Alþýðublaðið - 29.04.1962, Síða 4
FRAMBOÐSFRESTUR til bæj-
ar- og sveitarstjórnarkosning-
anna er útrunninn og baráttan
hafin af fullum krafti. Páskarnir
hjálpa að þessu sinni til þess, að
kosningabaráttan verður af-
mörkuð við 4—5 vikur og er það
til góðs fyrir alla aðila. Vissu-
lega er æskilegt, að kosninga-
hamur sé ekki á mönnum og
flokkum mjög lengi, baráttan
standi ekki marga mánuði. Vafa-
laust koma allar röksemdir, sem
aðilar hafa fram að færa, fyrir
almenningssjónir á einum mán-
uði. Ef orrustan er lengri, verð-
ur meira um endurtekningar og
sterkari freisting til persónu-
legra árása.
Fróðlegt er að íhuga, að hve
miklu leyti kosningarnar snú-
ast eingöngu um bæjar- eða
hreppsmál, og hvort landsmál
blandast þar verulega inn í. Síð-
ustu kosningar 1958 reyndust ör-
lagaríkar fyrir landsmálin, þar
sem vinstri flokkarnir höfðu þá
mjög víðtækt samstarf á listum,
og biðu ósigur, sem túlkaður var
sem meiri háttar áfall fyrir
vinstri stjórnina. Mótmæla því
fáir, að svo hafi í raun réttri ver-
ið, og í Reykjavík snerist kotn-
ingin langmest um vinstri st.iórn
á bænum eða ekki.
Nú er vinstristjórnin fari’i og
við völd situr samstjórn Sjálf-
stæðisfiokksins og Alþýðuflokks-
ins. Samkvæmt kenningum
þeirra, sem mæla bæjarstjórnar-
kosningar eingöngu á landsmæii-
kvarða, ætti því samstaða flokka
í kaupstöðum og kauptúnum að
hafa breytzt algerlega. En svo er
ekki. Það hafa að vísu orðið
miklar breytingar á framboðum,
en samstarf flokka helzt á mjög
mörgum stöðum — og vinstra
samstarf þriggja flokka er ó-
breytt í fjölda sveitarfélaga, til
dæmis á ísafirði, Selfossi, Helli-
sandi, og víðar. Hins vegar hafa
hvergi orðið þær breytingar, að
stjórnarflokkarnir standi tveir
saman að listum, þótt þeir vinni
samqn á ýmsum stöðum, einir
eða með öðrum.
Af þessu verður að draga þá á-
lyktun, að íólkið í hinum ýmsu
byggðum landsins sé óháðara
pólitísku flokkunum en meun
hafa viljað vera láta. Það «pyr
ekki flokksforustuna í Reykja-
vík, hvernig það eigi að bjóða
fram eða með hverjum. Það fer
eftir mönnum og aðstæðum
heimafyrir.
Ef til vill er stigmunur á ai-^
stöðú flokkanna í þessu tilliti.
Við í Alþýðuflokknum höfum Tii
dæmis tekið upp þá stefnu, að
flokkurinn segi ekki fyrir ara,
hvernig flokksfélögin skuli bjóða
fram til sveitarstjórna, heldur
ráða þau því sjálf hvert á sínurn
stað. Þannig á það auðvitað að
vera, því fráleitt er að reyna að
steypa allt landið niður til
hreppsnefnda í mót hverrar ríkis
stjórnar.
Sjálfstæðisflokkurinn er stærst
ur flokkanna og þarf því minnst
á samstarfi við aðra að halda, til
dæmis til að tryggja meirihluta.
Þess vegna er eðlilegt, að hinir
flokkarnir reyni ýmis konar sam-
starf eftir því sem aðstæður eru
á hverjum stað. Hins vegar fer
það algerlega eftir aðstæðum og
byggist eingöngu á heimamálum.
Slíkt samstarf þýðir ekki, að við-
komandi einstaklingar séu sam-
mála um landsmálin.
Geta kosningarnar, sem eru
framundan, haft áhrif á ríkis-
stjórnina? Flestir, sem eru mál-
um kunnugir, telja, að það sé
hugsanlegt, en mjög ólíklegt. —
Stjórnarflokkarnir gætu beðið
afhroð eins og vinstri flokkainir
1958, og mundi þá stjórnarsnm-
starfið óneitanlega veikjast. En
jafnvel sá ósigur var ekki nóg til
að fella vinstri stjórnina. Og þar
við bætist, að það eru engar
slíkar líkur á hrakförum stjórn-
arflokkanna nú, sem voru þá'
Þar við bætist að ríkisstjórnin
stendur í dag fastari fótum en
nokkur stjórn hefur gert á ís-
landi í áratugi.
„Stríðsáróðurs"
íiilðQð Rússð felld
GENF, 27. apríl (NTB-Reuter)
Bandaríkin höfnuðu á afvopnunar
ráðstefnunni í Genf í dag rúss-
neskri tillögu í níu greinum um
bann við stríðsáróðri. Fulltrúum
annarra ríkja tókst heldur ekki að
brúa sjónarmið Bandaríkjamanna
og Rússa. Samkvæmt rússnesku
tillögunni á stríðsáróður að stimpl
sa sem svívirðilegur glæpur gegn
mannkyninu. Ráðstefnunni liefur
verið frestað í fjóra daga.
Klerkar í klípu
★ LEIKFÉLAG Hafnarfjarð-
ar hcfur undanfarið sýnt gam
anleikinn „Kierkar í klípu“
við góða aðsókn og undir-
tektir áhorfenda. Næsta sýn-
ing á leikritinu verður 1. maí
Myndin er af þeim Sigurði
Kristinssyni, Auði Guðmunds
dóttur og Ragnari Magnús-
syni í hlutverkum sínum.
HWWWWWMHMWMWWWWWWWWm %WW%W%%%W%%W%%%WYW%%%%%^%%W%%W%%%\%%\%\
Akureyri, 18. apríl.
GENGIÐ hefur verið frá fram-
boðslista Alþýðuflokksins við
bæjarstjórnarkosningarnar í vor
og var hann birtur í „Alþýðu-
manninum” í gær, en þá voru
þrjátíu ár liðin frá stofnun Al-
þýðuflokks Akureyrar.
Framboðslistinn er skipaður
þessum mönnum:
1. Bragi Sigurjónsson, ritsfj.
2. Steindór Steindórsson,
menntaskólakennari
3. Þorvaldur Jónsson,
skrifstofumaður
4. Torfi Vilhjálmsson,
verkamaður
5. Jens Sumarliðason, kennari
6. Björn Kristinsson, vclrirki
7. Anna Helgadóttir, frú
8. Sigurður Rósmundsson,
sjómaður
9. Þórir Björnsson, vélstjóri
10. Sigursveinn Jóhannesson
kennari
11. Stefán K. Snæbjörnsson
vélvirki
12. Árni Árnason, smiður
13. Gísli Bragi Hjartarson, múrari
EYRARBAKKI
FRAMBOÐSLISTI til hrepps-
nefndarkosninga á Eyrarbakka
27. maí n. k.
Standa að honum Alþýðuflokks
félag Eyrarbakka og framsóknar-
menn. Listinn er A-listi. Á hon-
um eru:
Vigfús Jónsson, oddviti.Garðabæ
Halldór Jónsson, form. Bárunnar
Þórarinn Guðmundsson, bóndi
Ólafur Guðjónsson, bílstjóri
Þórir Kristjánsson, verkstjóri
Gísli Gíslason, útibússtjóri
Ragnar Böðvarsson
Óiafsfjörður
Ólafsfirði, 27. apríl
LISTI Alþýðuflokksins til bæjar
stjórnarkosninga á Ólafsfirði er
þannig skipaður:
Sigurður Guðjónsson, bæjarfóg.
Sæmundur P. Jónsson, sjóm.
Jón G. Steinsson, verkstjóri
Sig R. Ingimarsson, bifreiöastj.
Bernharð Ólafsson, sjóm.
Árni Gunnlaugsson, sjómaður
Ólafur Sæmundsson, bakari
Jón Ingimarsson, verkamaður
Trausti Gunnlaugsson, sjómaður
14. Matthías Einarsson, lögregluþ.
15. Jóhann Sigurðsson,
raf virkj ameistari
16. Stefán Þórarinsson,
húsgagnameistari
17. Jón Sigurðsson, stýrimaður
18. Þorbjörg Gísladóttir, frú
19. Þór Ingólfsson, iðnnemi
20. Jón M. Árnason, verksmiðjustj.
21. Albert Sölvason,
framkvæmdastjóri
22. Friðjón Skarphéðinsson,
bæjarfógeti.
DÁLVÍK
Dalvík, 26. apríl
LAGÐUR hcfur verið fram fram-
boðslisti Alþýðuflokksmanna hér
á Dalvík við hreppsnefndarkosn-
ingarnar 27. mas. Samþykkt hef-
ur verið í hreppsnefnd, að f jölga
hreppsnefndarmönnum úr fimm
í sjö.
Sjö efstu menn á framboðslista
Alþýðufiokksins eru þessir:
Ingólfur Jónsson, trésmiður
Árni Arngrímsson, bílstjóri
Ásgeir Sigurjónsson, kennari,
Gestur Hjörleifss. innheimtum.
Jón Tryggvason, bílstjóri,
Þórarinn Kristjánsson, vélstjórl
og Kristinn Sigurðsson skipstj.
WWMWWWWWWWWl
11. maí !j
| kaffi
;! KONUR í fulltrúaráði ;>
I! Alþýðuflokksins gangast j!
$ fyrir veizlukaffi 1. maí í !!
;[ Iðnó. 110810" opnað kl. 2. !>
;! Afburða góðar og ödýrar <;
!> veitingar, borð hlaðin rjóma ;[
$ tertum, pönnukökum og alls !!
<; konar lieimabökuðum kök- !>
;! um ásamt fjölbreyttu !»
| smurðu brauði. ;>
!> Þúsundir Reykvíklnga j!
<> fagna á götum úti þessum ;!
;! liátíðisdegi íslenzkrar al- !>
;! þýðu. Gerið daginn enn há- <;
!! tíðlegri með því að drekka ;[
<; með vinum og venslafolki j!
;! sannkallað veizlukaffi í !>
j! Iðnó. <>
rtWTOWWWWMWWWW
4 29. apríl 1962 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ