu sinni fyrir helgi eitt atriði, sem
vfarla telst til stórmála yfirstandandi þings. Rík-
iistjórnin hefur beitt sér fyrir að veitt væri
allt að 10 milljónir króna til starfsemi fyrir fatl-
^ða, lamaða og vangefna.
> Henni er ekki alls varnað, þessari OAS-stjórn
í^kar!
2 17! apríl 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
GIÆS/IEGT ÓWTIl
0E0Ð C//£> MP4 mf/
HANNES
Á HORNINU
★ Listmálun aðalatvinnu-
vegurinn innan
skamms.
★ Símaþjónusta nauðsyn-
leg í Hafnarskrifstof-
unni.
★ Eins dæmi í sögu
Reykjavíkur.
ÞAÐ ER EKKI ANNAÐ sjáan-
lcgt en að listmálnn sé að veröa
aðalatvinnuvegrur íslendingra. Hver
listmálarinn á fætur öðrum opnar
sýningu. Það er varla von á öðru
þegrar listsnobbar taka upp á arma
sfna föndrara og þykjast hafa upp
götvað þá. ðlér finnst það illa gert.
Verk sumra þeirra er hreinn og
beinn bamaskapur, sem gaman er
að þegar um börn er að ræða, en
verður grátbroslegt þegar fullorðn
ir mcnn eiga í hlut.
SJÓMAÐUR SKRIFAR: „Mig
hefur lengi langað til að minnast
á eitt mál við þig, að vísu ekki
stórvægilegt, en samt þannig að
það snertir töluvert sjómennina og
heimili þeirra. Alla tíð liefur það
verið þannig, að engar upplýsingar
er hægt að fá um skipakomur á
kvöldin og um helgar nema í hafn
arskrifstofunni, eða hjá hafnsögu-
mönnunum. Þcir eru alltaf boðnir
og búnir til að veita upplýsingar.
EN STARF ÞEIRRA er þannig,
að þeir geta ekki alltaí verið við
til þess að svara í símann og svara
spurningum. Mér finnst að þetta
sé orðið óþolandi ástand. Það er
nauðsynlegt fyrir fólk að leita sér
upplýsinga um skipakomur, því að
það ófært að þurfa að norpa niður
við höfn og bíða þar eftir skipi.
en fólk þarf mjög oft að taka á
móti vinum sinum og vandamönn
um þegar skipin koma í höfn.
ÞAÐ ER ÞVÍ NAUÐSYNLEGT
að hér verði liót á ráðin og það
ve'ður ekki gert nema hafnarskrif
stofan taki upp símaþjónustu og
ráði stúlkur til þess að svara í sím
ann og þyrfti stúlka að vera á vakt
á nær öllum tímum. Það getur vel
verið að þetta hafi ekki verið nauð
synlegt fyrst eftir að höfnin kom,
en borgin hefur stækkað ört, höfn
in þanist út og skipakomur marg
faldast-. Ég vil mæíast til þess, að
hafnarstjórn athugi þetta mál og
geri það sem henni finnst skynsam
legaát til lausnar á því.“
ÞAÐ ERU MIKXL TÍÐINDI fyrir
okkur Reykvíkinga, að hvort
tveggja skuli gerast í senn að
drykkjarvatn spillist og að borgin
einangrist svo að hvorki sé hægt
að komast út úr henni né inn í_
hana í bifreiðum — Ég kom hingað
til borgarinnar árið 1929, og ég
man ekki til þess að þetta liafi kom
ið fyrir
Framhald á 7. síðu. :