Alþýðublaðið - 29.04.1962, Side 15

Alþýðublaðið - 29.04.1962, Side 15
eftir Jean Carceau manna að hann væri ekki aðeins Hollywood stjarna í auglýsinga- ferð heldur alvarlega þenkjandi liðsforingi í áhrifamiklum er- indagjörðum. Fyrsta flugferð Clarks var í B-17 á árás á Antwerpen í maí 1943. Eftir það fór hann í f jórar aðr- ar árásir í B-17 sem skytta. í eitt skiptið var skotið á flugvél hans og Clark lá við bana þegar kúia sprakk við höfuð hans. Ilann hafði neitað að búa í sérstökum húsakynnum og bjó í trébragga eins og hinir her- mennirnir. Eftir fyrstu ,,Ald- skírnina” var hann einn þeirra og velliðinn. Mennimir kölluðu hann „pabba” og söfnuðust sam an hjá honum til „að létta á sér”. Þjóðverjarnir vissu vitanlega, að Clark var ein ameríska skytt- an. Það var á allra vitorði, að flugmálaráðherra Þjóðverja, Hermann Göring, lagði mikið fé honura til höfuðs. Það er sagt að Göring hafi boðið fimm þús- und dali í þýzkum mörkum, tveggja vikna frí og hækkun í tign hverjum þeim flugmanni sem skyti Clark Gable niður. Eg hélt áfram að segja Clark fréttir af „heimavígstöðvunum” og af búgarðinum. Við féngum skömmtunarseðla og þurfum að starida í biðröð eftir ýmsu sem erfitt var að fá. Faðir Clarks kom út á búgarðinn og við á- kváðum að reyna að fá hann til að bera sig sem slíkan. Við unn um erfiðisvinnu allt sumarið, on við vorum líka hreykin af, kora- inu okkar og baununum og mel- ónunum, svo elcki sé minnst á. kjúklingana. Um þetta leyti þurfti faðir Clarks að fú sér föt. Clark sagði mér að sjá um kaupín eins og hann sá um öll útgjöld gamla mannsins. Við fórum til Bull- ocks í Pasalena, og ég bjó mig undir að hann'mátaði tugi fata.' En svo varð ekki. Faðir Clarks gekk að fatahengjunum og benti strax á föt og sagði: „Þessi vil ég.“ Hann liafði valið vel, þetta voru dýrustu fötin í verzluninni. Hér var Hollendingurinn, sem vissi hvað hann vildi og var ekki að eyða að því neinum orðum. Richard Lang, sonur Fieldsie var fjögurra ára þetta sumar. Hann leitaði í blöðunum að mynd um af Clark. Einu sinni sá hann mynd af Tyrone Power inni í miðju blaði, þegar Clark var á forsíðunni. „Ty frændi er þreytulegur og fær svo litla mynd,“ sagði hann, „en Clark frændi er fremstur og það er mikið um hann ritað." Eg skrifaði Clark að vinir hans fylgdust vel með fréttum um hann og það jafnvel þó þeir væru aðeins fjögurra ára! Áður en Clark fór frá Eng- landi fékk hann orðu fyrir fræki lega frammistöðu. Hann fékk hrós fyrir hugrekki og kunnáttu og sagt var, að hann væri banda ríska flughernum til sóma. Clark sagði að ferð sín til Bandaríkjanna liefð} verið mjög æsandi (eftir þeirra tíma mæli- kvarða). „Eg borðaði morgun- verð í Skotlandi, hádegisverð í Grænlandi og kvöldmat í New York,“ sagði hann við mig. Clark kom til Hollvwood 1. nóvember með : lest. Howud Strickling sendi bifreið frá kvik- myndaverinu tii að sækja mig og ég fór með honum og Ralpli Wheelwright til járnbrautar- stöðvarinnar í Pasadena. Þar beið hópur blaðamanna og ljós- myndara og um það bil þrjú hundruð manns til að fagna hon- um. Clark leit mjög vel út í ein- kennisbúningnum og honum var ákaft fagnað, þegar hann steig út á pallinn. Hann var grennri en hann leit vel út og hærurnar í vöngunum gerðu hann virðu- legri. Einn af fyrstu stöðunum sem Clark heimsótti var MGM kvik- myndaverið og stjórn félagsins skrifaði umsvifalaust nýjan samn ing við hann r.ieð sömu iaun- um jafnvel meðan hann var enn í hernum. Og i þeim samning var loks atriðið sem Clark liafði sótt eftir. Ifér eftir gat hai n hæit upptöku niuKkan fimm daglef a. Að auki fékk hann fjögurra mán aða frí eftir hverja kvikmynd sem hann lék í. Þessi samningur staðfesti í eitt skipti fyrir öll, að hann var konungur kvikmynda- stjarnanna. Umboðsmaður Clai’ks var enn Phil Berg, sem keypt hafði samn ing hans forðum. Meðan Clark í>eið eitir að hefja leik sinn á ný, -/ar liann mikið heima og oft eftir að við höfðum.lokið brýnustu biéfun- um, kveikti hann sér í pípu og sat og ræddi við mig um frnm- tíð sína og reynslu. „Eg sá svo mikið af dauða og eyðileggingu," sagði liann. ..Eg skildi að ég hafði ekki verið val- inn einn til að líða, aðrir þjáð- ust og misstu þá, sem þeir eisk- uðu eins og ég missti Ma.“ „Eg elska friðinn hér,” sagði hann í annað skipti. .,Það eina sem ég þrái nú orðið, Jeanie, er friður, friður og rósemd á heim- ili mínu hjá þeim, sem ég treysti og elska.“ 15. í lok maí hófst taka fyrstu kvik myndar Clarks eftir stríð, ,.Æv- intýri”. Mikill undirbúuingur og vangaveltur voru að þeirri mynd sem var framleidd af San Zim- balist og gamall vinur Clarks. Victor Fleming, stjórnandi á Hverfarida Hveli sá um stjórn hennar. Greer Garson var mótleikari Clarks og Joseph Ruttenberg sá um kvikmyndunina. Það var ó- líklegt annað en að myr.d sem þessir menn stóðu að, yrði lista- verk. En þrátt fyxir allt þetta hæfi- leikafólk misheppnaðist kvik- myndin. Upphaflega hatði sagan verið um heimspekilega þenkj- andi sjómann, Harry l’atterson að nafni. En í myndinni varð Harry djarfur, laglegur og heimskur og heimspekilegu hug- leiðingarnar komu frá öðrum háseta. Clark hataðist við þessa kvikmynd og þegar hún var svnd um jólin, fékk hún ennþá verri dóma en „Parnell". Clark var á sama máli og dómararnir. En þrátt fyrir lélega dómg var myndin vel sótt. Aðdáendur harvs þyrptust í kvikmyndahúsin ti! að sjá hetjuna heimskunnu. Clark var einhleypur, lagleg- ur og aðlaðandi, stríðshetja og kvikmyndastjarna. Konur þyrpt- ust um hann. Við veðjuðun okk- ar á milli um að ekk: liði langt unz slúðurdálkahöfundarnir færu að orða okkur saman Við Russ höfðum krafizt þess frá fyrstu, að okkar væri hvergi getið opin- berlega og að einkalíf mitt kæmi á engan hátt starfi mínu við. Og afleiðingarnar urðu þær. að al- menningur vissi ekki, að ég vai hamingjusamlega gift. Konur komu til mín i veizlum eða í kvikmyndaverinu og sögðu við mig: „Hvernig ferðti að því að vera alltaf nálægt hinum guð- dómlega Clark? Eg er viss utn aö þú elskar hann.” Og ég svaraði alltaf: Eg á guðdómlegan eiginmann heima og ég elska hann mjög lieitt.” Aðdáendabréf Clarks voru gíf urlega mörg og mikiil hluti þeirra kom frá ástsjúkum kon- um. Sumar þeirra skrifuðu hvað eftir annað og sumar voru „hættulegar.” Póstyfirvöldin gátu ekkert gert nema hótanir væru í bréfunum, en okkur var ráð- lagt, að geyma þau öll, ef mál skyldi einhvern t.íma veiða höfðað gegn Clark. Það var orðinn ógjörningur fyrir Clark að ferðast undir eig- in nafni og því var það, að harm valdi nafn eiginmanns míns — Russel Garceau, þegar hann vildi ekki þekkjast. Þegar hann var í New York bjó hann á Waldorf Astoria og gekk þá gjarnan undir þessu nafni til að leynast. Seinna var frændi Rtiss í New York og settist að ú Waldoif Astoria. Afgreiðslumaðurinn þekkti nafnið og sagði: Ó, iá, ► þetta er nafnið sem Clark Gable gengur undir hérna hjá okkur!“ Þegar Clark keypti búgarðinn fannst honum í fyrstu engin á- stæða til að hafa sundlaug þar en nú, þegar hann var farinn að halda veizlur áleit hann rétt að fá sundlaug fyrir gestina. Sundlaugin varð gríðarstór og byggingu hennar var lokið í nóvember. Clark naut þess að sitja við sundlaugina, en hann synti sjaldan og síðar meir hætti hann því algjörlega. Hann fór enn á veiðar, en sjaldan á hestbak, því Sonny, hesturinn hans, var orðinn svo gamall. Clark las mikið og leit- aði stöðugt að kvikmyndasögu með hlutverk fyrir augum. En þegar hann las sér til skemmt- unar, naut hann að lesa glæpa- sögur. Clark leizt ekki vel á, þegar honum var sagt, að næsta kvik- mynd hans yrði „Mangarinn”, sem byggð er á sögu eftir Fre- deric Wakeman og fjallar um, auglýsingafyrirtæki Madison Ay- enue. Aðallega mótmælti hann því að kvenhetjan var kona, se«ií er manni sínum ótrú. En því var breytt í handritinu og konan. varð að blíðlegri enskri frú, sem Deborah Kerr lék. Clark hins vegar lék auglýsingastjóra, sem er að reyna að koma sér í mjúk- inn hjá sápuframleiðanda og er| kvikmyndin var sýnd, sagði gagnrýnandi Photoplay, að hún! væri bezta kvikmynd ársins og Clark fannst það bæta sér upp viðtökurnar sem ,,Ævintýri“ fékk. 16. Minna Wallis hélt matarboð sumarið 1949. Meðal gesta sem Clark hitti þar, var lafði Syl- via Ashley, sem Clark hafði þekkt meðan hún var gift Doug-, las Fairbanks eldri, sem lézti árið 1939. Sylvia var tíu árum yngri en Clark, ensk, ljóshærð og fögur. Hún var þrígift, tvískilin, þekkt í samkvæmislífinu fyrir íyndni, klæðaburð, gimsteina sína og lífsþekkingu. Clark fannst hún skemmtileg og lagleg. Hún var fædd Sylvia Hawkes í Englandi og lék í fyrsta sinn á leiksviði í London í hinum, frægu „Midnight Follies” ísamt vinkonu sinni Dorothy FieldS.. Stúlkurnar nefndu sig „Silly og Lotty” og þær sungu og léku á ukelele og voru aðalskemrriti- kraftur Lundúna eftir sögn sam- tímamanna þeirra að dæma. Sylvia lék líka í „Segðu mér meira“ í Winter Garden árið 1925. Þá var hún mjög fögur, ákaflega grönn og með ljóst og sítt hár. Þó Sylvia hefði bæði verið gift Douglas Fairbanks eldra og Stanley lávarði háit hún enn nafni síns fyrsta manns — Anthony Ashley lávarðar, — syni jarlsins af Shaftenbury. Ævisaga CLARK GABLE Clark átti mikinn búgarS. Þar eyddi hann gjarnan frístundum sín- um og undi sér vel. Hann hafði ánægju af útiveru. Hér er hann við vinnu á búgarSi sínum. ; ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1962 29. apríl 15

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.